Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019
Hvert sem litið er á
byggðu bóli er innan um
og saman við að finna
fólk sem trúir á ein-
hverskonar tilvist eftir
dauðann, að tilvistin
muni á einhvern hátt lifa
eftir að líkaminn er lagð-
ur í mold. En hvernig sú
tilvist er sem bíður, um
það eru menn ekki á
einu máli. Og svo eru
það auðvitað hinir sem halda því fram
að dauðinn sé endalok alls sem er. Eft-
ir hann sé ekki frekar neins að vænta.
Ef litið er á hugmyndir hinna ýmsu
trúarbragða og menningarsvæða um
tilvistina eftir dauðann eru þær um
margt líkari en margir ætla svona
fljótt á litið.
Hinir látnu eru víða taldir geta haft
áhrif á hina lifandi, eða lífið í þessum
heimi og framgang þess með einum
eða öðrum hætti.
En mörg trúarbrögð eru um leið
andsnúin öllu samneyti við hina fram-
liðnu, og sum telja það beinlínis stór-
hættulegt.
Hvað sem því líður, þá erum við
„hérna megin“ líka talin geta haft áhrif
á þau sem eru „hinum megin“. Þess
vegna verða útfararsiðir að fara fram á
réttan hátt samkvæmt trúarhefðinni á
hverjum stað og tíma, ekkert má út af
bera. Þannig eru eftirlifendur taldir
tryggja velfarnað hinna látnu í næstu
tilvist sem bíður handan dauðans. Þess
vegna segja rannsóknir á
útfararsiðum trúar-
bragðanna mikið til um
innihald átrúnaðarins og
það hvernig almenningur
túlkar átrúnaðinn. Bæn-
ir, helgihald, hver fram-
kvæmir helgihaldið og
hvernig, helgir staðir,
klæðnaður, tónlist, söng-
ur, fórnir, allt þetta og
margt, margt fleira er
talið geta haft áhrif á líð-
an hinna látnu.
En hvernig er lífið eft-
ir dauðann samkvæmt trúarbrögð-
unum? Sumir trúa því að andi hins
framliðna endurholdgist í nýjum lík-
ama, manns eða dýrs, djöfla eða guða,
allt eftir því hvernig hinn framliðni
fylgdi siðareglum síns samfélags og
uppfyllti skyldur sínar.
Aðrir trúa á eilífa tilveru handan
dauðans í landi hinna dauðu. Það land
hefur mörg birtingarform og margar
helgisögur og goðsögur reyna að varpa
einhverju ljósi á það. Þar er t.d. að
finna skuggatilveru í Sheol samkvæmt
trú hinna fornu Ísraelsmanna.
Múslíma sem falla í „jihad“ eða heil-
ögu stríði bíður paradísarvist. Marg-
slungnust er tilvera dauðra samkvæmt
dauðabók Forn-Egypta. Sjálfur er ég
staddur í Egyptalandi um þessar
mundir og mun segja nánar frá
„Dauðabókinni“ í næstu grein.
Hades Grikkja minnir aftur á móti á
Sheol Gyðinga, frekar daufleg vist.
Biblían boðar upprisu holdsins með
Jesú. Búddistar kenna aftur á móti
flutning sálarlogans frá einni tilvist til
hinnar næstu og von um útslokknun, á
meðan hindúar kenna endurholdgun
og lausn undan heimsþjáningunni þeim
sem tekst að deyða karmað. Og þannig
mætti lengi telja.
Mörg trúarbrögð skipta landafræði
framhaldslífsins í tvö ríki.
Annarsvegar bíður ljómandi himna-
ríki. Á hinn bóginn logar Heljar.
Hindúar trúa á milljónir víta og himna
sem sálin getur flakkað um. Hið sama
gera búddistar, allt eftir því hvaða
stefna innan búddismans er boðuð.
Flest mannanna börn sem á annað
borð trúa á tilvist eftir dauðann láta
alla rökhyggju sem vind um eyrun
þjóta og trúa í raun á margar hug-
myndir um framhaldslífið í einu, þó
þær séu oft í mótsögn hver við aðra.
Trúin á upprisu eftir dauðann er
kjarninn í kristinni kenningu. Hvernig
nákvæmlega sú tilvera er sem bíður
hafa hinar ýmsu kirkjudeildir reyndar
ekki getað komið sér saman um. Kem-
ur þar margt til. Bæði er það að oft
hafa menn með sér hugmyndir frá öðr-
um trúarbrögðum í farteskinu, eða
þjóðsögur þess lands sem menn alast
upp í og halda þeim hugmyndum fram
sem kristnum umfram aðrar. Ætla
mætti að nóg væri að fletta upp í Biblí-
unni fyrir kirkjuna, þar væri öll svör að
fá. En svo er ekki. Biblían varð nefni-
lega til á mjög löngum tíma og bækur
hennar eru margar mótaðar af því
tímaskeiði sögunnar þegar þær urðu til
og þeim kenningum sem þá ríktu. Hug-
myndir Biblíunnar um það sem bíður
handan dauðans spanna því ein 1400
ár. Þær hugmyndir endurspeglast svo í
gyðingdómi, kristinni trú og íslam.
Svo spurningin að loknum þessum
vangaveltum hlýtur að endingu að
vera, hverju trúir þú, lesandi góður?
Eftir Þórhall
Heimisson » Flest mannanna
börn sem á annað
borð trúa á tilvist eftir
dauðann láta alla rök-
hyggju sem vind um
eyrun þjóta og trúa í
raun á margar
hugmyndir.
Þórhallur Heimisson
Höfundur er prestur.
thorhallur33@gmail.com
Spurningar um líf og dauða
Milljónir ungra
kvenna og karla fylktu
liði í aðdraganda
Loftslagsaðgerða-
fundar Sameinuðu
þjóðanna í september
og sögðu verald-
arleiðtogum: „Þið haf-
ið brugðist okkur.“
Þau höfðu rétt fyrir
sér.
Losun gróðurhúsa-
lofttegunda fer vaxandi. Hitastig
hækkar. Afleiðingarnar fyrir höfin,
skógana, veðurmynstur, líffræði-
legan fjölbreytileika, matvælafram-
leiðslu, vatn, atvinnu og þegar öllu
er á botninn hvolft líf okkar eru al-
varlegar og munu versna enn.
Niðurstöður vísindanna eru
óyggjandi. En víða þarf fólk ekki á
línu- og súluritum að halda til að
skilja loftslagsvána. Það þarf ekki
annað en að líta út um gluggann.
Loftslagsóreiðan er nú þegar sjá-
anleg frá Kaliforníu til Karíbahafs-
ins og frá Nígeríu til norðurslóða.
Þeir sem minnsta sök eiga á því
hvernig komið er verða harðast fyrir
barðinu á loftslagsbreytingum.
Ég hef séð með mínum eigin aug-
um að undanförnu afleiðingar hvirf-
ilbylja sem herjuðu á Mósambík,
eyðileggingu eftir fellibylji á
Bahama-eyjum og hækkandi yfir-
borð sjávar í suðurhluta Kyrrahafs-
ins.
Ég boðaði til leiðtogafundar um
loftslagsaðgerðir í því skyni reyna
að þoka okkur á rétta leið nú þegar
árið 2020 rennur senn upp, en það er
mikilvæg tímasetning í Parísarsam-
komulaginu um loftslagsmál. Og
leiðtogar frá mörgum ríkjum og
greinum tilkynntu um hertar að-
gerðir.
Breiðfylking, ekki aðeins rík-
isstjórna og unga fólksins, heldur
einnig fyrirtækja, borga, fjárfesta
og borgaralegs samfélags, kom sam-
an í því skyni að beina okkur inn á þá
braut sem brýnt er að heimurinn feti
ef koma á í veg fyrir yfirvofandi
loftslagshamfarir.
Fleiri en sjötíu ríki skuldbundu
sig til þess að stöðva losun koltvísýr-
ings með öllu frá og með 2050. Í
þeim hópi voru hins vegar ekki mörg
þeirra ríkja sem bera mesta ábyrgð
á losun. Á hinn bóginn lýstu meir en
100 borgir yfir því að þau stefndu að
kolefnisjafnvægi fyrir miðja öld, þar
á meðal nokkrar af þeim stærstu í
heiminum.
Að minnsta kosti sjötíu ríki til-
kynntu að þau ætluðu að endurskoða
landsáætlanir sínar samkvæmt Par-
ísarsamkomulaginu sem gilda út
2020.
Jafn ólík ríki og Pakistan og
Gvatemala, Kolómbía og Nígería,
hétu því að gróðursetja meir en 11
milljarða trjáa.
Hópur stjórnenda eignastýring-
arsjóða með veltu upp á meir en 2
milljónir milljóna bandaríkjadala
hét því að fjárfestingar þeirra
myndu ná kolefnisjafnvægi um
miðja öldina.
Á Loftslagsaðgerðafundinum var
einnig beint kastljósi að því með
hvaða hætti borgir og alheimsfyr-
irtæki á borð við skipafélög geta
dregið úr losun sinni. Þá var athygli
beint að framtaki í vernd skóga og
vatnsbóla.
Allt þetta skiptir máli, en er ekki
fullnægjandi.
Frá upphafi var loftslagsaðgerða-
fundinum ætlað að ýta við heims-
byggðinni og herða á
aðgerðum á mörgum
sviðum. Honum var
einnig ætlað að vera
vettvangur vondra
frétta, auk þess að
beina kastljósi að því
hverjir eru í forystu og
hverjir dragast aftur
úr. Þeir sem eru í af-
neitun eða bera mikla
ábyrgð á losun geta
ekki falið sig.
Plánetan okkar þarf
á aðgerðum að halda á sannkallaða
hnattræna vísu. Slíkt gerist ekki í
einu vetfangi og mun ekki gerast án
fullrar þátttöku allra þeirra sem
mesta ábyrgð bera á ástandinu.
Ef forða á heiminum frá því að
fara fram af bjargbrún í loftslags-
málum, verður að ganga miklu
lengra til að hlýða kalli vísindanna
og draga úr losun lofttegunda sem
valda gróðurhúsaáhrifum um 45%
frá og með 2030; ná kolefnisjafnvægi
fyrir 2050 og takmarka hlýnun jarð-
ar við 1.5 gráður á Celsius fyrir lok
aldarinnar. Þannig getum við tryggt
framtíð heimsins okkar.
Í dag eru allt of mörg ríki sem
virðast háð kolum, jafnvel þótt ódýr-
ari, grænni lausnir séu nú þegar í
boði. Við þurfum að ná miklu meiri
árangri í verðlagningu kolefnis og
tryggja að engin ný kolaorkuver líti
dagsins ljós eftir 2020. Þá þarf að
binda enda á að milljónum milljóna
dala af skattfé sé varið í að greiða
niður rekstur deyjandi jarð-
efnaorkugeira sem er olía á eld felli-
bylja, útbreiðslu hitabeltissjúkdóma
og átaka.
Á sama tíma ber þróuðum ríkjum
að standa við skuldbindingar sínar
um að láta 100 milljarða dala úr sjóð-
um hins opinbera og einkaaðila
renna til mildunar og aðlögunar í
þróunarríkjum.
Og ég mun tryggja að haldið verði
til haga skuldbindingum ríkja,
einkageira og staðbundinna stjórn-
valda frá og með Loftslagsráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna í Santíagó í
Síle í desember næstkomandi. Sam-
einuðu þjóðirnar eru einhuga um að
hrinda þessu í framkvæmd.
Loftslagsbreytingar eru það mál-
efni sem setur mark sitt á okkar
tíma.
Vísindin segja okkur að ef við
höldum áfram á sömu braut muni
hitastig hafa hækkað um þrjár gráð-
ur á Celsius fyrir aldarlok. Ég mun
ekki lifa svo lengi en það munu
barnabörn mín gera.
Ég hafna því að vera vitorðsmað-
ur í eyðileggingu í eina heimili
þeirra.
Ungt fólk, Sameinuðu þjóðirnar
og sífellt fleiri oddvitar atvinnulífs,
fjármála, ríkisstjórna og borg-
aralegs samfélags hafa tekið hönd-
um saman og gripið til aðgerða.
En miklu fleiri þurfa að grípa til
loftslagsaðgerða ef við eigum að ná
árangri.
Það er langt í land. En hreyfing er
komin á hlutina.
Loftslagsbreyting:
Óstöðvandi
hreyfing nær flugi
Eftir António
Guterres
António Guterres
» Víða þarf fólk ekki á
línu- og súluritum að
halda til að skilja lofts-
lagsvána. Það þarf ekki
annað en að líta út um
gluggann.
Höfundur er aðalframkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Atvinna
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com