Morgunblaðið - 01.10.2019, Síða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1. O K T Ó B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 230. tölublað 107. árgangur
SAMTVINNUN
MANNS OG
TÖLVU HÁPUNKTURINN
LUBBI HJÁLPAR
BÖRNUM AÐ
LÆRA AÐ LESA
LITTLE JOY FÆR 29 JÖTUNHEIMAR, SELFOSSI 11SKJÁSKOT 28
Baldur Arnarson
Ragnhildur Þrastardóttir
Enn er ekki búið að ákveða hvenær
Sundabraut verður lögð og þá hvern-
ig það verður gert.
Sundabraut er ekki inni í sam-
göngusáttmála ríkisins og sveitarfé-
laganna á höfuðborgarsvæðinu sem
gerður er til 15 ára. Helst er til skoð-
unar að Sundabraut verði lögð sem
lágbrú eða jarðgöng.
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
hélt erindi um samgöngusáttmálann
og fleira tengt samgöngum á opnum
fundi á Hótel Sögu í gær.
Spurður hvort það að Sundabraut
sé ekki inni í sáttmálanum þýði að
ekki verði ráðist í framkvæmd hennar
fyrr en eftir 15 ár segir Sigurður Ingi:
„Ég hyggst eiga samtal um Sunda-
braut við Faxaflóahafnir, Reykjavík-
urborg og sveitarfélögin á höfuðborg-
arsvæðinu á næstu mánuðum með
það að markmiði að finna út hvort
lágbrúarleiðin sé fær.“
Jarðgöng mögulega úrelt leið
Lágbrúarleiðin er ódýrari kostur
en jarðgöng og myndi hún einnig nýt-
ast fleiri samgöngumátum en einka-
bílum.
„Þegar það liggur fyrir hvort
lágbrúarleiðin sé fær eða ekki þá
myndum við taka ákvörðun um að
fara hina leiðina sem er jarðganga-
leiðin. Það er samt sem áður talað um
að þau jarðgöng sem eru í þessum
gömlu pappírum séu úrelt og það sé
hægt að finna nýjar leiðir, ódýrari og
betri,“ segir Sigðurður.
„Væntanlega yrði gáfulegast að
bjóða verkið út í heild með hönnun og
öllu.“
Þorsteinn R. Hermannsson, sam-
göngustjóri Reykjavíkur, segir að
gróft á litið muni kosta um 10 millj-
arða króna að setja Sæbraut í stokk.
Um sé að ræða vegarkaflann vestur
af Knarravogi að Kleppsmýrarvegi.
Þorsteinn segir aðspurður að gert
hafi verið ráð fyrir 2,2 milljörðum til
verksins árin 2021 til 2022. Ljóst sé að
kostnaðurinn verði mun meiri.
Hækkar í 125 milljarða króna
Umræddir 2,2 milljarðar voru hluti
af rúmum 117 milljörðum sem eyrna-
merktir eru framkvæmdaáætlun nýs
samgöngusáttmála. Við það bætast 8
milljarðar vegna vanáætlunar við
gerð stokks á Sæbraut. Samkvæmt
því eykst kostnaðurinn við fram-
kvæmdaáætlunina í samtals um 125
milljarða króna.
Mun kosta um 10 milljarða
Gert er ráð fyrir 2,2 milljörðum til Sæbrautar í nýja samgöngusáttmálanum
Ráðherra segir að Sundabraut gæti orðið að veruleika fyrir lok sáttmálans
MUmferðarmálin »2 og 6
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Opinn fundur Margir sóttu fund Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, á Hótel Sögu í gærkvöldi þar sem ráðherrann ræddi
m.a. nýja stefnu stjórnvalda varðandi vegaframkvæmdir og veggjöld. Fékk ráðherrann margar spurningar um málið úr salnum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Haustlitir Góður tími til ferðalaga.
Þótt september sé liðinn fylgja því
engin afgerandi kaflaskil í veðráttu,
því oft geta í október komið góðir og
sólríkir dagar. Þetta segir Kristín
Hermannsdóttir, veðurfræðingur og
forstöðumaður Náttúrustofu Suð-
austurlands á Höfn í Hornafirði.
„Nú þegar komið er fram í októ-
ber fara haustlægðir að streyma
norður yfir Atlantshafið og það má
segja að Ísland sé í hraðbraut
þeirra. Vissulega er engin regla á
þessu frekar en öðru í náttúrunni en
lægðunum fylgir oft mikil úrkoma
og rok,“ segir Kristín.
Hitastig í Reykjavík í október-
mánuði samkvæmt viðmiðunarmeð-
altali tímabilsins 1961-1990 er 4,4
gráður. Í október 2017 var hitinn að
jafnaði 6,9 gáður, eða 2,5 gráðum yf-
ir meðaltalinu. Í fyrra var hitastigið
hins vegar 0,5 undir meðaltalinu.
„Tölur eins árs breyta ekki stóra
samhenginu, hitastigið er almennt
að hækka,“ segir Kristín.
Veðurspá næstu daga er sæmileg.
Milt verður í veðri og hiti víða 5-10
stig. Austlægar áttir verða ríkjandi
með rigningu syðst en nokkuð bjart
fyrir norðan. sbs@mbl.is
Milt veður næstu daga
Meðalhitinn hækkar Ísland í hraðbraut haustlægða
Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins munu á fundi borgar-
stjórnar í dag leggja fram tillögu um
samflot og samferðabrautir í
Reykjavík.
Í tillögunni segir að nýta skuli for-
gangsakreinar fyrir almennings-
samgöngur jafnframt sem sam-
ferðabrautir fyrir þá sem fjölmenna
í bíla í samfloti, þrír eða fleiri, og
draga þar með úr bílaumferð með
bættri nýtingu.
Markmiðið með tillögunni er að
minnka umferðarteppur á höfuð-
borgarsvæðinu.
Gert er ráð fyrir því að umhverfis-
og skipulagssviði borgarinnar verði
falin útfærsla á framkvæmdinni í
samráði við Vegagerðina. »10
Vilja samferða-
brautir í Reykjavík
Sigurður Viðarsson, forstjóri
tryggingafélagsins TM, segir í
samtali við Morgunblaðið að það
sé grafalvarlegt mál að fasteigna-
félagið Upphaf, sem er í eigu fast-
eignasjóðsins GAMMA: Novus,
sem nú hefur misst á skömmum
tíma nær allt sitt eigið fé, sem
sagt er að hafi um síðustu áramót
verið um 5,2 milljarðar króna, hafi
farið í skuldabréfaútboð í maí síð-
astliðnum þar sem stöðunni var
lýst sem allt annarri.
„Þetta kemur okkur verulega á
óvart því þessi sami sjóður (sem
Kvika, eigandi GAMMA, tilkynnti
um í gær að væri í umtalsvert
verri stöðu en gert hefði verið ráð
fyrir) var að selja skuldabréf í maí
á þessu ári þar sem stöðunni var
lýst sem allt annarri,“ segir Sig-
urður.
Spurður að því hvort þetta sé
eitthvað sem þurfi að skoða nánar,
segir Sigurður að það verði sjálf-
sagt skoðað og allt í kringum þessi
viðskipti, eins og hann orðar það.
„Ég myndi halda að skuldabréfa-
eigendur myndu allavega vilja
skoða málið vel,“ segir hann. » 12
Skuldabréfaútboð
vekur spurningar
Verulegar breytingar hafa orð-
ið á útbreiðslu einstakra fiskteg-
unda við Ísland á undanförnum
árum. Þekktasta dæmið er makr-
íllinn. Útbreiðsla loðnu hefur
einnig að hluta færst í norður og
vestur og dvelur fiskurinn nú
lengur í grænlenskri lögsögu en
áður. Í kjölfarið hafa Grænlend-
ingar gert auknar kröfur um fisk-
veiðiréttindi. Staða Norðmanna
hefur að sama skapi versnað því
minna er talið vera af loðnu við
Jan Mayen en áður. Af botnfiski
má nefna að ýsa hefur í auknum
mæli veiðst fyrir norðan land en
mestar aflaheimildir í ýsu voru
bundnar við fyrirtæki á Suður- og
Suðvesturlandi. » 14
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Breytingar Makríll er ein þeirra fiskteg-
unda sem fært hafa sig um set.
Breytt útbreiðsla
fiskistofna hröð