Morgunblaðið - 01.10.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 01.10.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019 Síðustu árin hafa margar greinar verið skrifaðar um vetrareinangrun Seyðisfjarðar og Norðfjarðar. Í hálfa öld hafa Austfirðingar barist fyrir bætt- um samgöngum, til að brjótast út úr vítahring vetrareinangrunar sem er stórt vandamál á Mið- Austurlandi. Í febrúar árið 2000 var kynnt á blaðamannafundi umdeild jarðgangaáætlun fyrir Vest- firði, Norður- og Austurland í tíð Sturlu Böðvarssonar, þáver- andi samgönguráðherra sem fullyrti í fjölmiðlum að þrýst- ingur á gerð vegganga myndi aukast verulega með tilkomu stóriðjuframkvæmda á Reyð- arfirði. Þremur árum seinna voru undirritaðir í Fjarða- byggð samningar milli stjórn- enda Alcoa í Bandaríkjunum og fulltrúa íslenskra stjórnvalda til að bregðast við slæmu ástandi í atvinnumálum fjórðungsins, ör- fáum vikum áður en fram- kvæmdir hófust við Fáskrúðs- fjarðargöng. Fljótlega var því spáð að óhjákvæmilegt yrði að ákveða tvíbreið jarðgöng í stað gömlu Oddsskarðsganganna vegna þungaflutninganna sem ollu mikilli slysahættu og áttu ekkert erindi í gegnum íbúð- arbyggðina á Eskifirði. Í tvo klukkutíma hef ég einu sinni lokast inni í gömlu Odds- skarðsgöngunum og Múlagöng- unum á milli tveggja flutninga- bifreiða sem þar var ekið inn úr báðum áttum. Sem betur fer hafa Austfirð- ingar losnað við Oddsskarðs- göngin og leið- irnar beggja vegna skarðsins. Þeir Norðfirðingar sem sækja daglega vinnu til Reyðarfjarðar misstu þolinmæðina vegna slysahættunnar og grjóthruns- ins í þessum einbreiðu veggöng- um fyrir ofan Eskifjörð. Vel gat ég skilið áhyggjur íbúa Fjarða- byggðar sem settu hnefann í borðið þegar þeir risu upp einn góðan veðurdag og sögðu hing- að og ekki lengra. Aðvaranir heimamanna, sem reyndu að vara við slysahættunni í 620 m hæð fyrir ofan Eskifjörð, voru alltaf hafðar að engu. Í Jarðgangaáætlun Vega- gerðarinnar frá árinu 2000 eru kynntar hugmyndir um þrenn veggöng sem hefðu strax rofið alla vetrareinangrun Fjórð- ungssjúkrahússins við Egils- staðaflugvöll og Seyðisfjörð. Jarðfræðiathuganir eystra hóf Vegagerðin fyrst árið 1983. Fimm árum seinna var skipuð nefnd sem kynnti tillögur um veggöng á Mið-Austurlandi. Af þessum málum fréttist ekkert eftir að nefndin átti að vinna að framgangi jarðgangagerðar á Austurlandi. Þingmenn Norð- austurkjördæmis svara engu þegar þeir eru spurðir að því hvort þessi nefnd hafi gert til- lögur um leiðir til fjármögn- unar. Árið 1993 skilaði hún til- lögum sínum um að byggð yrðu göng í 1. áfanga sem leystu alla vetrareinangrun Seyðisfjarðar og Norðfjarðar, í 2. áfanga göng milli Vopna- fjarðar og Héraðs. Kynntar voru líka hugmyndir um veg- göng á suðurfjörðunum alla leið til Breiðdalsvíkur sem koma þó ekki til álita fyrr en í fyrsta lagi eftir 15 ár. Hér var líka talað um nýju jarðgöngin milli Reyðarfjarðar og Fá- skrúðsfjarðar, sem fram- kvæmdir hófust við vorið 2003. Með þrennum göngum var gert ráð fyrir því að Mjóifjörð- ur yrði tengipunktur milli Hér- aðs, Seyðisfjarðar og Norð- fjarðar. Enginn vissi hver stefna fyrrverandi þingmanna Norðausturkjördæmis var í þessu máli. Engu svöruðu þessir landsbyggðarþingmenn og talsmenn Vegagerðarinnar þegar spurt var hvort þessi göng væru komin inn á sam- gönguáætlun eða yrðu end- anlega afskrifuð eftir að tillaga Arnbjargar Sveinsdóttur um undirbúningsrannsóknir á jarðgangagerð undir Fjarð- arheiði var samþykkt á Al- þingi, við litla hrifningu rík- isstjórnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur og Steingríms J. Í 620 m hæð fyrir ofan Eskifjörð voru Oddsskarðsgöngin afskrifuð í nóvember 2017. Fyrir Aust- firðinga og fleiri landsmenn var það mikill léttir þegar þessi einbreiða slysagildra fékk sitt fyrsta og síðasta dánarvottorð. Því fögnuðu íbúar Fjarða- byggðar þegar innanríkis- ráðherra klippti á borðann og hleypti fyrstu vegfarendunum í gegnum ný og tvíbreið jarð- göng sem hafa rofið alla vetrareinangrun Norðfjarðar við Reyðarfjörð og suðurfirð- ina. Verra er að engin varaleið finnst framhjá 20 km löngum vegi á Fagradal í 360-400 m hæð. Þingmenn Norðaustur- kjördæmis skulu svara því hvort þeir vilji flytja á Alþingi tillögu um þrenn göng inn í Mjóafjörð til þess að íbúar Fjarðabyggðar fái öruggari vegasamgöngur við Egils- staðaflugvöll. Tryggjum öllum Austfirðingum norðan Fagra- dals betra aðgengi að Fjórð- ungssjúkrahúsinu. Vetrareinangrun á Mið-Austurlandi Eftir Guð- mund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Þingmenn Norðaustur- kjördæmis skulu svara því hvort þeir vilji flytja á Alþingi tillögu um þrenn göng inn í Mjóa- fjörð til þess að íbú- ar Fjarðabyggðar fái öruggari vega- samgöngur við Egilsstaðaflugvöll. Höfundur er farandverkamaður. Ég varð aðnjót- andi sterkra og ljúfra hughrifa þegar ég skrapp í bæjarferð með strætó fyrir skömmu. Þegar ég kem upp í vagninn og sest niður sé ég hvar ung og falleg kona situr andspænis mér framar í vagninum. Það sem vakti athygli mína var það að hún bar hvítan klút á höfði, sem huldi hár hennar og axlir. Hún var múslimi. Mér fannst höfuðdjásn hennar gera hana meira aðlað- andi og sérstaklega vegna þess að höfuðprýðin vitnaði um trú hennar á æðri mátt og virðingu fyrir honum. Mér varð hugsað til hnignandi kristindómsins á Íslandi sökum guðlausra tískustefna, meðan ég virti fyrir mér hríf- andi fegurð konunnar, sem bar svo guð- dómlegt vitni trúar hennar á æðri mátt. Mér fannst að kristnir menn mættu vera iðn- ari við að bera trúartákn sín opinberlega. Stuttu seinna lá leið mín heim úr bænum með öðrum strætisvagni. Þá bar svo við, að inni í vagninum voru tvær ung- ar og elskulegar konur á meðal farþega. Þær báru einnig höf- uðdjásn. Þau voru hvít og blá að lit. Þetta voru kristnar nunnur í reglu móður Teresu. Þær voru þær einu á meðal farþega sem vitnuðu svo göf- uglega um trú sína. Þær sátu fyrir aftan mig og fóru með bænir sínar í hálfum hljóðum. Þessi strætóferð mín í bæ- inn var mér dýrmæt upplifun og er mér sérstaklega eft- irminnileg fyrir þá fegurð guðstrúar sem mér hlotnaðist á vegferð minni í mannheimi. Trúartákn og klæði eru að vissu leyti trúboð og bera vitni um trúhneigð og trúariðkun manneskjunnar. Mættum við sem trúum á æðri mátt vera ófeimnari og djarfari við að bera trú okkar vitni í klæða- burði og hegðun, í mannlegum samskiptum og mæltu og rit- uðu máli. Heimsástandið kall- ar okkur guðstrúarfólk til auk- innar trúrækni og trúboðs og vitundarvakningu almennings um tilvist æðri máttar og guðstrúar, sem er á undan- haldi í samfélagi vorra tíma. Mættum við hafa yfir orðin í Davíðssálmum og meina þau af einlægni: „Ég vil lofa Drottin, Guð minn, af öllu hjarta og heiðra nafn þitt að eilífu.“ (Sálmur 86:12) Bæjarferðin með strætó var mér dýrmæt upplifun sem ég hefði ekki viljað missa af. Fegurð guðstrúar Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon » Strætóferð mín var mér dýr- mæt upplifun og sérstaklega eft- irminnileg fyrir þá fegurð guðstrúar sem mér hlotnaðist á vegferð minni í mannheimi. Höfundur er áhugamaður um mannlíf og trúmál. einar_ingvi@hotmail.com Alveg mætti halda að það væri óskastaða einhverra að samgöngur gengju sem stirðlegast milli lands og Eyja. Eða hvað eigum við sem erum til hliðar í þjóð- félaginu að halda? Þessir menn sem þar eiga að ráða virðast alls ekki vilja skoða eða ræða góðar tillögur sem berast inn á borðið hjá þeim og svo sjáum við nærri því heilsíðufrétt í Morgunblaðinu þar sem bara eru rædd um- hverfisáhrif dýpkunar og nýir losunar- staðir, allt með tilheyrandi miklum út- gjöldum. Mér undirrituðum er kunnugt um verulega góða tillögu sem á að vera komin inn á borð hjá þeim sem sjá um málefni hafnarinnar. Eng- inn áhugi virðist vera á því að skoða málin sem að mínu mati gætu leyst vel og á hlutfallslega ódýran máta úr þessum vandamálum hafn- arinnar og þar með úr sam- göngumálum við hinn rómaða stað sem Vestmannaeyjarnar eru. Lausn sem er þar að auki laus við alla kolefnabrennslu og framtíðarlausn komin á sandhreinsunarmál hafnar- innar þar sem náttúran sér að mestu leyti um framgang mála og ekki þarf nein sér- stök leyfi sem greiða þarf fyr- ir vegna losunarheimilda þar sem hafstraumar sjá um að koma sandinum áfram þá leið sem eðlilegust er. Auðvitað verður einhver viðhaldskostn- aður á búnaði þeim sem nauð- synlegur er vegna aðferðar- innar en hann verður einungs brotabrot af annars dælinga- og flutningskostnaði. Því skora ég enn og aftur á ráða- menn hafnarinnar og aðra sem eiga hagsmuna að gæta varðandi þessi mál að skoða þessar tillögur vel og vand- lega. Enn og aftur um Landeyjahöfn Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon »Er það virkilega óskastaða ein- hverra að setja sem mestan kostnað í dælingar og þar með tafir á samgöngum við Eyjarnar? Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri. ✝ Elín Magna-dóttir fæddist 13. júní 1964 í Stokkhólmi. Hún lést á Landspítal- anum 20. septem- ber 2019. Hún var dóttir hjónanna Valgerðar Guð- mundsdóttur, f. 30. júní 1935, d. 27. mars 1992, og Magna Guðmunds- sonar, f. 19. desember 1933. Síðari kona Magna og stjúpmóð- ir Elínar er Halldóra Anna Þor- valdsdóttir, f. 1. desember 1941. Systir Elínar er Ingibjörg Magnadóttir, f. 13. apríl 1969, gift Marteini Þór Sigurðarsyni. Stjúpsystkini Elínar eru Þor- valdur Ingvarsson, f. 8. október 1960, kvæntur Rúnu Alexandersdóttur, Kristín Ingv- arsdóttir, f. 18. maí 1963, gift Guðmundi Thoroddsen, Sveinn Ingvarsson, f. 30. nóvember 1966, kvæntur Valdísi Ástu Aðalsteinsdóttur, og Örn Hauk- steinn Ingólfsson, f. 17. janúar 1980, í sambúð með Ásdísi Örnu Björnsdóttur. Elín var gift Tryggva Egils- syni, f. 11. maí 1967, syni hjónanna Egils Björgúlfssonar, d. 2000, og Þórdís- ar Tryggvadóttur, d. 2012. Dætur El- ínar og Tryggva eru Valgerður Tryggvadóttir, f. 1. janúar 1993, í sam- búð með Björgvini Ragnari Hjálm- arssyni, og Þórdís Tryggvadóttir, f. 4. júní 1997. Elín ólst upp í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Hún gekk í Menntaskólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi þaðan vorið 1984. Árið 1992 lauk hún prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Síðar meir lauk hún námi í verk- efnastjórnun og prófgráðu sem viðurkenndur bókari. Elín starf- aði lengst af við ýmis störf á fjármálamarkaði bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Fljótlega eftir að Elín og Tryggvi hófu sambúð fluttust þau til útlanda og bjuggu í Frakklandi í eitt ár og í Svíþjóð í tæplega sex ár. Fjölskyldan fluttist aftur til Íslands árið 2001 og settist að í Grafarvogi. Útför Elínar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 1. október 2019, klukkan 13. Nú er það komið haustið eilífa Allt kyrrist Engir litir komast hjá því að breytast […] (Sigurður Pálsson) Ekki er langt síðan frændur og nafnar féllu frá með stuttu milli- bili, menn í blóma lífsins. Nú er enn höggvið í sama knérunn og höggið er hastarlegt því Elín Magnadóttir mágkona mín var svo allt of ung þegar hún kvaddi okkur skyndilega. Ættingjar og vinir eru harmi slegnir. Ég stærði mig stundum af því að hafa orðið vitni að því þegar Ella og Tryggvi, litli bróðir minn, hittust í fyrsta skipti. Það var ást við fyrstu sýn og fljótlega ákváðu þau að feta saman lífsins veg sem þó varð styttri en lagt var upp með. Ella var hógvær og virkaði stundum feimin en alltaf var stutt í brosið. Góðir eiginleikar, heiðar- leiki, umburðarlyndi og heilbrigð afstaða til lífsins einkenndi alla hennar skaphöfn. Aldrei heyrði ég hana tala illa um nokkurn mann og hún bar virðingu fyrir sam- ferðafólki sínu. Samband þeirra Ellu og Tryggva var fallegt og einkennd- ist af ást, virðingu og ákveðnu sta- bíliteti og þau voru einstaklega samhent í því sem þau tóku sér fyrir hendur og höfðu ávallt far- sæld dætra sinna í fyrirrúmi. Þrátt fyrir að lífið tuskaði mág- konu mína stundum duglega til þá kvartaði hún aldrei og tókst á við erfiðleikana af æðruleysi með dyggum stuðningi Tryggva sem var kletturinn í lífi hennar. Dauðinn er vissulega óhjá- kvæmilegur fylgifiskur lífsins þótt hann komi manni oft í opna skjöldu eins og núna. Söknuður- inn sem fylgir skyndilegu og ótímabæru fráfalli Ellu er engu að síður samofinn minningunni um góða vinkonu og heillastundir. Ég kveð Ellu mína með sökn- uði. Megi allar góðar vættir vaka yfir Tryggva, dætrum þeirra, Völku og Dísu, Ingu systur henn- ar, Magna föður hennar og Dóru og fjölskyldum þeirra. Sigríður Egilsdóttir (Sigga). Það voru þungbærar fréttir sem fóru á milli okkar vinkvenn- anna á föstudagsmorgni. Ella hafði kvatt um nóttina. Ella, sem alla tíð var lífið og sálin í hópnum sem hefur haldið saman í gegnum súrt og sætt frá menntaskólaárun- um. Ella, sem lét ekki búsetu er- lendis um tíma hindra sig í fyr- irliðahlutverkinu. Ella, sem lét ekki áralanga baráttu við krabba- meinið setja sig í farþegasæti. Hvorki í okkar samskiptum né annars staðar í lífinu. Ella var sterkari en allt. Þar til þessa fal- legu haustnótt þegar tími hennar rann út. Það virkar illmögulegt í fljótu bragði að lýsa tæplega 40 ára vin- áttu í nokkrum orðum. En þegar betur er að gáð er það hreint ekki svo erfitt. Væntumþykja og sam- vera. Taka þátt í fjölmörgum gleðistundum, vera til staðar á erfiðum tímum. Ella, þessi fíngerða kona, bjó yfir einhverjum sprengikrafti sem margir sterklegri gætu verið stoltir af. Hún notaði þennan kraft fyrst og fremst til að hlúa að fjölskyldunni, Tryggva sínum og dætrum þeirra, Völku og Dísu, sem hún með réttu var svo óend- anlega stolt af. Samband hennar við föður sinn og stjúpmóður og Ingu systur og fjölskyldu var líka fallegt og sterkt. Og til viðbótar átti hún enda- lausa orku fyrir þá fjölmörgu sem hún hafði bundist traustum vina- böndum. MR-stelpurnar og Áslaug, eins og við köllum okkur, höfum hist reglulega sem hópur frá því að börnin okkar fóru að fæðast. Þar áður var sambandið tilviljunar- kennt frá því að menntaskólaár- unum lauk, en eftir því sem árin liðu og verkefnum daglegs lífs fjölgaði, þótti okkur mikilvægt að koma reglu á hlutina. Það var svo Ella sem kom þeirri reglu á, þrátt fyrir að vera á þeim tíma búsett erlendis. Og þannig hefur það verið síðan. Ella var drifkrafturinn í öllu því sem hópurinn tók sér fyrir hendur; sumarbústaðaferðir, matarboð með mökum og börn- um, utanlandsferðir eða bara notalegt kaffispjall á vetrarkvöld- um. Auðvitað settu þau alvarlegu veikindi sem Ella átti við að stríða um árabil svip sinn á líf fjölskyld- unnar. En það var aðdáunarvert að fylgjast með því hversu vel henni tókst að vera sjálf við stjórnvölinn þrátt fyrir að vera slegin niður ítrekað. Það var ljóst síðustu árin að Ella vildi síður tala um veikindi sín og hún einbeitti sér enn frekar en áður að því að njóta augnabliksins, njóta sam- veru við fjölskyldu og vini. Við ylj- um okkur við minningar um þær góðu stundir nú þegar kær vin- kona hefur þurft að kveðja okkur svo allt, allt of snemma. Við vottum Tryggva, Dísu, Elín Magnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.