Morgunblaðið - 23.09.2019, Page 2

Morgunblaðið - 23.09.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Haraldur Sveinsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Árvak- urs, útgáfufélags Morgunblaðsins, lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð í Borgar- nesi sl. laugardag, 21. september, 94 ára að aldri. Haraldur, sem var sonur hjónanna Soffíu Emelíu Haralds- dóttur húsfreyju og Sveins Magnúsar Sveinssonar, forstjóra Timburverslunarinnar Völundar, fæddist 15. júní 1925 í Reykjavík. Haraldur lauk stúdentsprófi frá MR 1944. Hann var sölumaður hjá Timburversluninni Völundi hf. 1945-1951 og framkvæmdastjóri þar 1951-1968 og fram- kvæmdastjóri Morgunblaðsins 1968- 1995. Hann átti jafn- framt sæti í stjórn Ár- vakurs um árabil og var formaður hennar 1954-1969 og 1995- 2005. Auk þess gegndi Haraldur ýmsum fé- lags- og trúnaðar- störfum á vettvangi at- vinnulífsins og var félagi í Rotaryklúbbi Reykjavíkur frá 1952 og forseti 1963-64. Haraldur sat lengi í stjórn hesta- mannafélagsins Fáks og Lands- sambands hestamannafélaga 1961- 79 og var gerður að heiðursfélaga Landssambands hestamannafélaga árið 2011, en hafði áður hlotið gull- merki þess. Segja má að utan starfs- ins hafi hestamennskan átt hug Har- aldar, sem ungur eignaðist jörðina Álftanes á Mýrum, þar sem hann var með hross og stundaði búskap. Eftirlifandi eiginkona Haraldar er Agnes Jóhannsdóttir, f. 1927, hús- freyja. Börn þeirra eru Soffía, f. 1955; Ásdís, f. 1956; Jóhann, f. 1959; Sveinn f. 1962. Barnabörnin eru fimm og langafabörnin sex. Að leiðarlokum þakkar Árvakur Haraldi fyrir störf hans við fyrir- tækið og sendir fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Andlát Haraldur Sveinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Árvakurs Fjöldi fólks gekk og hjólaði frá Miklatúni að Lækjartorgi í Reykjavík í telfni bíllausa dagsins í gær, en alþjóðlegi bíllausi dagurinn markar endalok evrópsku samgönguvikunnar. Sveitarfélög hafa ásamt umhverfisráðuneyt- inu staðið að deginum, meðal annars með því að bjóða frítt í strætó, en að þessu sinni var ákveðið að hafa sérstaka dagskrá. Meðal annarsflutti Guðmundur Ingi Guð- brandsson umhverfisráðherra ræðu. Þá var létt yfir þátttakendum þrátt fyrir rigninguna í borg- inni í gær. Morgunblaðið/Hari Mikil þátttaka á bíllausum degi þrátt fyrir úrkomu Gulur, brúnn og rauður eru áber- andi litir nú þegar haustsvipur fær- ist yfir landið. Brátt fella trén lauf- ið, sem er hluti af hinn óstöðvandi hringrás í náttúrunni. Allt er þetta eðlilegt nú á haustjafndægri, en jafndægur er sá tími þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar. Þetta gerist tvisvar á ári, á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21. mars og á haust- jafndægri 21.-24. september. Um þetta leyti eru dagur og nótt því sem næst jafnlöng hvar sem er á hnettinum og af því er nafnið dreg- ið. Í dag, mánudag, er sól beint yfir miðbaug klukkan 7.50. Ágætt haustveður er á landinu nú, milt og hlýtt. Í dag er spáð suð- austan og austan 5-13 m/s, en öllu hvassara með suðurströndinni. Rigning verður með köflum, einkum um landið sunnanvert. Þurrt að kalla á Norðurlandi en væta um tíma í öðrum landshlutum. Hiti verður 10 til 18 stig. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Hari Haust Kyrrt yfir Kópavogi í gær. Litadýrð á jafndægrum  Rigning og hlýtt Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Vinnumálastofnun sendi á síðasta ári alls 4.252 bréf til fólks sem grun- semdir voru um að haft hefði rangt við og fengið bótagreiðslur vegna at- vinnuleysis á óeðlilegan hátt. Alls tókst að ljúka 617 málum eða um 15% miðað við útsend bréf. Þetta kemur fram í ársskýrslu stofnunar- innar fyrir árið 2018 sem er nýkomin út. Þar segir frá því helsta í starf- seminni á liðnu ári. Samkeyrt við gagnabanka Til að greiðslur frá Vinnumála- stofnun séu réttar er þar starfrækt eftirlitsdeild sem samkeyrir sínar upplýsingar við gagnabanka menntastofnana, Fangelsismála- stofnunar, Ríkisskattstjóra og Sam- göngustofu. Haft er eftirlit með stað- festingum og innskráningum á þjónustusíðum á vef Vinnumála- stofnunar sem koma frá erlendum netþjónum. Árið 2017 sendi eftirlitsdeildin út alls 2.804 bréf vegna mála þar sem grunur lék á að fólk á bótum hefði rangt við, eða vegna rangra skrán- inga. Var alls 511 málum lokið með viðurlagaákvörðun. Ábendingar frá fólki úti í bæ og starfsfólki stofnunarinnar eru kann- aðar og eftirlit er haft með þeim sem tilkynna ekki heimkomu eftir at- vinnuleit erlendis. Sömuleiðis er litið til með þeim sem eru með skráðar ótilkynntar fjármagnstekjur. Fólk haldi sig á landinu Alls voru send 2.854 bréf vegna samkeyrslu við staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra, sem benti til að fólk skráð án vinnu væri við störf. Af þessum málum lauk 355 með viður- lagaákvörðun. Þá voru send 93 bréf til námsmanna. Tveimur málum lauk með viðurlagaákvörðun. Vinnumálastofnun fylgist sömu- leiðis með því að fólk sem er skráð í atvinnuleit haldi sig á landinu. Komi innskráningar frá viðkomandi til dæmis í gegnum erlenda netþjóna getur það bent til misnotkunar á bótakerfinu, en utanferðir verður að tilkynna til Vinnumálastofnunar. Alls voru 664 bréf send vegna stað- festinga og innskráninga frá útlönd- um. Þar af var 161 máli lokið með viðurlagaákvörðun. Aukinheldur voru send 557 erindi vegna sam- keyrslu við staðgreiðsluskrá Ríkis- skattstjóra vegna fjármagnstekna. Eftirlit og skuldamyndun Alls nam skuldamyndun sem fyrr- greind eftirlitsmál skiluðu rúmlega 152 milljónum kr. eða að meðaltali 247 þús. kr. á hvern þann sem sætti viðurlögum. Margir eru beittir viðurlögum  Vinnumálastofnun fylgist vel með meintum svikum  Sendi út 4.252 bréf Aurskriða sem féll á veg í Gilsfirði á laugardag var um tveir metrar að þykkt og 25 til 30 metar að breidd, að sögn Sæmundar Jóhannssonar, flokksstjóra Vegagerðarinnar í Búðardal. Búið er að hreinsa veg- inn, sem skriður hafa oft fallið á. Lítil umferð er þó um þessar slóðir eftir að Gilsfjarðarbrúin var byggð fyrir um 20 árum. Aurskriða lokaði vegi í Gilsfirðinum Ljósmynd/Sæmundur G. Jóhannsson Skriðan Var bæði stór og nokkuð breið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.