Morgunblaðið - 01.10.2019, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019
SÍÐAN 1969
FLOTTUSTU BÚNINGARNIR
ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA
FRAMLEIÐSLU EÐAMERKINGAR
846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS
TIL MERKINGA EÐA EKKI
SENNILEGA FJÖLHÆFASTI FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI
ÍSLANDS ÞÓVÍÐARVÆRI LEITAÐ!
Brautarholti 24 · 105 Reykjavík · S.: 562 6464 · henson@henson.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Spítali á Keldnalandi kostur
Sigurður Ingi vill skoða Keldnaland sem mögulega staðsetningu fyrir nýjan
spítala Sundabraut gæti orðið að veruleika áður en samgöngusáttmála lýkur
Ragnhildur Þrastardótir
ragnhildur@mbl.is
Þrátt fyrir að ríkið hyggist selja
Keldnaland til þess að fjármagna
samgöngusáttmálann svokallaða þá
eru líkur á að þar verði reistur nýr
Landspítali eftir u.þ.b. tuttugu ár.
Þetta segir Sigurður Ingi Jó-
hannsson, samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra.
Hann flutti erindi á opnum fundi
Framsóknarflokksins á Hótel Sögu í
gærkvöldi um samgöngur, þá sér-
staklega samgöngusáttmála ríkisins
og sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu.
Þar vakti fyrrverandi læknir sér-
staklega máls á því að ekki ætti að
selja Keldnalandið heldur ætti að
reisa þar nýjan spítala.
Sigurður Ingi segir í samtali við
blaðamann að það sé góður mögu-
leiki að svo verði, þrátt fyrir að landið
verði selt.
„Í mínum huga er Keldnaland
klárlega kostur sem ætti að skoða.“
Á Keldnalandi á að byggja íbúðir á
hagstæðu verði eins og lofað var í
lífskjarasamningunum. Sigurður
Ingi segir að án efa rúmist þar fjöldi
íbúða og einnig nýr spítali þar sem
landið sé 130 hektarar að stærð en
vel þurfi að huga að skipulagsmálum.
„Samkvæmt erlendum rannsókn-
um þarf að endurnýja spítala á 20-30
ára fresti vegna tæknibreytinga.
Fyrst er að klára framkvæmdir við
Landspítalann sem standa nú yfir og
svo er tímabært að fara að huga að
nýjum spítala. Við vorum 10 ár að
undirbúa byggingu núverandi Land-
spítala svo það veitir ekki af því fara
að finna lóð,“ segir Sigurður Ingi.
Sundabraut mögulega lögð fyrr
Sundabraut er ekki inni í fyrr-
nefndum samgöngusáttmála sem
gerður er til 15 ára. Spurður hvort
það þýði að ekki verði ráðist í fram-
kvæmd hennar fyrr en eftir 15 ár
segir Sigurður Ingi svo ekki vera.
Nákvæm tímasetning lagningar
hennar er þó ekki komin á hreint.
Sigurður Ingi ætlar sér að ræða um
Sundabraut við Faxaflóahafnir,
Reykjavíkurborg og sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu á allra næstu
mánuðum.
Á að giska 50 manns mættu á fund-
inn sem var á Hótel Sögu. Þar spunn-
ust upp miklar umræður og var hiti í
sumum fundargesta, sérstaklega
vegna umferðar- og flýtigjalda sem
áætlað er að verði lögð á höfuðborg-
arsvæðið árið 2022.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fundur Sigurður svaraði fyrirspurnum og stóð hvorki á spurningum né
svörum. Einn fundargesta gekk rakleiðis út eftir að hafa borið upp erindi.
Umhverfisstofn-
un hefur hafnað
umsókn áhuga-
ljósmyndara um
leyfi til aksturs
utan vega í Jökul-
gili til þess fylgj-
ast með smölun.
Stofnunin telur
líklegt að akstur-
inn og notkun
dróna hafi nei-
kvæð áhrif á störf bænda við smölun.
Ljósmyndarinn hafði áhuga á að
aka um 11 kílómetra leið sama dag
og smalað var. Hafði hann áhuga á
að aka jeppa eftir árfarvegi inn Jök-
ulgil þar sem hann taldi leiðina inn
gilið of langa til að bera myndatöku-
búnað. Ætlunin var að taka ljós-
myndir og kvikmyndir.
Ekki rask á umhverfi
Taldi maðurinn að ekki yrði rask á
umhverfi þar sem ekið yrði eftir ár-
farvegi Jökulkvísla og notast við þá
slóða sem bændur skilja eftir.
Aðalrök Umhverfisstofnunar fyrir
því að hafna umsókninni er sú að
akstur og notkun dróna myndi trufla
bændur við smalamennsku.
helgi@mbl.is
Fengu ekki
að mynda
í Jökulgili
Áfangagil Vænir
dilkar af afrétti.
Smalar truflaðir
Öllum starfsmönnum fiskvinnslufyr-
irtækisins Ísfisks á Akranesi, tæp-
lega 50 manns, var sagt upp í gær.
Albert Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri Ísfisks, sagði í samtali
við mbl.is í gær að illa hefði gengið
að endurfjármagna félagið.
Áfram verður unnið að endur-
fjármögnun, þó ekki lengur en fram
í miðjan næsta mánuð, meðal annars
með aðkomu eiganda og sjóðs sem
Albert vill ekki nafngreina. Hann er
vongóður um að það takist þó að
hann geri ekki ráð fyrir neinu.
Fyrirtækið Ísfiskur var stofnað
árið 1980 og var með starfsemi sína
á Kársnesi í Kópavogi áður en það
flutti á Akranes árið 2017.
Síðan þá hefur rekstur fyrir-
tækisins gengið illa.
Kostnaður við flutning fyrir-
tækisins var til að mynda meiri en
áætlað var.
„Það kostar óhemjumikið að flytja
starfsemi og við erum að bíta úr nál-
inni með það,“ segir Albert.
Hann hefur meðal annars greint
formanni Verkalýðsfélags Akraness
frá stöðunni.
„Það er enginn feluleikur í gangi,“
segir Albert.
Öllum hjá
Ísfiski sagt
upp störfum
Verk Þorbjargar Pálsdóttur, Dansleikur, sem
stendur við inngang Perlunnar, skapar skemmti-
lega stemningu á staðnum og nýtur sín jafnt í
dagsbirtu sem við sólsetur eins og myndin sýnir.
Verkið hefur verið við Perluna frá árinu 2000 en
listakonan mótaði það árið 1970.
Brugðið á leik við Perluna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Líflegt útilistaverk
Í heild ræddi settur ríkislögmaður
759 milljóna króna bótafjárhæð við
aðila Guðmundar- og Geirfinnsmáls-
ins.
Þetta kemur fram í greinargerð
með frumvarpi Katrínar Jakobsdótt-
ur forsætisráðherra til laga um heim-
ild til að greiða bætur vegna sýknu-
dóms Hæstaréttar í Guðmundar- og
Geirfinnsmálinu sem dreift var á Al-
þingi í gær.
Fjárhæð bótanna kann að taka
breytingum en það fer eftir fram-
gangi samningaviðræðna.
„Þegar hlé varð á viðræðum nefnd-
arinnar og síðar setts ríkislögmanns
við aðila málsins var gert ráð fyrir að
greiðslur til hinna sýknuðu og eftir-
lifandi maka og barna þeirra næmu
um 70-80 þús. kr. fyrir hvern dag sem
viðkomandi var sviptur frelsi og náði
það bæði til gæsluvarðhalds og af-
plánunar,“ segir í greinargerðinni.
Miðað við þær viðræður hefðu
bæturnar átt að skiptast með eftir-
farandi hætti: 15 milljónir króna til
Alberts Klahns Skaftasonar, 145
milljónir króna til Guðjóns Skarp-
héðinssonar, 204 milljónir króna til
Kristjáns Viðars Júlíussonar, 171
milljón króna til Tryggva Rúnars
Leifssonar og 224 milljónir króna til
Sævars Marinós Ciesielskis.
Samtals var því um 759 milljónir
króna að ræða.
Gert var ráð fyrir að lög tækju
gildi um að bæturnar yrðu skatt-
frjálsar.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður
Guðjóns Skarphéðinssonar, sagði í
samtali við mbl.is í gær að frumvarp-
ið gjörbreyti stöðu hinna sýknuðu.
759 milljónir í bætur
Frumvarpi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins dreift