Morgunblaðið - 01.10.2019, Blaðsíða 24
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. OKTÓBER 2019
UPPGJÖR 2019
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Kristinn Jónsson, vinstri bakvörður
Íslandsmeistaraliðs KR-inga, var
besti leikmaður Íslandsmóts karla í
knattspyrnu árið 2019, samkvæmt
einkunnagjöf Morgunblaðsins. Hann
hafði betur gegn samherja sínum og
fyrirliða KR, Óskari Erni Hauks-
syni, með minnsta mun.
Þeir Kristinn og Óskar urðu jafnir
og efstir í M-gjöfinni, fengu 18 M
hvor samtals yfir allt tímabilið, en
Kristinn hreppir titilinn þar sem
hann lék 19 leiki en Óskar spilaði alla
22 leiki KR-inga.
Þetta er í annað sinn sem Kristinn
er útnefndur besti leikmaðurinn hjá
Morgunblaðinu en hann sigraði líka í
M-gjöfinni árið 2015, þá sem leik-
maður Breiðabliks.
Þá eru þeir Kristinn og Óskar
einu leikmennirnir sem voru í ellefu
manna úrvalsliði Morgunblaðsins,
byggðu á M-gjöfinni, fyrir tímabilið
2018 sem eru aftur í úrvalsliðinu fyr-
ir árið 2019.
Kristinn er 29 ára gamall og lék
sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í
efstu deild vorið 2007, þá aðeins sex-
tán ára gamall. Hann var síðan
fastamaður í Blikaliðinu frá 2008,
varð bikarmeistari með því 2009 og
Íslandsmeistari árið 2010. Kristinn
lék með Breiðabliki til 2017 en var
þó tvö og hálft tímabil annars staðar
á Norðurlöndum. Fyrst árið 2014
með Brommapojkarna í sænsku úr-
valsdeildinni og síðan 2016 með
Sarpsborg og fyrri hluta árs 2017
með Sogndal í norsku úrvalsdeild-
inni.
Kristinn gekk síðan til liðs við KR-
inga fyrir tímabilið 2018 og hefur
verið í lykilhlutverki hjá Vesturbæj-
arliðinu síðan. Hann missti af fyrstu
þremur leikjunum á þessu tímabili
vegna meiðsla, kom inná sem vara-
maður í þeim fjórða en hefur síðan
verið í banastuði á vinstri væng Ís-
landsmeistaranna, fékk 18 M í þeim
18 leikjum sem eftir voru, skoraði
þrjú mörk og lagði nokkur upp.
Kristinn á að baki 188 leiki í úr-
valsdeildinni, þar af 148 fyrir
Breiðablik þar sem hann er fjórði
leikjahæstur frá upphafi. Leikirnir
með KR eru orðnir 40 talsins. Hann
á að baki 8 A-landsleiki og spilaði 32
leiki með yngri landsliðum Íslands á
árum áður.
Margir áfangar Óskars
Óskar Örn Hauksson varð annar
eins og áður kom fram, fékk 18 M
eins og Kristinn en í fleiri leikjum.
Óskar átti líka frábært tímabil með
Íslandsmeisturum KR en hann og
Kristinn mynduðu einmitt gríðar-
lega öflugt tvíeyki á vinstri kant-
inum hjá Vesturbæjarliðinu og
Kristinn Jónsson besti leik-
maður deildarinnar 2019
KR-ingarnir Kristinn og Óskar Örn Hauksson urðu jafnir og efstir í M-ein-
kunnagjöf Morgunblaðsins með 18 M Í annað sinn sem Kristinn er bestur
Morgunblaðið/Eggert
Átján Kristinn Jóns-
son lék ekki fyrstu
þrjá leiki KR á tíma-
bilinu en fékk síðan 18
M fyrir frammistöðu
sína í þeim leikjum
sem eftir voru.
4-3-3
Hversu oft leikmaður var valinn í lið umferðarinnar2
Varamannabekkur
Fjöldi sem leikmaður fékk á leiktíð2
Hannes Þór Halldórsson
Val
9
Tryggvi Hrafn Haraldsson
ÍA
15
Óskar Örn Hauksson
KR
18
Steven Lennon
FH
13
11
11
Höskuldur
Gunnlaugsson
Breiðabliki
Guðmundur
Kristjánsson
FH
Vladan Djogatovic
Grindavík
Ágúst Eðvald
Hlynsson
Víkingi
Alex Þór
Hauksson
Stjörnunni
Einar Logi
Einarsson
ÍA
Helgi Valur
Daníelsson
Fylki
Ásgeir
Marteinsson
HK
Andri Rafn Yeoman
Breiðabliki
Elfar Árni
Aðalsteinsson
KA
4
3
55
9 11
11
11
13
14
14 13
Lið ársins 2019 hjá Morgunblaðinu
Finnur Tómas
Pálmason
KR
11
Sölvi Geir Ottesen
Víkingi
15
Kennie Chopart
KR
11
Kristinn Jónsson
KR
18
4
5 3
5
Hallgrímur Mar
Steingrímsson
KA
16
Hilmar Árni Halldórsson
Stjörnunni
14
Ásgeir Börkur
Ásgeirsson
HK
17 37
3
3
3
3
2
3
3
2
3
2
byggðu þar upp margar af hættuleg-
ustu sóknum KR-inga í hverjum leik
fyrir sig.
Óskar skoraði 7 mörk og hefur þar
með skorað á öllum sextán tímabil-
um sínum í efstu deild, frá því hann
lék þar fyrst með Grindavík árið
2004.
Óskar Örn, sem er 35 ára gamall,
náði mörgum stórum áföngum á
árinu. Hann sló bæði leikja- og
markamet KR í efstu deild, tók
leikjametið af Þormóði Egilssyni
England
Manchester United – Arsenal................. 1:1
Staðan:
Liverpool 7 7 0 0 18:5 21
Manch.City 7 5 1 1 27:7 16
Leicester 7 4 2 1 13:5 14
Arsenal 7 3 3 1 12:11 12
West Ham 7 3 3 1 10:9 12
Tottenham 7 3 2 2 14:9 11
Chelsea 7 3 2 2 14:13 11
Bournemouth 7 3 2 2 13:12 11
Crystal Palace 7 3 2 2 6:7 11
Manch. Utd 7 2 3 2 9:7 9
Burnley 7 2 3 2 10:9 9
Sheffield Utd 7 2 2 3 7:7 8
Wolves 7 1 4 2 9:11 7
Southampton 7 2 1 4 7:11 7
Everton 7 2 1 4 6:12 7
Brighton 7 1 3 3 5:10 6
Norwich 7 2 0 5 9:16 6
Aston Villa 7 1 2 4 8:11 5
Newcastle 7 1 2 4 4:13 5
Watford 7 0 2 5 4:20 2
Svíþjóð
Hammarby – Örebro............................... 5:1
Aron Jóhannsson var ekki í leikmanna-
hópi Hammarby.
Helsingborg –Kalmar ............................. 2:0
Daníel Hafsteinsson kom inn á hjá Hels-
ingborg eftir 84 mínútur.
Staðan:
Djurgården 26 18 5 3 46:15 59
Malmö 26 16 8 2 48:14 56
Hammarby 26 16 5 5 65:35 53
AIK 26 16 5 5 38:20 53
Norrköping 26 14 7 5 46:20 49
Häcken 26 13 6 7 40:23 45
Gautaborg 26 12 9 5 39:26 45
Elfsborg 26 8 9 9 34:42 33
Örebro 26 9 5 12 38:44 32
Helsingborg 26 7 6 13 25:42 27
Sirius 26 6 4 16 29:48 22
Kalmar 26 4 10 12 20:40 22
Östersund 26 4 9 13 22:42 21
Sundsvall 26 4 7 15 25:41 19
Falkenberg 26 4 7 15 20:51 19
Eskilstuna 26 3 6 17 22:54 15
B-deild:
Frej – Brage ............................................. 2:3
Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn
með Brage og skoraði tvö mörk.
Degerfors – Syrianska............................ 2:0
Nói Snæhólm Ólafsson lék allan leikinn
með Syrianska.
Efstu lið: Mjällby 48, Jönköping 47, Var-
berg 47, Brage 46, Örgryte 43.
Noregur
Viking – Mjöndalen ................................. 4:1
Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik-
inn með Viking en Axel ÓskarAndrésson er
frá keppni vegna meiðsla.
Staða efstu liða:
Molde 23 16 4 3 54:23 52
Bodø/Glimt 23 14 5 4 54:34 47
Odd 23 13 5 5 37:27 44
Rosenborg 23 11 7 5 36:27 40
Viking 23 10 6 7 41:33 36
Kristiansund 23 9 7 7 30:25 34
Brann 23 9 7 7 28:23 34
Haugesund 23 6 10 7 31:27 28
Vålerenga 23 7 7 9 35:36 28
Lillestrøm 23 7 5 11 29:38 26
Stabæk 23 6 7 10 26:32 25
KNATTSPYRNA
HANDKNATTLEIKUR
1. deild karla, Grill 66-deildin:
Origo-höll: Valur U – Þróttur.............. 19.40
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Hleðsluhöllin: Selfoss – Fylkir ............ 19.30
Í KVÖLD!
HANDBOLTI
Olísdeild karla
KA – ÍR ................................................. 27:33
Valur – ÍBV........................................... 25:27
Staðan:
ÍR 4 4 0 0 128:106 8
ÍBV 4 4 0 0 107:94 8
Haukar 4 4 0 0 101:89 8
Afturelding 4 3 0 1 107:97 6
Selfoss 4 2 1 1 116:117 5
FH 4 2 0 2 103:102 4
Valur 4 1 1 2 95:94 3
Fjölnir 4 1 1 2 102:114 3
KA 4 1 0 3 109:112 2
Stjarnan 4 0 1 3 90:107 1
HK 4 0 0 4 99:111 0
Fram 4 0 0 4 82:96 0
Coca Cola-bikar karla
1. umferð:
ÍBV 2 – Grótta ...................................... 19:35
Hörður – Þór Ak................................... 16:39
Grill 66 deild kvenna
ÍR – ÍBV U............................................ 30:21
Danmörk
Aarhus – SönderjyskE........................ 25:28
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 2
mörk fyrir SönderjyskE og Sveinn Jó-
hannsson 1.
Efstu lið: Aalborg 9, SönderjyskE 8,
Bjerringbro/Silkeborg 7, Ribe-Esbjerg 7,
GOG 6, Aarhus 6, Tvis Holstebro 6.