Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Páskaferðirnar 2020 komnar í sölu Skoðaðu úrvalið á baendaferdir.is sp ör eh f. Það er ekkert grín að reynaað taka fyrir plötu meðíslensku hljómsveitinni OfMonsters and Men, þar sem hún er eiginlega orðin hálf- gert skrímsli að stærð og vinsæld- um erlendis. Saga sveitarinnar er ein sú fallegasta í sögu íslenskra sveita, en hin þá tvítuga Nanna Bryndís Hilm- arsdóttir stofn- aði hljómsveitina ásamt félögum sínum í Garð- inum árið 2009 og tók þátt í Músíktilraunum í nær órafmagnaðri útgáfu ári síð- ar. Þrátt fyrir að hljóma töluvert frábrugðið frá því sem þau gera í dag og leika allt öðruvísi tónlist var eitthvað við þessi lög, og lát- lausa og einlæga framkomu liðs- manna, sem kom sveitinni í sig- ursætið. Við tók vinna við upptökur og framhaldið er skráð á bækur sög- unnar. Þau komu fyrstu plötu sinni inn á alla mögulega lista og fengu plötusamning við bandaríska út- gáfu í kjölfarið. Þau hafa ferðast til ýmissa landa og leikið á öllum helstu tónleikahátíðunum. Nýja platan þeirra, sú þriðja í röðinni, ber vitni um að þau hafi fjárstyrk til að smíða það sem þau langar til; svo vel hljómandi plötur koma sjaldan út á Íslandi. Hljómurinn er að minnsta kosti það sem ég festist í við fyrstu hlustun. Platan hefst á „Alligator“ og hljóðveggurinn sem þar streym- ir fram er yfirþyrmandi góður, hvort sem hlustunin fer fram í tölvuhátölurum eða vel hæfum háklassabúnaði. Það er kraftur og drif í þessu og ég verð spennt. Strax í næsta lagi er hins vegar hægt á niður í millihratt lag sem hverfur jafnóðum og það birtist. Í þriðja lagi, „Ró ró ró“, er eitthvað meira að gerast en það er fjarlægt og mikið unnið. Næstu lög eru öll einhvern veg- inb góð en of eitthvað. Kannski er galdurinn við að selja milljón trillj- ónir af plötum að vinna öll lögin aðeins of mikið? „Vulture, Vulture“ kemst næst því að ná stemning- unni í fyrsta laginu sem greip mig. Og svo kemur lagið „Wild Roses“, sem er svo svakalega grípandi og hljómar eins og hugur manns en textinn bara hoppar beint í andlitið á mér og lætur mig ekki í friði fyrr en ég skoða hann gaumgæfilega. Þetta er líklega það sem ég á í mestum erfiðleikum með hjá þess- ari undraverðu stúlku, sem syngur eins og engill og semur alveg geggjuð lög og er frábær í alla staði. „In the night I am wild-eyed and you got me now“ er svo sannarlega lína sem nær athyglinni en hún þýðir líka ekkert, og er ein- hvern veginn hvorki skáldleg né upplýsandi. Púkinn í mér syngur með og breytir orðinu „wild“ í „cross“ og ég hlæ innan í mér. Vissulega fylgir mikil ábyrgð því að semja texta á ensku þótt móð- urmál manns sé íslenska, svo það eitt gæti auðvitað sett strik í reikninginn. Hljómsveitin OMAM er með dágóðan enskumælandi hlustendahóp sem treystir á að geta sungið með á móðurmáli sínu. Það afsakar samt ekki að láta bara eitthvert sull yfir á ensku og syngja það. Ef til vill er farið fram á texta sem hafa lágan samnefn- ara, svo ekkert geti mögulega truflað í hinu pólitíska rétthugs- unarsamfélagi sem við búum við í dag, hvað veit ég? Mér finnst samt eins og Nanna gæti virkilega nýtt sér texta sveitarinnar á listrænni grundvelli, eða sem stað þar sem hún getur sagt sögur. Þær mega þó ekki vera það dulkóðaðar eða svo ljóðrænar að maður sjái bara orð og enga merkingu. Að þessu sögðu held ég nú bara að þetta sé ágætis plata og tónlistin er virki- lega fín dægurpopptónlist með góðum krækjum á réttum stöðum. Algjörlega á pari við það fínasta og mjög samkeppnishæft. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Styrkur „Nýja platan þeirra, sú þriðja í röðinni, ber vitni um að þau hafi fjárstyrk til að smíða það sem þau langar til; svo vel hljómandi plötur koma sjaldan út á Íslandi,“ segir gagnrýnandi m.a. um nýjustu plötu OMAM. Meinlaus skrímsli Popp Of Monsters and Men – Fever Dream bbbnn OMAM eru: Arnar Rósenkranz Hilm- arsson, Brynjar Leifsson, Kristján Páll Kristjánsson, Nanna Bryndís Hilm- arsdóttir, Ragnar Þórhallsson. Stein- grímur Karl Teague: Píanó í lögum 2, 4, 5, 6, 7, og 9. Viktor Orri Árnason: Strengir í lögum 4, og 10. Upptökustjórn: Rich Costey og OMAM. Martin Cooke í lögum 5, 7, og 10. Hljóð- blöndun: Rich Costey. Hljómjöfnun: Joe Laporta. Útgefandi Record Records 2019. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Lára Rúnars heldur útgáfutónleika í kvöld kl. 21 í Bæjarbíói í Hafnarfirði vegna nýjustu breiðskífu sinnar, sem nefnist Rótin. Plötuna vann hún í samstarfi við Sóleyju Stefánsdóttur og Albert Finnbogason, en hljóm- sveit Láru á tónleikunum skipa Sól- ey, Albert, Arnar Gíslason, Birkir Rafn Gíslason, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir og Unnur Jónsdóttir. Lára er höfundur laga og texta plöt- unnar og útsetti í samstarfi við þau Sóleyju og Albert. Aftur í rótina „Rótin er sjötta platan mín á ferl- inum, sem spannar nú 17 ár. Mér fannst mikilvægt að fara aftur í rótina, aftur í kjarnann, grunninn þaðan sem lagið og sköpunin sprett- ur. Þess vegna lagði ég mikið upp úr því að grunnlagasmíðin fengi að standa og fékk yndislegu vini mína Sóleyju Stefáns og Albert Finnboga til þess að spinna þræði í kringum það. Þau eiga stóran part í hljóð- heimi og hljómi plötunnar og sáu um útsetningar,“ segir Lára um plötuna. Hún segir að textarnir séu sem áður partur af hennar reynsluheimi, það sem hún sé að fást við hverju sinni, móðurhlutverkið, ástina, leit- ina að sjálfinu og leiðinni heim inn að rót og kjarna. „Mér finnst mikilvægt að gefa af mér og segja satt og plöturnar mínar eru því ákveðin heimild um líf mitt. Ég hef meðvitað hægt á lífi mínu síð- ustu tvö árin, en árið 2017 stofnaði ég fyrirtækið mitt Andagift súkku- laðisetur. Andagift er griðastaður fyrir andlega rækt þar sem fólk get- ur mætt sér og því sem það er að ganga í gegnum fordómalaust og af sjálfsmildi og ást. Sem kennari í Andagift er mikilvægt að iðka þessi leiðarstef mildi og mýktar sjálf. Það hefur haft bæði mikil áhrif á líf mitt sem og tónlistina sem sprettur. Andagiftin er því með mér á nýju plötunni minni Rótinni,“ segir Lára. Í kvöld mun hún, ásamt hljóm- sveit, flytja plötuna í heild sinni. Fögnuður Lára Rúnars heldur upp á útgáfu sjöttu breiðskífu sinnar. „Mikilvægt að segja satt“  Lára fagnar útgáfu Rótarinnar Heimildarmyndin Vasulka-áhrifin verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og hefjast almennar sýningar á morgun. Myndin var fyrst sýnd á heimildarmyndahátíðinni Skjald- borg á Patreksfirði í júní sl. og hlaut þar áhorfendaverðlaun, Ein- arinn. Myndin var líka sýnd á stutt- og heimildarmyndahátíðinni Nor- disk Panorama í september sl. og var þar í keppni um bestu norrænu heimildarmyndina. Þá var heið- urssýning haldin á myndinni á tékknesku hátíðinni Ji.hlava fyrr í þessum mánuði. Hrafnhildur Gunnarsdóttir er höfundur myndarinnar sem var í vinnslu í á sjötta ár. Myndin fjallar um vídeólistarfrumkvöðlana Steinu og Woody Vasulka. „Ég kynntist Steinu og Woody þegar ég var við nám í San Francisco á níunda ára- tugnum. Á ferð minni um Santa Fe árið 2013 hitti ég þau, þar sem þau voru að basla við að endur- fjármagna húsið sitt til þess að eiga í sig og á. Síminn var hættur að hringja og enginn vildi sýna verk þeirra lengur. Ég tók upp vélina og byrjaði að mynda,“ segir Hrafnhild- ur í tilkynningu. Í myndinni er fylgst með lífi Steinu og Woody sl. fimm ár og þá m.a. hvernig þau eru enduruppgötvuð af listaheiminum. Steina og Woody stofnuðu árið 1971 The Kitchen í gömlu yfirgefnu hót- eli á Mercer Street í New York þar sem þau sýndu verk sín. The Kitc- hen er enn starfrækt og þar hafa margir þekktustu listamenn heims stigið sín fyrstu skref með verkin sín, segir í tilkynningu. Myndin er unnin upp úr um þúsund klukku- stundum af myndefni sem kom úr einkasafni Vasulka-hjónanna. Frumkvöðlar Steina og Woody Vasulka. Sýningar hefjast á Vasulka-áhrifunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.