Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur
tekið jákvætt í hugmyndir um að
byggja allt að þriggja hæða íbúðar-
húsnæði ofan á verslunarhúsnæðið
á Hagamel 67 í Vesturbænum. Í
húsinu er meðal annars að finna
hina þekktu Ísbúð Vesturbæjar,
Fisherman fisksjoppu og eldhús og
Thai Grill. Í næsta nágrenni er
Melabúðin.
T.ark arkitektar sendu skipulags-
fulltrúanum fyrirspurn um málið
fyrir hönd lóðarhafa/eigenda. Versl-
unarhúsnæðið sem um ræðir er
426,5 fermetrar. Áhugi er á því að
hver íbúðarhæð yrði 320 fermetrar
að stærð. Aukning byggingamagns
yrði því tæpir 1.000 fermetrar og
100 fermetra sameiginlegur þak-
garður að auki.
Markmið viðbyggingarinnar er
sagt vera að ýta undir þéttingu
byggðar í þessu rótgróna og vin-
sæla hverfi svo og að styrkja núver-
andi verslun og þjónustu í húsinu
og nágrenni þess.
Enn fremur segir að lóðin sé ein-
staklega vel staðsett með tilliti til
skóla og leikskóla og kjörið sé að
byggja þarna íbúðir fyrir ungar
fjölskyldur og námsmenn. Áhersla
verði lögð á að byggingin falli vel að
núverandi byggðamynstri götunnar
og horft verði til aðliggjandi húsa.
Hagamelur 67 er verslunarhús á
einni hæð með fimm verslunum,
byggt árið 1972 eftir teikningum
Ásmundar Ólasonar og Gunnars
Hanssonar arkitekta. „Byggingin er
stílhrein módernísk verslunar-
bygging borin upp af berandi vegg í
gegnum bygginguna endilanga í N-
A-átt og súlum í útveggjum. Stórir
gluggafletir einkenna útlit auk
myndarlegs þakkants þar sem skilti
verslananna er að finna,“ segir í
kynningu.
Niðurstaða skipulagsfulltrúa er
sú að ekki séu gerðar skipulags-
legar athugasemdir við erindið og
útfærsla viðbyggingarinnar verði
unnin í samstarfi við embætti
skipulagsfulltrúa. Bent er á að ekki
er í gildi deiliskipulag. Byggingar-
leyfi yrði grenndarkynnt og ef til
vill yrði breyting gerð samhliða á
lóðarmörkum.
Mynd/T.ark arkitektar
Viðbygging Þessi tölvumynd sýnir hvaða breyting yrði á götumyndinni. Hér er horft austur eftir Hagamelnum.
Vilja byggja ofan á
Ísbúð Vesturbæjar
Íbúðarhúsnæði á þremur hæðum Rúmir 1.000 fermetrar
Kveikt verður á Friðarsúlunni í Við-
ey í þrettánda sinn annað kvöld
klukkan 20. Eins og fyrri ár verða
ljósin tendruð við friðsæla athöfn á
fæðingardegi Johns Lennons. Mun
súlan varpa ljósi til himins fram til 8.
desember, sem er dánardagur
Lennons.
Áhugasömum bjóðast fríar sigl-
ingar út í Viðey og strætóferðir fyrir
og eftir athöfnina. Dagskrá verður í
Viðey frá klukkan 17.45 til 21.30.
Salóme Katrín flytur tónlist í Við-
eyjarnausti og Hamrahlíðarkórinn
mun syngja við Friðarsúluna auk
þess sem formaður borgarráðs, Þór-
dís Lóa Þórhallsdóttir, flytur ávarp.
Venju samkvæmt er lagið Imagine
eftir John Lennon og Yoko Ono spil-
að undir þegar kveikt er á súlunni og
fólki gefst tækifæri til að taka mynd-
ir og deila viðburðinum í máli og
myndum á samfélagsmiðla. Að lok-
um leikur Teitur Magnússon fyrir
gesti í Viðeyjarnaustinu. Að þessu
sinni verður Yoko Ono ekki viðstödd
tendrunina en hún hefur síðustu ár
verið að minnka aðkomu sína að at-
höfninni.
Friðarsúlan „Imagine Peace
Tower“ er útilistaverk eftir Yoko
Ono sem var reist í Viðey árið 2007
til að heiðra minningu Johns
Lennons. Listaverkið er tákn fyrir
baráttu Ono og Lennons fyrir
heimsfriði. Súlan er í formi óska-
brunns og á hana eru grafin orðin
„hugsa sér frið“ á 24 tungumálum en
enska heitið er vísun í lagið „Imag-
ine“ eftir John Lennon. hdm@mbl.is
Ljósin tendruð í
þrettánda sinn
Yoko Ono verður ekki viðstödd í ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Viðey Ljós Friðarsúlunnar verða
kveikt í þrettánda sinn annað kvöld.
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is
,,Icelandair hefur aldrei flutt fleiri
farþega til Íslands og það sem af er
ári samanborið við fyrri ár,“ segir í
fréttatilkynningu frá félaginu í
tengslum við birtingu flutningatalna
í septembermánuði í Kauphöllinni í
gær. Fram kemur að á háönn
sumarsins, eða frá byrjun júní og út
september, fjölgaði farþegum til Ís-
lands um 30%. Það sem af er ári
hefur Icelandair flutt tæplega 1,5
milljónin farþega til Íslands, sem er
um 27% aukning.
„Í september fjölgaði farþegum
félagsins til Íslands um 18% saman-
borið við sama tímabil í fyrra og voru
þeir yfir 170 þúsund samtals. Einnig
fjölgaði farþegum frá Íslandi um
18% og námu þeir alls rúmlega 54
þúsund. Í samræmi við breyttar
áherslur á þessu ári fækkaði skipti-
farþegum félagsins í september um
17%. Heildarfarþegum félagsins það
sem af er ári hefur fjölgað um 9% á
milli ára,“ segir í tilkynningu.
Þá segir að mikill árangur hafi
náðst í að bæta stundvísi í millilanda-
starfseminni og var svonefnd komu-
stundvísi í september 75% saman-
borið við 69% í september í fyrra.
Aldrei flutt fleiri til Íslands
Farþegum til landsins á háannatíma fjölgaði um 30%
Barnaheill hafa sett af stað átakið
Stöðvum stríð gegn börnum, í til-
efni af 100 ára afmæli alþjóða-
samtakanna Save the Children.
Forsetahjónin Guðni Th. Jóhannes-
son og Eliza Reid hleyptu átakinu
hér á landi af stokkunum í Smára-
lind sl. föstudag, með því að setja
handarfar sitt á stóran glervegg
sem settur var upp í Smáralind. Við
sama tækifæri las Matthildur Sóley
Eggertsdóttir, 10 ára, upp áskorun
Barnaheilla um að stöðva stríð
gegn börnum og Orri Eliasen, 13
ára, las ljóðið Á vegi, eftir Hjörleif
Hjartarson. Nánari upplýsingar um
átakið er að finna á vefsíðunni
www.stodvumstridgegnbornum.is.
Barnaheill vilja stöðva
stríð gegn börnum
Kristín Linda
Árnadóttir, for-
stjóri Umhverf-
isstofnunar, hef-
ur verið ráðin
aðstoðarforstjóri
Landsvirkjunar í
stað Rögnu
Árnadóttur.
Í tilkynningu
frá Landsvirkjun
segir m.a. að
Kristín Linda hafi tekið þátt í ýmsu
alþjóðasamstarfi á vettvangi um-
hverfismála, m.a. sem fulltrúi Ís-
lands í evrópsku neti ábyrgðaraðila
á innleiðingu vatnatilskipunar ESB.
Þá stýrir hún vinnuhópi í norður-
skautsráðinu sem vinnur að því að
draga úr losun sóts og metans á
norðurslóðum. Í samtali við mbl.is
segist Kristín Linda hlakka til að
hefja störf hjá Landsvirkjun, sem
verður 1. nóvember nk. Þar haldi
hún áfram að vinna að stórum verk-
efnum samtímans, eins og um-
hverfis- og loftslagsmálum.
Kristín Linda til
Landsvirkjunar
Kristín Linda
Árnadóttir