Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum
www.hekla.is/volkswagensalur
Vertu klár fyrir veturinn
Volkswagen atvinnubílar
Volkswagen Caddy
1.2 TSI beinskiptur
Tilboðsverð 2.690.000 kr.
Verðlistaverð 2.990.000 kr.
Volkswagen Transporter
2.0 TDI Beinskiptur
Tilboðsverð 4.390.000 kr.
Verðlistaverð 4.950.000 kr.
*Búnaður á mynd getur verið frábrugðinn bílum á tilboðsverði. Sjá staðalbúnað á volkswagen.is.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Formaður norskra útgerðarmanna,
Audun Maråk, gagnrýnir Íslendinga
harðlega fyrir makrílveiðar í samtali
nýlega í Fiskeribladet/Fiskaren í
Noregi. Þar er talað um grófa fram-
komu og ruddalega, en Íslendingar
hafi valið að standa utan samninga
strandríkja um stjórnun veiða á
makríl, norsk-íslenskri síld og kol-
munna. Deilur um stjórnun veiðanna
hafa staðið í um áratug og hafa
sjónarmið Íslands hlotið lítinn
hljómgrunn.
Í greininni kemur fram að sam-
tök útgerðarmanna, Fiskebåt, hafi
nýlega skrifað norska sjávarútvegs-
ráðuneytinu til að skerpa á afstöðu
sinni. Í bréfinu er bent á að samn-
ingur þriggja strandríkja; Noregs,
Evrópusambandsins og Færeyja
renni út á næsta ári, með möguleika
á samningi til eins árs í viðbót.
Norskir útgerðarmenn telja að
ekki eigi að hrófla við þessum samn-
ingi fyrr en niðurstaða fáist í Brexit.
Ekki eigi heldur að opna á mögu-
leika á að önnur strandríki en þau
þrjú fyrrnefndu fái meira en 15,6%
af heildarúthlutun. Norðmenn hafi
ævinlega verið þeirrar skoðunar að
lausn gagnvart Íslandi, Grænlandi
og Rússum yrði innan þessara 15,6%
af heildinni.
Í mesta lagi 4-5% af heildinni
Þá kemur fram í bréfinu að þær
þjóðir sem standi utan samnings
strandríkjanna þriggja veiði stóran
hlut af makrílkvóta sínum á alþjóð-
legu hafsvæði og þá að sama skapi
minna í eigin landhelgi. Bent er á að
Norðmenn veiði einnig utan eigin
landhelgi, en Maråk svarar því til að
það sé til að fá betra hráefni.
Maråk segir þá hegðun Íslend-
inga grófa að standa utan sameigin-
legrar stjórnunar og fullyrðir að í ár
hafi Ísland ekki verið nálægt því að
veiða makrílkvóta sinn upp á meira
en 20% af heildaraflamarki á ís-
lensku hafsvæði. „Ísland hefði í
mesta lagi átt að fá 4-5% af heildar-
afla, en er með heildarkvóta svip-
aðan og Norðmenn,“ fullyrðir
Maråk.
Fiskebåt útskýrir í bréfinu til
ráðuneytisins að makrílleiðangur í
Íslendingar sakaðir
um grófa framkomu
Er Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra ákvað makrílkvóta Íslend-
inga fyrir þetta ár sagði hann í grein í Morgunblaðinu í lok júní í sumar að
í 10 ár hefðu Íslendingar lagt sig fram um að ná samningi um nýtingu
stofnsins og í því sambandi varpað fram nýjum hugmyndum og staðið
fyrir sérstökum samningalotum. Því miður hafi öll sú viðleitni reynst ár-
angurslaus. Það séu mikil vonbrigði að Noregur, Færeyjar og Evrópusam-
bandið hafa synjað Íslendingum um rétt til að taka þátt í ákvörðunum um
nýtingu þessa mikilvæga stofns.
„Síðan samningur Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins var gerður
2014, hefur verið stuðst við þá aðferð að miða kvóta Íslands við 16,5% af
þeim viðmiðunarafla sem samningsaðilarnir hafa sett sér. Það var gert í
þeirri trú að samið yrði við Ísland um þátttöku í sameiginlegri stjórn veið-
anna. Nú er ekkert útlit fyrir að svo verði í bráð. Því hefur verið ákveðið
að miða heildarafla Íslands við 16,5% af áætluðum heildarafla þessa árs.
Miðað við þær ákvarðanir sem önnur strandríki og úthafsveiðiríki hafa
tekið er áætlað að heildarafli ársins 2019 verði 850 þúsund tonn. Í sam-
ræmi við þetta er kvóti Íslands fyrir árið 2019 ákveðinn 140 þúsund
tonn,“ segir í grein Kristjáns Þórs.
Árangurslaus viðleitni
SYNJAÐ UM RÉTT TIL AÐ TAKA ÞÁTT Í ÁKVÖRÐUNUM UM NÝTINGU
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Makríll Ekkert lát er á deilum um stjórnun veiða, sem hafa staðið í áratug.
Norðurhöfum í sumar hafi sýnt að
tilhneigingin í útbreiðslu makríls
sýni minna magn af makríl á suð-
vesturhluta svæðisins en meira
magn í Noregshafi.
Dagana áður en Bretar fara út
úr Evrópusambandinu í lok mán-
aðarins verður fundað í London um
stjórnun veiða úr þremur stórum
uppsjávarstofnum, 15.-17. október
um makríl og 22.-25. október um síld
og kolmunna.
Maråk segir það áskorun að ná
samningum við nýjan aðila eftir að
Bretar fara úr Evrópusambandinu.
„Kannski kemur fram á sjónarsviðið
harður viðsemjandi í líkingu við Ís-
land,“ er haft eftir Maråk.
Höskuldur Daði Magnússon
Stefán Gunnar Sveinsson
Alls voru níu starfsmenn af tíu hjá
embætti forseta Íslands með í för í
vinnu- og námsferð þeirra til Parísar
um miðjan síðasta mánuð. Eins og
fram hefur komið í fjölmiðlum gerð-
ist einn starfsmaður sekur um kyn-
ferðislega áreitni í ferðinni gagnvart
tveimur öðrum. Var hann í kjölfarið
sendur í leyfi og
áminntur. Um-
ræddur starfs-
maður hefur síð-
an leitað sér
sérfræðiaðstoðar
og beðið sam-
starfsmenn sína
afsökunar. Fékk
hann að snúa aft-
ur til starfa að
uppfylltum til-
teknum skilyrðum, að því er fram
kom í yfirlýsingu Guðna Th. Jóhann-
essonar, forseta Íslands, fyrir helgi.
Morgunblaðið sendi embætti for-
seta Íslands fyrirspurn vegna máls-
ins þar sem nánari upplýsinga um
ferðina var óskað. Í svari Örnólfs
Thorssonar forsetaritara kemur
fram að auk starfsmannanna níu hafi
makar verið með í för. Starfsfólk og
makar greiddu sjálf fyrir ferðina,
kostnað vegna flugs og gistingar.
Segir Örnólfur að engar greiðslur
hafi komið á móti, starfsfólk hafi ekki
fengið dagpeninga meðan á ferðinni
stóð.
„Ferðin var skipulögð í samráði
við sendiráð Íslands í París, sendiráð
Frakklands á Íslandi og skrifstofu
Frakklandsforseta,“ segir í svari
Örnólfs.
„Í ferðinni heimsótti starfsfólk
m.a. frönsku öldungadeildina (senat-
ið) og naut þar leiðsagnar Andrés
Gattolins, öldungadeildarþingmanns
og formanns vinahóps Frakklands
og Norður-Evrópu í þinginu. Í kjöl-
farið fór ítarleg kynning fram á starf-
semi og húsakynnum þingsins sem
var afar fróðleg og lærdómsrík. Þá
heimsótti starfsfólk bústað íslenska
sendiherrans í París þar sem starfs-
fólk sendiráðsins kynnti fjölþætta
starfsemi sendiráðsins, bæði hvað
varðar tvíhliða samskipti Íslands og
Frakklands sem og í tengslum við al-
þjóðlegar stofnanir á borð við
UNESCO. Mánudaginn 16. septem-
ber heimsótti starfsfólk Elysée--
forsetahöllina. Jérôme Rivoisy vara-
forsetaritari og Gaspard Vignal,
starfsmaður prótókolls forsetans,
tóku á móti hópnum. Á ítarlegum
fundi fór varaforsetaritarinn yfir
skipulag frönsku forsetaskrifstof-
unnar, áherslur og helstu viðfangs-
efni. Að fundinum loknum sýndu hin-
ir frönsku starfsbræður húsakynni
forsetahallarinnar.“
Hvað varðar brot starfsmannsins
segir Örnólfur aðspurður að emb-
ættið líti svo á að málinu sé formlega
lokið. Í yfirlýsingu forseta fyrir helgi
sagði: „Þeir aðilar sem brotið var
gegn – ágætt samstarfsfólk mitt –
hafa í öllu ferlinu verið upplýstir um
stöðu og þróun mála og hafa fallist á
þær ákvarðanir sem teknar hafa ver-
ið, án þess auðvitað að þurfa að bera
að nokkru leyti ábyrgð á brotum sem
þeir þurftu að þola.“
Morgunblaðið/Ómar
Bessastaðir Vinnu- og námsferð starfsfólks reyndist afdrifarík.
Heimsóttu forseta-
höllina í Frakklandi
Starfsfólk greiddi sjálft kostnaðinn
Örnólfur
Thorsson