Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Þóra Kolbrá Sigurðardóttir
thora@mbl.is
„Við höfum hingað til ekki gert mik-
ið úr jólunum á Fiskmarkaðnum,“
segir Hrefna Sætran. „Fyrsti jóla-
fiskrétturinn sem ég gerði fyrir
Fiskmarkaðinn fyrir tólf árum varð
reyndar svo vinsæll að hann er
ennþá á matseðlinum en það var
nætursaltaður þorskur með kirsu-
berjasósu og sellerísalati.
Við bjóðum alltaf upp á þetta
hefðbundna; nautalund, lambafille,
önd og fleira í þeim dúr en í ár lang-
aði okkur að stíga skrefinu lengra og
gera jólavillibráðarseðil af bestu
gerð. Pælingin var einföld; bara hafa
þetta brjálæðislega gott sem ég held
að hafi tekist ágætlega miðað við
viðbrögð tilraunadýranna sem
mættu til okkar í prufukvöldverðinn.
Viðtökurnar voru framar okkar
björtustu vonum og við getum ekki
beðið eftir því að byrja formlega
með seðilinn,“ segir Hrefna en seð-
illinn fer í gang þann 21. nóvember
næstkomandi og verður í boði alveg
fram að jólum.
Seðillinn er sex rétta og hann
byrjar á villipaté sem er gróft og
fínt. Svona fullkomin áferðarblanda
sem maður fær ekki leiða á að borða.
Með því er bláberjasulta og kex.
Svo kemur auðvitað sushi því það
verður að vera á Fiskmarkaðnum.
Við gerðum Surf́ńturf rúllu og not-
um íslenskt hreindýr utan um rúll-
una. Humar inni í og hreindýr utan
um. Þetta er æðisleg rúlla.
Næst kemur svo villtur lax og það
var nú dálítið mál að redda því eftir
eitt lélegasta veiðisumar í langan
tíma. Ég þekki marga í laxveiðinni
og þegar ég var að spyrjast fyrir um
að kaupa villtan lax hlógu nokkrir en
það hafðist á endanum. Sem betur
fer því þessi réttur fullkomnar mál-
tíðina.
Við ákváðum að taka fuglatvennu í
staðinn fyrir að hafa bara annað
hvort. Meira fyrir gestina að
smakka. Kremað fennel, gæsa-
bringa, gæsa-confit í deigi og svo
villt íslensk andabringa með
appelsínugljáa.
Krónhjörtur er lungamjúkt og eitt
besta kjöt sem til er. Það er ekki al-
gengt en þeir sem hafa smakkað það
eru mjög hrifnir. Með því er svo syk-
urbrúnuð kartöflumús, rauðkál,
gráðostasmjör og villisveppasósa.
Eftirrétturinn er svo red velvet
súkkulaði-brownie með engifer-
brulée bökuðu ofan á kökunni.
Villtur lax og
krónhjörtur prýða
jólamatseðil
Fiskmarkaðarins
Það fer að bresta á með jólum sem þýðir að jóla-
matseðlar veitingastaðanna fara að líta dagsins
ljós. Það dregur heldur betur til tíðinda í ár hjá
Fiskmarkaðnum en að sögn Hrefnu Sætran hefur
hingað til ekki verið boðið upp á sérstakan jóla-
seðil. Hún hafi ákveðið að bregða út af vananum í
ár og kynnir til leiks jólaseðil sem er í senn ótrúlega
spennandi og áhugaverður. Það er því mikil hátíð í
vændum hjá matgæðingum sem margir hafa beðið
lengi eftir jólunum á Fiskmarkaðnum.
Matur og mynd Matur telst ekki vel heppnaður nema einhver sé að mynda
hann. Hér er instagrammað á fullu enda sérlega fallegur matur hjá Hrefnu.
Fuglatvenna Við ákváðum að taka fuglatvennu í staðinn fyrir að hafa bara annað hvort. Meira fyrir gestina að
smakka. Kremað fennel, gæsabringa, gæsa-confit í deigi og svo villt íslensk andabringa með appelsínugljáa.
Villibráðarjólaveisla Seðillinn
byrjar á villipaté sem er gróft og
fínt. Svona fullkomin áferðarblanda
sem maður fær ekki leið á að borða.
Með því er bláberjasulta og kex.
Eftirrétturinn Í eftirrétt er svo boð-
ið upp á red velvet-súkkulaði-
brownie með engifer-brulée bökuðu
ofan á kökunni.
Ljósmyndir/Björn Árnason
Matarbloggararnir mættu Hér má sjá þau Berglindi Guðmundsdóttur, Írisi
Blöndahl og Albert Eiríksson njóta lífsins eins og þeim einum er lagið.
Villtur lax Á seðlinum má meðal
annars finna villtan lax sem Hrefna
segir að hafi skiljanlega verið tölu-
vert mál að verða sér úti um.
Fagur fiskur á disk Hér er ekkert
grínast með útlit réttanna. Allt upp
á tíu eins og vera ber.
Sögulegt sælkerapar Þau Vilhelm
Anton Jónsson og Saga Sigurð-
ardóttir létu sig ekki vanta.