Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 63
MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 kaupa sig. Það er grunnástæða þess að mér finnst bókin áhugaverð,“ segir Una og bendir á að fróðlegt sé að skoða hvaða afleiðingar þær ákvarðanir sem teknar voru hér- lendis á árunum 1945-1960 hafa haft á íslenskt samfélag. „Mér finnst við ekki enn vera búin að svara þeirri spurningu hvers konar samfélag við viljum vera. Hver erum við? Hvað er þetta Ísland sem við erum alltaf að tala um? Og hvað er þetta frelsi sem við erum alltaf að rífast um? Frelsi fyrir hvern og frá hverju? Þessar spurningar skáldsögunnar eru enn allsráðandi í heiminum í dag,“ segir Una og bendir á að frelsi birtist bæði sem frelsi þjóða en einn- ig sem frelsi einstaklinga, þeirra á meðal minnihlutahópa. „Frelsi minnihlutahópa virðist sífellt vera að minnka í heimi sem þykist vera frjáls.“ Hvar staðsetur þú uppfærsluna í tíma og rúmi? „Í raun má segja að við séum stödd inni í bókinni eða í ákveðnu tímaleysi,“ segir Una og bætir við: „Ég vona að sýningin tali til þeirra sem hafa mikla þekkingu á kalda- stríðspólitíkinni en líka þeirra sem ekki muna eftir þessum tíma. Það eru mjög ákveðnar pólitískar línur dregnar upp í uppsetningunni allri,“ segir Una og tekur fram að atburða- rásin sé staðsett í tímalausu upp- höfnu rými. „Þar sem sagan endur- tekur sig. Það er mikið talað um trú í bókinni og það að byggja kirkjur. Stjórnmál eru líka trúarbrögð og kirkjur, sérstaklega á tímum kalda- stríðsins.“ Leikmynd og búninga gerir Mirek Kaczmarek. Hvers vegna valdir þú hann til samstarfs? „Hann hefur víðtæka reynslu úr pólsku leikhúsi og hannaði bæði leikmynd og búninga þegar ég leik- stýrði  [um það bil] í Kielce í Pól- landi síðasta vor. Mér finnst Mirek ótrúlega klár og fjölhæfur, enda hef- ur hann unnið víða um Evrópu. Mér fannst áhugavert að fá til liðs mig hönnuð sem hefði engar fyrirfram- gefnar hugmyndir um Laxness. Svo finnst mér líka mjög gott fyrir íslenskt sviðslistasamfélag að fá inn erlenda listamenn með aðra sýn og nálgun.“ Kvenfrelsisbaráttukonan Ugla Hvað getur þú sagt mér um valið á leikurunum í helstu hlutverkum? En Uglu, Búa Árlands og organist- ann leika Ebba Katrín Finnsdóttir, Björn Thors og Stefán Jónsson. „Ég hef unnið með Ebbu áður,“ segir Una og vísar þar til Dúkku- heimilis, 2. hluta sem hún leikstýrði í fyrra. „Hún er hæfileikarík og upp- rennandi ung leikkona sem ég treysti fyrir þessu mjög svo stóra hlutverki. Mig hefur lengi langað að vinna með Birni og því er mjög ánægjulegt að það gekk upp núna. Hann er mjög hæfileikaríkur leikari sem gaman er að vinna með. Stefán hefur ekki leikið mikið síðustu árin en við þekkjumst vel úr starfi okkar við Listaháskóla Íslands. Stefán býr yfir ákveðnum eiginleikum sem mér finnst henta hlutverkinu mjög vel og þess vegna fékk ég hann til liðs við okkur,“ segir Una og bendir á að margar ólíkar bókmenntafræðilegar greiningar séu til á hlutverki organ- istans í skáldsögunni. „Mér finnst greining Árna Bergmann á hlut- verki organistans mjög áhugaverð. Mín upplifun af organistanum er að hann er langróttækasta rödd sög- unnar,“ segir Una og rifjar upp að organistinn hafi róttækar skoðanir á kynlífi, hjónabandi, eignarhaldi og hvað sé glæpur og hvað ekki. „Hann er ekki aðeins birtingarmynd taó- isma heldur er einnig með mjög rót- tækar pólitískar skoðanir.“ Hefur sýn þín á verk Laxness breyst við uppsetningarvinnuna? „Við endurlesturinn hefur orðið sterkara fyrir mér hversu mikil kvenfrelsisbaráttukona Ugla er. Pólitíkin er mjög ofarlega í bókinni, en barátta Uglu er fyrir frelsi undan öllu – sem er náttúrulega kven- frelsið, þ.e. frelsið til að eiga sig sjálf, mennta sig sjálf, stjórna sér sjálf og vera hvorki fangi manns eða barna. Þegar ég las bókina sem ung- lingur talaði pólitíkin og tíðarandinn sterkast til mín, en í dag talar hlut- verk kvennanna í bókinni meira til mín,“ segir Una að lokum. Ljósmynd/Hörður Sveinsson Frelsi Ebba Katrín Finnsdóttir (fyrir miðri mynd) í hlutverki Uglu horfir á Búa Árlands sem Björn Thors leikur. Framtíð Íslands mótuð  Atómstöðin – endurlit frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á morgun  „Hvað er þetta frelsi sem við erum alltaf að rífast um?“ spyr leikstjórinn Una Þorleifsdóttir VIÐTAL Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við köllum þetta endurlit vegna þess að þetta er ekki leikgerð á skáldsögunni heldur nýtt sjálfstætt leikverk. Markmið okkar er að vera sönn andrúmslofti bókarinnar, frek- ar en að fylgja sögunni nákvæm- lega, enda er Dóri búinn að skrifa það mikið af nýjum texta,“ segir Una Þorleifs- dóttir, sem leik- stýrir Atóm- stöðinni – endur- liti eftir Halldór Laxness Hall- dórsson í sam- vinnu við Unu, en nýja verkið bygg- ir á skáldsögu Halldórs Laxness frá 1948. „Markmið okk- ar Dóra er aðallega að skoða það pólitíska andrúmsloft sem sagan sprettur upp úr, skoða þær ákvarð- anir sem verið var að taka um fram- tíð Íslands og varpa þeim út aftur til áhorfenda,“ segir Una og tekur fram að þau Dóri komi ekki endilega með svörin, enda séu þau upptekn- ari af því að spyrja spurninga. „Kannski mætti lýsa verkinu best sem úrvinnsluleikverki. Við verðum sem listamenn að hafa frelsi til að skapa okkar eigið listaverk og segja þá sögu sem við erum innblásin af og finnst mikilvægt að segja á þess- um tímapunkti – en auðvitað samt af ákveðinni virðingu við upprunalega höfundaverkið.“ Sagan endurtekur sig En hvers vegna fannst þér mikil- vægt að segja þessa sögu núna? „Atómstöðin hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér,“ segir Una og rifjar upp að þegar hún var ung- lingur hafi sér fundist Atómstöðin aðgengilegri en margar aðrar bæk- ur Laxness. „Mér finnst heims- myndin sem dregin er upp í bókinni áhugaverð, lýsingarnar á þjóðfélag- inu sem er að mótast og allar þessar hugmyndir um frelsi og Ísland og hvort selja megi landið. Hver er munurinn á því að breskur auðjöfur eigi laxveiðiár eða að amerískur her sé í Keflavík?“ spyr Una og tekur fram að hún hafi alltaf haft mikinn áhuga á seinna stríði og kalda- stríðsárunum. „Svo talaði líka sterkt til mín hversu áhugaverð persóna Ugla er. Hún er ung kona sem er mjög sjálf- stæð og vill vera frjáls kona sem ræður sér sjálf og neitar að láta Una Þorleifsdóttir Í tilefni af því að 100 ár eru nú lið- in frá útgáfu Svartra fjaðra, fyrstu ljóðabókar Davíðs Stefáns- sonar, verður haldinn við- burður með sömu yfirskrift í Hömrum í Hofi í kvöld kl. 20. Þar munu Helga Kvam og Þórhildur Örvarsdóttir vefa saman ferðalag í tali og tónum þar sem þær segja frá Davíð og verkum hans, með áherslu á ljóðin úr Svörtum fjöðrum, eins og segir á vef Hofs. Frumflutt verða ný lög eftir Helgu og Þór- hildi, samin sérstaklega af þessu til- efni. Helga og Þórhildur hafa í tví- gang verið hluti af stuttum stofu- tónleikum í Davíðshúsi. Segja frá Davíð og verkum hans Davíð Stefánsson Eins og greint var frá í blaðinu í gær hlaut Gyða Val- týsdóttir tónlist- arverðlaun Norð- urlandaráðs 2019 sem afhent voru við hátíðlega at- höfn í Stokkhólmi í fyrrakvöld. Fern önnur verðlaun voru veitt það sama kvöld. Greta Thunberg hlaut umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Fulltrúar frá samtökunum Fridays- ForFuture fluttu ræðu fyrir hönd Thunberg, sem stödd er vestanhafs, þar sem hún afþakkaði verðlaunin. Sagði hún heiminn ekki þurfa á fleiri umhverfisverðlaunum að halda held- ur alvöru aðgerðum valdhafa. Danska kvikmyndin Dronningen í leikstjórn May el-Toukhy, sem jafn- framt skrifaði handritið, hlaut kvik- myndaverðlaun Norðurlandaráðs. Myndin fjallar um konu sem tekur upp ástarsamband við stjúpson sinn. Myndabókin Alle sammen teller eftir norska rithöfundinn Kristin Roskifte hlaut barna- og unglingabókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Bókin, sem á yfirborðinu virðist ætlað að kenna börnum tölustafina, geymir heimspekilegar pælingar um lífið og tilveruna. Danski rithöfundurinn Jonas Eika hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs fyrir smásagnasafnið Efter Solen sem, að mati dómnefndar, býr yfir næmum og myndrænum stíl og getu til að tala inn í pólitískar áskor- anir samtímans. Í þakkarræðunni beindi Eika spjótum sínum að bæði dönskum og öðrum norrænum stjórn- völdum fyrir kynþáttahatur þeirra og harða stefnu í málefnum innflytjenda. Verðlauna- hafar ársins Jonas Eika Menningarhátíð Seltjarnarness hefst í dag og stendur til og með 3. nóvember. Fjöl- breytt dagskrá verður í boði og hefst hún í bóka- safni bæjarins þar sem Guðrún Jóns- dóttir, formaður menningar- nefndar, setur hátíðina. Að því loknu leikur Lilja Hrund Stefánsdóttir á flygil verkið Álfadans Op.12 No. 4 eftir Edvard Grieg. Stiklað verður á stóru um feril Þórarins Eldjárns með framsetningu rita og annars efnis í bókasafninu í tilefni þess að Þórarinn er heiðursrithöfundur menningar- hátíðarinnar. Hátíðardagskrá má finna á seltjarnarnes.is. Menningar- hátíð sett Þórarinn Eldjárn LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Komið og skoðið úrvalið KEBE Hvíldarstólar Tegundir: Rest og Fox Opið virka dag a 11-18 laugardaga 11-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.