Morgunblaðið - 20.09.2019, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.09.2019, Qupperneq 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019 NÝTT! FERSKARA BROS MEÐ JORDAN Elskaðu tennurnar þínar Ferskleiki í allt að 12 tíma Kemur í veg fyrir andremmu Fer vel með glerunginn 50 ára Heiðdís er frá Götu í Holtum í Rang- árvallasýslu en býr í Reykjavík. Hún er hár- snyrtimeistari og leið- sögumaður að mennt og er einnig með BA- gráðu í ensku frá Há- skóla Íslands og MA-gráðu í menningar- miðlun sömuleiðis frá Háskóla Íslands. Hún er sölustjóri FlyOver Iceland og enn fremur stundakennari í Leiðsöguskóla Íslands. Börn: Einar Jarl Björgvinsson, f. 1998, og Ýmir Karl Björgvinsson, f. 2001. Foreldrar: Einar Brynjólfsson, f. 1937, og Sigrún Ingólfsdóttir, f. 1938, bændur í Götu. Heiðdís Einarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að setjast niður og fara í gegnum það hvernig þú verð tíma þínum og með hverjum. Stattu fast á þínu og láttu aðra um sitt. 20. apríl - 20. maí  Naut Láttu ekki aðfinnslur annarra í þinn garð hafa of mikil áhrif á þig. Mundu að áhyggjur breyta engu um gang mála. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Fólk hrífst af færni þinni til að átta þig á heildarmyndinni í stað þess að dvelja við smáatriði. Þú ert með við- skiptahugmynd sem þú ættir að skoða betur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú býrð yfir mikilli orku sem þú getur sótt í þegar aðstæður krefjast. Þér líkar ekki þegar einhver tekur eigur þínar traustataki. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Sinntu vinum þínum og gefðu þér tíma til að hlusta á þá. Slakaðu á taumn- um í samskiptum við unglinginn á heim- ilinu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér bjóðast góðir fjárfestingar- möguleikar og þér á eftir að reynast auð- velt að fá lánað fé. Sýndu klærnar er ein- hver ætlar að vaða yfir þig. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ættir að huga að því hvernig þú getur samræmt líf þitt hugsjónum þínum. Haltu þig í góðri fjarlægð frá fólki sem þrífst á neikvæðni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú verður að gefa þér meiri tíma til að slaka á og vera í einrúmi. Eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Yfirmaðurinn sér eitthvað í þér og gefur þér tækifæri til að blómstra. Þú ert óviss um framhald ástarsambands. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert reiðubúinn til að leggja þig fram við að bæta afkomu þína. Vin- skapur stendur á brauðfótum, en það er hægt að bjarga honum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Eldri vinur kemur þér til að- stoðar í dag. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Láttu sem ekkert sé þótt kjafta- sögur grasseri um þig. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú hefur vanrækt heimilisstörfin og þarft að taka þér tak og sinna þeim málum. Stefnumót á eftir að umturna lífi þínu. Björn Valur hefur samið fjölda laga og texta og hafa nokkur þeirra verið gefin út á geisladiskum hljómsveit- arinnar. „Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga áhöfninni á Kleifabergi ÓF-2 hljóm- sveitina Roðlaust og beinlaust sem gaf út nokkra geisladiska með sjó- mannalögum sem seldir voru til styrktar Slysavarnaskóla sjómanna. B jörn Valur Gíslason fæddist 20. september 1959 í Ólafsfirði og ólst þar upp. Hann bjó í Ólafsfirði fram til 2007 þegar fjölskyldan flutti til Akureyr- ar þar sem hann hefur verið búsett- ur síðan. Björn Valur útskrifaðist með 3. stigs skipstjórnarpróf frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1984, hann lauk kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri sem fram- haldsskólakennari árið 2006 og tók fanskt skipstjórnarpróf í Concarn- eau í Frakklandi haustið 2018. Hann hefur jafnframt lokið fjölmörgum starfstengdum réttindanámskeiðum hér heima og erlendis á undan- förnum árum. Björn Valurbyrjaði til sjós 15 ára gamall á bátum í Ólafsfirði. Hann var sjómaður og síðar stýrimaður og skipstjóri á bátum og togurum frá Ólafsfirði, þ.á m. sumum af farsæl- ustu togurum Íslands t.d. Sólbergi ÓF-12 og Kleifabergi ÓF-2. Hann var yfirmaður á norskum flutninga- skipum á árunum 2013-2016. „Ég hef frá árinu 2017 starfað sem skip- stjóri í Frakklandi og tók vorið 2018 við togaranum EMERAUDE, nýj- um og fullkomnum frystitogara gerðum út frá Saint Malo í Frakk- landi og er skipstjóri á því skipi í dag.“ Björn Valur hafði umsjón með og kenndi fyrsta stig skipstjórnar í Ólafsfirði í tvö ár og hélt fjölda nám- skeiða fyrir smábátasjómenn á Norðurlandi í mörg ár, svokallað pungapróf. Björn Valur var bæjarfulltrúi Vinstrimanna og óháðra í Ólafsfirði á árunum 1986-1998 og gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir bæj- arfélagið á þeim tíma. Hann var kjörinn á Alþingi fyrir Norðaustur- kjördæmi vorið 2009 og sat á þingi til 2013. Björn Valur var varafor- maður og síðar formaður fjárlaga- nefndar Alþingis á árunum eftir hrun, formaður samgöngunefndar, formaður þingflokks Vinstri- grænna og varaformaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs í nokkur ár, svo fátt eitt sé nefnt. Björn Valur starfrækti ásamt á tónlist, hlustað mikið á tónlist og lærði á gítar í nokkur ár. Ég hef frá barnsaldri stundað stangveiðar í ám og vötnum á Norðurlandi og geri enn.“ Björn Valur Gíslason skipstjóri – 60 ára Fjölskyldan Björn Valur og Þuríður Lilja ásamt dætrunum Kötlu Hrund, Berglindi Hörpu og Sigurveigu Petru. Stýrir frönskum frystitogara í dag Þingmenn Björn Valur og Pétur Blöndal heitinn. „Við vorum ágætir mátar.“ EMERAUDE Frystitogarinn sem Björn Valur er skipstjóri á. Í dag eiga gullbrúð- kaupsafmæli annars vegar Anna Rósa Skarphéð- insdóttir og Sigurður J. Ágústsson og hins vegar og Pétur Skarphéðinsson og Sigríður Guttormsdóttir. Þau voru gefin saman 20. sept- ember 1969 í Dómkirkjunni af sr. Skarphéðni Péturssyni, föður Önnu Rósu og Péturs. Árnað heilla Gullbrúðkaup 50 ára Sveinn er Akureyringur en býr á Syðra-Felli í Eyja- fjarðarsveit. Hann er kjötiðnaðarmaður að mennt frá VMA og hefur unnið hjá Kjarnafæði frá 17 ára aldri. Hann er líka hobbíbóndi, með hross og kindur. Maki: Sandra Einarsdóttir, f. 1984, vinnur á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Börn: Heiðmar Kári, f. 2010, og Ingi- mar Atli, f. 2013. Foreldrar: Kjartan Friðriksson, f. 1952, vörubílstjóri hjá Norðurorku, og Hjördís Björk Bjarkadóttir, f. 1956, leikskóla- kennari á Síðuseli. Þau eru búsett á Akureyri. Sveinn Ingi Kjartansson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.