Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 4

Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla LA SCALA Model 3000 L 242 cm Áklæði ct. 83 Verð 729.000,- L 242 cm Leður ct. 30 Verð 949.000,- Sjálfstætt starfandi fólk á rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði til jafns við launþega, fullnægi það skilyrðum. Til þess að eiga rétt þarf fólkið að reikna sér laun yfir vissu lágmarki og fæðingarorlofs- greiðslurnar eru síðan tengdar heildarlaunum á ákveðnu tímabili. Umræða hefur verið um það að sjálfstætt starfandi fólk fái lágar greiðslur. Það kom m.a. fram í við- tali við Margréti Erlu Maack lista- konu sem birtist í blaðinu í gær. Leó Örn Þorleifsson, forstöðu- maður fæðingarorlofssjóðs, upp- lýsir hverjar reglurnar eru. Laun- þegar og sjálfstætt starfandi eiga rétt á greiðslum í fæðingarorlofi ef þeir hafa verið í að minnsta kosti 25% starfshlutfalli sex mánuði fyr- ir fæðingu barns. Í tilviki sjálfstætt starfandi er þetta framkvæmt þannig að þeir þurfa að reikna sér laun og greiða af þeim trygginga- gjald og þurfa launin að ná 25% af viðmiðunarfjárhæð ríkisskattstjóra fyrir viðkomandi atvinnugrein. Fæðingarorlofsgreiðslurnar fara síðan eftir heildartekjum viðkom- andi á tólf mánaða tímabili. Hjá launafólki er miðað við tólf mánaða tímabil sem lýkur sex mánuðum fyrir fæðingu barns en hjá sjálf- stætt starfandi er miðað við tekjur samkvæmt skattframtali alman- aksárið fyrir fæðingu. Fæðingarorlofssjóður greiðir 80% af heildartekjum viðkomandi á þessu tímabili, þó að hámarki 600 þúsund krónur á mánuði. Einnig eru lágmarksgreiðslur. Þurfa sjálfir að standa skil Leó Örn bendir á að vinnuveit- endur annist launagreiðslur og greiðslu tryggingagjalds launþega. Þessar greiðslur séu hins vegar lið- ur í rekstri sjálfstætt starfandi sem þeir þurfi sjálfir að standa skil á og passa upp á. „Okkar reynsla er sú að lang- flestir sjálfstætt starfandi reikna sér laun samkvæmt viðmiðun ríkis- skattstjóra og renna í gegnum kerfið eins og launþegar. Það koma þó alltaf upp tilvik þar sem ein- staklingar fá lægri greiðslur en þeir vildu eða höfðu reiknað með. Þá má ekki gleyma því að greiðsl- urnar taka mið af þeim tekjum sem viðkomandi gefur upp,“ segir Leó Örn. Greiðslur miðast við uppgefin laun  Sjálfstætt starfandi eiga sama rétt Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við teljum að þarna sé óeðlilegum vinnubrögðum beitt,“ segir Ásgeir Kr. Ólafsson, talsmaður sumarhúsa- og landeigenda í nágrenni Leynis 2 og 3 í Landsveit. Eins og Morgun- blaðið hefur greint frá er fyrirhuguð mikil uppbygging ferðaþjónustu á svæðinu. Í síðustu viku kom fram að Loo Eng Wah, forsvarsmanni upp- byggingarinnar, hefði verið gert að aftengja tengingu hjólhýsa á svæð- inu við fráveitukerfi, en ekki var leyfi fyrir þeirri framkvæmd. Í bréfi sem Ásgeir sendi skipu- lags- og byggingarfulltrúa Rangár- þings ytra í gær er farið fram á að hann sem fulltrúi og eftirlitsaðili sveitarfélagsins geri grein fyrir því á hvaða leyfum stálgrindarkúluhús sem byrjað er að reisa á svæðinu byggi, eða fari fram á tafarlausa stöðvun uppbyggingu þeirra. Að auki er farið fram á að vatns- og frá- veitulagnir séu fjarlægðar og það sama gildi um timburbotnplötur á forsteyptum undirstöðum. Ásgeir segir í samtali við Morgun- blaðið að sér og öðrum landeigend- um á svæðinu blöskri það hvernig sveitarfélagið hafi tekið á málinu og eðlilegum athugasemdum sem sett- ar hafi verið fram. „Ég tel að vinnubrögð sveitar- félagsins séu með þeim hætti að það sé rétt að leita álits ráðherra sveitar- stjórnarmála og mun ég óska eftir fundi með honum vegna málsins,“ segir Ásgeir. Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra fundaði síðdegis í gær. Á dagskrá fundarins var áform- að að ræða umsókn um stöðuleyfi vegna kúluhúsanna en samkvæmt fundargerð hefur sá dagskrárliður verið tekinn af dagskrá. Hyggst leita álits ráðherra  Landeigendum blöskra vinnubrögð í Landsveit  Vilja stöðva framkvæmdir Nýr Herjólfur sigldi fyrstu áætlunarferð sína með farþega frá Vestmanna- eyjum til Þorlákshafnar í gær. Brottför var frá Vestmannaeyjum klukkan fimm síðdegis og tók siglingin um það bil tvær klukkustundir og 45 mín- útur. Framboð af kojum er töluvert minna í nýju ferjunni en þeirri gömlu, eða 30 kojur í þeirri nýju á móti 90 kojum í gömlu. Þá er ekki hægt að leigja einkaklefa í nýju ferjunni. Slæmt veður, hafstraumar, mikill vind- hraði og ölduhæð síðustu daga hafa valdið því að ekki hefur verið hægt að sigla Herjólfi inn í Landeyjahöfn, hvorki nýja né gamla. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Ferjaði farþega til Þorlákshafnar í fyrsta skipti Fyrstu sáttafundir samninganefndar BSRB við ríkið, Reykjavíkurborg og Samband ís- lenskra sveitar- félaga fóru fram hjá ríkissáttasemj- ara í gær. Á fund- unum var skipulag komandi viðræðna rætt en ekki var rætt efnislega um kröfur BSRB. „Flestir eru sammála um að það þurfi að ræða styttingu vinnuvikunnar áfram og leggja áherslu á það á næst- unni. BSRB er með sömu kröfur gagn- vart öllum viðsemjendum en þeir hafa nálgast hlutina með mismunandi hætti,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við Morgunblaðið. Ekki er búið að ákveða dagsetningu næstu funda en hún gerir ráð fyrir að þeir fari fram í vikunni og segist vera bjartsýn gagnvart komandi sátta- fundum. „Það er ennþá bil á milli okkar allra en það er ólíkt hvert bilið er. Við erum ekki búin að fá tilboð sem við getum fallist á,“ bætti Sonja við og sagði það jákvætt að viðræðurnar væru komnar á dagskrá hjá ríkissáttasemjara þar sem BSRB hefði upplifað að viðræð- urnar hefðu verið að fara aftur á bak frekar en áfram. Fyrstu sáttafund- um lokið Sonja Ýr Þorbergsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráð- herra, hefur ákveðið að bjóða sig fram til emb- ættis varafor- manns Vinstri grænna á lands- fundi hreyf- ingarinnar sem fer fram síðar í mánuðinum. Guð- mundur greindi frá þessu á Face- book-síðu sinni í gærkvöldi. Sækist eftir varafor- mennsku í VG Guðmundur Ingi Guðbrandsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.