Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 31.10.2019, Blaðsíða 67
MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Verslun Snorrabraut 56, 105 Reykjavík | Sími 588 0488 | feldur.is Hlýjar og fallegar úlpur Bubbi Morthens talar ekkií kringum hlutina ífjórðu ljóðabók sinniVelkomin. Bókin er beitt og áleitin og tekst á við eitt stærsta deilumál síðustu ára; við- mót samfélagsins gagnvart fólki á flótta. Ljóðin draga fram óhugn- anlega og raunsæja mynd af hryllingi styrj- alda, en fyrst og fremst hryllingi þess að vera umkomulaus, úrræðalaus, að vera hvergi vel- komin. Á tíðum er bókin nokkuð óþægileg í lestri og hefur það líklegast verið ætlunarverk höfundar. Það er óþægilegt að lesa um börn sem fæðast í skugga styrjaldar, um foreldra sem hætta lífinu til að sigla yfir Miðjarðarhafið á gúmmíbát því það er betri kostur en að vera um kyrrt í stríðshrjáðu landi. Það er ekki síður óþægilegt að neyðast til að horfast í augu við eigið aðgerðarleysi. Hve gott maður hefur það í eigin nær- umhverfi á meðan þúsundir dvelja í tjaldbúðum fyrir utan borgir sem vilja horfa framhjá vanda- málinu. Ljóðin vekja samúð á sama tíma og þau valda samviskubiti. Þau vekja ýmsar spurningar um það samfélag sem við búum í. Er það ófært um að sýna kærleika, miskunnsemi með þeim sem fara ekki fram á neitt nema lífið? Er það orðið svo heltekið af glans- myndum í netheimum að við hundsum umheiminn? Verðugt tilefni til sjálfsrýni Ljóðin eru mörg afar pólitísk og á köflum gagnrýnin á stjórnvöld. Það skyggði að nokkru leyti á þann hluta bókarinnar sem sneri frekar að mannlegu eðli og tilfinn- ingum. Þetta sambland af ádeilu á yfirvöld annars vegar og mennsku og ómennsku hins vegar virkaði á köflum kaótískt. Að vissu leyti má segja að það dragi úr trúverðug- leika bókarinnar. Ljóð sem varpa áhugaverðu ljósi á sammannlegar eðlishvatir verða skyndilega um- deilanleg, mennskan verður um- deilanleg. Það dregur nokkuð úr áhrifum bókarinnar en eftir sem áður skilur hún mikið eftir sig. Velkomin segir á myndrænan og vel úthugsaðan hátt frá varnar- leysi hinna óvelkomnu. Bókin á brýnt og tímabært erindi í sam- tímann og er verðugt tilefni til sjálfsrýni hjá lesendum. Tilefni til að staldra við, horfa út fyrir nær- umhverfið og spyrja sig hvað það er sem raunverulegu máli skiptir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Opinskár Bubbi talar ekki í kring- um hlutina í fjórðu ljóðabók sinni. Varnarleysi hinna óvelkomnu Ljóð Velkomin bbbmn Eftir Bubba Morthens. Mál og menning gefur út. 71 bls. kilja. LILJA HRUND AVA LÚÐVÍKSDÓTTIR BÆKUR Árni Matthíasson arnim@mbl.is Aðferðir til að lifa af heitir ný skáld- saga Guðrúnar Evu Mínervudóttur. Síðasta bók hennar var smásagna- safnið Ástin, Texas og bókin nýja hefst eins og álíka safn af sögum, en sögurnar tengjast og fljótlega kem- ur í ljós skáldsaga. Guðrún segist hafa fundið sig í smásagnaskrifunum í Ástinni, Texas og hún hafi eiginlega verið að vona að fleiri smásögur kæmu, „en mín aðferð til að skrifa er sú að vera sem hlýðnust og sem undirgefnust við skáldagyðjuna. Ég byrjaði því bara að skrifa eins og þetta byrjaði að koma til mín og var komin sæmilega langt þegar ég var ekki enn þá viss hvort þetta væru smásögur með boðkefli eða hvort þetta yrði skáld- saga. Ég ákvað að vera ekkert að velta því fyrir mér, að leyfa þessu bara að fæðast, og svo varð bara til lífrænt þétt ofið plott. Það kom svolítið í ljós þegar strákurinn Aron Snær kom til sög- unnar, þá byrjaði plottið að vefast utan um hann.“ Guðrún, sem kennir ritlist, segir að þegar nemendur hennar spyrji hvort ekki sé rétt að gera beinagrind að bók áður en haldið sé af stað mæli hún ekki með því, enda sé lífrænt plott yfirleitt frumlegra og betra og slíkar sögur verði ríkari. „Það er líka skemmtilegra að skrifa þannig, að söguþráðurinn sé ekki ljós, ef maður þorir. Ef maður þorir að renna svo blint í sjóinn er það miklu skemmti- legra. Það er eins og að hlaupa niður Esjuna frekar en að fikra sig niður, miklu skemmtilegra og hættulegra og fljótlegra. Mér finnst það líka svo mikill mis- skilningur að skipuleggja þetta allt í meðvitaða huganum af því hann er svo miklu takmarkaðri en dulvitund- in eða undirmeðvitundin.“ Ástin, Texas kom út á síðasta ári og Guðrún segist ekki hafa ætlað að byrja strax á nýrri bók, hún hafi ver- ið búin á því, því þótt það hafi ekki verið þykk bók hafi verið í henni fimm sögur, fimm heimar. Fljótlega eftir að hún var búin að skila bókinni af sér gerðist hins vegar eitthvað. „Það kemur yfirleitt þannig að maður liggur milli svefns og vöku og þá byrjar eitthvert „download“ og maður getur ekkert sofnað fyrr en maður er búinn að fara fram. Ég fór því bara fram og skrifaði fyrstu eina og hálfa blaðsíðuna um hana Hönnu, sem er sextán ára og skilin eftir ein úti í einhverjum sumarbústað. Hún veit ekki hvað er í gangi og ég vissi það ekki heldur og hugsaði bara: vá, þetta er svo hversdagslegt, af hverju ætti ég að vera að skrifa um þetta? en ég er búin að læra það að hlýða skilyrðislaust og vera ekki með eitt- hvert múður þannig að ég þvældist ekki fyrir, það var galdurinn. Ég hélt því áfram og var ekkert að flýta mér, lagði alla áherslu á að fara mér hægt og hætta þegar mér fannst ég vera orðin tóm og vera ekki að kreista neitt. Ég bara komst að því að það er svo miklu fljótlegri aðferð. Hægt er hratt.“ Skemmtilegra að renna blint í sjóinn  Guðrún Eva Mínervudóttir segir lykilatriði að vera sem hlýðnust og undirgefnust við skáldagyðjuna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fann sig Guðrún segist hafa fundið sig í smásagnaskrif- unum í Ástinni, Texas. Kapalstöðin HBO hefur ákveðið að ráðast í gerð sjónvarpsþátta þar sem rakin verður forsaga þeirrar sögu sem sögð hefur verið í Game of Thrones, Krúnuleikunum. Þáttaröðin mun heita House of the Dragon, eða Hús drekans, og mun sagan gerast um 300 árum áður en saga Krúnuleikanna hófst en henni lauk nú í vor eftir átta þáttaraðir. Krúnuleikarnir eru vinsælasta sjónvarpsþáttasyrpa sögunnar og hlutu fjölda Emmy-verðlauna. Tugir milljóna manna horfðu á þættina og má því búast við að nýju þættirnir njóti líka mikilla vinsælda. Í Húsi drekans verður rakin saga Targaryen-ættarinnar og heimsálfunnar Westeros. Einn meðframleiðenda þáttanna verður höfundur Krúnuleikanna, George R.R. Martin, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Ævintýri Jon Snow og drekamóðirin Daenerys Targaryen í Game of Thrones. Forsaga Krúnu- leika í framleiðslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.