Morgunblaðið - 01.10.2019, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Úrslit kosn-inganna íAusturríki
eru eftirtektar-
verð. Fyrir tveim-
ur árum myndaði
bráðungur leiðtogi Þjóðar-
flokksins, Sebastian Kurz (31
árs þá), hins hefðbundna stór-
flokks hægra megin við miðju,
gegnt Sósíaldemókrötum,
stjórn með Frelsisflokknum.
Þann flokk höfðu ríkisfjöl-
miðlar víða og fréttamenn sem
elta stimplað sem hægri öfga-
flokk. Eins og kunnugt er hef-
ur þessi fjölmiðlahópur aldrei
rekist á „vinstri öfgamenn“.
Þessi háttur var fallinn til að
styrkja mjög stöðu vinstri-
flokka þegar að stjórnarmynd-
unum kom. Skipti minnstu
máli þótt þeir töpuðu fylgi í
hverjum kosningum, þeir end-
uðu engu að síður í ríkisstjórn.
En þótt vinstri elítan og
áhangendur hennar í fjölmiðl-
unum og háskólasamfélaginu
gætu fagnað velheppnaðri
stimplun, þá voru það ekki síst
„hægri öfgaflokkar“ sem högn-
uðust á henni. Kjósendur sem
sáu að ekkert væri gert með
áhyggjur þeirra yfir þróuninni
færðust yfir á þessa flokka
hvað sem merkmiðum leið.
Enn stendur þessi stefna í
Svíþjóð þar sem Kratar halda
um stjórnartauma þótt þeir
séu komnir niður í minnsta
fylgi í rúma öld! Þótt skiljan-
legt sé að forystumenn borg-
aralegra afla hafi lengi verið
tregir til að leggja nafn sitt við
flokka sem fjölmiðlar og
„fræðimenn“ sögðu nýnasista
eða að minnsta kosti fasista
safnaðist smám saman kjarkur
til að spyrna sér út úr þessum
réttarhólfum handhafa „rétt-
lætisins“ sem ætlað var að
styrkja stöðu samherja þeirra
í stjórnmálum. Þeir sáu að rök-
in fyrir því að kenna þessa
flokka við viðurstyggð sögu-
legra stjórnmála héldu ekki.
Þannig sýndi greining á vax-
andi fylgi AfD í Þýskalandi,
sem lengi hefur búið við
stimplun af þessu tagi, að
drjúgur hluti af fylgisaukn-
ingu þess flokks kom frá þýska
krataflokknum, sem hefur
hrunið í fylgi. Í síðustu fylkja-
kosningu fékk AfD enn eina
sveifluna til sín. Í Finnlandi
var Sönnum Finnum sem
stimplaðir höfðu verið sem
öfgaflokkur boðin aðild að rík-
isstjórn og fóru með utanrík-
ismálin. Ekkert sérstakt gerð-
ist nema að örlítið var hægt á
innflutningi flóttafólks. Sá
flokkur hætti að stækka.
Í Danmörku gerðist tvennt í
senn. Flokkur Lökke forsætis-
ráðherra byggði tilveru stjórn-
ar sinnar á stuðningi Þjóðar-
flokksins sem kominn var í hóp
stærstu flokka og flokkur
Jafnaðarmanna
kúventi og tók að
hluta upp stefnu
þessa meinta öfga-
flokks í ýmsum
viðkvæmum mál-
um. Niðurstaðan í næstu kosn-
ingum á eftir var að flokkur
forsætisráðherrans kom vel
frá kosningunum og vann á.
Jafnaðarmannaflokkurinn
vann verulega á og myndaði
minnihlutastjórn en „hægri
öfgaflokkurinn“ tapaði lykil-
stöðu sinni í dönskum stjórn-
málum, að minnsta kosti um
hríð. En hvergi hafði vottað
fyrir því að hann hefði nýtt
sterka stöðu sína á þingi og í
samstarfi við ríkisstjórnina til
að ýta málstað þeirra Adolfs
og Benito áleiðis, hvað sem leið
fáránlegu fjasi fréttamanna og
annarra. Sömu sögu er að
segja í Noregi þegar Hægri
flokkurinn þorði loks að blása
á fyrrgreint bull.
Kurz hinn ungi í Austurríki
hleypti „öfgaflokknum“ inn
fyrir girðinguna þar sem hinir
lögmætu hafa einir mátt eiga
sæti. Tveimur árum síðar
sprakk stjórn hans. En það var
ekki vegna tilburða „öfga-
flokksins“ heldur vegna þess
að formaður þess flokks hafði
verið leiddur í gildru „rann-
sóknarblaðamanna“ fyrir
kosningarnar 2017. Þá var sett
á samkvæmi og vel veitt og þar
tók hinn óreyndi leiðtogi
Frelsisflokksins við „frænku
rússnesks olíumilla“ sem vildi
samstarf og bauð fram að hún
myndi kaupa austurrískan
fjölmiðil og sveigja afstöðu
hans í átt til sjónarmiða
Frelsisflokksins! Þetta leikrit
var tekið upp en þó ekki sýnt
fyrir kosningarnar 2017 heldur
á þessu ári. Í kjölfarið féll
stjórn kanslarans unga og
starfandi kanslari tók við fram
yfir kosningar.
Ætla hefði mátt að Kurz
hefði verið hegnt fyrir að leiða
„öfgahægri flokkinn“ til önd-
vegis í Austurríki. En það var
öðru nær. Hann vann óum-
deildan kosningasigur og fékk
38,4% atkvæðanna en hafði
31% áður. Stærsti stjórnar-
andstöðuflokkurinn, Krat-
arnir, tapaði verulegu fylgi og
fékk 21,5% fylgi en hafði haft
26,9% áður. Frelsisflokkurinn
tapaði miklu og fékk 17,3%
fylgi en hafði 26% fylgi áður.
Græningjar fengu 12,4% en
höfðu áður engan þingmann,
en höfðu fengið 12% fylgi í
næstsíðustu kosningum. Og
einn hægri flokkurinn til, Nýja
Austurríki, bætti nokkuð við
sig og fékk 7,4% atkvæðanna.
Samkvæmt þessum úrslitum
gætu hinir föllnu stjórnar-
flokkar auðveldlega myndað
nýja stjórn, þótt ekki sé víst að
Kurz velji þann kost.
Austurrísku kosn-
ingarnar fóru á ann-
an veg en ætla mátti}
Fróðleg úrslit
Þ
að er til huldunefnd hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins sem getur fellt
niður ósanngjarnar og fáránlegar
kröfur um endurgreiðslur, eins og
t.d. vegna fáránlegrar kröfu rík-
isins á dráttarvöxtum sem öryrkjar fengu
greidda vegna neitunar á húsleigubótum, sem
þeir áttu fullan rétt á að fá greiddar.
En hvers vegna vita öryrkjar ekkert af þess-
ari huldunefnd? Þá vita öryrkjar heldur ekki af
því að hægt er að dreifa einu sinni endur-
greiðslum á tíu ár. Lífeyrisþegar vita heldur
ekki af því að ríkisskattstjóri getur dreift sömu
endurgreiðslum sex ár aftur í tímann.
Hjá TR er verið að skerða tekjur, bætur og
styrki um 70% og yfir 100%. Að fá 100 þúsund
krónur borgaðar, en verða að borga til baka
110 þúsund krónur eða meira er fáránlegt og
ekkert annað en eignaupptaka.
Þetta er að vera góður og gefa með vinstri hendinni, en
síðan taka allt með þeirri hægri og meira en það. En það
er allt á huldu hjá þeim um þessar fjárhagslegu ofbeldis-
aðgerðir, því þetta kemur hvergi fram, því skerðingarnar
koma fram ári seinna. Engar aðgerðir til að koma í veg
fyrir þetta, eða hvað þá að fara að lögum og upplýsa ör-
yrkja að fyrra bragði. Nei.
Svona er þetta kerfi sem fjórflokkurinn hefur byggt upp
undanfarna áratugi. Kerfi sem upplýsir ekki veikt fólk og
eldri borgara um rétt sinn. Sýndargóðmennskukerfi sem
tekur oft meira til baka en það gefur, sem er ekki góð-
mennska, heldur mannvonska.
Kerfið á að vera þannig að það upplýsi á rauntíma um
allan rétt viðkomandi og ef viðkomandi þarf
ekki að borga, þá lætur kerfið vita og end-
urgreiðir strax, eða eins fljótt og auðið er.
Það stendur skýrt í stjórnarskránni að það
sé bannað að mismuna. Hvernig getum við þá
verið með svona lög um svona fáránlegar
skerðingar og eignaupptöku? Og að það skuli
vera gert þannig að skuldir upp á hundruð þús-
unda stofnast vegna dráttarvaxta.
Dráttarvaxta sem koma vegna ólöglegrar
neitunar á rétti fólks, sem eru bætur en ekki
tekjur. Almenningur fær að eiga dráttarvexti
og þeir eru ekki notaðir til að skerða laun
þeirra og hvað þá yfir 100% eins og hjá ör-
yrkjum. Nei, bara hjá lífeyrisþegum hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins og það vegna þess að það
dróst úr hófi fram að borga öryrkjunum húsa-
leigubætur sem þeir áttu löglegan rétt á.
Dómur Landsréttar
Flokkur fólksins fór í mál vegna ólöglegra afturvirkra
skerðinga á lífeyrissjóðsgreiðslum eldri borgara og dóm-
urinn komst að því að þessi kröfuréttindi nytu verndar 72.
gr. stjórnarskrárinnar.
Útborgun er hafin með þessari ólöglegu skerðingu og
eldri borgarar sjá því svart á hvítu hvað er verið að skerða
þá á tveim mánuðum. Geta því reiknað út hversu miklar
skerðingarnar eru á lögvernduðum lífeyrissjóði þeirra ár
eða áratugi aftur í tímann.
Guðmundur
Ingi
Kristinsson
Pistill
Allt á huldu
Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
gudmundurk@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Enginn hafði látið sér detta íhug að kvótasetja makrílá Íslandsmiðum áður enhann fór að ganga svo
norðarlega fyrir röskum áratug.
Þegar makríll byrjaði að ganga á
þessi mið í fæðuleit á sumrin var Ís-
lendingum frjálst að veiða og enn eru
óútkljáðar deilur við þá sem höfðu
fiskveiðiréttindi á makríl frá fyrri tíð.
Geir Ottersen, sérfræðingur á
norsku Hafrannsóknastofnuninni,
bendir á þetta á heimasíðu stofnun-
arinnar og segir að breytt útbreiðsla
hafi gengið hratt fyrir sig og haft
áhrif á fiskveiðistjórnun. Hann er
einn höfunda skýrslu IPCC, milli-
ríkjanefndar um loftslagsbreytingar,
sem kom út í síðustu viku, og fjallar
einkum um haf og ís [freðhvolf].
Þar segir að áhrifa veðurfars-
breytinga á vistkerfi norðurslóða
muni gæta í fiskafla. Breytingar á út-
breiðslu og stofnstærð fiskistofna af
völdum hlýnunar hafi þegar haft
áhrif á veiðar úr mikilvægum stofn-
um og á efnahagslegan ávinning
veiðanna. Þetta hafi torveldað við-
leitni haf- og fiskveiðistjórnunar-
stofnana til þess að tryggja gott
ástand vistkerfa, mynda efnahags-
legan ávinning og styrkja lífsafkomu,
menningu og aðra þætti þjóðfélag-
anna.
Gæti fjölgað um 25 tegundir
í Barentshafi á 30 árum
Ottersen bendir á að þorskur og
ýsa hafi síðustu ár fundist norðar en
áður, sem aftur hafi áhrif á tegundir
sem þar hafi verið fyrir og standi
höllum fæti í samkeppni um fæðu. Þá
hafi ísröndin færst norðar og breytt
skilyrðum tegunda sem hafi lifað í
jaðri hafíssins í þúsundir ára. Hins
vegar hafi skilyrðin hentað þorsk-
inum og meira hafi verið af honum í
Barentshafi heldur en áður.
Færi þorskur sig austar í Bar-
entshafi geti það haft áhrif á fisk-
veiðisamninga Norðmanna og
Rússa.
Annars staðar hefur verið bent
á að tegundum gæti fjölgað um 25 í
Barentshafi fram til 2050. Jafnframt
að á sama tíma og þorskur aukist í
Barentshafi muni draga úr honum í
Norðursjó og Skagerrak.
Hitabeltisfiskar norðar
Sunnar í álfunni er reiknað með
að hitabeltisfiskar færi sig norðar
með hækkandi hitastigi og finnist í
auknum mæli við strendur Spánar
og Frakklands. Bláuggatúnfiskur,
sæhestar og gikkfiskar eru nefndir í
þessu sambandi. Á sama tíma sé lík-
legt að þorskur og ýmsar tegundir
algengra flatfiska færi sig að hluta til
norðar en áður.
Breytt útbreiðsla get-
ur torveldað stjórnun
Verulegar breytingar hafa orðið á útbreiðslu einstakra fisktegunda
við Ísland. Áður var minnst á makríl og sumardvöl hans í íslenskri
lögsögu síðasta áratuginn. Á svipuðum tíma hefur útbreiðsla loðnu
að hluta færst í norður og vestur og dvelur fiskurinn nú lengur í
grænlenskri lögsögu heldur en áður. Í kjölfarið hafa Grænlendingar
gert auknar kröfur um fiskveiðiréttindi, en staða Norðmanna að
sama skapi versnað því minna er talið vera af loðnu við Jan Mayen
heldur en áður.
Af botnfiskum má nefna að ýsa hefur í auknum mæli veiðst fyrir
norðan land, en mestar aflaheimildir í ýsu voru bundnar við fyrirtæki
á Suður- og Suðvesturlandi. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botn-
sjávarlífríkis á Hafrannsóknastofnun, nefnir að færsla hafi orðið í
nokkrum tegundum norður með Vesturlandi. Hlýnun sjávar hafi verið
talin líkleg skýring á þessum flutningi, sem virðist núna vera að
ganga til baka. Nýliðun í þessum tegundum hafi minnkað mjög mikið
á undanförnum árum og ástæður þess séu að miklu leyti óþekktar.
Í kafla um helstu breytingar á vistkerfinu á undanförnum árum
sem fylgdi ráðgjöf Hafró í sumar segir m.a.: Hækkandi hitastig í
neðri lögum sjávar vestan- og norðanvert á íslenska landgrunninu
hefur leitt til breytinga á útbreiðslu margra botnfisktegunda. Teg-
undir sem hafa verið við nyrðri mörk útbreiðslu sinnar á Íslands-
miðum og yfirleitt haldið sig í hlýja sjónum sunnan og vestan við
landið, t.d. ýsa, skötuselur, langa, keila, sandkoli og langlúra, hafa
stækkað útbreiðslusvæði sitt réttsælis í vestur og norður eftir land-
grunninu og á Norðurmið, og í sumum tilfellum hefur útbreiðslu-
svæðið flust til.
Áður sjaldgæfir suðrænir flækingar hafa fundist í auknum mæli á
svæðinu á undanförnum árum, en stofnstærð og útbreiðsla ýmissa
kaldsjávartegunda hefur minnkað í kjölfar hlýnunar.
Breytinga þegar orðið vart
HAFSVÆÐIÐ VIÐ ÍSLAND
Ljósmynd/Wikipedia Common
Við ysta haf Fiskgengd gæti aukist í Barentshafi, myndin er frá Vardö.