Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þegar horfter tilstjórnmála
í Bandaríkjunum
er áberandi
hversu dómstólum
er ákaft beitt til að
bæta úr stöðu sem
vinstrisinnuð
stjórnarandstaða ræður ekki
við. Allar götur síðan Donald
Trump varð óvænt forseti
Bandaríkjanna hefur feikna fé
verið varið til þess að stefna
ákvörðunum hans fyrir dóm-
stóla. Hafa hinir frægu „stór“-
fjölmiðlar vestra jafnan slegið
því upp sem stórsigrum þegar
dómari við dómstól t.d. í Kali-
forníu sem aldrei á dómaraævi
sinni hefur vikið spönn frá
blindum stuðningi við erindi
Demókrataflokksins leggur á
bann sem gilda skuli um öll
Bandaríkin við því að fyr-
irmælum forsetans sé hlýtt.
Fréttamenn víða um heim,
sem bugta sig fyrir „stórmiðl-
unum“ og hafa lengi talið þá
sem handhafa guðlegrar
fréttaspeki, einkum þó þeir
sem fylgjast lítt með, segja
dómana gjörbreytingu á
stjórnmálalegri stöðu í land-
inu. Það þykir hins vegar
minni frétt þegar áfrýjunar-
dómstól og jafnvel sjálfur
Hæstiréttur Bandaríkjanna
hrindir dómum þessara snún-
ingalipru stjórnmáladómara.
En það gerist nánast í hverju
einasta tilviki sem á reynir.
Engin ábyrgð er þó lögð á
dómarann þótt hann standi
hvað eftir annað berstrípaður
frammi fyrir alþjóð. Og það er
öruggt að Demókrataflokkur-
inn pantar sinn mann næst
þegar honum liggur nokkuð
við.
Það er til þess tekið að tæp-
lega 20 prósent af þeim dóm-
um sem kveðnir eru upp af
hinum fræga svæðisdómstól í
Kaliforníu eru líklegir til að
standast skoðun Hæstaréttar
og er iðulega hent út með níu
atkvæðum gegn engu! Og eru
þá allar dómúrlausnir taldar
en ekki aðeins afgreiðslur á
pólitískum pöntunum, sem
fara enn verr út.
Nú síðast dæmdi dómstóll í
New York að forsetinn skyldi
afhenda saksóknurum í New
York skattframtal sitt, sem
er, vegna fyrri umsvifa forset-
ans, ólíkt skattframtölum
flestra okkar hinna, vegna
umfangsmikillar starfsemi
hans víða um heim. Ekki skal
neinu spáð um það hvernig því
máli lykti eftir áfrýjunarferil,
en það vakti athygli að dóm-
stóllinn ákvað þó
að niðurstaðan
skyldi ekki taka
gildi á næstunni
og gerir því ráð
fyrir að málinu
verði áfrýjað.
Saksóknarinn,
sem er af frægri
ætt demókrata, vill fá skatt-
framtalið afhent svo hann geti
séð hvort Trump hafi sjálfur
greitt fé til konu sem hann er
sagður hafa verið í tygjum við
eina dagstund fyrir rúmum
áratug eða ekki.
Virðist augljóst að þarna er
um hreina „veiðiferð“ að ræða
eins og það er kallað vestra.
Saksóknarinn hefur með öðr-
um orðum ekkert í höndunum
og hann veit að það sem gerð-
ist eða gerðist ekki fyrir rúm-
um áratug eða meira hefur
ekkert með störf Trumps sem
forseta að gera. Saksóknarinn
þykist vera að gá að einni ein-
ustu línu í skattframtali upp á
þúsundir blaðsíðna, en það
eru allar hinar línurnar sem
hann hefur áhuga fyrir!
Endalaus mál af þessu tagi
má nefna.
Í hinu eilífa brexit-máli er
hið sama upp á teningnum.
Þar hafa dómstólarnir hvað
eftir annað verið dregnir inn í
stjórnmáladeilurnar. Jafnvel
ákvörðun forsætisráðherrans
um frestun þingfunda um fá-
eina daga, sem viðurkennt var
að væri í samræmi við alda-
langa hefð, var stefnt fyrir
dómstóla í bæði Skotlandi og
Englandi. Komust dómstól-
arnir að misvísandi niður-
stöðum og þess vegna komst
málið til Hæstaréttar Bret-
lands, sem fyrir skömmu var
breytt í allt annað form en
tíðkaðist um aldir.
Hæstiréttur ákvað að dansa
með í pólitíska upphlaupinu
og forseti réttarins tók spanó-
afbrigðið á þetta. Rétturinn
kannaðist við að fyrir þessari
ákvörðun væru mörg for-
dæmi, en málið hefði ekki
komið fyrir hæstarétt áður og
því væri ekkert fordæmi
þaðan!
Það sem lakara var; forseti
réttarins tók að málinu loknu
að stæra sig af því að hafa haft
forsætisráðherrann undir í
málinu.
Dómstólar í Bretlandi eru
ekki í háu áliti þar, ef marka
má kannanir. Þegar þeir geta
ekki setið á sér í pólitískum
dægurmálum og þar með töld-
um deilum um þingsköp er
hætt við að lítið álit fari áfram
hratt minnkandi.
Það er merkilegt að
sjá að vinstrimenn í
Bandaríkjunum og
Evrópu líta margir á
dómara sem hand-
langara}
Demba sér ótt í
pólitísk upphlaup
Á
dögunum fékk lítil fjölskylda á
flótta, foreldrar með ungbarn sem
fætt er á Íslandi, þær kveðjur frá
íslenskum stjórnvöldum að þau
hlytu enga vernd hér á landi. Þau
geta ekki undir nokkrum kringumstæðum farið
til heimalandsins vegna viðvarandi og áralangra
stríðsátaka þar í landi og munu íslensk stjórn-
völd því senda þau til Grikklands, í flótta-
mannabúðir.
Önnur fjölskylda frá sama stríðshrjáða landi,
móðir með þrjú ung börn sín, fékk einnig þær
kveðjur frá íslenskum stjórnvöldum að hún
skyldi halda á ný inn í flóttamannabúðir í Grikk-
landi, hvar hún hefur búið síðastliðin þrjú ár.
Móðirin á þess engan kost að fá húsaskjól, sjá
sér farborða eða mennta börn sín því engir skól-
ar eru starfræktir í yfirfullum flóttamanna-
búðum í Grikklandi. Það skiptir bara íslensk stjórnvöld
engu máli því þau mega þetta, í skjóli Dyflinnarreglugerðar.
Þau mega senda lítil börn út í fullkomna óvissu og hættu til
frambúðar, bara til að þurfa ekki að veita vernd hér á landi.
Senda þau inn í flóttamannabúðir, ef þau eru svo „heppin“
að fá þar inni, ellegar á götuna þar í landi með börn sín.
Enga vernd er þar að fá.
Íslensk stjórnvöld mega beita þessari ómannúðlegu með-
ferð í skjóli ofangreindrar reglugerðar en þau eiga líka sam-
kvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum sem við er-
um aðilar að að gæta að einstaklingum í sérstaklega við-
kvæmri stöðu. Einstaklingar sem glíma við fatlanir,
veikindi, þungaðar konur, einstæðir foreldrar
með ung börn og fleiri eiga að vera flokkaðir í
þennan hóp fólks í sérstaklega viðkvæmri stöðu.
Þá eiga íslensk stjórnvöld líka samkvæmt ís-
lenskum lögum og alþjóðlegum samningum að
tryggja hagsmuni barna. Með því að íslensk
stjórnvöld sendi lítil börn í flóttamannabúðir í
Grikklandi er að mínu mati og margra annarra
verið að brjóta umræddar lagaskyldur, allt á
grundvelli erlendrar reglugerðar sem við höfum
undirgengist.
En hvað stendur í þeirri reglugerð? Þar er
ekki sett skýlaus krafa um endursendingu til
annarra aðildarríkja Dyflinnarreglugerðar.
Þvert á móti er ríkjum veitt ótvíræð heimild til
að meta sjálfstætt hvert og eitt tilvik með tilliti til
mannúðar, enda er það frumskylda hvers ríkis.
Endursendingarákvæðið er til að tryggja að
móttökuríki sé skuldbundið til að taka á móti flóttafólki sem
ríkið hefur „hleypt inn“ á svæðið. Endursendingarákvæðið
er til að fólk lendi ekki í algjöru tómarúmi á milli ríkja. Það
kemur eins og áður sagði ekki á nokkurn hátt í veg fyrir að
ríki sýni mannúð í verki og veiti börnum á flótta vernd.
Nei, frú dómsmálaráðherra. Það er ekki rétt sem haft var
eftir þér við upphaf embættissetu þinnar að ísland framfylgi
mannúðlegri stefnu í málefnum flóttafólks. Ofangreind dæmi
sýna annað og þar berð þú nú ábyrgð.
Helga Vala
Helgadóttir
Pistill
Hin meinta mannúðlega stefna
Höfundur er þingman Samfylkingarinnar.
Helgavala@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Mikil hagræðing er talinfelast í því að lögfestaað í hverju sveitarfé-lagi búi minnst 1.000
íbúar. Hugmyndin er að setja lág-
markið fyrst við 250 íbúa og hækka
það svo í áföngum. Þetta mun leiða
til verulegrar fækkunar sveitarfé-
laga. Samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytið lét greina
möguleg hagræn áhrif slíkrar laga-
setningar. Tvær aðferðir voru not-
aðar við greininguna og bentu
niðurstöður til þess að hagræðingin
gæti mögulega numið allt að 3,6 til
5 milljörðum króna á ári.
Mæla á fyrir tillögu til þings-
ályktunar um „stefnumótandi áætl-
un ríkisins í málefnum sveitar-
félaga“ á Alþingi síðar í þessum
mánuði, samkvæmt frétt sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt-
isins. Verði tillagan samþykkt er
ljóst að sveitarfélögum mun fækka
umtalsvert, en færri en 1.000 íbúar
eru nú í meira en helmingi sveitar-
félaga. Sveitarfélögin eru nú 72
talsins en flest voru þau um 250
um miðja síðustu öld og hefur því
fækkað mikið. Í fyrra sameinuðust
sveitarfélögin Garður og Sandgerð-
isbær í Suðurnesjabæ og einnig
sameinuðust Fjarðabyggð og
Breiðdalshreppur. Ráðuneytið segir
að ýmsir hafi bent á að hægt væri
að nýta ávinning af sameiningu
sveitarfélaga „til að lækka álögur á
íbúa, greiða niður skuldir og þar
með lækka kostnað og/eða auka
þjónustu við íbúa og styrkja inn-
viði“.
Önnur aðferðin sem var notuð
til að meta hagræn áhrif þings-
ályktunartillögunnar studdist við
kostnaðartölur málaflokka und-
anfarinna fimm ára. Kostnaðarlíkön
voru metin fyrir alla málaflokka,
annars vegar fyrir minni sveitar-
félög með 999 íbúa og færri og hins
vegar fyrir stærri sveitarfélög með
1.000 til 4.000 íbúa. Sú aðferð benti
til þess að svigrúm til hagræðingar
við að setja lágmarksíbúafjölda við
1.000 íbúa gæti orðið 3,6 milljarðar
á ári á sveitarstjórnarstiginu. Hin
aðferðin fólst í því að skoða líkleg
sameiningarmynstur og þá hagræð-
ingu sem leiddi af slíkri endur-
skipulagningu. Möguleg hagræðing
með þeirri aðferð var talin vera um
fimm milljarðar á ári.
Margt bendir til hagræð-
ingar
Í skýrslunni Öflugri sveitar-
félög, sem fjallar um væntan ávinn-
ing af því að miða stærð sveitar-
félaga við minnst 1.000 íbúa, segir
m.a. að mikilvægt sé að sveitar-
félögin nái að sinna núverandi
verkefnum á viðunandi hátt.
„Eins og staðan er í dag hafa
mörg hinna fámennari sveitarfélaga
útvistað grunnþjónustu sem þeim
ber að sinna og í sumum tilvikum
er þjónustu illa eða ekki sinnt,“
segir í skýrslunni. Þar segir einnig
að margt bendi til þess að hægt
verði að hagræða hjá hinu opinbera
með sameiningu sveitarfélaga og
fara þannig betur með skattfé al-
mennings. Flutningur opinberra
starfa á landsbyggðina tengist
þessu því ein leið sé að fela sveit-
arstjórnarstiginu umsjón fleiri
málaflokka hins opinbera en nú er
gert. Einnig hafi verið færð rök
fyrir því að sameining sveitarfélaga
geti verið mikilvægt byggðamál.
Sveitarfélögin velta um þriðj-
ungi af veltu hins opinbera en ríkið
tveimur þriðju. Skýrslan segir að
þessu sé öfugt farið í flestum ná-
grannalöndum okkar, þar sem
sveitarfélög eru margfalt fjölmenn-
ari en þau eru hér á landi.
Stækkun og fækkun
sveitarfélaga lögð til
Morgunblaðið/Eggert
Sameining Kosið hefur verið um sameiningu margra sveitarfélaga.
Sveitarfélög voru um 250 um miðja síðustu öld en eru nú 72 talsins.
Kjósarhreppur
er stærsta
sveitarfélagið á
höfuðborgar-
svæðinu að
flatarmáli og
það fámenn-
asta. Íbúar eru
251 en voru
238 í árs-
byrjun. Karl
Magnús Kristjánsson, oddviti og
sveitarstjóri, sagði um tillögu um
að lágmarksfjöldi íbúa sveitar-
félaga yrði innan nokkurra ára
1.000 íbúar að einnig þyrfti að
skoða fjárhagslega stöðu.
Hann minnti á að aukalands-
þing Sambands sveitarfélaga
hefði samþykkt með meirihluta
atkvæða að auka lágmarksíbúa-
fjölda sveitarfélaga. Mörg minni
sveitarfélög hefðu mótmælt því
en ekki haft atkvæðavægi sem
dugði, enda færi atkvæðavægi
eftir stærð sveitarfélaga. Alþingi
myndi þó hafa síðasta orðið.
Fámennur en
víðfeðmur
KJÓSARHREPPUR
Karl Magnús
Kristjánsson