Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 72
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 20-30% AF ÖLLUM SÓFUM, HÆGINDASTÓLUM & SVEFNSÓFUM Sofadagar’ 24. OKTÓBER - 11. NÓVEMBER CLEVELAND 3JA SÆTA ljósbleikt áklæði. fætur úr furu. L208 cm. 94.900 kr. Nú 74.900 kr. BAYVILLE ruggustóll, ljósgrátt felt. 34.900 kr. Nú 27.900 kr. 20-30% AFÖLLUM HÆGINDASTÓLUM Í tilefni hrekkjavökunnar segir Úlf- hildur Dagsdóttir frá ferðalagi sínu um slóðir Drakúla í Transilvaníu á Borgarbókasafninu í Kringlunni í dag kl. 17.30. Við sögu koma kast- alar, birnir, drekar og dýflissur. Úlfhildur er vampýrufræðingur, skáldsagnapersóna og sæborg og hefur skrifað fjölda greina og þrjár bækur um bókmenntir og menn- ingu. Hún er bókaverja á Borgar- bókasafni, sjálfstætt starfandi fræðikona við HÍ og LHÍ. Úlla og Drakúla FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 304. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. „Ég held að stóri bikarinn sé það sem allir Stjörnumenn hafi augun á. Auðvitað viljum við vinna alla titla en flestra augu eru á Íslands- meistaratitlinum,“ segir Arnþór Freyr Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, meðal annars. Lið Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfuknattleik er kynnt í blaðinu í dag. »60 Garðbæingar ætla sér að fara alla leið ÍÞRÓTTIR MENNING Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur opna hádegistónleika í Eldborg Hörpu í dag. Undir stjórn Daníels Bjarnasonar flytur hljómsveitin tvö verk sem hljóma í væntanlegri tón- leikaferð hljómsveitarinnar til Þýskalands og Austurríkis í nóvem- ber; Aeriality eftir Önnu Þorvalds- dóttur og fjórðu sinfóníu Tsjajkovskíjs. Tónleik- arnir hefjast kl. 11.45 og eru um 75 mín- útur án hlés. Aðgang- ur er ókeypis. Önnur verk tónleikaferð- arinnar verða flutt á tvenn- um tón- leikum í næstu viku. Sinfónían hitar upp fyrir tónleikaferð Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íþróttafræðingurinn Nevena Tasic flutti til Íslands frá Serbíu fyrir rúm- lega tveimur árum, hóf keppni í borð- tennis sem liðsmaður Víkings í mars í fyrra og hefur síðan sigrað í öllum mótum sem hún hefur tekið þátt í. Fyrir skömmu var hún jafnframt með í karlaflokki í Pepsi-móti Víkings og stóð þar uppi sem sigurvegari, en kona hafði ekki áður unnið borðtenn- ismót karla hérlendis. Aleksandra Tomic, eiginkona Nevenu, hefur búið og starfað sem íþróttakennari á Íslandi undanfarin fimm ár en þær giftu sig í Reykjavík í ágúst 2017. Nevena segir að samkyn- hneigt fólk eigi erfitt uppdráttar í Serbíu og þar hafi þær í raun lifað tvöföldu lífi. „Samkynhneigt fólk á í raun ekkert líf í Serbíu, ekki frekar en í Rússlandi,“ segir hún. Þess vegna hafi Ísland orðið fyrir valinu. „Við Aleksandra vildum vera saman, ég kom hingað á eftir henni, féll fyrir landinu, við giftum okkur og lítum á Ísland sem okkar heimaland.“ Fjölhæf íþróttakona Þegar Nevena var sex ára byrjaði hún að æfa borðtennis, en sjö árum síðar skipti hún yfir í fótbolta. Hún segist hafa átt í erfiðleikum með að fóta sig á miðjunni en engu að síður komist í unglingalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri áður en hún hætti og tók aftur upp borðtenn- isspaðana. „Eftir að ég flutti til Ís- lands fór ég á nokkrar fótboltaæf- ingar en hætti fljótlega vegna þess að ég hafði ekki tíma – vildi einbeita mér að vinnu og borðtennis.“ Nevena hefur haft mikla yfirburði í borðtennis kvenna hérlendis. Hún er í borðtennisdeild Víkings og æfir þar jafnt með konum og körlum. „Ég þekki konurnar vel, en til þess að fá meiri keppni og bæta mig er gott að spila við strákana. Það er erfiðara að keppa við þá en það er gott fyrir mig og þess vegna sækist ég eftir því.“ Auk þess að æfa borðtennis er Ne- vena þjálfari hjá Víkingi. Hún fékk undanþágu til þess að leika með ís- lenska landsliðinu á Arctic Cup í maí og hafði betur gegn öllum mótherjum sínum rétt eins og þegar hún keppti á Reykjavíkurleikunum snemma árs. Hún er skólaliði í Norðlingaholts- skóla og segir að lífið leiki við sig. „Ég hef nóg að gera og það er gaman að geta æft og þjálfað borðtennis eins mikið og ég geri.“ Hún vonar að einn daginn verði hún íslenskur ríkisborg- ari og fái starf í sínu fagi sem íþrótta- kennari og eða þjálfari í fullu starfi. „Ég er að læra íslensku og Íslend- ingar tala íslensku við mig, sér- staklega þeir sem eldri eru, en krakk- arnir vilja frekar spreyta sig á enskunni. En ég er ánægð hérna, við njótum frjálsræðis og lifum lífinu lif- andi. Ísland er gott land.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Árangur Hjónin og íþróttafræðingarnir Nevena Tasic til vinstri og Aleksandra Tomic með verðlaunasafnið. Nevena Tasic ósigrandi í borðtennis á Íslandi  Hefur sigrað á öllum mótum og líka í karlaflokki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.