Morgunblaðið - 01.10.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019
✝ Margrét Ing-unn Ólafsdóttir
fæddist að Stóru-
Borg í Húnavatns-
sýslu 16. ágúst
1923. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 19. ágúst
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðrún
Sigurlaug Stef-
ánsdóttir frá Litlu-
Hlíð í Víðidal, f. 5. janúar 1887,
d. 23. maí 1970, húsfrú, og Ólaf-
ur Dýrmundsson frá Litla-Dals-
koti í Skagafirði, f. 24. nóv-
ember 1889, d. 18. febrúar 1973,
sauðfjárbóndi í Vestur-Húna-
vatnssýslu.
Systkini Margrétar Ingunnar
voru Signý Ólafsdóttir, f. 11.12.
móðurbróður sínum Eggerti
Melstað hluta af unglingsárun-
um. Hún lauk fullnaðarprófi frá
Barnaskóla Akureyrar 1937.
Ekki varð menntun lengri, en
hún þráði ávallt að mennta sig
og lærði ýmislegt af sjálfsdáð-
um. Margrét Ingunn flutti um
stríðsárin suður á mölina og
vann ýmis störf þar, fyrir utan
að aðstoða eiginmanninn við
Lúkas verkstæðið sem þau
stofnuðu og uppeldi barnanna.
Má þar nefna störf hennar í
fyrstu búð Pálma í Hagkaupum,
hjá Sigurði í Valborgu, í heild-
versluninni Ásbjörn Ólafsson og
hjá Ráðgjöfum-viðskiptaráðgjöf
í Garðastræti. Þá var hún ötul í
ýmsum sjálfboðastörfum eins og
KFUK og Kristilega sjómanna-
starfinu.
Margrét Ingunn var mikið
náttúrubarn og ferðaðist hún
um allt land ásamt fjölskyld-
unni.
Útförin fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 1.
október 2019, klukkan 13.
1913, d. 30.11.
2003, Dýrmundur
Ólafsson, f. 8.12.
1914, d. 13.9. 2011,
og Stefán Haukur
Ólafsson, f. 4.1.
1927, d. 27.7. 2019.
Margrét Ingunn
giftist Katli Hlíðdal
Jónassyni bifvéla-
virkjameistara, f.
4.7. 1918, d. 5.12.
1997, þann 14. febr-
úar 1943. Börn þeirra eru Unn-
ur Gréta, f. 10.10. 1947, d. 19.9.
2005, Ólöf Guðrún, f. 1.7. 1949,
d. 15.12. 2016, og eftirlifandi
bræðurnir Jónas Ingi, f. 29.2.
1956, og Eggert, f. 23.12. 1958.
Margrét Ingunn bjó æskuárin
í Húnavatnssýslunni hjá foreldr-
um sínum og á Akureyri hjá
Elsku mamma.
Þá er kveðjudagurinn upp
runninn. Minningin og andinn
sem þú barst með þér á eftir að
lifa með mér. Þú fæddist í sveit-
inni og varst alltaf sveitastelpa.
Frásagnir þínar og minninga-
brotin úr sveitinni eru ógleyman-
leg. Til dæmis þegar þú stalst
pilsi ömmu þinnar og reyndir að
fljúga af barði í rokinu eða þegar
amma sendi þig út á engjar
bundna við klárinn með mjólkur-
flöskur og nesti fyrir vinnufólkið
og þú þurftir að sundríða yfir á
hluta leiðarinnar, þú þá aðeins 5
ára gömul. Stundirnar með kind-
um í fjárhúsinu og Ólafi afa.
Systkinin kæru og leikirnir í
sveitinni og inn á Hvammstanga
þar sem þú kynntist pabba.
Það voru líka ýmsar þrautir og
sorgir að glíma við á þínum yngri
árum, en þér tókst á einhvern
undraverðan hátt að halda áfram
og taka glímuna við lífið með ást
og kímni.
Þú talaðir oft um menntunar-
leysið og þá stuttu skólavist sem
þú fékkst í æsku, en menntaðri
manneskju en þig er erfitt að
finna. Þú fékkst þína menntun í
lífinu, besta skólanum.
Hvar sem þú fórst laðaðist að
þér allt sem lifði og þú stráðir
fræjum manngæsku og fyrirgefn-
ingar, en hana taldir þú með
stærstu kostum lífsins. Það er
best að fyrirgefa öllum sagðir þú,
það er best fyrir alla.
Ég á eftir að sakna tímanna
með þér í bústaðnum á Þingvöll-
um og viðveru þinnar þar, en
garðurinn sem þú ræktaðir með
pabba og öll trén sem þú sagðir að
þyrfti að tala reglulega við.
Það var ekkert eins skemmti-
legt og að ferðast með þér og
pabba á yngri árum. Fara í berja-
mó með þér og sjá þig samlagast
og algjörlega hverfa inn í lands-
lagið.
Þú veiddir, söngst og dansaðir.
Gleðin og trúin voru alltaf nærri
og þú tengdist náttúrunni órjúf-
anlegum böndum.
Vinskapur þinn og ást verða
mér alltaf ómetanleg.
Kæra mamma, þú ert frábær
og far í friði.
Þinn sonur
Eggert Ketilsson.
Elsku mamma. Það fór ekki
fram hjá mér síðustu mánuði að
þú endurtókst þá ósk að ég myndi
sleppa takinu. En það var svo erf-
itt og ég þrjóskur eins og þú veist.
Einhvern veginn fannst mér að
þú ættir nokkra spretti eftir.
Myndir hoppa upp og halda
áfram að miðla endalausri vænt-
umþykju og ást til okkar allra
sem sóttum til þín. Þegar ég leit
inn til þín síðustu vikurnar á spít-
alanum og kom að þér í rúminu
með krosslagðar hendur og lokuð
augun, rétt eins og búið væri að
leggja þig til hinstu hvílu, þá voru
fyrstu viðbrögð að leita eftir lífs-
merkjum.
Þá opnaðir þú annað augað og
sagðir: „Farðu, ég er dáin“. Lík-
lega átti ég að skilja að þú værir
að kveðja.
Elsku mamma. Þér þótti það
hræðilegt óréttlæti að þurfa að
horfa á eftir honum pabba, tveim-
ur dætrum þínum og nýlega yngri
bróður. Svo fór vinur þinn, prest-
urinn sem lofaði að jarðsetja þig á
undan þér. En þannig er það þeg-
ar maður verður 96 ára.
En þess í stað varstu svo lengi
stórum hóp stoð og stytta, fyrir-
mynd og besti vinur. Takk fyrir
það. Þó að lífshlaupið hafi ekki
alltaf verið dans á rósum, þá
tókstu því með jafnaðargeði. Lífs-
baráttan í Húnavatnssýslunni var
oft erfið hjá fátækum sauðfjár-
bónda sem faðir þinn var.
Fórst snemma að vinna fyrir
þér og fékkst stutta skólagöngu.
En alltaf sástu björtu hliðarnar á
tilverunni. Og að flytja suður á
mölina á stríðsárunum og giftast
föður mínum var stórt stökk.
Ekki var hann alltaf auðveldur,
en þú hafðir alltaf stjórn á nær-
umhverfinu. Takk kærlega fyrir
að gefa okkur börnunum ástríka
æsku og ýta okkur áfram í lífinu.
En nú ertu farin á braut, sem
þú oft ræddir um, þar sem sterk
trú þín gaf þér fyrirheit um fram-
tíðar líf.
Það verður þó engin logmolla
þar, þar sem þú átt örugglega eft-
ir að líta eftir stórum hóp ömmu-
barna hér á jörðu, eins og þú hef-
ur ávallt gert.
Minningar þeirra úr sumarbú-
staðnum á Þingvöllum og á
Kleppsveginum hverfa aldrei úr
minningabrotum þeirra um þig.
Þær skemmtilegu bernskuminn-
ingar sem þú veittir þeim voru
hluti þinn í að móta þau í þær
manneskjur sem þau eru í dag.
Kæra mamma. Þú varst svo
mörgum stoð og stytta í þeirra
lífi. Með söknuði kveð ég þig og
reyni eftir megni að hlýða þínum
reglum og vera öðrum hjálpsam-
ur þegar tækifæri býðst.
Við Sissa konan mín þökkum
fyrir þig og allt sem þú varst okk-
ur og börnum okkar. Hvíl í friði.
Jónas Ingi Ketilsson.
Hæ, elsku amma.
Þú svo ert svaka fín.
Mér þykir það leitt
að hafa ekki verið nógu fín
að hafa einnig sungið
(eða kannski dansað)
Voða lítið til þín.
Því amma
núna ertu níræð
og ég er bara tvíræð.
Ekki vill svo til að þú viljir hlusta
á mig á meðan lítið lag ég raula.
Því amma þú hefur verið mér
kærust
óhrædd við fréttir sem að þér bárust.
Allar þær sögur.
Allt þetta fólk.
Hvað ég hefði gert ef ég væri í þinni
stöðu?
Viltu ekki gera þig til eins og
í gamla daga?
Ég man þau kvöld
sem við sátum ungar
að setja á okkur skart og
gera okkur sætar.
Við reyndum okkar besta
og settum nokkrar festar.
Nú eru einu festar sem ég sé
þær snúrur sem á þér sitja,
halda í þér lífi svo þú ekki
munir flytja.
Upp til skýjanna
burt frá öllu
sem ber fyrir sér anda.
Partí í skýjunum
þar ertu að njóta
með fínu píunum
Unnu Grétu og Önnu Rún.
Ekki má gleyma henni Lóló.
Svolítið fyndið er það ekki?
Hvernig þú baðst Edda um Asíuferð.
En svo fór ég í staðinn.
Leyfði þér samt að gæjast með.
Við erum svo heppin.
Tæknin í dag dregur okkur meira
saman.
Samt komst ég ekki til að sjá þína
síðustu takta.
Elsku amma skilaðu kveðju til afa.
Og ég skal passa upp á hann pabba.
Katla Margrét Jónasdóttir.
Að finna skilyrðislausa ást frá
annarri manneskju er dýrmæt-
asta gjöf sem til er.
Amma gaf mér þessa gjöf gjaf-
anna alla daga, allt mitt líf.
Það sem er erfiðast við að
kveðja þig amma, er að læra að
lifa með því að geta aldrei í þessu
jarðlífi endurgoldið ást þína.
Huggunin er samt sú að þín skil-
yrðislausa ást bað ekki um að hún
væri endurgoldin, heldur aðeins
að hún væri meðtekin, og það
gerði ég heldur betur og hjarta
mitt er fullt þakklætis og kær-
leika, elsku amma.
Sólin brennir nóttina,
og nóttin slökkvir dag;
þú ert athvarf mitt fyrir
og eftir sólarlag.
Þú ert yndi mitt áður
og eftir að dagur rís,
svölun í sumarsins eldi
og sólbráð á vetrarins ís.
Svali á sumardögum
og sólskin um vetrarnótt,
þögn í seiðandi solli
og söngur, ef allt er hljótt.
Söngur í þöglum skógum
og þögn í borganna dyn,
þú gafst mér jörðina og grasið
og guð á himnum að vin.
Þú gafst mér skýin og fjöllin
og guð til að styrkja mig.
Eg fann ei, hvað lífið var fagurt,
fyrr en eg elskaði þig.
Eg fæddist til ljóssins og lífsins,
er lærði eg að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað
fyrr en með sjálfum mér.
Aldir og andartök hrynja
með undursamlegum nið;
það er ekkert í heiminum öllum
nema eilífðin, guð – og við.
(Sigurður Nordal)
Takk, elsku amma, fyrir allt,
hlakka til að hitta þig aftur!
Þinn
Hrafn Aðalsteinn Ágústsson
(Hrabbi).
Amma mín, þú varst mér svo
góð, þú varst mín besta vinkona,
öll þessi ást og umhyggja og gleði
sem þú gafst mér í gegnum lífið.
Þú stóðst ávallt mér við hlið, þú
trúðir ávallt á mig, þú gafst mér
þessa skilyrðislausu ást sem mun
lifa með mér alla ævi.
Trú þín á mér var svo sterk,
hún gaf mér þann styrk að halda
ávallt áfram í lífinu.
Ég var svo lánsöm að fá það
tækifæri að búa hjá þér um tíma
þegar ég var að stíga mín fyrstu
skref í móðurhlutverkinu og þú
hjálpaðir mér að ala upp gullmol-
ann okkar. Ég er svo þakklát fyrir
að hann fengi að njóta samveru
þinnar þrátt fyrir háan aldur
þinn.
Strax urðuð þið þessir perlu-
vinir, samband ykkar var svo ein-
lægt og fallegt, sem mótaði hann
til framtíðar. Hann fékk að kynn-
ast þér eins og ég og er það mér
svo kært. Ég hef lært svo margt
af þér og mun ég varðveita það
alla mína ævi og deila þeirri visku
áfram.
Þú munt ávallt eiga sérstakan
stað í hjarta mínu og langömm-
ustrákanna.
Elsku amma, mikið er erfitt að
kveðja þig í dag og sárt mun það
vera, en ég trúi því að þú munir
fylgja okkur alla ævi.
Hvernig er hægt að þakka,
það sem verður aldrei nægjanlega
þakkað.
Hvers vegna að kveðja,
þann sem aldrei fer.
en í rauninni ertu alltaf hér.
Höndin sem leiddi mig í æsku
mun gæta mín áfram minn veg.
Ég veit þó að víddin sé önnur
er nærveran nálægt mér.
Og sólin hún lýsir lífið
eins og sólin sem lýsti frá þér.
Þegar stjörnurnar blika á himnum
finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir
mér.
Þegar morgunbirtan kyssir daginn,
finn ég kossana líka frá þér.
Þegar æskan spyr mig ráða,
man ég orðin sem þú sagðir mér.
Vegna alls þessa þerra ég tárin
því í hjarta mínu finn ég það,
að Guð hann þig amma mín geymir
á alheimsins besta stað.
Ótti minn er því enginn
er ég geng áfram lífsins leið.
Því með nestið sem amma mín
gaf mér,
veit ég að gatan hún verður greið.
Og þegar sú stundin hún líður
að verki mínu er lokið hér.
Þá veit ég að amma mín bíður
og með Guði tekur við mér.
Takk, amma, við elskum þig.
Margrét Ingunn Jónasdóttir.
Þegar ég frétti andlát Mar-
grétar Ingunnar – Unnu eins hún
var alltaf kölluð – leitaði hugurinn
til æskuáranna, en um langt árabil
bauð hún okkur fjölskyldunni í
heimsókn á Kleppsveginn á
stórhátíðum og tyllidögum. Heim-
boðin til Unnu og mannsins henn-
ar, Ketils, voru með stærstu til-
hlökkunarefnum þessara ára. Þar
var tekið á móti okkur eins og við
værum í innsta hring fjölskyld-
unnar og veitingarnar ávallt höfð-
inglegar. Þegar maður er lítill tek-
ur maður fyrst eftir kakóinu og
kökunum en fer síðan smám sam-
an að velta fólkinu fyrir sér. Lengi
vel vissi ég ekki hvernig þessi
góðu hjón, Unna og Ketill, voru
tengd mér eða hvers vegna þau
gerðu ævinlega svo vel við okkur.
Síðan áttaði ég mig á því að Ketill
væri ömmubróðir minn sem mér
fannst þó ekki skýra nema að litlu
leyti takmarkalausa velvild þeirra
hjóna í okkar garð. En þessi skiln-
ingsskortur barns á eðli góðvildar
dró þó ekkert úr ánægjunni við
heimsóknirnar á Kleppsveginn.
Unna og Ketill og börnin þeirra
fjögur mynduðu í mínum huga lát-
lausa fyrirmyndarfjölskyldu þar
sem ríkti sátt og gleði. Ég minnist
þess sérstaklega hve ólík börn
þeirra voru innbyrðis þótt þau
væru öll jafn indæl. Reyndar
fannst mér þá sem ég hefði á
Kleppsveginum sýnishorn af því
besta úr mannflórunni í Reykja-
vík.
Í mínum huga hafa endurminn-
ingar sem tengjast Unnu yfir sér
nánast helgan blæ. Það skýrist
ekki bara af vinarþelinu og veit-
ingunum. Og ekki heldur af vel-
gjörðum Unnu í minn garð síðar;
ég minnist t.d. afar rausnarlegrar
stúdentsgjafar. Það sem ég áttaði
mig smám saman á að skipti
mestu máli var kærleiksríkt við-
mót Unnu gagnvart móður minni
sem sjálf átti erfiða ævi. Hún
sýndi henni ávallt mikla ástúð og
gerði sér ævinlega far um að tala
hlýlega um hana þar sem ég var
nálægur. Slíkt viðmót skiptir barn
miklu, því ást sýnd móður verður
eins og ósýnilegur verndarhjúpur
um sálarlíf þess. Ég hef því ávallt
haft tilhneigingu til að setja mynd
Unnu skör ofar í huganum en
flestra annarra sem ég hef kynnst
á lífsleiðinni. Hún og Ketill gengu
móður minni í reynd í foreldrastað
og studdu hana í gegnum erfið-
ustu tíma í lífi hennar. Síðasta
langa spjall mitt við Unnu var ein-
mitt í erfidrykkju móður minnar
fyrir nokkrum árum. Þá sagði hún
mér sögur af því þegar móðir mín,
ung stúlka, heimsótti móður sína í
Kaupmannahöfn. Lýsingarnar
voru nákvæmar, minningarnar
ljóslifandi, og frásagnarmátinn til
þess fallinn að veita djúpa sátt við
lífið og tilveruna á erfiðri stundu.
Ég vildi óska að ég hefði fundið
leið til að endurgjalda Unnu vel-
vildina og ástúð hennar sem litað
hafa daga mína allt frá löngu lið-
inni æsku. Ég hef að vísu þekkt
fáa einstaklinga sem hafa verið
eins fjarri því að vilja fá laun fyrir
góðverk sín og Unna. En ég vona,
og er raunar sannfærður um, að
ég, líkt og aðrir sem kynntust
Unnu náið á mótunarárum sínum,
er betri og heilsteyptari maður
fyrir vikið. Þar er vísir að þakk-
læti sem ég held að Unna hafi
kunnað að meta. Ég kveð þessa
velgjörðarkonu með hlýhug, virð-
ingu og þakklæti. Blessuð sé
minning Unnu.
Róbert H. Haraldsson.
Mig langar að minnast elsku
Unnu föðursystur minnar.
Hún er nú síðust systkina sinna
Margrét Ingunn
Ólafsdóttir
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.
Ástkæra dóttir okkar, systir, barnabarn og
barnabarnabarn,
PERLA DÍS BACHMANN
GUÐMUNDSDÓTTIR
lést sunnudaginn 22. september.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
klukkan 13 miðvikudaginn 9. október.
Kristín Birta Bachmann E. Helgi Valur Einarsson
Guðmundur Víðir Gíslason Ellen Elíasdóttir
Tómas Bjarni Bachmann Brynjarsson
Egill Baldursson Halla Arnar
Gísli Árnason Anna Konráðsdóttir
Baldur M. Stefánsson Bergþóra Bachmann F.
Örn Viðar Einarsson
Vinur okkar,
MAGNÚS J. TULINIUS,
áður til heimilis að Skothúsvegi 15,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð
þriðjudaginn 17. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Olav Ellerup
Fróði Ellerup
Gísli Ellerup
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar