Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 22
22 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019
50 ára Jón Viggó er Ís-
firðingur en býr í
Reykjavík. Hann er
verkfræðingur frá Ála-
borgarháskóla og er
framkvæmdastjóri
upplýsingatækni hjá
CCP.
Maki: Ástríður Elín Jónsdóttir, f. 1967, sér-
fræðingur hjá fjármálaráðuneytinu.
Börn: Hrafn Viggó, f. 2013, Ásthildur Una,
f. 2007, Sesselja Malín, f. 2002, Embla
Katrín, f. 1996, og Ingveldur Birna, f. 1994.
Stjúpbörn eru Snædís Björt, f. 1988,
Hrafnkatla, f. 1993, og Egill Jón, f. 2002.
Foreldrar: Gunnar Jónsson, f. 1945,
skipaafgreiðslumaður á Ísafirði, og Herdís
Viggósdóttir, f. 1945, fyrrverandi kaup-
maður á Ísafirði, bús. á Akranesi.
Jón Viggó
Gunnarsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Kipptu þér ekki upp við það þótt
bláókunnugt fólk gefi sig á tal við þig.
Taktu upp nýja lifnaðarhætti með nægum
nætursvefni.
20. apríl - 20. maí
Naut Farðu varlega í fjármálum í dag og
ekki láta plata þig út í einhverja tilrauna-
starfsemi. Kvefpest herjar á heimilið.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Einhver þér eldri – hugsanlega
vinur – getur veitt þér góð ráð í dag. Farðu
varlega og reyndu að gera ekki illt verra í
nágrannadeilum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samræður þínar við vini þína eru
óvenju skemmtilegar í dag. Það er ekki
nóg að umbúðirnar séu fallegar, innihaldið
verður að vera eitthvað bitastætt líka.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er eitt og annað sem þú þarft að
velta fyrir þér og hugsa til enda. Ekki fylgja
straumnum, það er skemmtilegra að vera
aðeins öðruvísi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Dagurinn í dag er frábær fyrir
skapandi verkefni og/eða afþreyingu með
smáfólkinu. Ástamálin eru í góðum far-
vegi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú átt erfitt með að einbeita þér að
þeim verkefnum sem fyrir liggja. Reyndu
að halda í við makann í ræktinni.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú getur gert svo til hvað
sem er í dag. Hugmyndirnar sem þú færð
virðast kannski yfirgengilegar en ef þú
nýtir þær á einhvern hátt gerist margt
skemmtilegt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ekki trúa því sem þú heyrir
varðandi náinn vin. Dagurinn er tilvalinn til
fundahalda.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er oft skammt öfganna á
milli hjá þér og það bitnar á þínum nán-
ustu. Farðu í stutt ferðalag ef þú mögu-
lega getur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér finnst þú vera blátt áfram
og heiðarleg/ur í dag en öðrum finnst þú
segja of mikið. Sýndu kjark og prófaðu að
fara nýjar leiðir í uppeldinu. Félagi þinn
kemur með tillögur.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það getur reynst erfitt að taka
ákvarðanir í snúnum aðstæðum. Gerðu
þitt besta til að halda ró þinni.
takanna og var óslitið í stjórn til
2001.“ Árið 1996 skipulagði Stein-
gerður og stjórnaði borgarafundi
um einelti í Gerðubergi fyrir hönd
Barnaheilla og 1997 sat hún sem
fulltrúi samtakanna í nefnd sem
skipulagði fundaröð um kynferðis-
ofbeldi í Háskólabíó.
Steingerður hefur einnig unnið
sem leiðsögumaður frá 1992. „Ég
hef haft mikla ánægju af að leið-
segja og fæ mikið út úr því að vera
úti í náttúrunni. Ég stunda fugla-
skoðun og hef mikinn áhuga á ís-
lenskum jurtum, einkum tengslum
konur af vinsemd og virðingu og
fjalla um málefni sem þær hafa
áhuga á sem er allt milli himins og
jarðar. Ég vil sýna hvað það býr
mikill krafur í konum og hvernig
þær geta nýtt hann til góðs þegar
þær stíga út fyrir þægindarammann
hvort sem það er að sigrast á erf-
iðleikum eða láta drauma rætast.“
Steingerður tók þátt í kynningar-
átaki Barnaheilla, Barnaheillavinir,
árið 1995 „Ferðast var milli fyrir-
tækja um allt land og samtökin
kynnt með fyrirlestri. Eftir það var
ég beðin að taka sæti í stjórn sam-
S
teingerður Steinarsdóttir
fæddist 1. október 1959 í
Reykjavík. „Ég ólst að
hluta til upp á Vopnafirði
því ég var í sveit hjá afa
og ömmu á Refstað. Páll Metúsal-
emsson afi minn giftist aftur eftir að
hann missti Svövu, móðurömmu
mína, Sigríði Þórðardóttur frá
Ljósalandi í Vopnafirði. Hún reynd-
ist mér besta amma sem hugsast
getur, kenndi mér nöfn á jurtum og
að meta íslenskan lággróður.
Ég hef verið heilluð af dýrum frá
því ég var smábarn og af því ganga
sögur að ég hafi aldrei verið hrædd
við nokkurt dýr sama hversu stór
þau voru. Hundar voru í miklu
uppáhaldi og altalað að ég heilsaði
hundunum á bænum áður en ég
sneri mér að mannfólkinu þegar ég
kom í sveitina á vorin. Á fullorðins-
árum eignaðist ég minn fyrsta hund
árið 2003, Freyju, og missti hana
fyrir ári. Nýlega kom svo inn á
heimilið önnur tík sem fékk nafnið
Kría.
Annars bjó fjölskylda mín í Ból-
staðarhlíð frá því ég var fimm ára
og ég gekk í Ísakskóla, Æfingadeild
Kennaraskólans, Hlíðaskóla, Vörðu-
skóla og Ármúlaskóla. Ég lauk svo
gagnfræðaprófi frá Ármúlaskóla
eftir einn vetur í Vörðuskóla og fór
þaðan í Menntaskólann við Hamra-
hlíð. Þetta var mikill þvælingur en
þótti ekki mikið mál þá þótt krakk-
ar gengju nokkuð langan veg í
skólann.“
Steingerður lauk BA-námi í
ensku og fjölmiðlafræði 1991 við
Háskóla Íslands, lokaprófi í hag-
nýtri fjölmiðlun 1992 við HÍ, prófi
frá Leiðsöguskóla Íslands 2006 og
diplómu til kennsluréttinda 2010 frá
Háskólanum á Akureyri.
Steingerður hefur verið blaða-
maður mestan hluta síns starfsferils
Hún vann hjá Tímaritinu Ung í
anda, Tímaritinu Uppeldi og Vik-
unni. Hún varð síðan ritstjóri tíma-
ritanna 19. júní og hann/hún en hef-
ur unnið hjá útgáfufélaginu Birtingi
frá 2012, fyrst sem blaðamaður á
Gestgjafanum en frá maí 2013 sem
ritstjóri Vikunnar. „Það sem ég vil
gera sem ritstjóri er að tala við
þeirra við þjóðsögur, ævintýri og
þjóðtrú. Ég hef haldið námskeið og
fyrirlestra um það efni og sömuleið-
is um frásagnartækni. Blaða-
mennska snýst ekki hvað síst um að
miðla upplýsingum og sá þáttur
starfsins þótti mér ævinlega mjög
ánægjulegur.“ Önnur áhugamál
Steingerðar eru ljóðlist, bók-
menntir, leiklist, sagnfræði og
myndlist.
Fjölskylda
Eiginmaður Steingerðar er Guð-
mundur Bárðarson, f. 14.1. 1959,
skipstjóri á Stefano hjá útgerðar-
félaginu Reykdal. Foreldrar hans
voru hjónin Bárður Gunnarsson, f.
24.5. 1931, d. 4.9. 2000, loftskeyta-
maður, og Halldóra Guðmunds-
dóttir, f. 26.9. 1927, d. 30.9. 2018,
húsmóðir og starfsmaður Útgerðar-
félags Akureyrar. Þau voru búsett á
Akureyri.
Börn Steingerðar og Guðmundar
eru 1) Andri Guðmundsson, f. 4.10.
1980, efnafræðingur og kennari í
MR, kona hans er Gunnur Jóns-
dóttir, f. 2.10.1982, og dætur þeirra
eru Úlfhildur, f. 7.12. 2010 og Alda,
f. 5.6. 2015 og 2) Eva Halldóra Guð-
mundsdóttir, f. 12.1. 1988, sviðshöf-
undur og vinnur hjá Reykjavíkur-
borg, maður hennar er Vigfús Karl
Steinsson, f. 5.4. 1994.
Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri Vikunnar – 60 ára
Sonur og fjölskylda Andri og Gunnur ásamt dætrunum, Úlfhildi og Öldu.
Vill sýna kraftinn sem býr í konum
Dóttir og maki Vigfús Karl og Eva Halldóra.
Hjónin Guðmundur og Steingerður.
40 ára Guðlaug er
Bolvíkingur og hefur
búið þar mestalla tíð.
Hún er hársnyrti-
meistari að mennt og
rekur stofuna Klippi-
kompaní í Bolungar-
vík.
Maki: Olgeir Sveinn Friðriksson, f. 1978,
viðskiptafræðingur hjá Endurskoðun
Vestfjarða.
Börn: Sigrún Halla, f. 2008, og Sigurður
Hólmsteinn, f. 2011.
Foreldrar: Hólmsteinn Guðmundsson, f.
1949, d. 1994, bifvélavirki og rak einnig
verslun, og Þóra Guðbjörg Hallsdóttir, f.
1950, fyrrverandi bókari. Stjúpfaðir er
Þórlindur Ólafsson, f. 1951, vélstjóri. Þau
eru búsett í Bolungarvík.
Guðlaug Rós
Hólmsteinsdóttir
á heimasíðu Hreyfils:
hreyfill.is
eða í App Store
og Google Play
SÆKTU APPIÐ
Sæktu appið frítt á AppStore
eða Google Play
Hreyfils appið
Pantaðu leigubíl á einfaldan
og þægilegan hátt
Þú pantar bíl1
3 og færð SMS skilaboðað bíllinn sé kominn.
2 fylgist með bílnum í appinu
Til hamingju með daginn
Akureyri Óskírður
Arnarson fæddist 18.
september 2019 kl.
0.11. Hann vó 5.078 g
og var 56 cm langur.
Foreldrar hans eru
Kristín Heba Gísla-
dóttir og Arnar Þór
Arnarsson.
Nýr borgari