Morgunblaðið - 01.10.2019, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.10.2019, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019 Smiðjuvegi 66 • 580 5800 • landvelar.is STIMPILPRESSUR Loftpressur af öllum stærðum og gerðum Mikið úrval af aukahlutum Ríkisútvarpið fær stöðugt hærriframlög úr ríkissjóði. Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrver- andi útvarpsstjóri, upplýsti á dög- unum að þessi aukning næmi að raunvirði 600 milljónum króna á síðustu fjórum árum. Víst er að aðr- ir fjölmiðlar tækju því fagnandi að fá slíkan tekjuauka án þess að þurfa nokkuð að hafa fyrir því.    Í fjárlagafrumvarpi næsta árs ergert ráð fyrir að stofnunin fái nær tvö hundruð milljónum króna meira en í ár og fari upp í 4,8 millj- arða króna beint úr ríkissjóði.    Þetta eru miklir fjármunir enduga ekki Ríkisútvarpinu sem einnig er aðsópsmikið á auglýs- ingamarkaði, gengur raunar æ harðar fram þar, og aflar þar um tveggja milljarða króna.    Samtals gera þetta hátt í sjömilljarðar króna.    En þetta er ekki allt. Ríkis-útvarpið er líka stærsti óbeini styrkþegi endurgreiðslna vegna kvikmynda- og þáttagerðar. Í fyrra fengu verk sem sýnd voru hjá Ríkis- útvarpinu rúmar 400 milljónir króna frá ríkinu með þessum hætti.    Víst er að öðrum fyrirtækjumþætti ágætt ef að ríkið nið- urgreiddi þannig verktakakostnað þeirra. En hvort þau mundu mis- nota niðurgreiðsluna eins og Ríkis- útvarpið gerir með því að útvista áramótaskaupinu er ekki alveg jafn víst. Fjáraustur til Ríkisútvarpsins STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Nokkrir flugfarþegar með Easyjet á leið til Luton á Bretlandi lentu ný- verið í því að töskur þeirra voru skildar eftir á Keflavíkurflugvelli. Sögðust þeir hafa fengið þær upp- lýsingar að nauðsynlegt hefði verið að skilja töskurnar eftir, alls fjögur stykki, þar sem vélin væri of þung. Var farþegunum ekki tilkynnt um þessa ákvörðun flugfélagsins fyrir brottför frá Keflavík. Sigþór Kristinn Skúlason, for- stjóri Airport Associates, sem þjón- ustar EasyJet á Keflavíkurflugvelli, segir atvik sem þetta mjög sjaldgæf. Þá geta ástæður þess að töskur séu skildar eftir verið margar. „Þegar svona staða kemur upp eru farþegar allir komnir um borð, þetta gerist því yfirleitt á síðustu stundu. Ef þetta snýst um þyngd eru töskurnar bara teknar,“ segir Sig- þór Kristinn í samtali við Morgun- blaðið og bætir við að hann þekki þó ekki umrætt tilvik. Þá segir hann hlaðmenn fjarlægja þær töskur sem auðveldast og fljótlegast sé að fjar- lægja, þ.e. þær sem eru næst dyrum á fraktsvæði vélarinnar. Breytt veðurskilyrði, mótvindur, þoka á varaflugvelli og fleiri atriði geta leitt til þess að flugmenn ákveða að taka meira eldsneyti með tilheyrandi aukaþyngd. Þá er ekkert sem skyldar flugmenn til að láta vita ef skilja þarf farangur eftir. Töskum var fórnað vegna þyngdar  Auka eldsneytistaka getur leitt til þess að farangur farþega er skilinn eftir Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þota EasyJet flýgur til Keflavíkur. Landeigandi í Landsveit hefur ósk- að eftir því að byggingarfulltrúi Rangárþings ytra geri grein fyrir því á hvaða leyfum útleiga á hjól- hýsum og framkvæmdir í landi jarðanna Leynis 2 og Leynis 3 í sveitinni byggist. Ella fari hann fram á tafarlausa stöðvun útleigu á hjólhýsunum og framkvæmdum við vatns- og fráveitulagnir. Þá er þess krafist að vatns- og fráveitulagnir verði fjarlægðar af tjaldsvæði og að frágangur við þær framkvæmdir verði þannig að tryggt sé að vatns- ból raskist ekki meira en hætta er á að þegar hafi orðið. Landeigandinn segir að kynnt hafi verið áform um uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir allt að 350 manns að Leyni 2 og 3. Heilbrigðis- nefnd Suðurlands hafi m.a. bent á að í leyfi fyrir tjaldsvæði sé ekki innifalin heimild til útleigu hjól- hýsa. Hjólhýsabyggð hafi verið reist þarna síðasta vor, hjólhýsin tengd við vatn og rotþrær og verið í útleigu. Samkvæmt byggingar- reglugerð þurfi að sækja um bygg- ingarleyfi fyrir slíkum fram- kvæmdum. Þá kveðst hann sem nágranni ekki hafa fengið kynning- arbréf um áformin. gudni@mbl.is Vill fá að vita um leyfi fyrir framkvæmdum Ljósmynd/Aðsend Hjólhýsi Spurt er m.a. um leyfi fyrir tengingu við frárennsli og vatnsveitu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.