Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019 Haust Sólin skín glettin á sterkbyggð tré sem bera stóran hluta haustlitaflórunnar. Hún virðist eiga erfitt með að kveðja trén sín og gróðurinn fyrir dimman veturinn sem er handan við hornið. Hari Nú hefur meiri- hluti borgar- stjórnar ákveðið að gera hluta Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs að varanlegum göngugötum. Mál- ið hefur verið keyrt í gegn á miklum hraða þvert gegn vilja fjölmargra. Versl- anir hörfa úr mið- bænum enda hafa viðskipti þeirra hrunið vegna sí- felldra breytinga og takmarkana á bílaumferð á svæðinu. Eftir standa lundabúð- ir, veitingastaðir og hótel. Mörg rými eru ekki notkun á þessu svæði og fleiri verslanir hafa tilkynnt um lokun. Ekki verður séð hvernig þessar breyt- ingar eigi að auka aðgengi að miðbænum. Laugavegur hefur í áratugi veitt prýðilegt aðgengi að verslun fyrir alla óháð ferða- máta. Varla eykst umferð gangandi vegfar- enda, þar sem svæðið er þeim nú þegar vel aðgengilegt. Eina breytingin verður sú að aðgengi minnkar fyrir þá sem þurfa að leggja leið sína úr úthverfum borgarinnar og erfiðara er fyrir fatlað fólk að komast leiðar sinnar. Hindranir og flækjur Reynslan hefur kennt borgarbúum að í hvert skipti sem ekið er í miðbæinn þá mætir þeim ný hindrun af einhverju tagi, hvort sem það eru götulokanir, þrengingar, bílastæðaskortur eða breyttar aksturs- stefnur. Eldri borgarar og öryrkjar treysta sér gjarnan ekki til að fara niður í miðbæ þar sem aðgengið er of erfitt og vegakerfið ruglingslegt. Þessir hópar búa að mestu leyti í úthverfum borgarinnar þar sem fer- metraverð er lægra en almennings- samgöngur óhentugar. Þessi vegferð er ekki í þágu allra borgarbúa, heldur aðeins í þágu hóteleigenda og hinna ríku sem hafa efni á fokdýrum fermetrum í 101. Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur »Eldri borg- arar og ör- yrkjar treysta sér gjarnan ekki til að fara niður í miðbæ þar sem aðgengið er of erfitt og vega- kerfið ruglings- legt. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Laugavegur eða Lauga- stígur Kosta börnin okkar Reykjavíkurborg of mikið? Það er ekki tekið út með sældinni að búa í sumum hverfum Reykjavíkur. Því á sumum stöðum þurfa foreldrar að berjast fyrir því að haldið sé úti lögbundinni grunnþjónustu. Það er ekki lengur orðið sjálfsagt mál að grunnskólum sé haldið opnum samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Börnin sem búa í norðan- verðum Grafarvogi þykja of kostnaðarsöm, þau eru of dýr í rekstri miðað við börn í öðrum hverfum. Þess vegna virðist það vera í fínu lagi að loka þeirra skólum til þess að gæta meira jafnræðis á milli hverfa. Er það jafnræði að loka skóla í Grafarvogi, brjóta deiliskipulag, hafa ekki strætó- milli hverfa og skóla. Í öllum hverf- um verða sveiflur á aldurssamsetningu. Sú sveifla er í gangi núna í Grafarvogi enda hverfið orðið 30 ára. Frumbyggj- arnir eru að selja og ungt barnafólk er að flytja í hverfið. Það sést best á íþróttafélaginu okk- ar, Fjölni, sem er með flesta íþrótta- iðkendur allra íþróttafélaga á landinu. Fyrir kosningar kynnti borgar- stjóri áform um uppbyggingu í Grafarvogi nálægt eða í Staða- hverfinu sem ekkert bólar á. Eigum við ekki frekar að líta á fámenna skóla sem tækifæri til þéttingar byggðar? Þeir sem stjórna borginni ættu því að drífa í að efna kosningaloforðin sem þeir gáfu um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Þar var talað um upp- byggingu en ekki lokanir eða sam- einingar á skólum. Það er nefni- lega þannig eins og við höfum séð á stórfelldum flutningum fólks til nágranna sveitarfélaga okkar að það vilja ekki allir búa niðri í bæ. samgöngur á milli hverfa og fara yfir hættulegar götur? Þau börn sem lengst þurfa að ganga fara um 3 km leið, eða sem samsvarar vegalengd frá Ártúnsbrekku að Háaleitisbraut. Ef skólanum í Staða- hverfi verður lokað væri styttra fyrir for- eldra sem búa innst í Staðahverfi að keyra börn sín í Lágafells- skóla í Mosfellsbæ. Ungt fólk vill búa í Grafarvogi Það er undarlegt að leggja mál- in upp með þeim hætti að búið sé að setja kostnaðarmat á börn og etja saman skólum og hverfum af því að kostnaður er ekki sá sami á Eftir Valgerði Sigurðardóttur »Eigum við ekki frekar að líta á fámenna skóla sem tækifæri til þéttingar byggðar? Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins valgerdur.sigurdardott- ir@reykjavik.is Börnin okkar kosta Reykjavíkurborg of mikið Skoðanir á um- hverfismálum eru ólíkar og okkur greinir á um hvernig skal vinna í þágu betra umhverfis. Við getum verið sammála um að við getum gert betur. En hvernig hefjum við samtal um hvað þarf að gera til að heimurinn verði betri? Við stöndum frammi fyrir mörgum ósvöruðum spurningum. Á ríkið að bera hita og þunga þeirrar vinnu með setningu mark- miða og aðgerða? Hvernig for- gangsraðar ríkið og í þágu hvers? Hvaða skyldur hafa fyrirtæki og skiptir máli hvað einstaklingurinn gerir? Við höfum staðið frammi fyrir margvíslegum ógnum. Kjarn- orkuváin var og er enn ógn. Hung- ursneyð var og er enn til staðar. Sjúkdómar voru og eru enn ógn- valdur. Fólk bjó og býr við fátækt. Svo blasa jafnvel broslegri mál við okkur eins og notkun hárspreys, plasts og klósettpappírs sem var og er óvinur umhverfis. Á meðan fjöldi íbúa hefur sjöfaldast á síð- ustu 200 árum þá eru hlutfallslega færri sem búa við fá- tæktarmörk, hung- ursneyð og sjúk- dómsvá í dag en árið 1820. Það hlýtur að teljast jákvæð þróun þó að mannfjöldinn auki vissulega álagið á jörðina. Frelsi, einka- framtak og sam- vinna hafa verið drif- kraftur framfara. Tækniframfarir hafa fært okkur aukin gæði en líka nýjar áskoranir. Auk- in lífsgæði hljóta að teljast jákvæð og við viljum að allur heimurinn búi við góð kjör. Getum við tekið skref í þágu umhverfis án þess að skerða gæði? Hvað þýðir sjálf- bærni í þróuðum ríkjum fyrir vanþróaðri sem reiða sig jafnvel á viðskipti þeirra? Hvort er brýnna að færa vanþróaðri ríki úr fátækt eða að stöðva hagvöxt vestrænna þjóða og þar með heimsins alls? Hvað þýðingu myndi það hafa fyr- ir umhverfismál ef hægðist mjög á hagvexti eða hann myndi hverfa? Ísland stendur vel og við getum eflaust kennt heiminum eitthvað. Við nýtum auðlindir með skyn- samlegum hætti, byggjum að miklu leyti á endurnýtanlegri orku, sjávarútvegurinn hefur minnkað olíunotkun um rúmlega helming á síðustu 30 árum og þar með mætt markmiðum Parísar- sáttmálans og þrátt fyrir smæð búum við að velferð. Ísland færðist úr fátækt yfir í velmegun vegna samskipta við aðrar þjóðir. Við bárum gæfu til þess að geta nýtt skynsamlega auðlindir okkar, menntað fólkið okkar og á sama tíma byggt upp öflugt velferðar- kerfi. Við getum auðvitað gert bet- ur og eigum að gera betur. Frjáls viðskipti eiga við í dag sem fyrr. Það er í þágu allra að ríki, fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman til að vernda umhverfið. Það má ekki gera með því einu að leggja kvaðir og bönn. Það er hættulegt að grípa inn í svo að hagvöxtur minnki. Það þarf að upplýsa, fræða og bæta, því nóg er rými fyrir framfarir. Við ættum í það minnst að gefa því tækifæri. Fyrirtæki líkt og einstaklingar vita að rangar ákvarðanir kunna að flýta fyrir endalokum. Það vilja allir taka ákvarðanir sem lengja líf þeirra. Það á líka við í umhverfis- málum. Íslendingar verða líka að hugsa framtíðina í stóra samhenginu. Hvað þýða orkuskipti þegar litið er til virkjana, erum við háð milli- ríkjaviðskiptum t.a.m. þegar kem- ur að tækni, lyfjum, læknavís- indum og menntun. Heimurinn heldur áfram að þróast, hann treystir á vísindin og tækni- framfarir. Við þurfum að taka ákvarðanir sem eru í þágu um- hverfis og hagvaxtar. Hin vest- rænu ríki búa að tækni og geta að- stoðað hin vanþróaðri til að minnka sóun og bæta gæðin svo umhverfið okkar njóti. Landssamband sjálfstæð- iskvenna stendur fyrir annarri haustfundarröð sinni og í ár ræð- um við umhverfismál. Á næstu vik- um fara fram fimm fundir til að skoða umhverfismál frá ólíkum sjónarhornum. Dagskrá þeirra má finna á facebooksíðu Lands- sambandsins. Við hvetjum alla til að mæta, til að fræðast og spyrja spurninga. Hefjum samtalið því umhverfið er á okkar ábyrgð. Umhverfið er á okkar ábyrgð Eftir Völu Pálsdóttir » Frelsi, einkafram- tak og samvinna hafa verið drifkraftur framfara. Tækni- framfarir hafa fært okkur aukin gæði en líka nýjar áskoranir. Vala Pálsdóttir Höfundur er formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.