Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vegagerðin og Ísafjarðarbær taka ekki vel í hugmyndir um að nota önnur heiti á jarðgöngin sem verið er að gera á milli Borgarfjarðar í Arnarfirði og Dýrafjarðar, hin svonefndu Dýrafjarðargöng. Hug- myndir hafa komið fram um önnur heiti, svo sem Hrafnseyrargöng og Rauðsstaðagöng. Vinnuheitið á göngunum hefur lengi verið Dýrafjarðargöng, það kom til löngu áður en ákveðið var að sprengja. Hafði þá verið gert upp á milli þess að kenna göngin við Dýrafjörð eða Arnarfjörð. Heiðra Jón Sigurðsson Málið kemur til umræðu nú vegna þess að Jónas Guðmunds- son, sýslumaður á Vestfjörðum og áhugamaður um samgöngumál, lagði til við Ísafjarðarbæ að göng- in yrðu kennd við Hrafnseyri í Arnarfirði og nefnd Hrafnseyr- argöng. Helstu rök hans eru að nota ætti tækifærið til að minna á Hrafnseyri og heiðra minningu Jóns Sigurðssonar. Jónas óskaði eftir því að bæjarstjórn leggi þetta til við samgönguráðherra. Bæjarráð hafnaði því. Bókað var að ráðið væri einhuga um að göng- in verði nefnd Dýrafjarðargöng, eins og þau hafi verið kölluð. Hafdís Gunnarsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að nafngiftin sé tilfinningamál fyrir marga. „Lengi er búið að berjast fyrir Dýrafjarðargöngum. Við verðum að bera virðingu fyrir þeim sem á undan okkur hafa komið og barist fyrir þessum samgöngubótum. Við viljum fá að keyra í gegnum Dýra- fjarðargöng.“ Bjarni Guðmundsson, fyrrver- andi prófessor á Hvanneyri, hefur lýst þeirri skoðun sinni á Facebook að göngin ættu að heita Rauðs- staðagöng. Bjarni er fæddur og uppalinn fyrir vestan og nefnir til rökstuðnings að nær allar heið- arnar heiti eftir bæjunum sem síð- ast eru kvaddir á leið til Ísafjarð- ar. Nefnir hann Lokinhamraheiði, Álftamýrarheiði og Hrafnseyrar- heiði á umræddum fjallgarði. Reglunni hafi verið fylgt þegar göngin undir Breiðadalsheiði voru grafin og nefnd Breiðadalsgöng. Rauðsstaðir eru eyðibýli við gang- amunann Arnarfjarðarmegin og telur Bjarni rökrétt að tengja nafnið því örnefni. Ekki fjall til að styðjast við Sjónarmið Vegagerðarinnar eru þau að almennt heiti jarðgöng eft- ir heiðinni sem þau fara undir, firðinum eða ánni, svo sem eins og Hvalfjarðargöng, Vaðlaheið- argöng og göng undir Breiðadals- og Botnsheiði. Vegir liggi hins vegar almennt að staðnum sem vegurinn heitir eftir svo sem eins og Siglufjarðarvegur og Ólafs- fjarðarvegur. G. Pétur Matthíasson upplýs- ingafulltrúi bendir á að Bolung- arvíkurgöng séu stílbrot. Hefð- bundnari nafngift hefði verið Óshlíðargöng þar sem fjallið heitir það og einnig farartálminn sem göngin leystu af hólmi. Því má skjóta inn í frásögnina að það var vinnuheiti ganganna og notað í út- boðsgögnum en þáverandi sam- gönguráðherra, Kristján L. Möller, lagði til að nafninu yrði breytt í Bolungarvíkurgöng. Göngin milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar hafa að mati Vega- gerðarinnar ekki skýrt heiðarnafn til að styðjast við, ekki frekar en Fáskrúðsfjarðar- og Norðfjarðar- göng. Hrafnseyrarheiði er langt frá göngunum. Því hafi verið valið á milli Arnarfjarðar- og Dýrafjarð- arganga. „Þannig að það er óhætt að segja að það er ekki notuð ein og sama aðferðin við nafngiftir allra jarðganga en tekið mið af kringumstæðum hverju sinni,“ segir G. Pétur í svari sínu. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Jarðgöng Dýrafjarðargöng verða opnuð eftir tæpt ár, mikil samgöngubót. Ekki einhugur um heiti ganga  Hrafnseyrar- eða Rauðsstaðagöng „Blaðburðurinn gefur mér tæki- færi til að kynnast borginni. Teig- arnir í Laugardalnum í Reykjavík eru mitt fasta svæði en svo hleyp ég í skarðið í öðrum hverfum ef forföll verða. Eftir 18 ár í starfinu er ég því búinn að dreifa Mogg- anum á nánast öllu höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Ólafur Guð- mundsson, blaðberi hjá Póstdreifingu. Hann dreifir Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í hús við Hraunteig og Kirkjuteig, en hann býr einmitt við þá götu. Í Alþingi að næturlagi „Samtals eru þetta 76 bréfalúgur í hverfinu mínu og göngutúrinn tekur um það bil klukkustund. Bíl- stjórinn kemur með bunkann að húsinu heima um klukkan þrjú um nóttina en yfirleitt fer ég úr húsi um klukkan fimm, stundum fyrr, til dæmis ef ég er með aukahverfi eins og núna í byrjun vikunnar þegar ég var með Kvosina. Fór þá með blöðin til dæmis á Alþingi, Stjórnarráðshúsið og fleiri staði,“ segir Ólafur. „Þetta var aðfaranótt mánudagsins þegar var glerhált á götunum. Ég þakka fyrir að hafa þá verið á góðum skóm og farið hægt.“ Ólafur er menntaður tæknifræð- ingur en starfar sem lausamaður að ýmsum verkefnum. Blaðburð- urinn er þó aðalstarfið. „Mér finnst útiveran góð og ég nýt mín vel í næturkyrrðinni; þegar borgin er enn í dvala. Sárafáir á ferli; leigu- bílar, flutningatrukkar og löggan. Jú, og einstaka villuráfandi sauðir, einu sinni kom ég að manni sem var að reyna að brjótast inn í bíl,“ segir Ólafur og heldur áfram: Læri á borgina „Nærvera mín styggði þjófinn, sem lagði á flótta með mig á hæl- unum. Með Neyðarlínuna í síman- um meðan á hlaupunum stóð gat ég fylgt kauða eftir svo lögregluþjón- ar náðu honum að lokum. Þetta var eftirminnileg nótt – og þó hefur margt skrautlegt borið fyrir augun á þessu næturrölti mínu; til dæmis í Fossvogi, Grafarvogi, Breiðholti, suður í Kópavogi og úti á Álftanesi. Í gegnum það hefur maður lært á borgina og gatnaskipan, sennilega yrði ég góður leigubílstjóri.“ Blaðburðurinn er þokkalega launaður, segir Ólafur – sem telur útiveru og hreyfingu síðan vera ágætan bónus. „Ég er hagsýnn og nákvæmur í heimilisbókhaldinu. Fylgist vel með hverri krónu, ekki síst þegar inntektin er góð, og þannig læt ég launin duga,“ segir Ólafur, sem utan starfs tekur þátt í starfi Söngsveitarinnar Fílharm- óníu, Raddbandafélags Reykjavík- ur og Kammerkórs Seltjarnarness- kirkju. Syngur þar annan tenór og raular því oft eitthvað fyrir munni sér utan æfinga, til dæmis á morg- ungöngu með blöð dagsins. sbs@mbl.is Blaðberinn sem raular á morgungöngunni  Átján ár í starfi  Fer snemma á fætur  Blöð í 76 lúgur Morgunblaðið/Hari Tenórinn Mogginn er ómissandi og Ólafur kemur með blaðið til lesenda. Umsóknarfrestur um embætti prests í Digranesprestakalli, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, er runninn út. Þessi sóttu um embættið: Bryndís Svavarsdóttir guðfræðingur, sr. Gunnar Jóhannesson og sr. Helga Kolbeinsdóttir. Digranesprestakall í Kópavogi er ein sókn, Digranes- sókn, með rúmlega 9.700 íbúa og eina kirkju, Digraneskirkju. Sóknin er á samstarfssvæði með Hjalla- sókn. Skipað er í embættið frá 1. janúar 2020 til fimm ára. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Þrjár umsóknir um embætti í Digranesi VW GOLF GTE PREMIUM nýskr. 03/2018, ekinn 22 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur, leður, glerþak ofl. Verð 4.890.000 kr Raðnúmer 259690 VW GOLF GTE PANORAMA nýskr. 06/2018, ekinn 21 Þ.km, bensín /rafmagn, sjálfskiptur, glerþak, stafræntmælaborð ofl. Verð 4.690.000 kr Raðnúmer 259865 AUDI A3 E-TRON DESIGN nýskr. 05/2018, ekinn 10 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur, glerþak, stafræntmælaborð, 18“ felgur ofl. Verð 4.850.000 kr Raðnúmer 259845 VW PASSAT GTE PREMIUM nýskr. 02/2018, ekinn 20 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur, leður, glerþark, stafræntmælaborð ofl. Verð 5.290.000 kr Raðnúmer 259884 M.BENZ E 350E AVANT GARDE EQ POWER nýskr. 02/2018, ekinn 22 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Glæsilegt eintakmeð fullt af aukahlutum!. Verð 7.450.000 kr Raðnúmer 259893 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is FLEIRI SAMBÆRILEGIR TIL!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.