Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 27

Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019 RESOURCE SENIOR ACTIVE MÁLTÍÐ Í FLÖSKU Senior Active frá Nestle er drykkur sem framleiddur er með þarfir aldraðra í huga. Orkurík næring sem inniheldur prótein, D-vítamíni og kalsíum. Ein flaska samsvarar heilli máltíð. Fæst í öllum helstu apótekum  Rúnar Páll Sigmundsson hefur skrif- aði formlega undir samning við Stjörn- una um að þjálfa áfram meistaraflokk karla í fótbolta hjá félaginu næstu tvö ár. Rúnar hefur stýrt Stjörnunni frá árinu 2014, eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins í eitt ár, og bæði gert liðið að Ís- landsmeistara 2014 og bikarmeistara 2018. Um fyrstu stóru titla liðsins er að ræða. Stjarnan endaði í 4. sæti úrvals- deildarinnar í ár.  Hugo Lloris, markmaður enska knatt- spyrnufélagsins Tottenham, verður frá keppni út árið 2019. Hann spilar því ekki meira með franska landsliðinu í undan- keppni EM, sem lýkur um miðjan nóv- ember, en þarf þó ekki að gangast undir aðgerð. Lloris fór úr olnbogalið í 0:3-tapi Tottenham gegn Brighton á laugardag.  Teitur Örn Einarsson skoraði 8 mörk í gær fyrir Kristianstad þegar liðið varð að sætta sig við 28:26-tap fyrir Önnered, liðinu í 9. sæti sænsku úrvalsdeildar- innar í handbolta. Kristianstad er í 2. sæti en hefur tapað tveimur af fyrstu sjö leikjum sínum. Ólafur Guðmundsson skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad. Ágúst Elí Björgvinsson og félagar í meistaraliði Sävehof unnu hins vegar Hels- ing- borg, 26:23, en Ágúst varði 6 skot. Eitt ogannað EM 2021 Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég hef aldrei spilað á móti Lett- landi en við erum aldrei að fara að spila léttan leik. Ég hef heyrt frá sænsku stelpunum að þær beiti öll- um brögðum hérna – taki loftið úr boltunum og séu með stæla til þess að rífa andstæðinginn niður. Við þurfum að vera búnar undir allt og gefa allt í þennan leik,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsmið- vörður í fótbolta, fyrir leikinn við Lettland í dag. Ísland mætir Lettlandi á Dau- gava-leikvanginum í Liepaja kl. 17, í þriðja leik sínum í undankeppni EM. Ísland vann Ungverjaland og Slóvakíu á heimavelli fyrir rúmum mánuði en Lettland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á heimavelli, gegn Slóvakíu og Sví- þjóð, þar sem nokkrir liðsfélagar Glódísar úr Rosengård spila. „Vonandi náum við að skora snemma til að brjóta þær niður. Þetta gæti annars orðið algjör þolinmæðisvinna eins og í leiknum við Slóvakíu í síðasta mánuði,“ seg- ir Glódís. Hún tekur undir það að bilið á milli liðanna sé mikið en Lettland komst til að mynda ekki í undankeppni síðasta stórmóts, HM, á meðan Ísland var hársbreidd frá því að komast alla leið í lokakeppn- ina. Völlurinn nánast ónýtur og máttum ekki æfa „Við gerum þær kröfur á okkur að taka þrjú stig úr þessum leik, engin spurning. En völlurinn er erf- iður, og það verður ekki spilaður fallegur fótbolti hérna. Við tökum þrjú stig, sama í hvaða formi það er,“ segir Glódís, en liðin æfðu ekki á keppnisvellinum í gær eins og venja er degi fyrir leikdag, vegna ástands vallarins: „Þetta er engin draumafótbolta- aðstaða hérna. Völlurinn er nánast ónýtur, búið að rigna mikið, og við máttum ekki æfa á honum. Það er svo sem fínt svo hann sé ekki enn verri á leikdegi. En við höfum allar spilað á slæmum völlum og ræddum það einmitt í dag að þegar við mættum Makedóníu fyrir um fjór- um árum fengum við bara fyr- irmæli um að spila boltanum ekki með jörðinni, því völlurinn var allur í pollum. Við erum því öllu vanar,“ segir Glódís. Ísland er í 17. sæti nýjustu út- gáfu af heimslistanum, á sömu slóð- um og liðið hefur verið svo lengi, en Lettland er aðeins í 92. sæti og er langlægst skrifað af liðunum í riðli Íslands. Engu að síður tapaði liðið aðeins 2:1 gegn Slóvakíu og hélt jöfnu gegn Svíþjóð fram í seinni hálfleik en tapaði 4:1. Eru skarpar í byrjun leiks „Þær eru vissulega ekki hátt á heimslistanum en þær hafa sannað sig í fyrstu leikjunum og alla vega sýnt að þær eru skarpar í byrjun leiks, með því að komast yfir í báð- um leikjum. Þær treysta svolítið á það að skora snemma og pakka svo í vörn. Við mætum fínu liði og meg- um ekki gleyma okkur heldur sækja sterkt á þær frá byrjun og reyna að þreyta þær,“ segir Glódís. Allar klárar í slaginn Allir leikmenn íslenska liðsins æfðu í gær og ættu því að vera klár- ir í slaginn í dag. Það á einnig við um Dagnýju Brynjarsdóttur, sem er nefbrotin en spilaði með hlífðar- grímu í vináttulandsleiknum gegn Frökkum á föstudaginn. Þar lék Glódís 80. A-landsleik sinn. Íslenski hópurinn var lengi á ferðalagi frá því nóttina eftir þann leik, á leið sinni til Liepaja, en Glódís sagði leikmenn hafa hrist ferðaþreytuna úr sér og að vel færi um mannskap- inn á hóteli liðsins í borginni. Taka loftið úr boltunum og nota hálfónýtan völl  Glódís búin undir snúið verkefni í Lettlandi gegn lakasta liði undanriðilsins Morgunblaðið/Eggert Fullt hús stiga Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í íslenska landsliðinu hafa unnið Ungverjaland og Slóvakíu. Valgarð Reinhardsson hafnaði í 95. sæti í undankeppn- inni í fjölþraut á heimsmeistaramótinu í áhaldafim- leikum í Stuttgart í gær. Valgarð hlaut samtals 75.864 stig en Martin Bjarni Guðmundsson varð í 149. sæti með 66.265 í einkunn. Aðeins 24 keppendur komast áfram í úrslit, og átta í úrslit á hverju stöku áhaldi. Valgarð stóð sig best í stökki og varð í 79. sæti með 13.966 í einkunn. Hann varð 92. í gólfæfingum með 13.366. Martin náði sínum besta árangri einnig í stökki þar sem hann fékk 13.400 í einkunn. Evrópumeistarinn Nikita Nagorni frá Rússlandi náði bestum árangri í undankeppninni í fjölþraut með 87.333 í einkunn, og landi hans Artur Dalaloian kom næstur með 86.531. Irina Sazonova hafði áður lent í 110. sæti í undankeppni fjölþrautar kvenna um helgina, með samtals 47.198 í einkunn. Hún náði bestum ár- angri á tvíslá, eða 99. sæti, með 12.200 stig. Valgarð í 95. sæti á HM Valgarð Reinhardsson Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handknattleik, hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings fyrir tvo vináttulandsleiki gegn Svíum sem fara fram í Kristianstad og Karlskrona 25. og 27. október. Í hópinn vantar Guðjón Val Sigurðsson, Stefán Rafn Sigurmanns- son, Ólaf Gústafsson og Ómar Inga Magnússon, sem eru allir meiddir. Þessir 19 leikmenn skipa hópinn: Markverðir: Ágúst Elí Björgvinsson (Sävehof), Grétar Ari Guðjónsson (Haukum), Viktor Gísli Hallgrímsson (GOG). Aðrir leikmenn: Bjarki Már Elísson (Lemgo), Arn- ór Þór Gunnarsson (Bergischer), Sigvaldi Guðjónsson (El- verum), Arnar Freyr Arnarsson (GOG), Elliði Snær Vign- isson (ÍBV), Sveinn Jóhannsson (SönderjyskE), Ýmir Örn Gíslason (Val), Daníel Þór Ingason (Ribe-Esbjerg), Aron Pálmarsson (Barcelona), Ólafur Guðmundsson (Kristianstad), Elvar Örn Jónsson (Skjern), Gísli Þorgeir Krist- jánsson (Kiel), Haukur Þrastarson (Selfossi), Janus Daði Smárason (Aalborg), Kristján Örn Kristjánsson (ÍBV), Teitur Örn Einarsson (Kristianstad). Nítján valdir fyrir Svíaleiki Guðmundur Þ. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.