Morgunblaðið - 01.10.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019
Það er alveg ljóst að vasa- og höfuðljósin frá Fenix
standast ströngustu kröfur útivistarfólks um gæði,
endingu og styrkleika. Þau gera þér kleift að sjá
lengra og létta þér leit við krefjandi aðstæður.
Ljósstyrkur: 3200 lumens
Drægni: 408 m
Lengd: 266,2 mm
Þvermál: 28,6 mm
Þyngd: 365 g (fyrir utan rafhlöður)
Vatnshelt: IP68
Fenix UC35 V2
Létt og sterklegt vasaljós með 1000 lúmena
hámarksljósstyrkleika og allt að 266 m drægni.
Sannkallað ofurvasaljós hannað með öryggis-
og löggæslu í huga. 3200 lúmena ljósgeisli,
yfir 400 metra drægni og góð rafhlöðuending.
Vasaljósið er einnig útbúið fjölnota afturljósi
með fjórum stillingum, m.a. rauðu ljósi til
merkjasendinga.
FENIX HL60R
Lipurt og létt höfuðljós með góða rafhlöðu-
endingu. Ljósgeislinn getur náð allt að 950
lúmenum og allt að 116 m drægni.
SKÚTUVOGI 1C | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 550 8500 | WWW.VV.IS
Fenix TK47UE
Hægt að hlaða
um USB snúru.
Hægt að hlaða
um USB snúru.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Með því að setja Miklubraut í stokk
frá Snorrabraut að Rauðarárstíg
skapast mikið rými fyrir byggingar-
land. Samhliða framkvæmdinni
verður Snorrabraut framlengd inn í
Vatnsmýrina.
Þetta segir Þorsteinn R.
Hermannsson, samgöngustjóri
Reykjavíkur, spurður um skipulagn-
ingu verksins.
Samkvæmt framkvæmdaáætlun
samgöngusáttmálans verður um 22
milljörðum króna varið til að leggja
Miklubraut í
stokk á tímabilinu
2021-2026.
Liggur milli
fjölbýlishúsa
Á grafinu hér
fyrir ofan má sjá
ljósmyndir sem
teknar voru af
legu fyrirhugaðs
Snorrabrautar-
áss í blíðunni í gær. Þær eru felldar
inn á drög af byggð við stokkinn.
Eins og grafið sýnir mun ásinn
liggja milli fjölbýlishúsa sem þegar
hafa risið í nýja íbúðahverfinu við
Hlíðarenda. Mun ásinn liggja um
götu sem heitir Arnarhlíð.
Borgarlínan mun aka þessa götu
og svo áfram yfir brú í Kársnesinu
og að Hamraborg í Kópavogi. Það er
hluti af 1. áfanga borgarlínu.
Brúin yfir Hringbraut liggur nú
töluvert austur af legu fyrirhugaðs
Snorrabrautaráss. Þorsteinn segir
aðspurður það munu kalla á breytta
eða nýja brú. Hins vegar sé ekki búið
að útfæra framkvæmdina.
Spurður hvort ný brú verði gerð
vestur af núverandi brú sem leysi þá
gömlu af hólmi segir Þorsteinn að
ekki sé tímabært að svara því.
Hluti af Snorrabrautarási
Brúin tengir Snorrabraut við Bú-
staðaveg. „Þetta er langt frá því að
vera fullhannað. Það er útgangs-
punktur í aðalskipulaginu að Arnar-
hlíð verður hluti af Snorrabrautar-
ásnum,“ segir Þorsteinn.
Hann segir aðspurður útlit fyrir
að vegurinn suður af nýja brúar-
stæðinu verði í halla og milli fót-
boltavallanna suður að Arnarhlíð.
Spurður hvernig stokkurinn verði
grafinn segir Þorsteinn það til skoð-
unar. Hitt sé ljóst að veghæð Hring-
brautar við Snorrabraut muni ekki
breytast þótt umferðin verði sett í
stokk. Ofan á stokknum sé gert ráð
fyrir borgarlínu og nýbyggingum
meðfram honum. Þorsteinn bendir á
að áformað sé að ljúka núverandi
uppbyggingu við Landspítalann árið
2025. Hugmyndin sé að vestari hluti
Miklubrautarstokksins, milli
Snorrabrautar og Rauðarárstígs,
verði þá tilbúinn svo tengja megi
svæðið við borgarlínuna. Næsta
skref sé svo að lengja stokkinn til
austurs þannig að hann nái að
göngubrúnni sem tengir Kringlu-
svæðið og Safamýrina. Frum-
athugun bendir til að allt að 2.000
manna byggð geti risið í nýbygging-
um meðfram Miklubrautarstokki frá
Snorrabraut að Kringlunni.
Svæði fyrir hjáleiðir
Jafnframt er áformað að setja
hluta Sæbrautar í stokk.
Að sögn Þorsteins myndi syðri
endi stokksins verða nokkurn veginn
vestur af Endurvinnslunni í Knarr-
arvogi og liggja svo undir Klepps-
mýrarveg við Húsasmiðjuna.
Áformað er að hefja stokka-
gerðina árið 2022.
„Þetta verður flókin framkvæmd
en það er töluvert svæði í kring og
hægt að gera hjáleiðir á fram-
kvæmdatíma,“ segir Þorsteinn.
Hann segir það munu bæta mikið
flæði umferðarinnar að losna við
gatnamót Súðarvogs og Sæbrautar.
Jafnframt verði til mikið byggingar-
land við stokkinn ofanjarðar. Með
stokknum skapist skilyrði til að láta
fyrirhugaða borgarlínu liggja yfir
stokkinn og svo yfir Elliðaárnar á
leið upp í nýja Ártúnshverfið.
„Kostnaðurinn við stokkinn er
áætlaður rúmir 2 milljarðar í núver-
andi áætlun sem er vanmat. Það er
ljóst að kostnaðurinn verður meiri.
Áformin tengjast Sundabraut. Það
er þannig ekki hægt að gera ráð fyrir
Sundabraut fyrr en búið er að laga
umferðarmálin við Kleppsmýrarveg
og Súðarvog. Það er kannski ástæð-
an fyrir því að stokkurinn kemur
heldur seint inn í áætlunina,“ segir
Þorsteinn um Sæbrautarstokkinn.
Gróft á litið geti það kostað um 10
milljarða að setja þennan hluta Sæ-
brautar í stokk. Hins vegar hafi
verið gert ráð fyrir 1.100 milljónum
til framkvæmda við Sundabraut árið
2021 og sömu upphæð árið 2022 í
framkvæmdaáætlun vegna nýja
samgöngusáttmálans, eða samtals
2,2 milljörðum króna. Rætt var um
Sæbraut frá Holtavegi að Stekkjar-
bakka, en það er miklu lengri vegar-
kafli en áformað er að setja í stokk.
Þétt byggð við borgargötu
Þorsteinn segir aðspurður að ofan
stokksins á Sæbraut sé gert ráð fyrir
borgargötu með þéttri byggð. Sú
byggð muni tengja saman nýju
Vogabyggðina og gamla Vogahverfið
að austanverðu. Hugmyndir sem
arkitektastofan Tröð hefur unnið
benda til að hundruð íbúða gætu
risið á svæðinu. Þau drög eru sýnd á
grafinu hér fyrir ofan.
Miklabraut og Sæbraut í stokk
Miklabraut í stokk
Fyrirhugaður stokkur er 1.750 m langur
með 2+2 vegi frá Snorrabraut og austur
fyrir Kringlu
Borgargata verður á yfi rborði með 1+1
fyrir bílaumferð og 1+1 fyrir almennings-
samgöngur, hjólandi og gangandi umferð
B
E
D
Klambratún
Sæbraut
Krin
glum
ýrar
brau
t
M
iklabraut
M
iklabraut
Sno
rrab
rau
t
H
ringbraut
Hlíðarendahverfi
Perlan
Háskólinn í Reykjavík
B
ústaðavegur
Háal
eitis
brau
t
Kringlan
Miklabraut
S
æ
braut í stokk
Horft frá gatnamótum Miklubrautar og Sæbrautar
í átt að fyrirhugaðri legu Borgarlínu yfi r Sæbraut
Drög að tengingu Miklubrautar
við stokk við Snorrabraut
Horft í vestur af brú
við Snorrabraut
Horft suður að Arnarhlíð Horft norður Arnarhlíð
Sæbraut í stokk
Möguleg útfærsla á fyrirhugaðri byggð og Sæbraut í stokk að Kleppsmýrar-
vegi. Fyrsti áfangi Borgarlínu mun liggja í gegnum suðurenda byggðarinnar.
C
A
A
B
D
E
C
Borgarlína
Í framhaldi af
Suðurlandsbraut
Mynd: Trípólí arkitektar
M
yn
d:
K
an
on
a
rk
ite
kt
ar
Mynd: Teiknistofan Tröð
Ljósmyndir: Morgunblaðið/Baldur
Þétting byggðar
Íbúðabyggð
Fyrirtæki/þjónusta
Miklabraut
í stokk
Kostnaður
Milljónir kr.
2022 1.100
2023 4.300
2024 7.100
2025 7.100
2026 2.200
Alls 21.800
Tengir Snorrabraut við Vatnsmýri
Samgöngustjóri Reykjavíkur segir stokk við Miklubraut skapa mikið land undir nýbyggingar
Ljóst sé að kostnaðurinn við að setja Sæbraut í stokk verði töluvert meiri en 2 milljarðar króna
Þorsteinn R.
Hermannsson
Morgunblaðið/Baldur
Arnarhlíð Eftir nokkur ár gæti gatan orðið framhald af Snorrabraut.