Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 3 1. O K T Ó B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  256. tölublað  107. árgangur  SÖNN AND- RÚMSLOFTI BÓKARINNAR ANDVARPAÐ YFIR ÓMEGÐ ÚTVEGURINN BREYTIST Í TAKT VIÐ TÍMANN HLAÐVARP UM BARNEIGNIR 14 200 MÍLUR 48 SÍÐURATÓMSTÖÐIN SETT UPP 63 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslenskar konur eiga stóran hlut í vel- gengni þriggja af stærstu bíómynd- um ársins í Hollywood. Hildur Guðna- dóttir tónskáld samdi tónlistina í stórmyndinni Joker sem er á hvers manns vörum þessa dagana. Myndin er sem stendur í sjöunda sæti yfir vin- sælustu myndir ársins sé horft til að- sóknar. Heba Þórisdóttir förðunarmeistari gefur Hildi ekkert eftir. Hún er titluð yfirmaður förðunardeildar í tveimur stórmyndum í ár. Eins og áður er Heba náinn samstarfsmaður hins vin- sæla leikstjóra Quentins Tarantino og stýrir förðuninni í nýjustu mynd hans, Once Upon a Time in Holly- wood. Hún hafði sama hlutverk í stór- myndinni Captain Marvel sem er Stór hlutverk í Hollywood  Hildur Guðnadóttir og Heba Þórisdóttir í lykilhlutverkum við gerð þriggja af stærstu kvikmyndum ársins  Athyglisvert framlag Íslendinga síðasta áratuginn Gjöfult ár » Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina við kvikmynda Joker sem er sjöunda tekjuhæsta mynd ársins. » Heba Þórisdóttir sá um förðun í Captain Marvel sem er fjórða stærsta mynd ársins. » Heba sá jafnframt um förð- un í nýjustu kvikmynd Quent- ins Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood. Heba Þórisdóttir Hildur Guðnadóttir MÞrettán hundruð milljarðar … »6 fjórða stærsta mynd ársins. Myndin vakti athygli fyrir það að vera fyrsta ofurhetjumyndin með kvenhetju í að- alhlutverki sem tók inn yfir eina millj- ón dollara í miðasölu. Heba sá einmitt sérstaklega um förðun aðalpersón- unnar sem Brie Larson lék. Þegar rýnt er í þær myndir sem Ís- lendingar hafa komið nálægt í Holly- wood á liðnum áratug kemur í ljós hversu ótrúlegir peningar eru þar að baki. Í yfirferð Morgunblaðsins kem- ur í ljós að umræddar myndir hafa tekið inn vel yfir eitt þúsund og þrjú hundruð milljarða íslenskra króna.  Ekki hefur verið hugað að því í nýju frumvarpi um frystingu olíu- leitar við Ísland hvað verði um 25% hlut Íslands hefji Norðmenn vinnslu á sínum hluta Drekasvæðisins. Guðni A. Jóhannesson orku- málastjóri segir í samtali við Morg- unblaðið í dag að mögulega gætu það verið gríðarleg verðmæti sem Íslendingar kasti frá sér, ef ekki verður tekin afstaða til þessa í frumvarpinu. »34 AFP Borpallur Lagt er til í lagafrumvarpi að olíuleit við Ísland verði fryst á næstunni. Kasti mögulega verðmætum á glæ Að minnsta kosti tíu kafbátar rúss- neska Norðurflotans taka nú þátt í einni umfangsmestu æfingu hans frá lokum kalda stríðsins. Talið er að til- gangur æfingarinnar sé að sýna mátt og megin Norðurflotans, meðal annars með því að kafbátarnir sigli óséðir um GIUK-hliðið svonefnda og inn á Atlantshaf, en undir því heiti gengur hafsvæðið milli Grænlands, Íslands og Bretlandseyja. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir í samtali við Morg- unblaðið að æfing Rússa sé í stærra lagi, en þó enn sem komið er hefð- bundin. Æfingin snýst að hans mati um að æfa varnir Rússa í norð- anverðu Noregshafi og Barentshafi, en þar halda þeir úti stórum eld- flaugakafbátum, sem skipta lyk- ilmáli í vörnum landsins. »22 AFP Kafbátar Rússar hafa hafið stóra flotaæfingu í Norðurhöfum. Rússar sýna mátt sinn og megin Þessi fallegi selur er á meðal þeirra skemmti- legu og kyndugu skepna sem kafarinn Erlendur Bogason hefur myndað neðansjávar. Erlendur hyggst í nóvember kynna merki- legan nýjan myndavef, sjavarlif.is, þar sem hann hefur safnað saman bestu myndum sínum af þeim lífverum sem hafa orðið á vegi hans ofan í sjónum, en nánar er rætt við Erlend í 48 síðna fylgiriti Morgunblaðsins í dag. Ljósmynd/Erlendur Bogason Syndandi selurinn situr fyrir á sjávarbotninum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.