Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Ýmsir harð-stjórar oghrottar hafa
vaðið uppi með yfir-
gangi og ofsóknum
í aldanna rás og
gera enn, en fáir
hafa sýnt jafn
mikla grimmd og
hryðjuverka-
samtökin Ríki íslams. Þar sem
samtökin hafa náð völdum hefur
stjórnarfarið verið hrottafengið
og grimmilegt.
Liðsmenn Ríkis íslams hafa
sett strangar reglur og fylgt
þeim eftir af fullkomnu mis-
kunnarleysi. Refsingar hafa
verið harðar. Reykingar kosta
hýðingar og fjöldaaftökur á al-
mannafæri voru daglegur við-
burður.
Þar sem Ríki íslams hefur
náð yfirráðum hafa allir búið við
ógn en hlutskipti þeirra sem til-
heyra öðrum trúarbrögðum en
íslam hefur verið sérstaklega
slæmt.
Nokkuð hefur verið fjallað
um örlög jasída í Írak og í fyrra
hlaut Nadia Murad friðar-
verðlaun Nóbels ásamt kon-
góska lækninum Denis Muk-
wege.
Murad er jasídi. Liðsmenn
Ríkis íslams rændu henni 2014
og héldu henni fanginni í þrjú
ár. Henni var nauðgað og á ein-
um og sama deginum myrtu
þeir móður hennar og sex bræð-
ur.
Þessa dagana er Majed El
Shafie frá Egyptalandi staddur
á Íslandi. Shafie var handtekinn
þegar hann var tvítugur fyrir að
hafa snúist frá íslam til kristni
og pyntaður og dæmdur til
dauða. Í grein hér í
opnunni lýsir hann
því hvernig hann
var hengdur upp á
fótum, ítrekað kaf-
færður í heitu og
köldu vatni,
brenndur með síg-
arettum og kross-
festur. Shafie berst
gegn trúarofsóknum og stofnaði
samtökin One Free World
International í þágu málstað-
arins. Fyrr í vikunni var sagt
frá fundi hans með forsetahjón-
unum á Bessastöðum og var
einnig á dagskrá hans að hitta
utanríkisráðherra, utanríkis-
málanefnd og biskup Íslands.
Samtökin hafa lagt sérstaka
áherslu á að bjarga stúlkum úr
röðum jasída úr kynlífsánauð í
höndum Ríkis íslams í Írak og
Sýrlandi.
Ríki íslams er nú á undan-
haldi. Um helgina tilkynntu
Bandaríkjamenn að leiðtogi
þess, Abu Bakr al-Baghdadi,
væri fallinn. Hann hefði sprengt
sig í loft upp þegar hann hefði
séð að hann ætti ekki und-
ankomu auðið undan bandarísk-
um hermönnum.
Þar með er ekki sagt að Ríki
íslams sé úr sögunni, en án efa
er tækifæri til þess að láta kné
fylgja kviði eftir fall leiðtogans.
Barátta Shafies á stuðning
skilinn. Enginn á að sæta of-
sóknum vegna trúarskoðana. Í
þeim efnum er vert að hafa í
huga niðurlag greinar Shafies.
Hann segir að sagan hafi sýnt
að heimurinn geti verið myrkur
og ósanngjarn, ekki vegna hins
illa, heldur vegna þess að
álengdar sitji fólk þögult hjá.
Majed El Shafie
hefur lagt sérstaka
áherslu á að bjarga
stúlkum úr röðum
jasída frá Ríki
íslams}
Gegn trúarofsóknum
Boris Johnsonhefur lipurt og
liðugt málfar og
orð hans grípa því
og gleymast síður.
En það gerir auð-
veldara að herma upp á hann
ummælin sem slógu í gegn.
Þegar hann tók við í júlí sagði
hann að úr ESB yrði farið 31.
október, sem er í dag. Þetta
snýst um „do or die,“ sagði for-
sætisráðherrann. Duga eða
drepast. „No ifs, ands or buts,“
bætti hann við.
Nokkrir félagar hans í
Íhaldsflokknum, sem löngum
sýna að þeir eru tengdir ESB
sterkari böndum en fósturjörð-
inni, tóku höndum saman við
stjórnarandstöðuna og settu í
lög að forsætisráðherrann yrði
skuldbundinn til að skrifa
búrókrötum í Brussel bein-
ingabréf um einn frestinn til ef
hann næði ekki „útgöngusamn-
ingi“ við þá eða næði samningi
sem andstæðingunum þætti
ekki nógu góður, þ.e. fyrir
ESB! Fyrr skal ég
liggja dauður í
moldarhrauk, ans-
aði Boris, og því
gleyma menn ekki
heldur.
En eftir að andstæðingarnir
misnotuðu dómstólana, athygl-
issjúkan þingforseta og allt
annað sem nýta mátti neyddist
forsætisráðherrann til að senda
slíkt bréf og frestur var enn
veittur og nú til loka janúar á
næsta ári. En það merkilega er
að almenningur notar ekki allar
þessar minnisstæðu yfirlýs-
ingar gegn honum. Fólkið hef-
ur fylgst með því hverjir það
voru sem lögðu steina í götu
hans og þess og gerðu allt sem
sem þeir máttu og máttu ekki
til að koma í veg fyrir að þjóð-
arvilji næði fram að ganga. Og í
öllu andstreyminu náði Boris
Johnson fram í fjórðu tilraun
sinni á fáum dögum að knýja
fram kosningar 12. desember.
Það gefur von, þótt fátt sé í
hendi.
Kannski eru loks
að verða kaflaskil
í Bretlandi}
Enda aðrir úti í skurði?
M
enntunartækifæri barna og
ungmenna og aðgengi þeirra
að íþrótta- og tómstunda-
starfi hefur áhrif á ákvarð-
anir foreldra um búferla-
flutninga frá smærri byggðarlögum. Þetta
sýna niðurstöður könnunar Byggðastofn-
unar sem í vor kannaði viðhorf íbúa í 56
byggðakjörnum utan stærstu þéttbýlisstaða
landsins. Alls bárust svör frá rúmlega 5.600
þátttakendum sem allir búa í byggða-
kjörnum með færri en 2.000 íbúa.
Könnunin beindist meðal annars að
áformum íbúa um framtíðarbúsetu. Þau sem
höfðu í hyggju að flytja á brott á næstu 2-3
árum voru spurð um ástæður þeirra fyrir-
ætlana og gátu svarendur merkt við fleiri en
eitt atriði. Athygli vekur að fjölskyldufólk
með börn undir 18 ára aldri merkti flest við valmögu-
leikann „Tækifæri barns til menntunar“, eða 58%
þeirra þátttakenda. Niðurstöður könnunarinnar leiða í
ljós að menntasókn hefur áhrif á búferlaflutninga mun
fleiri aðila en þeirra einstaklinga sem ætla að sækja
sér menntun. Menntatækifæri hafa margfeldisáhrif,
ekki síst fyrir smærri samfélög. Það er því mikið í húfi
fyrir öll sveitarfélög að forgangsraða í þágu mennt-
unar.
Það felast verðmæti í því fyrir okkur öll að landið
allt sé í blómlegri byggð og það er stefna þessarar rík-
isstjórnar að landsmenn eigi að hafa jafnan
aðgang að þjónustu, atvinnutækifærum og
lífskjörum. Áherslur í þeim efnum má finna
í byggðaáætlun 2018-2024 en þar er meðal
annars fjallað um eflingu rannsókna og vís-
indastarfsemi, hagnýtingu upplýsingatækni
til háskólanáms og aukið samstarf á sviði
mennta-, heilbrigðis- og félagsmála.
Það er mikilvægt að allir hafi jöfn tæki-
færi til menntunar og geti fundið nám við
sitt hæfi. Við viljum tryggja öllum börnum
og ungmennum slík tækifæri og er það eitt
leiðarljósa við gerð nýrrar menntastefnu
fyrir Ísland til ársins 2030. Markmiðið er
skýrt; íslenskt menntakerfi á að vera fram-
úrskarandi og byggja undir samkeppnis-
hæfni hagkerfisins til langrar framtíðar.
Síðasta vetur héldum við 23 fræðslu- og
umræðufundi um land allt, sem lið í mótun nýju
menntastefnunnar, m.a. með fulltrúum sveitarfélaga
og skólasamfélagsins. Tæplega 1.500 þátttakendur
mættu á fundina og sköpuðust þar góðar og gagn-
rýnar umræður um mennta- og samfélagsmál. Niður-
stöður þessara funda eru okkur dýrmætar í þeirri
vinnu sem nú stendur yfir en af þeim má skýrt greina
að vilji er til góðra verka og aukins samstarfs um upp-
byggingu á sviði menntunar um allt land.
Lilja
Alfreðsdóttir
Pistill
Eflum menntun á landsbyggðinni
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Átta þingmenn úr þrem-ur flokkum hafa endur-flutt á Alþingi frumvarpum frystingu olíuleitar
við Ísland, sem er hugsað sem lið-
ur í að sporna við alvarlegum
áhrifum loftslagsbreytinga. Ef það
verður samþykkt sem lög yrði ekki
heimilt að gefa út leyfi til olíuleitar
eða vinnslu kolvetnis á Drekasvæð-
inu milli Íslands og Jan Mayen um
fyrirsjáanlega framtíð.
Í frumvarpi Andrésar Inga
Jónssonar, sem er fyrsti flutnings-
maður, og sjö annarra þingmanna
VG, Samfylkingar og Pírata, er
lagt til að umsóknir um leyfi til
leitar að kolefni og leyfi til rann-
sókna og vinnslu kolvetnis verði
ekki teknar til afgreiðslu nema
uppsöfnun koldíoxíðs hafi mælst
undir 350 ppm að meðaltali hvern
undangenginna tólf mánaða.
,,Verði frumvarpið að lögum munu
stjórnvöld því ekki taka til af-
greiðslu slíkar umsóknir nema sig-
ur hafi unnist í baráttunni gegn
loftslagsbreytingum af mannavöld-
um. Með því mundi Ísland skipa
sér með skýrum hætti í hóp þeirra
ríkja sem líta á vinnslu kolvetnis
sem arf fortíðar,“ segir í grein-
argerð.
Síðustu leyfi til olíuleitar
voru gefin út árið 2013 og frá
þeim tíma hefur öllum slíkum leyf-
um verið skilað inn en hugmyndir
um olíuleit og vinnslu á íslenska
landgrunninu hafa þó ekki verið
slegnar út af borðinu. Orkustofnun
bendir á ýmis álitaefni sem hafa
verði í huga í umsögn við frum-
varpið. Í Parísarsamkomulaginu
séu t.d. hvergi gerðar kröfur um
takmörkun á vinnslu olíu og gass.
Allar aðgerðir þar beinist að því að
takmarka notkun kolefnis sem
orkugjafa og þar með eftirspurnina
eftir því.
„Ein fljótvirkasta aðgerðin til
þess að minnka kolefnisfótspor er
að draga sem fyrst úr kola-
brennslu, þannig að tímabundið
komi brennsla olíu og gass í stað-
inn. Ef framboð á olíu og gasi er
takmarkað þá hækkar verðið á því
óhjákvæmilega miðað við kolin og
þessi aðgerð verður því beinlínis
hamlandi fyrir minnkun kolefnis-
fótspors á yfirgangstímabilinu í
næstu framtíð,“ segir í umsögn-
inni. ,,Ef lýðræðisríki eins og Ís-
land og Noregur takmarka vinnslu
á olíu og gasi er tekin pólitísk
áhætta þegar markaðurinn er í
meira mæli eftirlátinn löndum þar
sem lýðræði og mannréttindi eru
langt frá okkar viðmiðum um það
hvað er ásættanlegt,“ segir þar
ennfremur.
„Þessi umræða er ekki að
koma upp í fyrsta skipti núna og
þetta hefur verið rætt bæði á okk-
ar vettvangi og annarra, bæði hinn
siðferðilegi grundvöllur og hvernig
þetta rýmar saman við stefnumið í
loftslagsmálum. Okkur þótti nauð-
synlegt að halda þessum umræðu-
punktum á lofti svo umræðan yrði
ekki of einhliða,“ segir Guðni A.
Jóhannesson orkumálastjóri í sam-
tali við Morgunblaðið. Með þessu
frumvarpi sé verið tala um að loka
fyrir olíu- og gasvinnslu við Ísland.
Bendir Guðni á að hluti af núver-
andi stjórnarsamkomulagi í Noregi
sé að skilja umrætt svæði eftir
þeim megin frá en ef það opnist þá
breytist forsendurnar. ,,Það er bú-
in að gera miklar rannsóknir þarna
og mikið af gögnum liggur fyrir.
Ef gerðar yrðu einhverjar til-
raunaboranir, hvort sem það yrði
Noregsmegin eða Íslandsmegin, þá
myndi það auka mjög gildi og við-
mið þessara rannsókna og gagna
sem liggja fyrir.“
Álitamál ef útiloka á
olíuleit á Drekasvæði
AP
Norskur olíuborpallur Ef Norðmenn hefja vinnslu á samningssvæðinu Nor-
egsmegin eiga Íslendingar rétt á að ganga inn í verkefnið með 25 % hlut.
Orkustofnun
bendir á að
lagafrumvarp
þingmannanna
taki ekki á
gagnkvæmum
réttindum Ís-
lendinga gagn-
vart Norð-
mönnum á
Drekasvæðinu.
Ef Norðmenn hefji vinnslu á
samningssvæðinu Noregsmegin
eigi Íslendingar í dag rétt á
að ganga inn í verkefnið með
25% hlut. ,,Ef frumvarpið yrði
samþykkt eins og það er væri
hægt að túlka lögin þannig að
við værum að kasta frá okkur
möguleika á hlutdeild í þeim
verkefnum sem við ættum rétt
á,“ segir Guðni A. Jóhannesson.
,,Samningarnir við Norðmenn
eru þannig að ef til þess kæmi
gætu það orðið gríðarleg verð-
mæti sem við værum að kasta
frá okkur. Menn þurfa að taka af-
stöðu til þess líka.“
Kasta verð-
mætum?
GAGNKVÆM RÉTTINDI
Guðni A.
Jóhannesson