Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019
ER BROTIÐ Á ÞÉR?
Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan
skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur.
Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst.
Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin
ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn.
HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT.
botarettur.is
Mikil hátíðarhöld verða í Kína í dag í tilefni af
því að 70 ár eru liðin frá því að kínverska al-
þýðulýðveldið var stofnað. Hátíðin hefst með
ræðu Xi Jinping, forseta Kína, sem er valda-
mesti leiðtogi landsins frá því að Maó Zedong
stjórnaði því. Xi vottaði minningu Maós virð-
ingu sína við styttu af honum á torginu við Hlið
hins himneska friðar í Peking í gær. Forsetinn
flytur hátíðarræðuna í dag við Hlið hins him-
neska friðar, milli torgsins og Forboðnu borg-
arinnar, þar sem Maó stóð 1. október 1949
þegar hann lýsti yfir stofnun alþýðulýðveldis-
ins.
Ráðamenn kínverska kommúnistaflokksins
ætla að notfæra sér afmælið til að vekja at-
hygli á vaxandi hernaðarmætti landsins með
mikilli hersýningu á torginu við Hlið hins him-
neska friðar. Um 15.000 hermenn ganga um
torgið og á meðal vígvélanna sem verða sýndar
eru skriðdrekar, sprengjuflugvélar, hljóðfrár
dróni og ný langdræg eldflaug sem gæti
dregið að meginlandi Bandaríkjanna. Alls
verða sýndar um 160 flugvélar og 600 aðrar
vígvélar, að sögn fréttaveitunnar AFP.
Gert er ráð fyrir því að um 100.000 manns
gangi einnig á torginu og 70 stórum skrúð-
vögnum verður ekið um svæðið. Um 70.000
dúfum og jafnmörgum blöðrum verður sleppt
og hátíðinni lýkur með kvöldskemmtun og
flugeldasýningu.
Forystumenn kommúnistaflokksins hafa
lagt mikla áherslu á að tryggja að ekkert
skyggi á afmælishátíðina. Fjölmiðlar fengu
fyrirmæli um að forðast að gera mikið úr
slæmum fréttum síðustu dagana fyrir hátíðina
og það tók þá t.a.m. um sólarhring að fá leyfi
til að segja frá umferðarslysi sem kostaði 36
manns lífið um helgina. Yfirvöldin hafa hert
eftirlitið með samfélagsmiðlum og lagt áherslu
á að loka forritum sem gera fólki kleift að kom-
ast í gegnum „eldvegginn mikla“, neteftirlits-
kerfi kínverskra yfirvalda.
Íbúafjöldi:
Flatarmál:
Skóglendi:
Meðallífslíkur:
1,4milljarðar
Xi Jinping forseti
(frá árinu 2013)
9.600.000 km2
22,2%
Gjaldmiðill: Júan
Verðbólga: 2,1% (2018)
Fjöldi ferðamanna: 60,7milljónir (2017)
Stofnað árið 1949
Konur 77,2
Karlmenn 74,2
(2015)
Þjóðhöfðingi:
VLF á mann: 9.771 $ (2017)
Atvinnuleysi:
(% af vinnuaflinu)
4,4% (2018)
Alþýðulýðveldið Kína
Heimildir: Alþjóðabankinn/Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO)/SÞ
Dánartíðni ungbarna
Dauðsföll á hverjar þúsund fæðingar 2018
Indland
Kína
Bandaríkin
Frakkland
Japan
30
Indónesía 21
7
3
2
6
Konur á þingi
% af þingmönnunum 2018
24,9
Kortið byggist á maps4news.com
Útflutningur til: Innflutningur frá:
Útflutningur Innflutningur
2,26 billjónir $, 2017 1,84 billjónir $, 2017
Iðnframl.Iðnframl.
Hlutfall af heildarútflutningi
í heiminum 2017: 12,8%
Hlutfall af innflutningi
í heiminum 2017: 10,2%
Land-
búnaður
Eldsneyti og
námuvinnsla
Annað
Eldsneyti og
námuvinnsla
Land-
búnaður
Annað
64,9
20,5
9,8
4,8
93,7%
3,6
2,4
0,3
Bandar.18,4%
16,2
13,1
10
9,2
8,7
8,5
13,7
6,2
4,5
ESB
ESB-lönd
Hong Kong
Japan
S-Kórea
S-Kórea
Japan
Taívan
Bandar.
500 km
PEKING
Hong Kong
SjanghæChongqing
Chengdu
Xian
Tianjin
Urumqi
Macau
3
6
9
12
15 billjónir dollara
Verg landsframleiðsla (VLF)
0,06
1960 0,191
1980
1,213
2000
6,087
2010
13,608
2018
Mikil hersýning og
hert eftirlit á netinu
70 ár liðin frá stofnun Alþýðulýðveldisins Kína
Tugir stjórnmálaleiðtoga, þ.á m. Vladimír
Pútín Rússlandsforseti, voru viðstaddir útför
Jacques Chiracs, fyrrverandi forseta Frakk-
lands, frá kirkjunni Saint-Sulpice í París í
gær. Á meðal annarra erlendra leiðtoga í
kirkjunni voru Frank-Walter Steinmeier, for-
seti Þýskalands, Tamim bin Hamad Al-Thani,
fursti af Katar, og Saad Hariri, forsætisráð-
herra Líbanons og sonur Rafiq Hariri, sem
var náinn vinur Chiracs. Bill Clinton, fyrrver-
andi forseti Bandaríkjanna, var einnig við út-
förina. „Hann var alltaf líflegur, alltaf já-
kvæður, alltaf mjög franskur, varði alltaf
hagsmuni Frakklands, en með leiðum sem
færðu fólk saman en sundraði því ekki,“
sagði Clinton eftir útförina.
Þrír fyrrverandi forsetar voru einnig í
kirkjunni, þeir Valery Giscard d’Estaing, sem
er 94 ára, Nicolas Sarkozy og Francois Hol-
lande. Marine Le Pen, leiðtogi franskra þjóð-
ernissinna, hugðist vera við útförina en hætti
við það vegna andstöðu fjölskyldu Chiracs.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands,
hafði lýst yfir þjóðarsorg vegna útfararinnar
og Chiracs var minnst með mínútu þögn í öll-
um opinberum stofnunum og skólum.
Chirac var forseti í tólf ár, frá 1995 til
2007, og Francois Mitterrand er sá eini sem
hefur gegnt embættinu lengur eftir síðari
heimsstyrjöldina. Chirac var einnig forsætis-
ráðherra á árunum 1974-1976 og 1986-1988
og borgarstjóri Parísar 1977 til 1995.
Skoðanakönnun sem gerð var um helgina
bendir til þess að Frakkar telji Chirac vera
besta forsetann í nútímasögu landsins ásamt
Charles de Gaulle.
AFP
Borinn til grafar Kista Jacques René Chiracs, fyrrverandi forseta Frakklands, borin út úr
kirkjunni Saint-Sulpice í París. Chirac lést á fimmtudaginn var, 86 ára að aldri.
Chirac kvaddur
hinstu kveðju í París