Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
NP Þjónusta
Sé um liðveislu við
bókhaldslausnir o.þ.h.
Hafið samband í síma
831-8682.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur
fyrir veturinn og
tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
EES-samstarfið í 25 ár
– Hádegisfundur með Birni Bjarnasyni
Björn Bjarnason, fv. ráðherra, verður gestur
á hádegisfundi SES á morgun, miðvikudag-
inn 9. október kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitis-
braut 1.
Húsið opnað kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi, 1000
krónur.
Allir velkomnir.
Með kveðju,
stjórnin.
Tilkynningar
Tilkynning
frá Digraneskirkju
Þau, sem eiga hluti í geymslu í kjallara kirkju-
nnar eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja þá
sem fyrst, í síðasta lagi 10. janúar 2020.
Sóknarnefnd
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 - Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss og allir
velkomnir - Hreyfisalurinn er opinn kl.9:30-11:30, líkamsræktartæki,
teygjur og lóð - Boccia kl.10:15 - Tálgað í tré kl.13.00 - Félagsvist
kl.13:00 - Vatnslitun kl.13:00,með leiðbeinanda, kostar ekkert og allir
velkomnir - Postulínsmálun kl.13:00, með leiðbeinanda, laus pláss -
Bíó í miðrými kl.13:15 - Kaffi kl.14:30-15:20 -
Áskirkja Spilum félagsvist í kvöld kl 20 í Dal, neðra safnaðarheimili
kirkjunnar Allir velkomnir Safnaðarfélag Áskirkju
Boðinn Þriðjudagur: Leikfimi kl. 10:30. Fuglatálgun kl. 13:00. Bridge
og Kanasta kl. 13:00.
Fella og Hólakirkja Kyrrðarstund kl. 12. Súpa og brauð eftir stun-
dina á vægu verði. Gestur okkar í dag er Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
söngkona. Verið velkomin í gott og gefandi samfélag.
Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-
10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Hádegismatur alla virka daga kl. 11:30-
12:20 og kaffi kl. 14:30-15:30. Bridge í handavinnustofu 13:00.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi spjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8;50. Myndlistarnámskeið kl. 9-12. Thai Chi kl. 9. Leikfimi kl.
10, Spekingar og spaugarar kl. 10:45. Hádegismatur kl. 11:30. Kríur
Myndlistarhópur kl. 13. Bridge kl. 13. Leiðbeiningar á tölvu kl. 13:10.
Enskunámskeið kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30. U3a kl. 16:30. Komdu að
púsla með okkur .Allir velkomnir óháð aldri.
Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Glerlist kl. 9:00. Bútasaumshópur hittist
kl. 9:00. Hópþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10:30. Bókband kl. 13:00.
Frjáls spilamennska kl. 13:00. Opin handverkstofa kl. 13:00-16:00.
Söngstund kl. 13:30. Upplestur og bókaspjall með Rögnu kl. 15:00.
Hádegismatur frá 11:30 til 12:30 alla daga vikunnar og kaffi frá 14:30 til
15:30 alla virka daga. Verið öll velkomin á Vitatorg.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bónusrúta fer frá
Jónshúsi kl. 14:45. Vatnsleikf. kl.7:30/15:15. Qi-Gong í Sjál. kl. 8:30.
Liðstyrkur Ásg. kl. 11:15. Karlaleikf. Ásg. kl.12:00. Boccia í Ásg. kl.
12:45. Línudans. Sjál kl. 13:30/14:30. Smíði í Smiðju Kirkjuh.
kl.09:00/13:00 Ingrid Kuhlma í Jónshúsi kl. 14:00 fjallar um samveru.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl.08:30-16:00. Keramik málun
kl.09:00-12:00. Leikfimi gönguhóps kl. 10:00-10:30. Gönguhópur um
hverfið kl. 10:30-. Leikfimi Maríu 10:30-11:15. Yoga kl. 11:00-12:00
Glervinnustofa m/leiðb. kl 13:00-16:00.
Allir velkomnir.
Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.45 Stóla-leikfimi, kl. 13.00
Handavinna, kl. 13.30 ZUMBA, kl. 13.30 Alkort-spil.
Grensáskirkja Alla þriðjudaga er opið hús í Grensáskirkju kl. 12-14.
Fyrst er kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni, síðan léttur
hádegisverður gegn vægu gjaldi og spjall. Opna húsinu lýkur eftir
kaffisopa um kl. 14.
Gullsmára Mánudagur: Postulínshópur kl.9.00. Jóga kl. 9.30 og
17.00. Handavinna og Bridge kl.13.00, Félagsvist kl. 20. Þriðjudagur:
Myndlistarhópur kl.9.00 Boccia kl. 9.30. Málm-og silfursmíði. Canasta.
Trésmíði kl 13.00. Leshópur kl. 20.00 fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.
Miðvikudagur: Myndlist kl 9.30. Postulínsmálun. Kvennabridge.
Silfursmíði kl. 13.00. Línudans fyrir lengra komna kl 16.00
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11:30. Hádegismatur kl. 11:30.
Bónusbíllinn kl. 12:15. Félagsvist kl. 13:15. Kaffi kl. 14:15.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl 8.00- 12.00 Dansleikfimi kl
9.00 Qi-gong kl 10.00 Bridge kl 13.00 Gaflarakórinn kl 16.00
Korpúlfar Listmálun kl 9 í Borgum og postulínsmálun kl 9.30. Boccia
kl 10 og 17 í Borgum. Leikfimishópur undir leiðsögn Ársælls kl 11 í
Egilshöll. Spjallhópur í listmiðjunni í Borgum kl 13:00 og sundleikfimi
í Grafarvogssundlaug kl 13:30 í umsjón Brynjólfs, heimanámskennsla
í bókasafninu í Spöng.
Neskirkja Krossgötur kl. 13.00. Skúli S. Ólafsson sér um efnið.
Samfélaga, kaffi og kruðerí!
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30,trésmiðja 9-12, Trésmiðja kl.9-16,
opin listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl.9.45, upplestur kl.11, kaf-
fihúsaferð kl.14, Hugleiðslan kl.15.30. Uppl í s 4112760
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 07.10. kaffispjal í
króknum kl. 10.30. Pútt í Risinu Eiðistorgi kl. 10.30. Kvennaleikfimi í
Hreyfilandi kl. 11.30. Helgistund á Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í
safnaðarheimilinu kl. 14.00.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á
könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er
frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn
kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu
frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Stangarhylur 4, Skák kl. 13.00 allir velkomnir.
Smá- og raðauglýsingar
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Nanna Guðrún
Zoëga var meðal
fyrstu djáknanna til
að koma til starfa í
þjóðkirkjunni eftir að djáknanám
hófst við guðfræði- og trúar-
bragðafræðideild Háskóla Ís-
lands 1993. Hún vígðist 22. des-
ember 1996 til Garðasóknar í
Garðabæ sem var orðin fjölmenn
sókn. Hún var ráðin til starfa
meðal fólks á ýmsum aldri og
sinnti meðal annars foreldra-
morgnum þar sem söfnuðurinn
sýndi í verki stuðning við foreldra
með ung börn. Hún vann einnig
með eldri borgurum og í því starfi
var hún einstaklega öflug. Hún
annaðist reglulega samveru fyrir
þá og með þeim. Merkasta starf
hennar var að byggja upp starf
meðal fólks sem var einangrað á
heimilum sínum. Hún fór í heim-
sóknir og studdi þannig við ein-
staklinga sem hittu fáa. Ein
manneskja getur ekki sinnt mjög
mörgum þótt þörfin sé mikil. Þess
Nanna Guðrún Zoëga
✝ Nanna GuðrúnZoëga fæddist
24. september
1951. Hún lést 30.
september 2019.
Útför Nönnu
Guðrúnar fór fram
4. október 2019.
vegna skipulagði
Nanna Guðrún
heimsóknarþjón-
ustu og fékk til liðs
við sig sjálfboðaliða.
Hún hélt námskeið
til að undirbúa þátt-
takendur og fylgdi
þeim eftir með
reglulegri samveru.
Hún vissi að það
þarf að næra og
styðja þann sem vill
gefa öðrum af tíma sínum og sýna
öðru fólki umhyggju. Eftir að
Nanna Guðrún hætti störfum í
Garðasókn 1. desember 2009
starfaði hún á Vífilsstöðum,
hjúkrunarheimilinu Ísafold og
einnig með seinfærum foreldum
og börnum þeirra á vegum
Reykjavíkurborgar.
Nanna Guðrún tók á móti nem-
endum í starfsþjálfun djáknaefna.
Hún skipulagði dagskrá með þeim
og var annt um að þeir fengju sem
mesta innsýn, reynslu og þjálfun í
því fjölbreytta starfi sem er í
stórum söfnuði. Í starfsnámi
skapast oft persónuleg tengsl
leiðbeinenda og nemenda. Einn
nemandi sagði svo frá að þær
hefðu farið saman að kaupa í mat-
inn. Nemandinn horfði undrandi á
innkaupakörfu Nönnu Guðrúnar
því hún keypti svo stóra skammta
af öllu. Hún sagði si svo: „Þú
kaupir aldeilis mikið magn af
öllu.“ Þá sagði Nanna Guðrún
henni að hún ætti sex stráka sem
þyrftu nú aldeilis sitt að borða.
Einn af þeim sex var náttúrlega
Lárus eiginmaður hennar. Já, hún
Nanna Guðrún átti sannarlega
stóra stráka sem þurftu að borða
vel og innkaupin voru í þeim stíl.
Nanna Guðrún var einlæg og
föst fyrir og lét ekki bugast þótt
blési á móti. Hún hafði góða nær-
veru og skynjaði líðan fólks. Hún
vildi styðja samferðafólk sitt og
gerði það af umhyggju og hlýju.
Hún boðaði Guðs orð bæði í orði
og verki.
Nanna Guðrún var virk í starfi
Djáknafélags Íslands og sat í
stjórn þess og var formaður um
skeið. Eru henni þökkuð þau störf
og framlag hennar til eflingar
kærleiksþjónustu og starfi
djákna.
Það er með þakklæti og sorg í
hjarta sem við djáknar kveðjum
Nönnu Guðrúnu. Við biðjum Guð
að blessa Lárus, börn þeirra og
aðra aðstandendur. Minning um
góða fyrirmynd og yndislega
konu lifir.
Fyrir hönd Djáknafélag Ís-
lands,
Ragnheiður
Sverrisdóttir.
✝ Bryndís Krist-jánsdóttir fædd-
ist í Nesi í Fnjóska-
dal 17. ágúst 1922
og ólst þar upp. Hún
lést á Landspítal-
anum í Fossvogi 12.
september 2019.
Foreldrar hennar
voru Kristján Jóns-
son, bóndi og hér-
aðsráðunautur, f. í
Nesi 22. mars 1880,
d. á Akureyri 27. maí 1962. Móðir
hennar var Guðrún Stefánsdóttir,
bóndi og rjómabústýra, f. á Sela-
læk á Rangárvöllum 18. apríl
1885, d. á Akureyri 26. nóvember
1983.
Systkini Bryndísar voru:
Hulda Björg, f. 29. okt. 1909,
Karl, f. 5. júlí 1911, Páll, f. 5. júlí
1911, Valtýr, f. 23. júlí 1918, og
Stefán, f. 22. okt. 1929. Þau eru
öll látin.
Bryndís giftist 7. september
árið 1944 Jóni úr Vör, skáldi og
fv. forstöðumanni
Bókasafns Kópa-
vogs, f. 21. janúar
1917, d. 4. mars
2000.
Synir þeirra: 1)
Karl, f. 9. des. 1948,
k.h. Katrín Val-
gerður Karlsdóttir,
börn þeirra: a) Sig-
rún Erla, b) Jón Eg-
ill og c) Fanney
Magna. 2) Indriði, f.
5. nóv. 1950, börn hans: a) Orri
Freyr, b) Þórir Valdimar. Kona
Indriða: Valgerður Anna Þór-
isdóttir, börn þeirra: c) Stefán
Örn, og d) Bryndís Ylfa. 3) Þór-
ólfur, f. 3. okt. 1954, k.h. (skilin)
Kerstin Maria Almquist, börn
þeirra: a) Helga Guðrún Gerða, b)
Anna Sólveig. Sambýliskona Þór-
ólfs er Hulda Björg Rósarsdóttir.
Barnabarnabörn eru fimm.
Útför Bryndísar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 8. október
2019, klukkan 15.
Elsku amma okkar, amma
Bryndís, hefur kvatt þessa tilveru.
Við eigum margar góðar minning-
ar um hana og allflestar tengjast
þær á einhvern hátt matargerð.
Sem börn komum við oftast í
heimsókn á sunnudögum til ömmu
og afa í Fannborginni. Amma bak-
aði þá gjarnan vöfflur, smurði
brauð og lagaði heitt súkkulaði.
Og bauð upp á malt, amma átti
alltaf til malt. Í seinni tíð hitaði
hún gjarnan brauð með skinku og
osti eða sardínum og osti í litla
grillinu sínu. Svo bauð hún oft upp
á möndluköku, jólaköku eða hun-
angsköku. Þessar kökur munu
ávallt minna okkur á ömmu Bryn-
dísi. Á jóladegi buðu amma og afi
okkur í fjölskylduboð þar sem
amma reiddi að sjálfsögðu fram
hangikjöt og meðlæti. Besta vatn í
heimi var líka heima hjá ömmu og
afa. Það var svo einstaklega kalt
og svalandi.
Amma var alltaf með alls kyns
kræsingar á borðum þegar við
hittum hana. Hún var þó af gamla
skólanum og borðaði sjaldan með
gestum sínum. Hún sat í ruggu-
stólnum á meðan aðrir borðuðu og
ræddi við okkur um málefni líð-
andi stundar. Því þó amma hafi að
mörgu leyti fylgt gömlum hefðum
var hún líka með puttann á púls-
inum. Amma var geðgóð og róleg,
hún var umhyggjusöm og um-
burðarlynd og með einstaklega
góða nærveru. Hún fylgdist vel
með samfélagsmálum og pólitík
og hafði sterkar skoðanir á þeim
sviðum. Hún var alltaf óaðfinnan-
lega til höfð og sá til þess að heim-
ilið þeirra afa væri snyrtilegt og
fallegt.
Elsku besta amma Bryndís,
takk fyrir allt og allt. Við munum
sakna hennar.
Stefán Örn Indriðason og
Bryndís Ylfa Indriðadóttir.
Ég vil í nokkrum orðum minn-
ast Bryndísar Kristjánsdóttur
föðursystur minnar.
Bryndís var fædd í Nesi í
Fnjóskadal, næstyngst sex systk-
ina. Bryndís hélt alltaf tryggð við
sínar æskustöðvar og fylgdist vel
með því sem var að gerast á þeim
slóðum. Góð tengsl voru á milli
hennar og föður míns og fleiri ætt-
ingja hér fyrir norðan. Þá voru
synir þeirra hjóna, Bryndísar og
Jóns úr Vör, mörg sumur í sveit í
Nesi og þá mynduðust enn sterk-
ari tengingar þarna á milli. Í gegn-
um frásagnir þeirra fengum við
jafnvel einhverja mynd af borgar-
lífinu þó fáir hefðu komið þar og
Kópavogur var í útjaðri borgar-
innar. Við vorum jafnvel farin að
kannast við einhverja vini þeirra af
lýsingum og tilvitnunum þó við
hefðum aldrei séð þá.
Þegar ég var að alast upp og
lengi eftir það voru Bryndís og
Kópavogur samtengd í mínum
huga. Þegar farið var til Reykja-
víkur þá fylgdi það yfirleitt að
koma við hjá Bryndísi og fjöl-
skyldu hennar þar sem þau bjuggu
við Kársnesbraut í Kópavogi og í
næsta húsi var Páll föðurbróðir og
fjölskylda. Faðir minn, sem oft átti
erindi til Reykjavíkur vegna starfa
sinna, gisti nær alltaf í Kópavog-
inum og ég held að það hafi margir
fleiri ættingjar gert.
Sjálfur átti ég mikil og góð
tengsl við þau hjón eftir að ég flutti
suður og hóf háskólanám, fékk að
búa hjá þeim í nokkrar vikur á
meðan beðið var eftir húsnæði. Oft
var boðið í mat um helgar og þá
var ýmislegt spjallað. Á námsár-
unum heimsótti ég þau hjón nokk-
uð reglulega og einnig eftir að ég
flutti norður aftur þá kom ég þar
við á suðurferðum. Alltaf var fagn-
að heimsóknum og tækifærið not-
að til að spyrja frétta að norðan og
spjalla um ýmis mál. Eftir að hafa
rætt við þau hjón, Bryndísi og Jón,
sem hafði upplifað ýmislegt í sinni
æsku, þá var eins og maður hefði
fengið einhverja næringu fyrir
framhaldið, einhver skilaboð með
sér til að íhuga. Síðustu árin hef ég
oft átt erindi til Reykjavíkur og
um áramót hef ég notað tækifærið
til að heimsækja Bryndísi þar sem
hún bjó á Hrafnistu. Þar höfum við
átt notalegt spjall og farið oftar en
ekki aftur í tímann og rifjað upp
ýmislegt sem hún hafði upplifað á
sínum yngri árum fyrir norðan,
breytingar frá þeim tíma og fleira.
Aldrei var hik á því hvort Bryndís
þekkti mig og var frekar hneyksl-
uð á því að ég skyldi spyrja hvort
hún þekkti mig. Hún gat alltaf
upplýst mig um hvar synir hennar
og fjölskyldur þeirra væru um ára-
mótin eða væru á leiðinni að fara
að gera en spurði einnig alltaf um
fréttir að norðan, hvað væri að
gerast í sveitinni og fréttir af okk-
ar fólki. Hún hlustaði mikið á út-
varp og horfði á sjónvarp fram
undir síðasta dag og fylgdist því
nokkuð vel með. Bryndís náði
rúmlega 97 ára aldri og var búin að
skila sínu til samfélagsins. Fyrir
hönd systkinanna frá Nesi og fjöl-
skyldna er sonum Bryndísar og
fjölskyldum þeirra vottuð samúð
en hennar er minnst með mikilli
hlýju og þakklæti.
Haukur F. Valtýsson.
Bryndís
Kristjánsdóttir