Morgunblaðið - 01.10.2019, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019
Völku og Björgvin, sem og öðrum
ættingjum okkar innilegustu
samúð.
Áslaug, Halla Unnur, Hanna
Katrín, Hildur,
Kolfinna og Sigríður.
Nú þegar haustlitirnir prýða
landið okkar er elsku Ella, komin
yfir í Sumarlandið. En það var ein-
mitt fyrir 34 árum, á sólríkri
strönd á Ítalíu að leiðir okkar sjö-
menningana lágu fyrst saman.
Sumar okkar þekktust eitthvað en
aðrar ekkert. Örlagaríkir sumar-
mánuðir fyrir ungar stúlkur sem
sumar hverjar voru að fara í
fyrsta skipti úr foreldrahúsum.
Sumarið 1985 við Terra Mare 32 á
Lignano, var lagður hornsteinn að
einstakri vináttu okkar sem aldrei
hefur borið skugga á. Hvort hót-
elherbergin sem okkur var falið að
þrífa hafi verið skínandi hrein telj-
um við afar ólíklegt, svona eftir á
að hyggja.
Að því undanskildu að elsku
Ella skilaði sínum verkum ávallt
óaðfinnanlegum. Í þrjá mánuði
gerði hópurinn sem hefur kallað
sig síðan Ítalíupjásurnar nánast
allt saman.
Við bjuggum saman, unnum
saman, borðuðum saman, ferðuð-
umst saman og umfram allt
skemmtum okkur saman. Við vor-
um í senn vinkonur, vinnufélagar
og fjölskylda hver annarrar.
Á sorgarstundu sem þessari
rifjast óhjákvæmilega upp dýr-
mætar minningar. Ella okkar var
einstaklega vönduð og hjartalý
manneskja. Hún var varkárari en
við hinar á Ítalíuárunum og hafði
þá oft skynsemina fyrir okkur en
Ella var líka húmoristi með ein-
staklega þægilega og gefandi
nærveru. Ella var mikil fjöl-
skyldumanneskja og þreyttist
seint á að segja okkur frá afrekum
yndislegra dætra sinna. Hún var
líka alltaf svo skotin í sínum, elsku
Tryggva, sem staðið hefur við hlið
konu sinnar sem klettur í erfiðum
veikindum. Myndast hefur stórt
skarð í vinahópinn en í hjarta okk-
ar geymum við minningar sem lifa
alltaf áfram með okkur.
Við kveðjum þig með miklum
söknuði hjartans vinkona en við
vitum að við munum hittast síðar í
Sumarlandinu, þangað til: Ciao
bella.
Ítalíupjásurnar,
Alda, Anna Theodóra, Gréta
Björk, Signý og Sunna.
Þú varst einstök vinkona, elsku
Ella mín, hvað ég á eftir að sakna
þín mikið. Ég var svo heppin að
kynnast þér í viðskiptafræðinni
þegar ég var nýflutt suður. Milli
okkar myndaðist strax djúp vin-
átta og traust, þú varst mér sem
systir. Þú varst alltaf svo hlý, góð
og umhyggjusöm um mig, börnin
mín og aðra í kringum mig, sýndir
alltaf svo einlægan áhuga og
væntumþykju.
Við fylgdumst með hvor ann-
arri allar stundir, nutum saman
gleðistundanna og vorum stoðir
fyrir hvor aðra á erfiðum tímum,
við vorum sterkari saman. Að
fylgja þér eftir í veikindum þínum
og styðja hvor aðra í gegnum þau
var okkur eðlislægt og sjálfsagt.
Þú vannst þig í gegnum veik-
indin eins og þér einni var lagið
með þínu einstaka viðhorfi til lífs-
ins, jákvæð og vildir njóta hvers
dags. Þú fórst allt of hratt og allt
of snemma. Lífið verður aldrei
samt án þín, elsku besta vinkona.
Elsku Tryggvi minn, Valka,
Dísa, Magni, Dóra, Inga og aðrir
aðstandendur og vinir, Guð veri
með ykkur á þessum erfiðu tímum
og gefi ykkur styrk.
Þín vinkona
Fríða Björk Sveinsdóttir.
Ég kveiki á kerti og minnist
elsku vinkonu minnar til bráðum
40 ára. Frá kertinu stafar birta og
ylur. Þannig var einmitt Ella,
björt og hlý. Hún var glaðlynd og
hláturmild, með dásamlega fallegt
bros. Hún var tryggur vinur og
einlæg. Frá fyrstu tíð var vinátta
okkar traust og við áttum engin
leyndarmál.
Ótal minningar hellast yfir,
helst frá tímanum sem við vorum
saman öllum stundum. Diskó,
herðapúðar, permanent, indíána-
mold, snúrusímar, kassettutæki.
Við gerðum þetta vel. Tvö sumur
unnum við svo saman á Ítalíu,
saman í herbergi og deildum
meira að segja rúmi fyrra sumar-
ið. Alltaf sáttar og sælar. Þetta
voru dásamlegir tímar, á þrösk-
uldi fullorðinsáranna, áhyggju-
leysi æskunnar og frelsi hinna
fullorðnu – eintóm gleði.
Veikindin tóku stundum mikið
pláss í lífi hennar, sérstaklega síð-
ustu fjögur árin en Ella lét þau
ekki slá sig út af laginu – hún var
björt og glöð eins og alltaf. Hún
einbeitti sér að lífinu og því sem
gott er og gleðilegt. Hún var þakk-
lát fyrir fólkið sitt sem henni þótti
svo undur vænt um og var svo
stolt af dætrum sínum.
Elsku Tryggvi, Valka, Dísa,
Magni og Inga. Ykkur og fjöl-
skyldum ykkar votta ég innileg-
ustu samúð á þessum erfiðu
tímum. Ég kveð með sárum sökn-
uði hjartans, kæru vinkonu mína.
Helga Liv
(úr Ítalíupjásunum)
Elsku vinkona.
Við sem kveðjum þig hér í dag,
Brynhildur, Ingunn, Halla, Stef-
anía , Líney og Unnur, kynntumst
þér fyrir um 23 árum, allar að-
fluttir Íslendingar sem bjuggu í
Linköping í Svíþjóð. Við urðum
fljótt allar miklar vinkonur og vor-
um ásamt mökum og börnum eins
og ein stór fjölskylda.
Við gerðum margt skemmtilegt
saman og héldum saman upp á jól,
afmæli og aðra tyllidaga. Eftir
nokkur ár fluttum við ein af annari
aftur heim til Íslands og þegar við
vorum allar komnar heim (fyrir
utan Unni) héldum við hópinn og
kölluðum okkur Sænska sauma-
klúbbinn. Við erum harmi slegnar
yfir því að þú sért farin og er
höggvið stórt skarð í vinahópinn
þar sem þú ert ekki lengur meðal
okkar. Hugur okkar er hjá fjöl-
skyldu þinni, elsku Tryggva,
Völku og Dísu sem hafa misst svo
mikið.
Við eigum góðar minningar um
þig, elsku Elín, sem við erum svo
þakklátar fyrir að eiga á þessari
sorgarstundu. Við kveðjum þig
með trega og söknuði og fáum að
láni þetta ljóð sem lýsir þér svo
vel:
Umhyggjusöm ertu, vinaleg og góð
til þín vildi ég semja þennan óð
Þín gleði og hlátur alltaf mig gleður
Að heyra í þér aldrei mig tefur
Sérstök, dugleg, traust og trú
Vitur, hjálpsöm, það ert þú
Hlý og bjartsýn, til í spjall
Þú getur stoppað hið mesta fall
Einstök, stríðin, líka feimin
Hugrökk, djörf, stundum dreymin
Allt jákvætt get ég sagt um þig
alltaf áttu tíma fyrir mig
Alltaf er gott að leita til þín
Þú ert besta vinkona mín
Þakka vil þér af öllu hjarta
Engu hef ég yfir að kvarta
Alltaf munt þú eiga mig að
Því í hjarta mínu áttu stað
Því ég lofa um eilífð alla
Ef einhvern tíma þarft́ að kalla!
(Katrín Ruth)
Við elskum þig.
Fyrir hönd vinkvennana í
Sænska saumaklúbbnum,
Brynhildur.
Mig langar með fáeinum orðum
að kveðja elsku Elínu vinkonu
mína. Við kynnumst fyrir um 25
árum í Linköping í Svíþjóð. Þá
hafði hún farið með Völku sinni út
að leika á snjóþotum og heyrði
starfsfólk á leikskólanum að þar
væru fleiri íslendingar komnir og
bentu henni á mig og mín börn.
Elín, Tryggvi og Valka komu svo
eftir þetta og bönkuðu upp á hjá
okkur og hefur þessi vinskapur
haldist síðan þá. Ég vann í lottói
að fá að kynnast þessum yndis-
legu hjónum og dætrum þeirra,
betri vini er ekki hægt að finna.
Við Elín sögðum oft að við hefðum
eignast systur þegar við bjuggum
úti, þar sem systur okkar voru
ekki til staðar hjá okkur í Svíþjóð.
Við bjuggum saman í fjögur ár í
Svíþjóð og urðum við náin þeim. Á
þessum tíma í Svíþjóð stækkaði
svo vinahópurinn með fleiri Ís-
lendingum sem voru á svæðinu og
hefur sá vinskapur haldist æ síð-
an. Elsku Elín vinkona mín hefur
barist við krabbamein í rúm 14 ár
og kvartaði hún aldrei. Þegar ég
spurði hana hvernig henni liði var
það alltaf „fínt“ þó að maður vissi
innst inni að svo var ekki alltaf.
Elsku yndislega vinkona mín,
ég kveð þig með miklum söknuði í
hjarta en ég veit að þú og mamma
þín munið hittast á ný og njótið að
vera saman. Sjáumst síðar, elsku
vinkona. Elsku Tryggvi, Valka,
Dísa, Magni, Inga og fjölskyldur,
innileg samúðar til ykkar allra og
megi styrkur vera með ykkur í
allri þessari sorg.
Þín vinkona
Ingunn Hrund.
Þú ert heimsins ljós.
Ég hef lifað í ljósi vináttu,
væntumþykju og ástar fólksins
sem skiptir mig mestu máli í lífinu.
Þau hafa leiðbeint og styrkt mig í
öllu sem ég tek mér fyrir hendur
og ég hef lært af þeim. Ella er mín
besta vinkona og vinátta okkar
hefur markað djúp spor í sálu
mína og gert mig betri. Óbilandi
styrkur þinn, æðruleysi og dugn-
aður hafa ekki átt sér nein tak-
mörk og ég á ekki nógu sterk orð
til að lýsa því hvað ég dáist mikið
að þér. Að eignast þig að vini hefur
fært mér sanna og ótrúlega gleði
alveg síðan við kynntumst og
ákváðum að við ætluðum að vera
bestu vinkonur. Með þér hef ég
upplifað hjartahlýju, stuðning og
ást í gegnum gleði og sorgar-
stundir í lífi okkar beggja, þar sem
gagnkvæm virðing og einlægni
hefur verið okkar leiðarljós. Ella
var ljós og hugrekki. Hún lýsti af
kærleik og ást sem við hin höfum
notið óspart af. Hjálpsemi hennar
átti sér ekki takmörk og gleði
fylgdi henni hvert fótspor. Hún
hefur kennt okkur öllum hug-
rekki. Hugrekki til að takast á við
erfiðar áskoranir og aðstæður og
samt haft kjark til að halda áfram.
Að læra af Ellu var auðvelt, hún
gerði mig betri. Hún gaf mér ljós
og hugrekki. Missir er óbærilega
erfiður. Ein af meginstoðunum í
mínu lífi er ekki lengur til staðar
fyrir mig. Hún er dáin. Eftir lifa
óendanlega margar minningar um
daglegu símtölin okkar, þríeykið
Ella, Svava og Fríða, Vorboðast-
undirnar, sumarbústaðar- og ut-
anlandsferðirnar og allar sam-
verustundirnar sem auðguðu líf
okkar svo mikið. Í dag þurfum við
sem kveðjum elsku fallegu Ellu að
finna hugrekki til að takast á við
ótrúlega erfiðar aðstæður. En við
munum ná áttum og sýna styrk
því það er eitt af svo ótalmörgu
sem Ella kenndi okkur. Sofðu rótt
elsku heimsins besta ljós, okkur
þykir svo óendanlega vænt um
þig. Við höfum notið nærveru
þinnar, hjartahlýju og dugnaðar
en nú er komið að leiðarlokum.
Hjarta mitt er barmafullt af ást og
þakklæti fyrir að hafa kynnst þér.
Guð geymi þig, elsku besta vin-
kona í heimi.
Megi minning um einstaka
stúlku veita ykkur styrk yndislega
fjölskylda og ljós hennar umvefja
ykkur um aldur og ævi.
Þín vinkona
Svava.
Elsku vinkona okkar Elín
Magnadóttir, af mörgum kölluð
Ella, kvaddi þennan heim allt of
fljótt aðfaranótt 20. september,
eftir að hafa um langt skeið háð
hetjulega baráttu við illvígan sjúk-
dóm.
Við kynntumst Ellu í Mennta-
skólanum í Reykjavík og höfum síð-
an þá haldið vinskap þó að við höf-
um á tímabilum hist minna t.d.
þegar Ella bjó erlendis í nokkur ár.
Á síðustu árum hefur vináttan
styrkst aftur og við höfum hist
reglulega og átt yndislegar vin-
kvennastundir. Á okkar yngri árum
var ýmislegt skemmtilegt brallað,
okkur eru til dæmis minnisstæðar
skíðaferðir í Kerlingarfjöll og til
Austurríkis, sumarbústaðarferðir
og útskriftarferðin til Portúgal.
Ella barðist hetjulega með
æðruleysi og jákvæðni að vopni í
erfiðum veikindum sínum, sem
settu ítrekað mark sitt á líf henn-
ar. Eftir að veikindin tóku sig upp
á ný, vildi hún oftast tala um eitt-
hvað skemmtilegt þegar við hitt-
umst og njóta stundarinnar. Það
kom vel í ljós á þessum tíma hvern
innri mann Ella hafði að geyma því
þrátt fyrir að vera sjálf að glíma
við erfið veikindi þá bar hún mikla
umhyggju fyrir velferð vina sinna
og ástvina og var alltaf reiðubúin
til að hlusta og veita aðstoð ef á
þurfti að halda.
Við þökkum Ellu fyrir sam-
fylgdina í gegnum árin og vinskap-
inn sem var okkur svo dýrmætur
og sendum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur til fjölskyldu og ást-
vina.
Þórunn Ásdís, Hildur Hrefna
og Ragnhildur Anna.
Á ferð um uppsveitir Árnes-
sýslu fékk ég upphringingu um að
Elín Magnadóttir hefði kvatt
þessa jarðvist. Depurð fyllti hug-
ann um leið og fallegar minningar
streymdu fram frá þeim tíma sem
Ella dvaldi hjá mér og fjölskyldu
minni að Áslandi á Flúðum, þá
sem barn og unglingur. Hún var
fimm sumur hjá okkur við barna-
gæslu, garðyrkju og allt sem til
féll, frábær einstaklingur sem var
unun að hafa nálægt sér og þannig
var það alla tíð. Inga systir hennar
kom svo í fótspor Ellu, einnig
yndislegur persónuleiki.
Ella náði aðeins fimmtíu og
fimm ára aldri og á afmælisdaginn
boðaði Inga til veislu heima hjá sér
án hennar vitneskju, boðaði
frænkur og vinkonur úr öllum
hópum sem Ella hefur tilheyrt í
gegnum tíðina. Þetta var einstak-
lega vel heppnuð og ógleymanleg
kvöldstund sem allir nutu. Vinátta
og væntumþykja fyllti loftið. Ella
lék á als oddi innan um hópinn sinn
og bar sig ótrúlega vel miðað við
aðstæður.
Lífið er stundum skrítið og
ósanngjarnt. Ella lifði ætíð heil-
brigðu lífi og var um margt til fyr-
irmyndar, hugsaði vel um sína
nánustu og samferðafólk, traust,
hlý og einlæg. Hún var glæsileg
baráttukona sem lét ekki deigan
síga þó að á móti blési en sumt fólk
fær svo stóran skammt af erfið-
leikum að það dugar ekki til.
Krabbameinið fer illa með marga
og heggur skarð í fjölskyldur og
vinahópa.
Undanfarin misseri hittumst
við Ella nokkuð reglulega, sátum
og spjölluðum um liðna tíð og
fréttaefni dagsins á kaffihúsum
eða söfnum. Síðast á Kjarvalsstöð-
um og skoðuðum við þá í leiðinni
mjög áhugaverða sýningu um verk
Williams Morris fjöllistamanns og
myndir Kjarvals, notaleg stund
eins og margar aðrar. Ella rifjaði
upp á samverustundum okkar
gamla tíma frá æskuárum á Flúð-
um, skondnar og skemmtilegar
uppákomur og atburði, oft gaman
hjá okkur. Þetta skiptið var svolít-
ið öðruvísi en þau fyrri, meiri al-
vara. Ella lýsti líðan sinni og nú
mætti hún ekki lengur vera í sól-
inni eða fara í ferðalög flugleiðis,
mikið tekið frá henni og mikil von-
brigði fyrir viljasterka konu. Báð-
um var ljóst að lífsgæðin minnk-
uðu nú hratt.
Þakklæti er efst í huga mér við
þessa kveðjustund og innilegar
samúðarkveðjur til allra sem eiga
um sárt að binda við fráfall Ellu.
Við munum sakna hennar mikið.
Blessuð sé minning hennar.
Helga G. Halldórsdóttir.
Vinur minn og
mentor er fallinn
frá, sagnabankinn
minn hefur hætt
störfum.
Ég hitti þau Ninnu og Lúð-
vík upp úr áramótunum 1975/
1976 er ég féll fyrir gullgraf-
aratali félaga míns sem hafði
þá hafið störf á fasteignasöl-
unni Hús og eignir í Banka-
stræti og lét undan honum og
mætti til starfa með stjörnur í
augum. Lúðvík og Valgerður
höfðu þá nýtekið við rekstri
stofunnar af Sigurði Gizurar-
syni, sem þá var orðinn sýslu-
maður Þingeyinga, og Hall-
grími Hallgrímssyni, sem hafði
opnað fasteignasölu á Akranesi.
Og í stuttu máli sagt tókst með
okkur þremur vinátta sem end-
ist ævina okkar allra. Félagi
minn hætti eftir stuttan tíma
en ég vann með þeim hjónum
til miðs árs 1979. Gullið sem ég
fann var þau og börn þeirra,
Dagmar, Dóra og Einar, og það
má segja að ég hafi nánast
eignast annað sett af foreldrum
í Valgerði og Lúðvík. Í þau
sótti ég endalausan stuðning og
Lúðvík Gizurarson
✝ Lúðvík Giz-urarson fæddist
6. mars 1932. Hann
lést 29. ágúst 2019.
Útför Lúðvíks fór
fram 20. september
2019.
leiðsögn á bæði
góðum og erfiðum
tímum. Alltaf kom
ég að opnu húsi á
Grenimelnum og
var alltaf velkom-
inn.
Mér er minnis-
stætt er ég hafði
farið að meta íbúð
í eigu eins af betri
borgurum lands-
ins, gamals félaga
Lúðvíks, og þegar ég tilkynnti
þessum aðila vel ígrundaða og
rökstudda verðhugmynd mína
reiddist viðkomandi því honum
fannst að hann ætti að fá mun
hærra verð fyrir eignina, senni-
lega út á andlitið. Þessi aðili
skellti á mig og hringdi í Lúð-
vík „vin sinn“ og tilkynnti hon-
um að ef hann setti viðkomandi
eign í sölu hjá Húsum og eign-
um skyldi hann fyrst reka
þennan ósvífna sölumann. Ég
var áheyrandi að svari Lúðvíks,
sem sagði: „Þér er frjálst að
fara með eignina þína í sölu
annað en ég ætla að halda sölu-
manninum.“ Á svona grunni
byggist traust vinátta. Ninna
féll allt of fljótt frá og nú hefur
Lúðvík einnig kvatt þessa til-
vist og ég sakna þeirra.
Ég votta öllum nánum að-
standendum mína dýpstu hlut-
tekningu og samúð.
Kristján Pálmar
Arnarsson.
Elskuleg eiginkona mín, mamma mín
og systir,
INGIBJÖRG SIGMUNDSDÓTTIR,
Öldugötu 13, Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum 24. september.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
2. október klukkan 13.
Starfsfólk á Landspítalnum við Hringbraut, 11G, fær þakkir fyrir
góða umönnun.
Albert H.N. Valdimarsson
Óskar Bergmann Albertsson
Guðmundur H. Sigmundsson
Svavar Sigmundsson
Ragnheiður Sigmundsdóttir
Elskuleg móðir okkar, sambýliskona,
tengdamóðir og amma,
BJÖRG HAUKSDÓTTIR CRAY,
fyrrv. flugfreyja og glerskeri,
lést 18. september á Hospital De Torrevieja
á Spáni. Bálför hefur farið fram.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug.
Katrín Ösp Gústafsdóttir
Kristín Eik Gústafsdóttir Grétar Þór Guðjónsson
Sigurður T. Sigurbjarnason
Ágúst Freyr Axelsson Freyja Ósk Axelsdóttir
Thelma Katrín Grétarsdóttir Víkingur Þór Grétarsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
stjúpfaðir, tengdafaðir og afi,
GUNNLAUGUR ÚLFAR
GUNNLAUGSSON
pípulagningameistari,
Norðurhópi 28, Grindavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 22. september.
Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 2. október
klukkan 13. Jarðsett verður í Vestmannaeyjum föstudaginn
4. október klukkan 14 í Landakirkju. Blóm og kransar eru
vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Líknarsjóð Lionsklúbbs Grindavíkur, kt. 490776-0369,
rkn. 0143-26-001199.
Kristín Gísladóttir
Eva Rut Gunnlaugsdóttir Þorbjörn Hrannar Sigfússon
Gunný Gunnlaugsdóttir
Þorfinnur Gunnlaugsson Ágústa Jóna Heiðdal
Sunna Sigurósk Gísladóttir Gylfi Gígja Geirsson
Valur, Ágústa, Mikael Máni og Matthildur Lilja