Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 66
AF TÓNLIST
Hallur Már
hallurmar@mbl.is
Þegar fyrsta tilkynningin birtist
um Arctic Drone-hátíðina sem
haldin var á Húsavík 19.-20. októ-
ber var ljóst að um mjög óvenju-
legan viðburð var að ræða. 24
klukkustunda drón-tónleikar með
sex klukkustunda löngum jóga-
tíma í sex klukkustunda fjarlægð
frá borginni. Fullkomin uppskrift
að sögulegu klúðri í tónleika- og
viðburðahaldi gæti einhver hafa
hugsað, þar sem þó er fyrir haf-
sjór af eftirminnilegum afglöpum.
Fyrir það fyrsta er ekki hlaupið
að því að setja fingurinn á það
hvað drón (e. drone) er í raun og
veru, til að fyrirbyggja furðu al-
gengan misskilning þá erum við
ekki að tala um drón sem fljúga!
„Drón er í raun svona tónn sem
líður áfram og hægt er að spinna í
kringum, það getur breytt um tón
og getur orðið hljómur,“ útskýrði
Barði Jóhannsson, einn skipu-
leggjenda hátíðarinnar. Sum sé
hugtak sem er frekar opið fyrir
túlkun.
Forvitnileg tilraun
Við rýni í þann langa lista af
frábæru tónlistarfólki sem búið
var að bóka til að koma fram á
Húsavík mátti sjá að vandað yrði
til verka og þetta yrði því í það
minnsta afar forvitnileg tilraun.
Melissa Auf Der Maur (gamli
bassaleikarinn í Hole og Smashing
Pumpkins), Sin Fang, Ólöf Arn-
alds, Dísa, Jófríður Ákadóttir,
Julianna Barwick, Barði í Bang
Gang og Skúli Sverrisson voru á
meðal þeirra sem myndu leggja
sitt af mörkum í sólarhringslangt
drónið. Býsna góð uppskrift að
óvissuferð í hljóðheimum í mínum
bókum.
Yoga-Shala með Ingibjörgu
Stefánsdóttur fremsta í flokki átti
að stýra jóganu. Sem betur fer
fékk eitthvað af fjölmiðlafólki að
fljóta með, ég meðtalinn. Í sam-
tölum við tónlistarfólkið mátti
heyra að enginn vissi nákvæmlega
hvað var að gerast. Eftirvæntingin
var þó augljós og ég er ekki frá
því að óvissan hafi kallað fram
glampa í augunum á þeim sem ég
spjallaði við í aðdraganda sjálfra
tónleikanna.
Falleg umgjörð
Ekki það að við höfum þurft á
því að halda en þá lék veðrið við
okkur á laugardeginum þegar
fyrstu tónarnir byrjuðu að óma
um gamla en nýuppgerða salinn á
Fosshóteli Húsavík þar sem her-
legheitin fóru fram. Það skapaði
þó fallega umgjörð um viðburðinn
og Húsavík skartaði sínu allra feg-
ursta. Í miðju salarins var búið að
raða upp hljóðfærum, mögnurum
og öðrum græjum í hring en sum-
ir tónlistarmenn stilltu sér upp við
enda salarins. Jógamottur, dýnur
og koddar lágu á víð og dreif um
gólfið þar sem fólk ýmist lá eða
sat. Sumir lygndu aftur augum,
einhverjir lásu, skrifuðu eða teikn-
uðu myndir á meðan aðrir fylgd-
ust með tónlistarfólkinu sem átti
það til að grípa fyrirvaralaust í
hljóðfæri og bæta nýju lagi við
óminn. Allir búnir að týna sér í
tónlistinni.
Á yfirgefnu skipi
að liðast í sundur
Samkvæmt dagskránni átti hver
tónlistarmaður úthlutaða klukku-
stund og var því plani haldið
nokkurn veginn. Skiptingarnar
voru stundum frábærlega útfærð-
ar. Ein slík var þegar Melissa Auf
Der Maur og Nathan Larsson
voru að ljúka sínum frábæra
spuna um kvöldið þar sem þau
spiluðu á bassa og gítar yfir míni-
malískan takt þegar séníið Juli-
anna Barwick byrjaði að raða upp
lögum af rödd sinni. Ég hef kom-
ist að því að það er erfitt að lýsa
þessum stundum án þess að fólk
fari að horfa undarlega á mann.
Besta lýsingin sem ég heyrði kom
líklega frá konunni minni eftir að
hafa legið marineruð í tónum
Sindra í Sin Fang í dágóða stund.
„Mér fannst ég vera komin lengst
fram í tímann. Á yfirgefnu skipi
sem var smám saman að liðast í
sundur,“ sagði hún. Ég get alveg
skrifað undir það en hvort les-
endur heyri það fyrir sér er krefj-
andi verkefni svo ekki sé meira
sagt. Í dag birtist þó myndskeið á
mbl.is sem gæti hjálpað fólki að
fylla í eyðurnar.
Einstakt
Eftir áratuga tónleikaráp veit
ég að tónlistarupplifanir lifa mis-
lengi með manni, stundum er á
augabragði hægt að setja sig inn í
löngu liðnar aðstæður. Þetta var
án nokkurs vafa slík stund. Allir
þeir sem ég hef rætt við eru sam-
mála um að þetta hafi verið ein-
stakt og ég er sannfærður um að
fólk muni tala um þessa fyrstu
Arctic Drone-hátíð lengi. Megi
hún dróna sem lengst inn í fram-
tíðina.
Tónninn gefinn á Húsavík
Morgunblaðið/Hallur Már
Jóga Yoga-Shala, með Ingibjörgu Stefánsdóttur fremsta í flokki, stýrði jóganu á Húsavík.
Slökun Gestir létu líða úr sér og nutu tónlistarinnar. Tónaflóð Jófríður Ákadóttir var meðal flytjenda.
» Fyrir það fyrsta erekki hlaupið að því
að setja fingurinn á það
hvað drón (e. drone) er
í raun og veru, til að fyr-
irbyggja furðu algengan
misskilning þá erum
við ekki að tala um
drón sem fljúga!
Ljósmynd/Sævar GuðmundssonMorgunblaðið/Hallur Már
66 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019
Er bíllinn tilbúinn
TUDOR TUDOR
TUDOR er hannaður til þess að þola
það álag sem kaldar nætur skapa.
Forðastu óvæntar uppákomur.
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
öruggt
start me
ð
TUDOR
fyrir kuldann í vetur?
Borgarbókasafnið í Árbæ stendur
fyrir bókakaffi í dag kl. 17 með
Karli Ágústi Úlfssyni, rithöfundi og
leikara með meiru. Hann sendi í
sumar frá sér bókina Átta sár á
samviskunni sem inniheldur smá-
sögur af fólki héðan og þaðan og
mun lesa upp úr bókinni og spjalla
við gesti um það sem kviknar í
framhaldi af lestrinum.
Bókakaffigestur Karl Ágúst Úlfsson verður í Borgarbókasafninu í Árbæ í dag.
Karl Ágúst í bókakaffi í Árbænum
Lína langsokkur, ein vinsælasta og
ástsælasta sögupersóna Astridar
Lindgren, verður brátt á fjölunum í
þremur leikhúsum á landinu. Leik-
félag Sauðárkróks og Leikfélag
Vestmannaeyja frumsýndu leikritið
um Línu fyrr í mánuðinum og í
næstu viku fer Lína á svið hjá Leik-
félagi Fljótsdalshéraðs.
Þeir sem áhuga hafa á að kynna
sér betur þessar uppfærslur geta
gert það á slóðunum leiklist.is/lina-
frumsynd-a-austurlandi, leiklist.is/
lina-langsokkur-i-eyjum og leik-
list.is/lina-a-saudarkroki. Þrjár Samsett mynd með Línunum þremur.
Lína langsokkur á þremur stöðum