Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 8

Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019 Rainer Haubrich, blaðamaðurhjá þýska blaðinu Welt, fjallaði á dögunum um sýrlenska flóttamenn og hvatti til ærlegrar umræðu um það sem þeim tengd- ist. Hann sagði mörg dæmi um að vel hefði tekist til og að þeir hefðu aðlagast þýsku þjóðfélagi og lagt mikið af mörkum með störf- um sínum.    Staðreyndin væriengu að síður sú að eftir þau fjögur ár sem liðin væru frá því að flóttamannabylgj- an reið yfir Þýskaland vegna stríðsástandsins í Sýrlandi væru þessi jákvæðu dæmi undantekn- ingarnar.    Hundruð þúsunda Sýrlendingahefðu fundið skjól í Þýska- landi en þrír fjórðu þeirra sem væru á vinnufærum aldri lifðu enn á atvinnuleysisbótum.    Haubrich sagði bjartsýni hafakomið fram árið 2015 um að flóttamennirnir yrðu mikil lyfti- stöng fyrir þýskt efnahagslíf, líkt og gerst hefði á sjötta og sjöunda áratugnum þegar milljónir út- lendinga hefðu flutt til Þýska- lands til að vinna.    Hann sagði ekki ástæðu til aðgefa upp alla von um að ástandið gæti lagast nú og ef til vill tæki aðlögun lengri tíma en áður.    Líklegra væri þó að horfa yrðiá reynsluna af þessu af heiðarleika og segja að rétt hefði verið vegna neyðarástands og í undantekningartilviki að taka við þessum flóttamönnum, en að þetta væri nokkuð sem ekki væri hægt að endurtaka. Hreint út sagt STAKSTEINAR Rainer Haubrich Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Umhverfisstofnun gagnrýnir nokkra þætti í frum- matsskýrslu umhverfismats fyrir Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti. Telur stofnunin að rannsóknum hafi ekki verið lokið á tilteknum atriðum og því gefi skýrslan ekki nægilega skýra mynd af um- hverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Áformuð Einbúavirkjun er 9,8 MW rennslis- virkjun í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Ráðgert er að veita vatni um rúmlega eins kílómetra langan skurð úr fljótinu að stöðvarhúsinu og þaðan verði vatninu veitt um 1,3 km skurð eða skurð og jarð- göng út í ána aftur. Umhverfisstofnun telur ekki nægjanlega fjallað um þann möguleika að hafa aðrennsli í pípu en geri megi ráð fyrir að slík útfærsla myndi hafa töluvert minni umhverfisáhrif en opinn átta metra breiður skurður. Þá telur stofnunin það óviðun- andi að ekki hafi farið fram nauðsynlegar athug- anir á jarðlögum frá stöðvarhúsi. Niðurstöður þeirra ráði því hvaða kostur verði valinn við að leiða vatnið út í Skjálfandafljót. Látið er í ljósi það álit að frárennslisskurður í göngum alla leið sé lík- legri til að hafa minni umhverfisáhrif en skurður. Minni áhrif af pípum en skurði  Fundið að umhverfis- mati Einbúavirkjunar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skjálfandafljót Myndin er tekin fremst í Bárðar- dal en Einbúavirkjun verður mun ofar. Landsmót Samfés – samtaka fé- lagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi – fór fram í Varmárskóla í Mosfellsbæ dagana 4.-6. október og var metþátttaka, um 540 manns. Þátttakendur komu frá félags- miðstöðvum víða um land og auk þess mættu fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, setti Landsmótið og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands og heiðursgestur, setti Nor- ræna ungmennaþingið í fyrradag. Viðamikil dagskrá Ungmennin tóku meðal annars þátt í fjölbreyttum umræðu- og af- þreyingarsmiðjum undir yfirskrift- um eins og t.d. Eitt líf, Geðheil- brigði og geðraskanir, Fokk me-fokk you, Let’s talk about sex, Run Forrest Run, Sjálfskaði og sjálfsvíg, Fjármálafræðsla, Jóga og Hipphopp. Unga fólkið mun síðan miðla reynslu sinni og þekkingu í eigin fé- lagsmiðstöðvum. Metþátttaka var á Landsmóti Samfés Ljósmynd/Samfés Ungmenni Um 540 manns tóku þátt í Landsmóti Samfés um helgina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.