Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 12

Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 12
VIÐSKIPTAPÚLSINN Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Það er ekki spurning um hvort held- ur aðeins hvenær beint flug milli Asíu og Íslands verður að veruleika. Þetta segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, en hann er gestur í nýjasta þætti Viðskiptapúlsins, hlaðvarpi ViðskiptaMoggans. Í ítar- legu viðtali ræðir hann þar um stöðu Keflavíkur- flugvallar í kjöl- far gjaldþrots WOW air og hvernig stjórn- endur fyrirtækis- ins sjá fram á að greiða úr þeirri vandasömu stöðu sem fylgir því að farþegum sem fara um völlinn fækkar um nærri tvær og hálfa milljón milli ára. Isavia hefur haft í gildi ákveðið hvatakerfi fyrir flugfélög sem vilja opna nýjar flugleiðir milli Keflavík- ur og annarra áfangastaða. Bendir Sveinbjörn á að kerfið hafi leitt til þess í fyrra að Isavia greiddi um 900 milljónir í gegnum kerfið. Hann seg- ir að breytt landslag í kjölfar falls WOW air hafi nú orðið til þess að endurskoðun á hvatakerfinu eigi sér stað. Uppfæra hvatakerfið „Við erum að uppfæra kerfið þannig að það hafi meiri áhrif ef flugfélag hefur nýja flugleið frá stöðum utan Evrópu,“ segir Svein- björn og bætir við að þar sé fyrst og fremst verið að horfa á möguleika í Bandaríkjunum og Asíu. „WOW air sýndi fram á að þessir markaðir eru til staðar,“ segir hann. Hins vegar skipti það ekki máli hvort það sé Icelandair eða eitthvert annað flugfélag sem sé reiðubúið til að taka boltann, mestu skipti að ná tengingunni. Í því felist tækifæri sem m.a. lúti að því að auka straum ferðamanna inn á tengibanka Ice- landair inn til Evrópu annars vegar og Bandaríkjanna hins vegar. Forsvarsmenn Isavia hafa á síð- ustu vikum átt fundi með flugfélög- um og kynnt þá möguleika sem þeim standi til boða varðandi opnun nýrra flugleiða til og frá landinu. Sveinbjörn segir að félögin séu áhugasöm en að það sé risastór ákvörðun að hefja flug á nýjan áfangastað. Slíkt feli í sér mikla fjárfestingu og það taki allt að eitt til tvö ár að ná hagnaði af slíkri flug- leið. Hann fullyrðir þó að það sé í raun ekki spurning um hvort heldur hvenær eitthvert félag ríður á vaðið í þessum efnum. Minnir hann í því sambandi á að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, hafi ný- verið lýst því yfir á ráðstefnu að fé- lagið hafi um nokkurra ára skeið haft mögulegt Asíuflug til skoðunar á sínum vettvangi. Erfitt að draga úr kostnaði Í Viðskiptapúlsinum var Svein- björn einnig spurður út í rekstr- arniðurstöðu fyrstu sex mánaða árs- ins sem sýndi tap upp á 942 milljónir króna. Segir hann að ef áætlanir standist verði reksturinn í örlitlum mínus þetta árið. Hann seg- ir þó ýmis jákvæð merki í rekstr- inum, m.a. þau að tekjur af hverjum farþega séu meiri í flugstöðinni en áður. Það skýrist einkum af því að Icelandair hafi lagt aukna áherslu á að flytja fólk til og frá landinu í stað þess að flytja tengifarþega yfir haf- ið. Farþegar sem sæki landið heim verji meiri tíma í flugstöðinni en hinir. Þá hafi það einnig áhrif að minni mannfjöldi leiði til þess að raðir styttist og það kunni að auka hvata fólks til þess að kaupa vörur og veitingar. Hann segir þó að það sé ekki aðeins tekið út með sældinni að fá fleiri farþega inn í landið. „Ef við horfum á morguntraffík- ina okkar þá erum við með færri farþega milli ára en við erum með meira toppálag í sumar þannig að við erum að fá fleiri farþega í gegn- um öryggisleitina hjá okkur á klukkutíma en við vorum að fá í fyrrasumar sem setur okkur ákveðnar skorður í að hagræða á móti þessari fækkun farþega.“ Ýta undir flug til Asíu og Ameríku með hvatakerfi Morgunblaðið/Eggert Hlið inn í landið Farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll verða að líkindum í kringum 7,3 milljónir í ár.  Forstjóri Isavia segir aðeins spurningu um hvenær Asíutenging muni komast á Umsvifin » Gert er ráð fyrir 7,3 millj- ónum farþega um Keflavíkur- flugvöll í ár. » Þeir voru 9,8 milljónir í fyrra. » Rekstur Isavia skilaði 942 milljóna króna tapi á fyrri hluta ársins. » Tapið skýrist af falli WOW air og minni umsvifum í kjölfarið. » Forstjóri félagsins segir að reksturinn verði í járnum þetta árið. Sveinbjörn Indriðason Hægt er að hlusta á Viðskiptapúls- inn í heild gegnum hlaðvarpsveitur Apple og Spotify. Hann er sendur út í samstarfi við Arion banka. 12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019 UMHVERFISDAGUR ATVINNULÍFSINS Miðvikudaginn 9. október kl. 8.30-12.00 Í Hörpu Norðurljósum Dagskrá og skráning á sa.is ● Aflaverðmæti úr sjó nam tæpum 14 milljörðum í júlí sem er 35,6% aukning samanborið við júlí 2018. Þar af var verðmæti botnfiskaflans 9,6 milljarðar og jókst um 49,2%. Verðmæti upp- sjávarafla var rúmlega 3,3 milljarðar króna og jókst um 73,4%, mestmegnis vegna sölu á makríl, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Í krónum talið var aukningin mest í þorski og makríl en fluttur var þorskur úr landi fyrir 6,1 milljarð króna í júlí og makríll fyrir 2,9 milljarða, en hlutfallsleg aukning milli ára var 45,8% í tilfelli þorsks og 120% í tilfelli makrílsins. Samdráttur var í skel- og krabba- dýraafla og nam hann 40,6%. Auk þess nam samdráttur í flatfiskafla 48,4%. Aflaverðmæti úr sjó jókst um 35,6% 8. október 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.25 123.83 123.54 Sterlingspund 152.04 152.78 152.41 Kanadadalur 92.42 92.96 92.69 Dönsk króna 18.123 18.229 18.176 Norsk króna 13.523 13.603 13.563 Sænsk króna 12.517 12.591 12.554 Svissn. franki 123.99 124.69 124.34 Japanskt jen 1.1543 1.1611 1.1577 SDR 168.4 169.4 168.9 Evra 135.32 136.08 135.7 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.0122 Hrávöruverð Gull 1509.5 ($/únsa) Ál 1701.0 ($/tonn) LME Hráolía 57.69 ($/fatið) Brent ● Fasteignafélagið Reitir hækkaði mest allra félaga í Kauphöll Íslands í gær, eða um 1,4% í 76 milljóna króna viðskiptum. Nokk- uð grænt var um að litast og hækk- aði úrvalsvísitala kauphallarinnar um 0,86%. Fast- eignafélagið Eik hækkaði næstmest, eða um 1,21% í 12 milljóna króna við- skiptum. Umfangsmest voru viðskipti með bréf Marels, 544 milljónir króna, og hækkuðu þau um 1,1%. Mest lækk- aði flugfélagið Icelandair, eða um 0,63% í 99 milljóna króna viðskiptum og nemur gengi félagsins 6,29 kr. Grænt um að litast í Kauphöll Íslands Viðskipti Iceland- air lækkaði í gær. STUTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.