Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is „Við höfum hingað til ekki gert mik- ið úr jólunum á Fiskmarkaðnum,“ segir Hrefna Sætran. „Fyrsti jóla- fiskrétturinn sem ég gerði fyrir Fiskmarkaðinn fyrir tólf árum varð reyndar svo vinsæll að hann er ennþá á matseðlinum en það var nætursaltaður þorskur með kirsu- berjasósu og sellerísalati. Við bjóðum alltaf upp á þetta hefðbundna; nautalund, lambafille, önd og fleira í þeim dúr en í ár lang- aði okkur að stíga skrefinu lengra og gera jólavillibráðarseðil af bestu gerð. Pælingin var einföld; bara hafa þetta brjálæðislega gott sem ég held að hafi tekist ágætlega miðað við viðbrögð tilraunadýranna sem mættu til okkar í prufukvöldverðinn. Viðtökurnar voru framar okkar björtustu vonum og við getum ekki beðið eftir því að byrja formlega með seðilinn,“ segir Hrefna en seð- illinn fer í gang þann 21. nóvember næstkomandi og verður í boði alveg fram að jólum. Seðillinn er sex rétta og hann byrjar á villipaté sem er gróft og fínt. Svona fullkomin áferðarblanda sem maður fær ekki leiða á að borða. Með því er bláberjasulta og kex. Svo kemur auðvitað sushi því það verður að vera á Fiskmarkaðnum. Við gerðum Surf́ńturf rúllu og not- um íslenskt hreindýr utan um rúll- una. Humar inni í og hreindýr utan um. Þetta er æðisleg rúlla. Næst kemur svo villtur lax og það var nú dálítið mál að redda því eftir eitt lélegasta veiðisumar í langan tíma. Ég þekki marga í laxveiðinni og þegar ég var að spyrjast fyrir um að kaupa villtan lax hlógu nokkrir en það hafðist á endanum. Sem betur fer því þessi réttur fullkomnar mál- tíðina. Við ákváðum að taka fuglatvennu í staðinn fyrir að hafa bara annað hvort. Meira fyrir gestina að smakka. Kremað fennel, gæsa- bringa, gæsa-confit í deigi og svo villt íslensk andabringa með appelsínugljáa. Krónhjörtur er lungamjúkt og eitt besta kjöt sem til er. Það er ekki al- gengt en þeir sem hafa smakkað það eru mjög hrifnir. Með því er svo syk- urbrúnuð kartöflumús, rauðkál, gráðostasmjör og villisveppasósa. Eftirrétturinn er svo red velvet súkkulaði-brownie með engifer- brulée bökuðu ofan á kökunni. Villtur lax og krónhjörtur prýða jólamatseðil Fiskmarkaðarins Það fer að bresta á með jólum sem þýðir að jóla- matseðlar veitingastaðanna fara að líta dagsins ljós. Það dregur heldur betur til tíðinda í ár hjá Fiskmarkaðnum en að sögn Hrefnu Sætran hefur hingað til ekki verið boðið upp á sérstakan jóla- seðil. Hún hafi ákveðið að bregða út af vananum í ár og kynnir til leiks jólaseðil sem er í senn ótrúlega spennandi og áhugaverður. Það er því mikil hátíð í vændum hjá matgæðingum sem margir hafa beðið lengi eftir jólunum á Fiskmarkaðnum. Matur og mynd Matur telst ekki vel heppnaður nema einhver sé að mynda hann. Hér er instagrammað á fullu enda sérlega fallegur matur hjá Hrefnu. Fuglatvenna Við ákváðum að taka fuglatvennu í staðinn fyrir að hafa bara annað hvort. Meira fyrir gestina að smakka. Kremað fennel, gæsabringa, gæsa-confit í deigi og svo villt íslensk andabringa með appelsínugljáa. Villibráðarjólaveisla Seðillinn byrjar á villipaté sem er gróft og fínt. Svona fullkomin áferðarblanda sem maður fær ekki leið á að borða. Með því er bláberjasulta og kex. Eftirrétturinn Í eftirrétt er svo boð- ið upp á red velvet-súkkulaði- brownie með engifer-brulée bökuðu ofan á kökunni. Ljósmyndir/Björn Árnason Matarbloggararnir mættu Hér má sjá þau Berglindi Guðmundsdóttur, Írisi Blöndahl og Albert Eiríksson njóta lífsins eins og þeim einum er lagið. Villtur lax Á seðlinum má meðal annars finna villtan lax sem Hrefna segir að hafi skiljanlega verið tölu- vert mál að verða sér úti um. Fagur fiskur á disk Hér er ekkert grínast með útlit réttanna. Allt upp á tíu eins og vera ber. Sögulegt sælkerapar Þau Vilhelm Anton Jónsson og Saga Sigurð- ardóttir létu sig ekki vanta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.