Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 ESTRO Model 3042 L 164 cm Leður ct. 15 Verð 345.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Árið 1984 gaf GuðrúnHelgadóttir okkur orðið„unglingaveiki“. Rúmumþrjátíu árum síðar ákvað annar hafnfirskur höfundur að skoða málið frá hlið unglingsins. Bæði Jón Oddur og Jón Bjarni og Mamma klikk! teljast til ástsæl- ustu barnabóka okkar, sem bendir til að það séu að minnsta kosti tvær hliðar á málunum. Í bókinni leikur Gunnar Helga- son sér með tvær frásagnarbrellur sem forvitnilegt er að skoða hvern- ig reiðir af í sviðssetningu. Annarri þeirra er reyndar nánast vonlaust að koma til skila: að draga lesand- ann á því hvað „amar að“ Stellu. Þó að lesandann sem hér skrifar hafi snemma rennt í grun hvernig í pottinn var búið er því ekki sleg- ið föstu fyrr en undir lokin. Það er mjög smekklega unnið með þetta atriði í sýningunni, þó að auðvitað sé engin leið fær önnur en að sýna okkur Stellu í sínum eðlilegu að- stæðum frá fyrstu stund. Það er líka umhugsunarvert að átta sig á því hvað það kemur lítið að sök. Brellan í bókinni var bara það: brella. Það eru persónurnar og sagan sem skiptir máli. Hin brellan er svolítið annað mál, að sumu leyti kjarni bókar- innar og helsta viðfangsefni: upp- lifun Stellu, sem er að byrja að hætta að vera barn, af hinni klikk- uðu, ofvirku skalasyngjandi óperu- mömmu. Hvernig það er hin þrett- án ára Stella sem hefur breyst, og er að breytast, en ekki mamman. Á sviði, allavega í túlkun þessarar uppfærslu, er alveg morgunljóst að Stella er síst að mikla fyrir sér „ágalla“ mömmu sinnar. En hitt fer heldur ekki á milli mála að hún hefur alltaf verið svona og má alls ekki öðruvísi vera. Og aftur: þetta kemur síður en svo að sök. Leik- gerðin er ágætlega unnin, mögu- lega samt full-upptekin af að halda sem mestu til haga úr bókinni. Eitt sem ekki er vel leyst er hvernig spennan í vinkvenna- sambandinu vegna svika vinanna við Stellu snemma í verkinu er byggð upp. Það er pínu óreiða á því hvenær allt er fallið í ljúfa löð. Hinu skilar leikgerðin, og sviðsetn- ingin svikalaust: hvað þetta er ógurlega skemmtilegt lið. Og eins og Stella óskar sér í fallega laginu sínu: afskaplega venjulegt – en samt spes. Kannski aðeins meira spes en venjulegt. Hús-stíll Gaflaraleik- hússins einkennist af krafti, gleði, litum og uppstyttulausu fjöri og ættarsvipur Mömmu klikk! er alveg skýr hvað það varðar. Þetta birtist bæði í því hvernig sýningin brunar frá einni stemmingunni í aðra, nostursamlegri vinnu við litla brandara sem síðan er miðlað af algerri sannfæringu af öllum í leik- hópnum. Einnig í útlitinu, þar sem litagleði í búningum Bjarkar Jak- obsdóttur og hárkollur á mörkum smekkvísinnar gefa tóninn og leik- mynd Stígs Steinþórssonar sem býr til feikilegt athafnarými en lumar líka á vel útfærðum leyndar- málum, gott ef ekki heilu tréhúsi. Enginn kvartmílubíll samt. Lýsing Freys Vilhjálmssonar skilar sínu stóra hlutverki með sóma og þó að titillag Halls Ingólfssonar sé ekki ýkja áheyrilegt er hitt frumsamda lagið flott og útfærslan á tónlist- inni úr Carmen stórskemmtileg. Björk hefur úr leikstjórastólnum tekist einstaklega vel að stilla sam- an leikhópinn, sem er eðli máls samkvæmt á ólíkum aldurs- og listþroskaskeiðum. Hér eru allir að spila í sama liði, frá reynslubolt- anum Gunnari Helgasyni sem nýt- ur sín í hlutverki pabbans og ýmsum smárullum, niður í sjarma- tröllið og senuþjófinn Auðun Sölva Hugason sem þreytir með glæsi- brag frumraun sína í atvinnu- leikhúsi sem Siggi sítróna, hinn tunguhefti bróðir Stellu. Gríma Valsdóttir skilar aðal- hlutverkinu ákaflega vel. Fyrir utan líkamlegar áskoranir hlut- verksins er það vandasamt fyrir það hvað Stella þarf að dvelja lengi og oft í hneykslunar- og sjálfsvorkunnarstemmingunni sem öll sagan gengur út á, en Grímu tókst engu að síður að gera Stellu okkur nákomna. Það er síðan engu líkara en titilhlutverkið hafi verið skrifað með Valgerði Guðnadóttur í huga, sem er eins og syngjandi stormsveipur með bros, kraft og trúðsglampa í auga. Ásgrímur Gunnarsson var sannfærandi og fyndinn, bæði í sínu aðalhlutverki sem Palli bróðir, og öðrum. Það sama má segja um bæði Þórunni Lárusdóttur sem ömmu snobb og Felix Bergsson í hlutverki Hanna granna, en bæði taka þau á sig ýmis gervi. Eitt af því sem leikgerðin nær ekki að skila fyllilega er persónur vinahópsins hennar Stellu. Mögu- lega vegna þess að í bókinni kynn- umst við þeim aðallega í lýsingu hennar á þeim, frekar en þær eigi sér fyllilega sjálfstætt líf í sögunni og það hefur einfaldlega ekki gefist pláss til að dýpka myndina. Engu að síður er ekkert við frammistöðu þeirra Öglu Bríetar Einarsdóttur, Veru Stefánsdóttur, Theu Snæfríðar Kristjánsdóttur og Matthíasar Davíðs Matthíassonar að athuga og sá síðastnefndi náði að fara á kostum í smáhlutverki fermingardrengs í heiftarlegum mútum. Mamma klikk! flytur mikilvægan boðskap um umburðarlyndi og samheldni, um virðingu og vináttu. Það slær heitt hjarta í bókinni og það slær hratt og taktfast í þessari stórskemmtilegu og brosmildu sýningu. En samt spes Heitt hjarta „Mamma klikk! flytur mikilvægan boðskap um umburðarlyndi og samheldni, um virðingu og vináttu. Það slær heitt hjarta í bókinni og það slær hratt og taktfast í þessari stórskemmtilegu og brosmildu sýningu.“ Gaflaraleikhúsið Mamma klikk! bbbbn Eftir Gunnar Helgason í leikgerð Bjarkar Jakobsdóttur. Leikstjórn: Björk Jakobs- dóttir. Leikmynd: Stígur Steinþórsson. Búningar: Björk Jakobsdóttir. Lýsing: Freyr Vilhjálmsson. Sviðshreyfingar: Björk Jakobsdóttir. Frumsamin tónlist og tónlistarhönnun: Hallur Ingólfsson. Lagatextar: Hallur Ingólfsson, Þorsteinn Valdimarsson og Hjörleifur Hjartarson. Hljóðblöndun: Kristinn Gauti Einarsson. Leikgervi: Björk Jakobsdóttir. Klipping og hönnun á vídeóefni: Björk Jakobs- dóttir og Vignir Daði Valtýsson. Leikarar: Gríma Valsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Auðunn Sölvi Hugason, Ásgrímur Gunn- arsson, Gunnar Helgason, Þórunn Lárus- dóttir, Felix Bergsson, Matthías Davíð Matthíasson, Agla Bríet Einarsdóttir, Vera Stefánsdóttir og Thea Snæfríður Kristjánsdóttir. Frumsýning í Gaflaraleik- húsinu laugardaginn 19. október 2019, en rýnt í þriðju sýningu sunnudaginn 27. október 2019. ÞORGEIR TRYGGVASON LEIKLIST Ljósmynd/Ólafur Þórisson Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti Einarsson, sem notar listamanns- nafnið Ásgeir, hefur sent frá sér nýtt lag, „Bernskuna“, sem verður á vænt- anlegri plötu hans Sátt sem kemur út 7. febrúar og verður fyrsta platan sem Ásgeir gefur út í samstarfi við íslenska útgáfufyrirtækið Record Records. Auk þess að gefa út nýtt lag hefur Ásgeir tilkynnt um tónleikaferð sína um Evrópu og Bandaríkin og tónleika í Háskólabíói laugardaginn 1. febrúar 2020, en miðasala á þá hefst á morgun kl. 10. Tónleikarnir í Háskólabíói verða þeir fyrstu í tveggja mánaða tónleika- ferð Ásgeirs um Evrópu og Norður- Ameríku. „Á nýrri plötu snýr Ásgeir aftur með íslenskt efni en öll platan verður fáanleg bæði á íslensku og ensku. Á Ís- landi kemur platan út undir nafninu Sátt en enska útgáfa plötunnar ber tit- ilinn Bury The Moon. Það er One Little Indian sem líkt og áður gefur út tónlist Ásgeirs utan Íslands,“ segir í tilkynningu. Lagið „Bernskan“ var samið fyrst án texta en Ásgeir ákvað síðar með föður sínum, Einari Georg Einarssyni, hvert innihald textans ætti að vera. Textinn fjallar um það tímabil í æsku Ásgeirs er hann bjó í Garðinum ásamt fjölskyldu sinni, fullur af gleði og víðs- fjarri öllum áhyggjum, eins og segir í tilkynningu. Um plötuna Sátt segir að hún sé uppgjör Ásgeirs við langtímasamband sem leið undir lok en í kjölfarið ákvað hann að fara út á land þar sem hann eyddi nokkrum vikum aleinn við að semja nýtt efni. „Ég tók með mér gít- ar, hljómborð og lítið upptökutæki, það var allt og sumt,“ rifjar Ásgeir upp og að hann hafi fengið senda matarpakka frá vinum og vandamönnum. „Mig hef- ur alltaf langað til að gera þetta. Fara í burtu á eigin vegum að semja tónlist. Ég held að það hafi verið mjög hollt fyrir mig að hafa ekkert fyrir stafni annað en tónlist, enga truflun. Ég fór út að hlaupa á morgnana og eyddi síð- an því sem eftir lifði dags við að semja lög,“ er haft eftir honum. Myndband við lagið „Bernskan“ hefur nú verið gefið út og má sjá það á mbl.is í frétt um útgáfuna í dálkinum Fólk. Uppgjör Ásgeirs við langtímasamband Sátt Umslag hljómplötu Ásgeirs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.