Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 58
58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Í KEFLAVÍK Skúli B. Sigurðsson sport@mbl.is Keflavík og Skallagrímur mættust í Keflavík í 5. umferð Dominos- deildar kvenna í Blue-höll þeirra Keflvíkinga í gærkvöldi. Fyrir leik voru bæði lið með 50% sigurhlutfall og líklegt að þessi lið muni verða að slást um sæti í úrslitakeppninni þeg- ar vora tekur á næsta ári. 70:75 varð lokastaða leiksins eftir að Skalla- grímur leiddi í hálfleik með 14 stig- um. Það var mikill hraði sem ein- kenndi upphaf leiksins og á tímum svo mikill að augljóst var að liðin voru ekki að ráða við slíkt. En þegar á leið kom Skallagrímur sér hægt en örygglega í forystuna og jók hana nánast óheft til miðbiks þriðja leik- hluta. Þá tók við ótrúlegur kafli hjá Keflavík þar sem þær mokuðu sig úr 24 stiga forystu gesta sinna og komu leiknum niður í 2 stig þegar um 50 sekúndur voru til loka. Þessi frábæri kafli var ekki nóg fyrir Keflavík og kom einfaldlega of seint. Valur á toppnum Valskonur eru áfram ósigraðar í efsta sæti deildarinnar, eftir örugg- an 102:62-sigur gegn Breiðabliki í Smáranum. Jafnræði var með lið- unum í fyrri hálfleik og var staðan 45:41, Valskonum í vil, í hálfleik. Valskonur unnu hins vegar þriðja leikhluta með 32 stigum gegn 9 stig- um Blika og þar fór leikurinn. Haukar unnu í Hólminum Haukar gerðu góða ferð í Stykk- ishólm og unnu sterkan sigur gegn Snæfelli, 61:56. Snæfell leiddi eftir fyrsta leikhluta, 18:15 en Hafnfirð- ingar komu til baka í öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik, 33:28. Haukar juku forskot sitt um fjögur stig í þriðja leik- hluta og leikmönnum Snæfells tókst ekki að svara í fjórða leikhluta. Öruggt hjá KR Þá vann KR 15 stiga sigur gegn Grindavík í Vesturbænum, 81:66. KR var með yfirhöndina í leiknum allan tímann en staðan eftir fyrsta leikhluta var 21:11, KR í vil. Jafnræði var með liðunum í öðrum og þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta sýndu KR-ingar mátt sinn og styrk og fögnuðu sannfærandi sigri í leikslok. Skallagrím- ur vann í Keflavík  Keflavíkurliðið hrökk of seint í gang  Íslandsmeistararnir með fullt hús Morgunblaðið/Hari Í Smáranum Kiana Johnson með boltann en Fanney Lind er til varnar. Í Keflavík Emelía Ósk sækir að körfu Skallagríms í gær. Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, lét ekki sitt eftir liggja þegar lið hans Barcelona vann öruggan sigur á þýsku meist- urunum í Flensburg 34:27. Liðin mættust í Meistaradeild Evrópu á heimavelli Flensburg í gær. Aron skoraði 5 mörk og gaf fimm stoð- sendingar á samherja sína í leikn- um. Aron verður æ mikilvægari hlekkur í liði Barcelona sem ætlar sér stóra hluti í Meistaradeildinni í vetur eins og oft áður. Barcelona er með 10 stig í riðlinum eftir 6 leiki en Flensburg 7 stig. kris@mbl.is Aron átti beinan þátt í tíu mörkum Ljósmynd/Barcelona 5 mörk Aron Pálmarsson var markahæstur gegn Flensburg. Samúel Kári Friðjónsson leikur til úrslita í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Lið hans Viking frá Stavangri vann í gær Ranheim í undanúrslitum keppninnar 3:0. Samúel Kári hóf leikinn á vara- mannabekk Viking en var kominn inn á eftir aðeins stundarfjórðung og leysti þá Kristoffer Lokberg af hólmi. Staðan var þá 1:0 fyrir Vík- ing sem mætir annaðhvort Odds Ballklubb eða Haugesund í úrslita- leiknum en þau mætast í kvöld í hinni viðureigninni í undanúrslit- unum. sport@mbl.is Samúel í úrslit bikarkeppninnar Morgunblaðið/Eggert Úrslitaleikur Samúel Kári Frið- jónsson er á leið í bikarúrslit. Blue-höllin, úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Domnos-deildin, mið- vikudaginn 30. október 2019. Gangur leiksins: 4:6, 8:12, 10:16, 10:21, 18:27, 20:31, 23:33, 28:43, 33:53, 35:59, 41:61, 46:63, 52:63, 56:66, 62:69, 70:75. Keflavík: Daniela Wallen 25/10 frá- köst, Anna Ingunn Svansdóttir 15, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Þór- anna Kika Hodge-Carr 7/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 4/7 KEFLAVÍK – SKALLAGRÍMUR 70:75 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2. Fráköst: 29 í vörn, 13 í sókn. Skallagrímur: Keira Robinson 29/9 fráköst/5 stoðsendingar, Emilie Hes- seldal 19/12 fráköst/5 stoðsend- ingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11, Arnina Lena Rúnarsdóttir 8, Maja Michalska 6, Gunnhildur Lind Hans- dóttir 2. Fráköst: 34 í vörn, 9 í sókn. Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Gunnlaugur Briem og Jakob Árni Ís- leifsson. Meistaradeild kvenna 16-liða úrslit, seinni leikir: Twente – Wolfsburg ................................0:1  Sara Björk Gunnarsdóttir lék síðari hálf- leikinn fyrir Wolfsburg og brenndi af víti.  Wolfsburg áfram, 7:0 samanlagt. Minsk – Barcelona ....................................1:3  Barcelona áfram, 8:1 samanlagt. Lyon – Fortuna Hjörring .........................7:0  Lyon áfram, 11:0 samanlagt. Bayern München – Kazygurt...................2:0  Bayern áfram, 7:0 samanlagt. Atlético Madrid – Man. City ....................2:1  Atlético áfram, 3:2 samanlagt. Kasakstan Okzhetpes – Astana................................. 0:1  Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Astana. Hvíta-Rússland Dniapro – BATE Borisov........................ 0:1  Willum Þór Willumsson var ekki í leik- mannahópi BATE. Þýskaland Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Kaiserslautern – Nürnberg.................... 8:7  Andri Rúnar Bjarnason kom inn á hjá Kaiserslautern eftir 8 mín. í framlengingu og skoraði úr síðasta víti liðsins í víta- spyrnukeppninni.  Staðan er 2:2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Rússland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: CSKA Moskva – Ufa ................................ 1:0  Arnór Sigurðsson lék allan leikinn með CSKA en Hörður Björgvin Magnússon var á varamannabekknum. Grikkland Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Kalamata – Larissa ..................................3:0  Ögmundur Kristinsson leikur með Lar- issa. Danmörk Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Bröndby – SönderjyskE.......................... 0:1  Hjörtur Hermannsson var í liði Bröndby fram á 87. mínútu.  Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði SönderjyskE en Ísak Óli Ólafsson á bekknum. Noregur Bikarkeppnin, undanúrslit: Viking – Ranheim.................................... 3:0  Samúel Kári Friðjónsson kom inn á hjá Viking á 26. mínútu. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla.  Dominos-deild kvenna Keflavík – Skallagrímur ...................... 70:75 KR – Grindavík..................................... 81:66 Breiðablik – Valur .............................. 62:102 Snæfell – Haukar.................................. 56:61 Staðan: Valur 5 5 0 466:311 10 Haukar 5 4 1 351:305 8 KR 5 4 1 396:358 8 Skallagrímur 5 3 2 351:338 6 Keflavík 5 2 3 354:347 4 Snæfell 5 2 3 327:350 4 Breiðablik 5 0 5 297:409 0 Grindavík 5 0 5 293:417 0 Evrópubikarinn Darussafaka – UNICS Kazan ............ 77:79  Haukur Helgi Pálsson skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu fyrir Kaz- an. Danmörk Herlev – Horsens................................. 85:88  Finnur Freyr Stefánsson þjálfar Hor- sens. NBA-deildin LA Lakers – Memphis ....................... 120:91 Miami – Atlanta .................................. 112:97 Denver – Dallas ................................ 106:109   Topplið 1. deildar karla í körfu- knattleik, Hamar í Hveragerði, hefur ákveðið að láta miðherjann Kinu Rochford fara. Rochford lék mjög vel með Þór Þorlákshöfn í efstu deild í fyrra en hefur ekki látið eins mikið að sér kveða hjá Hamri. Skoraði hann tæp 12 stig að meðaltali og tók rúm 9 fráköst að jafnaði. Ham- ar hefur unnið alla fimm leiki sína í upphafi Íslandsmótsins og liðið virðist líklegt til að fara upp um deild. Hamar lét Rochford fara Kinu Rochford Meistarar Vals eiga fimm leikmenn og Haukar fjóra í 16 kvenna lands- liðshópi Íslands í körfubolta sem Benedikt Guðmundsson valdi í gær. Æfingahópurinn kemur saman 10. nóvember til undirbúnings fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2021. Ísland mætir Búlgaríu í Laugardalshöll 14. nóvember og verður frítt á leikinn, og liðið leikur svo við Grikkland ytra 17. nóvember. Tveir nýliðar eru í hópnum, þær Eva Margrét Kristjánsdóttir og Lovísa Henningsdóttir úr Haukum. Hópurinn: Bríet Sif Hinriks- dóttir, Dagbjört Dögg, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Eva Margrét Krist- jánsdóttir, Guð- björg Sverris- dóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Hallveig Jóns- dóttir, Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Lovísa Björt Hennings- dóttir, Salbjörg Ragna Sævars- dóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Sig- rún Björg Ólafsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Sylvía Rún Hálfdán- ardóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir. Fimm úr Val og fjórar úr Haukum í landsliðshópnum Helena Sverrisdóttir UEFA, knattspyrnusamband Evr- ópu, leggur aðildarsamböndum sín- um til fé ár hvert til eflingar barna- og unglingastarfi. Að þessu sinni fær KSÍ um 60 milljónir króna. UEFA gerir kröfu um að upp- hæðin skiptist á milli félaga í efstu deild karla og fá því félögin 12 sem áttu lið í Pepsi Max-deild karla í sumar 5.080.702 krónur hvert. Stjórn KSÍ, undir formennsku Guðna Bergssonar, ákvað að leggja til 60 milljónir króna til viðbótar til barna- og unglingastarfs, og skipt- ist sú upphæð á milli félaga sem ekki áttu lið í efstu deild karla. Fé- lögin þurfa að sýna fram á að þau haldi úti yngri flokkum beggja kynja og hafi samþykkta áætl- un um uppeldis- starf. Félög sem áttu lið í úrvalsdeild eða 1. deild kvenna, eða í 1. deild karla, fá 2.300.000 kr. hvert, félög úr 2. deild karla 1.450.000, félög í 3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna fá 950.000 kr. og fimm félög með sameiginleg lið í meistaraflokki fá 600.000 hvert. KSÍ útdeilir 120 milljónum króna til aðildarfélaga Guðni Bergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.