Morgunblaðið - 23.09.2019, Page 23

Morgunblaðið - 23.09.2019, Page 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 2019 Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „Æ, GÓÐI BESTI! ÉG LOFA AÐ ÉG MUN EKKI KLÚÐRA ÞESSU EINS OG SÍÐAST.” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú veist það frá fyrstu kynnum. Æ, SORRÍ MAÐUR!! ÞÚ ERT EKKI ALVEG JAFN- ÓGNVEKJANDI MEÐ GLERAUGU GRENJ, SNÖKT!! HÉR ER SKJÖLDUR SEM SÉÐ HEFUR NOKKRAR ALVÖRU ORRUSTUR! JAH, EF HANN GÆTI NÚ TALAÐ! BARA EF FYRRI EIGANDINN GÆTI TALAÐ! HALLÓ! „FÓÐRA ÞÚ HANN. ÞAÐ VARST ÞÚ SEM VILDIR GÆLUVERKEFNI.” gönguskíðum. Hestamennska var alltaf eitt af aðaláhugamálunum en í seinni tíð hef ég ekki stunda það sport og byrjaði nýlega í golfi sem mér sýnist eiga eftir að verða al- gjört uppáhald, eina vandamálið er hvað golfið tekur mikinn tíma. Í tilefni af afmælinu fer ég í hjólaferð erlendis með þremur vin- konum sem ég kynntist þegar ég flutti austur 5 ára gömul. Við höfum haldið hópinn, fórum allar í MH og ætlum að fagna þessum tímamótum saman með mökum.“ Fjölskylda Eiginmaður Hrefnu er Böðvar Þórisson, f. 23.10. 1966, fram- kvæmdastjóri, en þau kynntust þegar Hrefna var nýorðin 18 ára. Foreldrar hans eru hjónin Ingunn Valtýsdóttir íþróttakennari, f. 3.10. 1934, og Þórir Ólafsson, fyrrverandi rektor Kennaraháskólans, f. 27.1. 1936. Þau eru búsett í Garðabæ. Börn Hrefnu og Böðvars eru Sig- finnur Böðvarsson, f. 24.2. 1998, námsmaður. Kærasta Sigfinns er Rubína Singh, f. 4.2. 1998, stúdent frá MA; 2) Kristín Böðvarsdóttir, f. 27.7. 2000, stúdent frá MR; 3) Ing- unn Böðvarsdóttir nemi, f. 3.2. 2006. Systkini Hrefnu eru Guðmundur Sigfinnsson, f. 2.9. 1974, hagfræð- ingur hjá Íbúðalánasjóði, býr í Kópavogi; og Stefán Þór Sigfinns- son, f. 10.4. 1984, vinnur hjá Póst- inum og býr í Reykjavík Foreldrar Hrefnu eru hjónin Bjarnheiður Guðmundsdóttir, dokt- or í líffræði, f. 1.5. 1948, og Sigfinn- ur Þorleifsson, prestur, f. 1.9. 1949. Þau stunda nám í skógrækt og eru skógræktarbændur í Gnúpverja- hreppi þar sem þau eiga jörð. Hrefna Sigfi nnsdóttir Kristín Halldórsdóttir húsmóðir og bóndi í Öndverðarnesi Bjarni Jónsson bóndi í Öndverðarnesi í Grímsnesi Anna Bjarnadóttir húsmóðir í Kópavogi Bjarnheiður Guðmundsdóttir doktor í líffræði Guðmundur Halldór Jónsson stofnandi og forstjóri BYKO Helga Guðrún Jósefsdóttir húsmóðir í Móskógum og Kópavogi Jón Guðmundsson bóndi í Móskógum í Fljótum, síðar bókari í Kópavogi Kristófer Þorleifsson geðlæknir Eggert Kristófersson forstjóri Festi Steinunn Jónsdóttir fjárfestir Jón Helgi Guðmundsson forstjóri Norvikur Guðfi nna Jónsdóttir húsmóðir í Hafnarfi rði Eggert Þorbjörn Böðvarsson smiður í Hafnarfi rði Hrefna Eggertsdóttir húsmóðir á Eskifi rði Þorleifur Jónsson lögregluþjónn í Hafnarfi rði og sveitarstjóri á Eskifi rði Guðríður Pálsdóttir húsmóðir á Efri-Skálateigi Jón Þorleifsson bóndi á Efri-Skálateigi í Norðfi rði Úr frændgarði Hrefnu Sigfi nnsdóttur Sigfi nnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur í Kópavogi Veðrið er sígilt umræðuefni hérá landi og skyldi engan undra. Nú er það vætutíðin sem verður hagyrðingum yrkisefni. Pétur Stef- ánsson kastar fram: Nú er víða rok og regn, rísa bárur Unnar. Enginn spornað getur gegn grillum náttúrunnar. Það rifjast upp vísa Bjarna frá Gröf: Hér er bölvuð ótíð oft og aldrei friður. Það ætti að rigna upp í loft en ekki niður. Stefanía Sjöfn Sófusdóttir skrifar hlýja kveðju á fésbókarvegg séra Hjálmars Jónssonar: Láttu aldrei eldast þel eða funheitt hjarta. Lifðu heill og lifðu vel langa daga og bjarta. Ingi Heiðmar Jónsson fékk fallega afmælisgjöf frá börnum sín- um: „Þau gáfu mér fleiri glös og fleiri vísur og ég rakst á eigin vísu á einu þeirra, hún var gjörsamlega gleymd, ort löngu fyrir morgunfjas, en þá mátti skrifa orðsendingu á síma og senda, við kölluðum það að smessa: Smessar Ingi í ergi og gríð - aðeins viskí hreyfir – Eftir stranga stökusmíð stoltur afurð dreifir.“ Hann rifjar gjarnan upp vísur á fésbókinni. Káinn orti þessa: Aftur hljómar ástar þýða raustin unga fólkið giftir sig á haustin. Margur sveinn í meyjararma flýr meðan kolin eru svona dýr. Sigmundur Benediktsson yrkir fallega stöku á Leirnum, póstlista hagyrðinga: Baðmur grætur blóm og ax, bleiku faldast grundir. Græðisdætur greiða fax grímutjaldi undir. Þegar Sigrún Haraldsdóttir hrósaði Sigmundi fyrir vísuna, þá heyrðist í Ólafi Stefánssyni: Árla morguns brá hann blundi, blaðs og penna þurfti not. Súper vísu samdi Mundi, Sigrún lækar eins og skot. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af veðri og funheitu hjarta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.