Morgunblaðið - 23.09.2019, Page 32

Morgunblaðið - 23.09.2019, Page 32
Hjalti Hugason flytur erindi sem nefnist „Jarðsett verður í heima- grafreit“ – Um útfararsiði og sam- félagsbreytingar á hádegisfyrir- lestri Sagnfræðingafélags Íslands í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands á morgun, þriðjudag, kl. 12.05. Að hans mati eru útfararsiðir áhuga- verðir þar sem þar fléttast saman ýmis trúarleg og samfélagleg sjónarmið. Aðgangur er ókeypis. Um útfararsiði og samfélagsbreytingar MÁNUDAGUR 23. SEPTEMBER 266. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Grindvíkingar máttu sætta sig við að falla úr efstu deild karla í knattspyrnu í gær og munu leika í þeirri næstefstu á næsta keppnis- tímabili. Þegar ein umferð er eftir af Pepsi-deildinni er ljóst hvaða lið falla og hvaða lið verður meistari. Breiðablik hefur tryggt sér 2. sæt- ið en enn er barátta um Evrópu- sæti. »26-27 Grindavík féll þrátt fyrir jafntefli ÍÞRÓTTIR MENNING Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar – tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Við flytjum inn vörur eftir þínum séróskum Retro 50´ FAB skáparnir frá Smeg eru fyrir löngu orðnir að klassísku tískutákni. Sérpantaðu uppáhalds litinnn þinn eða aðrar vörur úr breiðu vöruúrvali Eirvíkur. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hlutverk kirkjunnar er alltaf mik- ilvægt, ekki síst í nútímasamfélag- inu,“ segir sr. Aldís Rut Gísladóttir. „Einsemd og kvíði eru hlutskipti margra og þá er kirkjan með sínu fjölbreytta starfi og kærleiksþjón- ustu mörgum ómetanleg. Kjarninn er samt boðskapur Krists sem á allt- af erindi við okkur, sama hverjar að- stæðurnar eru.“ Boðskapurinn nái til allra Um síðastliðin mánaðamót kom Aldís Rut til starfa sem prestur við Langholtskirkju í Reykjavík. Í gær tók hún svo vígslu til starfa við at- höfn í Hóladómkirkju í Hjaltadal sem sr. Solveig Lára Guðmunds- dóttir vígslubiskup annaðist. Meðal fjögurra vígsluvotta þar var faðir Al- dísar, sr. Gísli Gunnarsson, sóknar- prestur í Glaumbæ í Skagafirði. Sögulegt við athöfnina á Hólum í gær er að Aldís Rut er 100. konan á Íslandi sem tekur prestsvígslu. Sú fyrsta var séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir sem vígðist árið 1974 en á þeim tíma voru skiptar skoðanir um hvort konur skyldu vera prestar. Jákvæð upplifun „Ég hef heyrt margt um andstöð- una sem Auði mætti, en það er ekk- ert sem ég hef reynt. Prestar þurfa að vera fjölbreyttur hópur svo boð- skapurinn nái til allra,“ segir Aldís Rut og heldur áfram: „Auðvitað hefur áhrif að Gísli fað- ir minn er prestur og móðir mín, Þuríður Kristjana Þorbergsdóttir, er virkur þátttakandi í kirkjustarf- inu. Þá var Gunnar Gíslason föðurafi minn prestur í Glaumbæ á undan pabba, svo segja má að ég sé alin upp við mjög ríka kirkjuhefð. Upp- lifun mín af þessari menningu var mjög jákvæð og mótaði mig. Að fara í guðfræðinám þegar annað gekk ekki upp kom því nánast af sjálfu sér, þótt ég tæki ekki ákvörðun um að fara í prestskap fyrr en ég var komin á síðara stig námsins. “Við Langholtskirkju mun sr Aldís Rut sinna barna- og æskulýðsstarfi og öðrum prestsverkum eftir atvikum. Hún er gift Ívari Björnssyni og eiga þau þrjú börn. Aldís Rut segist oft hafa fundið meðal annars í starfsnámi sínu hve þjónusta presta sé fólki mikilvæg, svo sem sálgæslan. Sjálf tók hún diplómagráðu á því sviði og telur mikilvægt að koma sem best til móts við fólk sem er í erfiðum aðstæðum. Leiðir þar geti verið margar og sjálf hefur hún boðið upp á jógatíma með trúarlegu ívafi. Sóknarnefnd sé opin fyrir öllu nýmæli í starfinu, enda hefur frjálslynd guðfræði jafnan verið áberandi í Langholtskirkju, sem og blómlegt tónlistarstarf. „Sjá, ég er með yður“ „Ég verð í hálfu starfi í Lang- holtskirkju en svo mun eitthvað bæt- ast við. Prestur fer ekki frá skyldu- störfum sínum hvað sem tímafjölda líður, heldur sinnir þeim áfram af al- úð og kærleika. „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar,“ segir í Matteusarguðspjalli. Það eru orðin í Biblíunni sem mér standa næst og í þeirra anda vil ég starfa,“ segir sr. Aldís Rut að síðustu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjónusta Prestur fer ekki frá skyldustörfum hvað sem tímafjölda líður, segir Aldís Rut, hér við Langholtskirkju. Ólst upp við kirkjuhefð  Sr. Aldís Rut Gísladóttir er 100. konan á Íslandi sem tek- ur vígslu  Prestsdóttirin frá Glaumbæ í Langholtskirkju Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, segir það ekki hafa verið auðveld- ustu ákvörðunina að velja Val þegar hún sneri heim frá Svíþjóð fyrir fjórum árum. Liðið hafði þá hafnað í 8. sæti tímabilið áður og var langt frá því að vera sterkasta lið landsins eins og þegar hún fór utan árið 2008. Valur varð meistari á laugardag- inn eftir sigur gegn Kefla- vík. »24 Stolt að taka þátt í endurreisn liðsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.