Morgunblaðið - 20.09.2019, Síða 34
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Beitir Ólafsson er ekki þekktasta
nafnið í íslenskri knattspyrnu. Og
hvað þá árið 2017 þegar KR ákvað
að fá hann til liðs við félagið. Nú
stendur Beitir uppi sem Íslands-
meistari með KR og varði mark liðs-
ins af stakri prýði enda hefur KR
haldið hreinu í átta leikjum á Ís-
landsmótinu af tuttugu. Morgun-
blaðið hafði samband við Beiti og
spurði hvernig upplifun það væri að
verða Íslandsmeistari?
„Þetta er virkilega þægileg upp-
lifun. Ég dreg ekkert úr því. Auk
þess er fínt fyrir okkur að vera bún-
ir að klára dæmið og þurfa ekki að
stressa okkur á þessu í lokaleikj-
unum. Á þessum árstíma fer veðrið
líka að setja svip sinn á leikina og
bitnar á spilamennskunni. Líðanin
er góð og komið hefur mér virkilega
á óvart hversu margir samgleðjast
manni í þesssari stöðu. Ég hef feng-
ið mörg skilaboð en einnig sam-
gleðst fólk manni á vinnustaðnum
eða bara úti í búð,“ sagði Beitir sem
býr þó ekki í Vesturbæ Reykjavíkur
heldur í Kópavoginum en það breyt-
ir engu. „Hér hikar enginn við að
óska mér til hamingju sem er yndis-
legt.“
Markvörðurinn segir KR-inga
hafa verið hárrétt stillta þegar Ís-
landsmótið hófst og velgengni hafi
því ekki komið honum á óvart. „Mér
fannst við vera á rosalega góðri veg-
ferð í vetur og unnum það sem hægt
var að vinna í vetur og vor. Við fór-
um því fullir sjálfstrausts inn í sum-
arið og höfðum fulla trú á því sem
við vorum að gera. Andrúmsloftið
var þannig að maður fann fyrir því-
líkum meðbyr og andinn í hópnum
geggjaður. Við vorum allir á sömu
blaðsíðu. Maður hafði ekki trú á því
að við gætum tapað eins og sýndi sig
þegar við lentum 0:2 undir á móti
Val en unnum það upp. Hugarfarið
var þannig að ekkert gæti brotið
okkur niður og við gætum alltaf
komist aftur inn í leikina.“
Mótlætið er góður skóli
Þegar KR-ingar fóru að sýna
hvað í þeim býr jókst einnig stemn-
ingin á áhorfendapöllunum til muna
en mætingin á KR-völlinn hafði
dottið nokkuð niður síðustu sumur.
„Já, er þetta ekki alltaf þannig að
þegar fer að ganga vel þá koma
fleiri á völlinn? Maður finnur virki-
lega fyrir því í Vesturbænum þegar
vel gengur en þegar gengur illa þá
finnur maður einnig fyrir því. Það er
allt í lagi. Þegar illa gengur þá er í
góðu lagi að upplifa það og finna að
fólk sé óánægt. Þá er bara spurning
úr hverju þú ert gerður til þess að
geta haldið áfram og gera betur.
Þegar fer að ganga betur þá fær
maður það margfalt til baka frá
fólki. Þetta er náttúrlega svolítið
sérstakt andrúmsloft í kringum KR
og það er góður skóli fyrir leikmenn
að ganga í gegnum þegar liðinu
gengur illa. Hefðin er sú að ávallt er
stefnt á að vinna titilinn. Ef þú ætlar
að vera í KR þá verður þú bara að
standa undir því,“ benti Beitir á.
Kallið kom frá þingmanninum
Ferill Beitis er nú nokkuð frá-
brugðinn því sem gengur og gerist
hjá fastamönnum í Íslandsmeist-
araliði. Hann lék talsvert í neðri
deildunum eftir að hafa fengið sitt
knattspyrnuuppeldi í HK en var síð-
an fyrirliði HK í nokkur ár þar sem
hann varð m.a. meistari í 2. deild ár-
ið 2013. Þegar hann var um þrítugt
lék hann með Keflavík árið 2016.
Tók hann sér pásu frá sparkinu í
eina sjö mánuði og var með hugann
við annað þegar kallið frá KR kom
óvænt. KR-ingar lentu þá í vand-
ræðum með markvarðarstöðuna og
þáverandi þjálfari KR, og núverandi
alþingismaður, Willum Þór Þórsson,
fékk Beiti í KR árið 2017. Nú tveim-
ur árum síðar stendur Beitir uppi
sem Íslandsmeistari 33 ára gamall.
„Ég lauk tímabilinu 2016 með
Keflavík og ákvað einbeita mér að
öðru í einhvern tíma. Ég var ekki
endilega hættur en hafði ekki æft í
sjö eða átta mánuði. Þar af leiðandi
var ég að sjálfsögðu ekki með hug-
ann við úrvalsdeildina og hvað þá
KR. Þegar hringt var í mig þá ákvað
ég að taka slaginn. Maður segir ekki
nei við stærsta félag á Íslandi. Að
vera nú Íslandsmeistari er eitthvað
sem gerir mikið fyrir ferilinn. Það er
rosalega skemmtileg viðurkenning
að fá að taka þátt í því að vinna titil
og vera í svo geggjuðu liði.“
Yfirlýsing Rúnars
Skömmu fyrir Íslandsmótið lét
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þau
ummæli falla opinberlega að Beitir
væri besti markvörður í deildinni.
Svelgdist Beiti ekkert á kaffiboll-
anum þegar hann heyrði þessa yfir-
lýsingu?
„Nei nei. Ég held að þarna hafi
verið umfjöllun um einhvers konar
einkunnagjöf þar sem við markverð-
irnir í KR komum ekki vel út. Rúnar
var auðvitað á vissan hátt að verja
sínar ákvarðanir því í þessu fólst
gagnrýni á hann sem þjálfara að
velja þessa markverði. Hann var í
leiðinni að verja sína menn og var í
raun að segja að þessi gagnrýni ætti
ekki rétt á sér. Á sama tíma þurft-
um við auðvitað að standa okkur
fyrst hann henti þessu fram. Þá
þurftum við að standa okkar plikt og
gera þetta eins og menn,“ sagði
Beitir og hló en hann bætti því við
að sjálfstraustið hefði verið til stað-
ar hjá honum hvort sem var eftir
gott gengi í undirbúningsmótunum.
Heillaóskum rignir yfir
markvörð meistaraliðsins
Beitir Ólafsson var í pásu frá sparkinu þegar kallið kom frá KR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úthlaup Beitir Ólafsson kominn út í teiginn í leik gegn Stjörnunni í Garðabænum í sumar.
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2019
AÐEIN
S
12 SÆ
TI
LAUS
Evrópudeild UEFA
A-RIÐILL:
APOEL Nikósía – Dudelange................. 3:4
Qarabag – Sevilla...................................... 0:3
Sevilla 3 stig, Dudelange 3, APOEL 0,
Qarabag 0.
B-RIÐILL:
Dynamo Kiev – Malmö............................ 1:0
Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 86
mínúturnar með Malmö.
FC Köbenhavn – Lugano ........................ 1:0
Dynamo Kiev 3, FC Köbenhavn 3,
Malmö 0, Lugano 0.
C-RIÐILL:
Basel – Krasnodar ................................... 5:0
Jón Guðni Fjóluson var á varamanna-
bekk Krasnodar.
Getafe – Trabzonspor .............................. 1:0
Basel 3, Getafe 3, Trabzonspor 0, Kras-
nodar 0.
D-RIÐILL:
LASK Linz – Rosenborg ......................... 1:0
PSV Eindhoven – Sporting Lissabon..... 3:2
PSV 3, LASK 3, Sporting 0, Rosenb. 0.
E-RIÐILL:
CFR Cluj – Lazio ..................................... 2:1
Rennes – Celtic......................................... 1:1
CFR Cluj 3, Celtic 1, Rennes 1, Lazio 0.
F-RIÐILL:
Eintracht Frankfurt – Arsenal ............... 0:3
Standard Liege – Vitória Guimaraes. .... 2:0
Arsenal 3, Standard 3, Frankfurt 0, Vi-
tória Guimaraes 0.
G-RIÐILL:
Porto – Young Boys ................................. 2:1
Rangers – Feyenoord .............................. 1:0
Porto 3, Rangers 3, Young Boys 0,
Feyenoord 0.
H-RIÐILL:
Ludogorets – CSKA Moskva .................. 5:1
Hörður Björgvin Magnússon lék allan
leikinn með CSKA en Arnór Sigurðsson er
meiddur.
Espanyol – Ferencváros.......................... 1:1
Ludogorets 3, Ferencváros 1, Espanyol
1, CSKA 0.
I-RIÐILL:
Gent – Saint-Étienne ............................... 3:2
Wolfsburg – Oleksandriya....................... 3:1
Wolfsburg 3, Gent 3, Saint-Étienne 0,
Oleksandriya 0.
J-RIÐILL:
Mönchengladbach – Wolfsberger........... 0:4
Roma – Istanbul Basaksehir................... 4:0
Wolfsberger 3, Roma 3, Basaksehir 0,
Mönchengladbach 0.
K-RIÐILL:
Slovan Bratislava – Besiktas................... 4:2
Wolves – Braga......................................... 0:1
Braga 3, Slovan Bratislava 3, Besiktas 0,
Wolves 0.
L-RIÐILL:
Manchester United – Astana.................. 1:0
Rúnar Már Sigurjónsson lék allan leik-
inn með Astana.
Partisan Belgrad – AZ Alkmaar ........... 2:2
Albert Guðmundsson var á varamanna-
bekk AZ.
Man Utd 3, AZ 1, Partisan 1, Astana 0.
KNATTSPYRNA
Það gekk á ýmsu hjá Skagakonunni
Valdísi Þóru Jónsdóttur á fyrsta
hringnum á opna Lacoste Ladies
Open-mótinu í golfi í Frakklandi í
gær en mótið er hluti af LET-
Evrópumótaröðinni, þeirri sterk-
ustu hjá atvinnukylfingum í Evrópu
í kvennaflokki.
Valdís Þóra var í góðum málum
eftir fyrri níu holurnar en hún var
þá á einu höggi undir pari. Hún hóf
seinni hlutann með því að fá par á
10. og 11. holu en fékk svo fjórfald-
an skolla á 12. holunni og fékk svo
síðar þrjá skramba í röð.
Valdís kom í hús á 79 höggum
eða á átta höggum yfir pari og er í
96. sæti sæti af 108 keppendum.
Valdís var fyrir mótið í 78. sæti á
stigalista mótaraðarinnar en henn-
ar besti árangur í ár er 5. sæti.
Skrautlegt skorkort Valdísar
Ljósmynd/LET
79 Valdís Þóra Jónsdóttir var ekki
á góðu skori í Frakklandi í gær.