Morgunblaðið - 08.10.2019, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2019
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Áhrifamiklir þingmenn repúblikana í
Bandaríkjunum gagnrýndu í gær þá
ákvörðun Donalds Trumps forseta að
fyrirskipa að bandarískir hermenn
yrðu fluttir frá landamærum Sýr-
lands að Tyrklandi til að greiða fyrir
því að tyrkneski herinn gerði árásir á
herlið Kúrda í norðanverðu Sýrlandi.
Ákvörðun Trumps er mikil stefnu-
breyting af hálfu bandarískra stjórn-
valda því að Kúrdar hafa hingað til
verið helstu bandamenn Bandaríkj-
anna í baráttunni gegn Ríki íslams,
samtökum íslamista. Hermt er að
margir embættismenn í varnarmála-
ráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu
í Washington hafi ráðið forsetanum
frá því að taka þessa ákvörðun.
„Hörmuleg“ mistök
Leiðtogi repúblikana í öldunga-
deild þingsins, Mitch McConnell,
gagnrýndi ákvörðunina, sagði að þeir
einu sem hefðu hag af henni væru
Rússar, Íranar og ráðamennirnir í
Sýrlandi. Repúblikaninn Lindsey
Graham kvaðst ætla að beita sér fyrir
því að öldungadeild þingsins sam-
þykkti ályktun þar sem það krefðist
þess að forsetinn drægi ákvörðunina
til baka. Graham sagði að hún væri
„stórslys í uppsiglingu“ og það myndi
vera „blettur á heiðri Bandaríkjanna
að hlaupast frá Kúrdum“. Graham er
formaður dómsmálanefndar öldunga-
deildarinnar og hefur verið á meðal
dyggustu stuðningsmanna Trumps á
þinginu.
Nokkrir fleiri þingmenn repúblik-
ana gagnrýndu ákvörðun forsetans.
„Flutningur bandarískra hermanna
frá norðurhluta Sýrlands er hörmu-
legt glappaskot sem stefnir góðum
árangri okkar í baráttunni gegn Ríki
íslams í hættu og ógnar þjóðaröryggi
Bandaríkjanna,“ sagði Liz Cheney,
þriðji áhrifamesti repúblikaninn í full-
trúadeild þingsins.
Repúblikaninn og öldungadeildar-
þingmaðurinn Mitt Romney sakaði
forsetann um „svik“ sem gætu orðið
til þess að Ríki íslams færði sig upp á
skaftið í Sýrlandi.
Trump varði ákvörðunina og sagði
að tímabært væri fyrir Bandaríkin að
draga sig „út úr þessum fáránlegu og
endalausu stríðum“.
Óvissa um 12.000 fanga
úr röðum íslamista
Ákvörðunin veldur m.a. óvissu um
hvað verður um 12.000 liðsmenn Ríkis
íslams sem eru í haldi herliðs Kúrda í
norðanverðu Sýrlandi ásamt um
58.000 konum og börnum þeirra. Á
meðal fanganna eru a.m.k. 4.000 liðs-
menn samtakanna frá öðrum löndum
en Sýrlandi. Trump sagði að Tyrkir
myndu bera ábyrgð á föngunum en
ekki er víst að þeir geti það, að sögn
fréttaskýranda The Wall Street
Journal.
Talsmaður bandalags sem nefnist
Sýrlensku lýðræðisöflin lýsti ákvörð-
un Trumps sem svikum og „stungu í
bakið“. Sýrlensku lýðræðisöflin eru
undir forystu samtaka sýrlenskra
Kúrda, YPG. Tyrkir segja að þau séu
hryðjuverkasamtök og í nánum
tengslum við Verkamannaflokk
Kúrdistans (PKK), sem hefur barist
fyrir því að Kúrdar fái sjálfstjórnar-
réttindi í Tyrklandi. Tyrkir eiga aðild
að Atlantshafsbandalaginu og sam-
skipti þeirra við Bandaríkin hafa ver-
ið stirð, m.a. vegna deilna um hvernig
taka eigi á stríðinu í Sýrlandi.
Trump tilkynnti ákvörðunina um-
deildu eftir að hafa rætt málið í síma
við Recep Tayyip Erdogan, forseta
Tyrklands. Erdogan segist vilja koma
á 32 km breiðu öryggissvæði í norðan-
verðu Sýrlandi, meðfram landamær-
unum að Tyrklandi, til að hægt verði
að flytja þangað meirihluta þeirra 3,6
milljóna Sýrlendinga sem hafa flúið
til Tyrklands eftir að stríðið í Sýrlandi
hófst árið 2011. Meginmarkmið
Tyrkja með hernaðinum í norðan-
verðu Sýrlandi er þó að koma í veg
fyrir að Kúrdar geti stofnað sjálfstætt
ríki á svæðinu.
Vopnaðar sveitir Kúrda gegndu
mikilvægu hlutverki í hernaðinum
gegn Ríki íslams, sem hefur nú misst
nær allt landsvæðið sem samtökin
höfðu áður á valdi sínu. Sýrlensku
lýðræðisöflin sögðu að árásir Tyrkja á
Kúrda gætu orðið til þess að það sem
áunnist hefði í baráttunni gegn Ríki
íslams færi í súginn og leiðtogar sam-
takanna kæmu úr felum til að hefja
nýja baráttu fyrir stofnun kalífa-
dæmis. Í yfirlýsingu frá Sýrlensku
lýðræðisöflunum sagði að vopnaðir
hópar stuðningsmanna samtakanna
kynnu að hjálpa föngunum að losna
úr prísundinni. Talsmaður forseta
Tyrklands sagði hins vegar að Tyrkir
myndu halda áfram að berjast gegn
Ríki íslams og koma í veg fyrir að
samtökin næðu aftur svæðum í
norðanverðu Sýrlandi á sitt vald.
Tekin án umhugsunar?
Trump lýsti yfir sigri á Ríki íslams í
lok síðasta árs og dró úr þátttöku
Bandaríkjahers í átökunum í Sýr-
landi, en varnarmálaráðuneytið var-
aði við því í skýrslu í sumar að sam-
tökin kynnu að rísa úr öskustónni því
að þau væru að sækja í sig veðrið að
nýju í Írak og Sýrlandi.
Um þúsund bandarískir hermenn
eru í Sýrlandi og hefur meginverkefni
þeirra verið að vinna með hersveitum
Kúrda með það að markmiði að koma
í veg fyrir að Ríki íslams rísi upp aft-
ur. Trump fyrirskipaði að allt banda-
ríska herliðið yrði kallað þeim eftir að
hann lýsti yfir sigri á Ríki íslams í
fyrra og varð sú ákvörðun til þess að
Jim Mattis varnarmálaráðherra og
nokkrir aðrir embættismenn í Wash-
ington sögðu af sér. Ákvörðunin olli
miklu uppnámi meðal bandamanna
Bandaríkjanna og Trump dró hana til
baka eftir að repúblikanar á þinginu
tóku undir gagnrýni á hana.
Ákvörðun Trumps um að kalla her-
liðið frá landamærunum kom einnig á
óvart. „Þetta virðist vera önnur
ákvörðun sem tekin er án samráðs,
umhugsunar eða umræðu,“ hefur The
Wall Street Journal eftir Brett
McGurk, sem sagði af sér í desember
sem sérlegur sendimaður forsetans í
baráttunni gegn Ríki íslams. „Þessi
ákvörðun eykur hættuna fyrir her-
menn okkar sem eru háðir stuðningi
Sýrlensku lýðræðisaflanna.“
Jonathan Marcus, fréttaskýrandi
breska ríkisútvarpsins, segir að
ákvörðun Trumps geti orðið til þess
að Kúrdar neyðist til að leita eftir ein-
hvers konar samkomulagi við ein-
ræðisstjórnina í Sýrlandi. Ákvörðun-
in geti einnig leitt til glundroða sem
geti gert Ríki íslams kleift að snúa
vörn í sókn. „Hún er merki um svik
við Kúrda, bandamenn stjórnarinnar
í Washington, svik sem önnur ríki í
heimshlutanum taka eftir og þau
hryllir við,“ segir Marcus og bætir við
að Sádar og Ísraelar séu að gera sér
grein fyrir því að varasamt sé að
treysta Trump sem bandamanni,
hann fylgi stóryrðum sínum sjaldan
eftir í verki.
Sakaður um svik við bandamenn
Repúblikanar á Bandaríkjaþingi gagnrýna þá ákvörðun Trumps að greiða fyrir því að Tyrkir
geri árásir á hersveitir Kúrda sem hafa verið mikilvægir bandamenn í baráttunni gegn Ríki íslams
AFP
Nýjar blóðsúthellingar? Kúrdar mótmæla fyrirhuguðum hernaði Tyrkja í landamærabænum Ras al-Ain.
Skipting yfirráðasvæða í Sýrlandi
Deir Ezzor
Raqa
Hasakeh
Aleppó
Homs
Palmyra
Daraa
DAMASKUS
Idlib
Heimild: SOHR
50 km
TYRKLAND
LÍBANON
JÓRDANÍA
ÍRAK
Tyrkir og bandamenn
Kúrdar og bandamenn
Her Sýrlands og bandamenn
Uppreisnarmenn
Ríki íslams
(mjög strjálbýl)
Yfirráðasvæði (byggð)
Tal Abyad Ras al-Ain
Bandarískir hermenn voru fluttir frá
stöðvum í grennd við tvo bæi
Styður ekki hernaðinn
» Recep Tayyip Erdogan, for-
seti Tyrklands, sagði að hern-
aður Tyrkja gegn hersveitum
Kúrda í Sýrlandi gæti hafist
hvenær sem væri.
» Bandaríska varnarmálaráðu-
neytið kvaðst í gær ekki styðja
fyrirhugaðan hernað Tyrkja og
varaði við því að hann gæti
haft mjög alvarlegar afleið-
ingar í Mið-Austurlöndum.
Verð frá 94.990
Vitamix blandararnir eiga
sér engan jafningja.
Mylja nánast hvað sem
er. Búa til heita súpu
og ís.
Hraðastillir, prógrömm
og pulse rofi sjá til þess
að blandan verður ávallt
fullkomin og fersk!
Byrjaðu haustið með stæl
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Ascent serían frá Vitamix