Morgunblaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.09.2019, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ EmmanuelMacronFrakk- landsforseti fór í liðinni viku til Ítal- íu og fundaði þar með Guiseppe Conte, forsætisráðherra lands- ins. Af heimsókninni mátti ráða að allur tónn í samskiptum Ítal- íu og Frakklands hefði breyst til hins betra, eftir að Matteo Salvini og Bandalagið hurfu þar úr ríkisstjórn, en Frakkar höfðu meðal annars afturkallað sendiherra sinn frá Róm um stund vegna deilna milli ríkjanna. Eitt af því sem Macron sam- þykkti á fundi sínum með Conte var að Frakkar myndu styðja tillögur Ítala um að flóttamönnum yrði dreift jafn- ar um aðildarríki Evrópusam- bandsins en nú er, en bæði nú- verandi ríkisstjórn, og ekki síður sú sem Salvini yfirgaf, hafa lagt þunga áherslu á að öðruvísi yrði tekið á flótta- mannavandanum. Stjórn Salvinis hafði gripið til þess ráðs að loka höfnum fyrir flóttamönnum og er árangurinn umtalsverð fækkun flóttamanna til Ítalíu. Nú segj- ast stuðningsmenn Bandalags- ins sjá merki þess að flótta- mönnum fjölgi á ný og vara við því að kjósendur muni taka því illa verði hafnirnar opnaðar á nýjan leik. „Við viljum ekki að landinu verði aftur breytt í evr- ópskar flóttamannabúðir,“ sagði Susanna Ceccardi, þing- maður Bandalagsins, þegar hún lýsti áhyggjum sínum af stöðunni. Macron sagði í heimsókninni til Ítalíu að hann vildi breyta núgildandi reglugerðum, sem kveða á um að hælisleitendur verði að sækja um hæli í fyrsta Evrópusambandsríkinu sem þeir stíga fæti í, og að leitað yrði samevrópskra lausna. Evrópusambandið hefði í raun brugðist Ítölum og öðrum ríkj- um, sem tekið hafa við obb- anum af flóttamönnum síðustu árin. Þessi mál verða rædd frekar á fundi á Möltu í dag, þar sem Þýskaland, Malta og Finnland, sem fer með forsæti í ráðherra- ráði ESB, auk Frakklands og Ítalíu, koma saman og hyggjast leita leiða til að koma upp kerfi sem dreifir flóttamönnum sjálf- krafa um álfuna í stað þess að þeir safnist saman í landinu sem þeir koma fyrst til. Niður- staðan af þessu getur haft gríðarleg áhrif á þróun flótta- mannamála í Evrópu og mikil- vægt fyrir ríki norðar í álfunni, sem hafa ekki búið við sama álag vegna þessara mála og Grikkland og Ítalía þó að þau séu fjarri því ósnortin af vand- anum, að fylgjast vel með. Það sýnir vel hve viðkvæm þessi mál eru pólitískt og hve miklar áhyggjur Macron Frakklandsforseti hefur af áhrifum þeirra heima fyrir að skömmu fyrir yfirlýsingu hans á Ítalíu hvatti hann til þess á fundi með þingmönnum flokks síns, En Marche, að taka þyrfti upp umræðu um þau sam- félagslegu og menningarlegu vandamál sem fylgdu stór- auknum fjölda innflytjenda til Frakklands. Ummælin vöktu nokkurt umtal og deilur innan flokksins, en liðsmenn hans koma úr ýmsum áttum franskra stjórnmála. Þessi hvatning Macrons er sögð hafa fallið betur í kramið hjá hægrisinnuðum stuðnings- mönnum hans en hinum, og mátti greina hjá ýmsum skýr- endum í frönskum stjórnmálum að þeir teldu hana eiga sér rót í þeirri staðreynd, að það stytt- ist í næstu forsetakosningar, sem fara fram árið 2022. For- setatíð Macrons hefur enda verið nokkuð brokkgeng til þessa, og hin fjölmennu götu- mótmæli „gulu vestanna“ hafa til dæmis sett ljótan svip á hana og enn sér ekki fyrir endann á þeim mótmælum. Þá er Macron eflaust ofar- lega í huga að síðast þurfti hann að mæta Marine Le Pen, leiðtoga frönsku Þjóðfylkingar- innar, í seinni umferð forseta- kosninganna. Ekki er útlit fyrir að fylgi þess flokks sé í neinni rénun, og gæti jafnvel farið svo að Macron mætti fulltrúa flokksins aftur árið 2022 ef fram heldur sem horfir. Mikið hefur verið rætt um ástæður þess að Þjóðfylkingin nýtur svo mikils fylgis í Frakklandi, en ljóst er að þeirri umræðu sem Macron vill að fari fram er ekki síst beint að hófsamari stuðn- ingsmönnum hennar. Miklu skiptir að Macron tak- ist það ætlunarverk sitt að ræða flóttamannavandann og víðtæk áhrif hans á samfélagið. Umræða um þetta mál er sjálf- sögð og raunar nauðsynleg, rétt eins og um önnur stór mál. Hingað til hefur þessum vanda verið mætt með því að hefð- bundnir stjórnmálamenn og hefðbundnir flokkar hafa forð- ast umræðurnar af ótta við að fá á sig árásir og neikvæðan stimpil. Þetta verður að breyt- ast því að annars fer þessi um- ræða aðeins fram innan jaðar- flokka sem munu þá sækja í sig veðrið, eins og þeir hafa þegar gert. Það getur ekki verið sú þróun sem leiðtogar og stuðn- ingsmenn hinna hefðbundnu flokka vilja sjá. Macron býr sig undir seinni hálfleikinn} Frakklandsforseti og flóttamannavandinn Í gömlu ævintýri segir frá því þegar Hamingjan og Skynsemin þrættu um það hvor þeirra væri mikilvægari. Þær leystu úr deilunni með tilraun. Skynsemin hljóp í fávísan náunga úti á akri. Sá sneri sér þegar í stað að flóknari verkefnum, leysti erfiðar þrautir og náði frama í hirð konungs. Björt framtíð blasti við. Svo fór þó að öfundarmenn klekktu á honum og fengu konung til þess að fyrirskipa að hann yrði hengdur í hæsta gálga. Þær vinkonur, Hamingjan og Skynsemin, hafa verið í brennidepli á Íslandi. Fyrir viku var haldin í Háskóla Íslands alþjóðleg ráð- stefna um uppbyggingu velsældarhagkerfa. Þar var fjallað um ýmsar leiðir til þess að mæla hversu gott þjóðir hafa það. Hingað til hefur mest verið horft á svonefnda verga landsframleiðslu (VLF). Ef verg landsframleiðsla á mann eykst gefur það til kynna að hægt sé að bæta kjör almenn- ings. Flestir hafa heyrt um fylgifisk hennar, hagvöxtinn, en hann segir til um það hve mikið heildarverðmæti hafa aukist hér á landi. Talað er um að lengsta hagvaxtarskeiði Íslandssögunnar sé að ljúka, nú sé hagkerfið að dragast saman eða stækki að minnsta kosti ekki jafnhratt og fólki fjölgar. Frá því að ég fór að fylgjast með umræðum um efna- hagsmál hefur það þótt fínt hjá róttæklingum að tala um að nú sé hagvaxtarstefnan liðin undir lok. Eitthvað annað eigi að taka við. Vissulega er það rétt að auður færir engum sjálfkrafa hamingju. Því er áhugavert að kanna aðra þætti sem hafa áhrif á vellíðan. Samt má ekki gleyma því, að þegar tekjur þjóðarinnar aukast er hægt að bæta heilbrigðisþjónustuna og menntakerfið, efla samgöngur og hækka bætur almannatrygginga, auk þess sem fólk hefur ráð á betra húsnæði, getur ferðast meira og veitt sér ýmislegt sem það gat ekki áður. Kosturinn við VLF er að hún er auðmælanleg og tiltölulega vel samanburðarhæf milli landa. Það sama á ekki við um alla mælikvarða sem nefndir hafa verið, til dæmis er deilt um hvernig mæla eigi sjálfa ham- ingjuna, sem flestir vilja þó örugglega hámarka. Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor leitaði í grein svara við því hvaða þættir tengist mest hamingju þjóða eins og hún er mæld í skoðanakönnunum. Niðurstaða hans var sú, að hamingjan ykist með markaðsfrelsi og umfangsmiklum utanríkis- viðskiptum, trausti á samborgurum og stofnunum sam- félagsins, frumkvæði, dugnaði, samkeppni og árangri í starfi. Ekki endilega það sem þeir vilja heyra sem leita annarra mælikvarða en harðra efnahagsstærða. En skyn- samleg umræða byggist á staðreyndum og góður efna- hagur bætir margt sem eykur vellíðan. Hvernig fór fyrir skynsama vini okkar sem átti að hengja? Jú, Hamingjan stökk í hann á síðustu stundu, kóngsdóttirin hljóp út, bjargaði lífi hans og þau lifðu ham- ingjusamlega saman til æviloka. Benedikt Jóhannesson Pistill Hamingjan og skynsemin Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Undirbúningur er hafinnfyrir uppbyggingufimmtu kynslóðar farnetaeða 5G-háhraðaneta í fjarskiptum. Póst- og fjarskipta- stofnun hefur nú sett í gang samráð með hagsmunaaðilum um samstarf um uppbyggingu og samnýtingu fjar- skiptainnviða með áherslu á 5G. Kall- að er eftir sjónarmiðum þeirra sem hagsmuna eiga að gæta á fjar- skiptamarkaði og er þeim gefinn frestur til að skila inn umsögnum til 10. október. ,,Fjórða iðnbyltingin er hafin og fjarskipti munu gegna þar lykilhlut- verki. Áhersla fjarskiptaregluverks- ins á útbreiðslu og aðgengi að ljós- leiðara og 5G kemur ekki síst til af þessu. Á næstu misserum og árum verða innleidd 5G-net hérlendis,“ segir í ítarlegu samráðsskjali um uppbyggingu og samnýtingu fjar- skiptainnviða vegna 5G. Þar er fjölmörgum álitaefnum velt upp og settar eru fram lykil- spurningar sem svara þarf þar sem nýr heimur fjarskipta er handan við hornið. Meðal þess sem leita á svara við er: Hvert verður viðskipta- sambandið á milli sjálfkeyrðs bíls og fjarskiptanetsins? Hver verður eig- andi netsins meðfram vegakerfinu? Mun verða samkeppni um þjón- ustuna og í hverju mun hún felast? Hvernig verður öryggi þjónustunnar tryggt? Sjálfstýrð og fjarstýrð skip Innleiða þarf nýja löggjöf Evr- ópusambandsins um fjarskipti og svokallaðan EECC-kóða sem kynnt var í seinasta mánuði þegar efnt var til ráðstefnu á vegum stjórnvalda um þetta risavaxna verkefni. Koma þarf á fót háþróuðum notendatengingum og sendistöðum fyrir 5G þegar inn- leiðing þess hefst, ekki síst í sam- göngukerfinu og vegna sífellt flókn- ari sjálfvirkni í bílum. En þessi nýja tækni snýr ekki eingöngu að sjálf- keyrandi bílum. „Líklegt er að sjálf- stýrð skip komi á sjónarsviðið á und- an sjálfkeyrandi bílum. Hugsanlegt er að sjálfstýrð skip verði fjarstýrð að hluta til, t.d. þegar þau koma til hafnar. Sjálfstýrð skip munu því þurfa fjarskiptasamband með háu þjónustustigi, sérstaklega nærri ströndum og við siglingar inn í hafn- ir. Með fjórðu iðnbyltingunni verð- ur mikil sjálfvirknivæðing í landbún- aði með tilheyrandi kröfum til fjar- skipta. Að vísu er líklegt að hér verði mjög stuðst við IoT-tækni sem ekki þarfnast hás þjónustustigs en líklegt er að fram komi þjónustuþættir í landbúnaði sem gera miklar kröfur til fjarskipta,“ segir í skjalinu. Ljóst er að gríðarstórt stökk verður í gagnaflutningum og hraða með inleiðingu 5G langt umram nú- verandi flutningskerfi. Þrátt fyrir mikla útbreiðslu ljósleiðara hérlendis vantar enn slíkar tengingar í flesta þéttbýlisstaði utan höfuðborgar- svæðisins og Akureyrar. Bent er á að útbreiðsla farneta á Íslandi er góð í dag bæði hvað varðar heimili og atvinnuhúsnæði. Öðru máli gegnir enn um útbreiðslu gagnaþjón- ustu á þjóðvegakerfinu þótt fjar- skiptafélögin hafi með aðstoð stjórn- valda varið verulegum fjárhæðum til að bæta aðgengi og auka gæði þess. Fram kemur í samantekt Póst- og fjarskiptastofnunar að enn vantar mjög víða á þjóðvegakerfinu að gott samband sé til staðar. „Ljóst er að innleiðing 5G á þjóðvegakerfinu er áskorun, sérstaklega ef gera þarf miklar kröfur til hraða og tengitíma,“ segir þar. Innleiðing 5G á þjóð- vegunum er áskorun AFP Háhraðanet 5G-kerfum fylgir að koma þarf á fót þéttriðnu neti farnets- senda. Enn er margt óljóst um viðskipamódel og samnýtingu þjónustunnar. Net- og fjarskiptatæknin sem á að innleiða á komandi árum mun óhjákvæmilega kalla á um- talsverðar fjárfestingar bæði í farnetum og ljósleiðaranetum á komandi árum. Í samráðsskjali Póst- og fjarskiptastofnunar segir að enn sé margt óljóst varðandi uppbyggingu 5G, við- skiptamódel þjónustunnar og hvaða kröfur verða gerðar til út- breiðslu og gæða. „Til að ná markmiðum stjórnvalda og regluverksins um að nýta tæknina til hins ýtrasta getur þurft að koma til sameiginlegs átaks markaðsaðila og hins opinbera,“ segir þar. Hér mun reyna á samkeppnisfyrirtækin á fjarskiptamarkaði og hvort samvinna verður um uppbygg- ingu og sendikerfin samnýtt. Dæmi um samnýtingu er sam- starf Nova og Vodafone um samnýtingu sendabúnaðar og radíókerfa í farnetum. Þarf sameig- inlegt átak? MIKIL INNVIÐASMÍÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.