Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 58

Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 58
58 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2019 Í KEFLAVÍK Skúli B. Sigurðsson sport@mbl.is Keflavík og Skallagrímur mættust í Keflavík í 5. umferð Dominos- deildar kvenna í Blue-höll þeirra Keflvíkinga í gærkvöldi. Fyrir leik voru bæði lið með 50% sigurhlutfall og líklegt að þessi lið muni verða að slást um sæti í úrslitakeppninni þeg- ar vora tekur á næsta ári. 70:75 varð lokastaða leiksins eftir að Skalla- grímur leiddi í hálfleik með 14 stig- um. Það var mikill hraði sem ein- kenndi upphaf leiksins og á tímum svo mikill að augljóst var að liðin voru ekki að ráða við slíkt. En þegar á leið kom Skallagrímur sér hægt en örygglega í forystuna og jók hana nánast óheft til miðbiks þriðja leik- hluta. Þá tók við ótrúlegur kafli hjá Keflavík þar sem þær mokuðu sig úr 24 stiga forystu gesta sinna og komu leiknum niður í 2 stig þegar um 50 sekúndur voru til loka. Þessi frábæri kafli var ekki nóg fyrir Keflavík og kom einfaldlega of seint. Valur á toppnum Valskonur eru áfram ósigraðar í efsta sæti deildarinnar, eftir örugg- an 102:62-sigur gegn Breiðabliki í Smáranum. Jafnræði var með lið- unum í fyrri hálfleik og var staðan 45:41, Valskonum í vil, í hálfleik. Valskonur unnu hins vegar þriðja leikhluta með 32 stigum gegn 9 stig- um Blika og þar fór leikurinn. Haukar unnu í Hólminum Haukar gerðu góða ferð í Stykk- ishólm og unnu sterkan sigur gegn Snæfelli, 61:56. Snæfell leiddi eftir fyrsta leikhluta, 18:15 en Hafnfirð- ingar komu til baka í öðrum leikhluta og leiddu í hálfleik, 33:28. Haukar juku forskot sitt um fjögur stig í þriðja leik- hluta og leikmönnum Snæfells tókst ekki að svara í fjórða leikhluta. Öruggt hjá KR Þá vann KR 15 stiga sigur gegn Grindavík í Vesturbænum, 81:66. KR var með yfirhöndina í leiknum allan tímann en staðan eftir fyrsta leikhluta var 21:11, KR í vil. Jafnræði var með liðunum í öðrum og þriðja leikhluta en í fjórða leikhluta sýndu KR-ingar mátt sinn og styrk og fögnuðu sannfærandi sigri í leikslok. Skallagrím- ur vann í Keflavík  Keflavíkurliðið hrökk of seint í gang  Íslandsmeistararnir með fullt hús Morgunblaðið/Hari Í Smáranum Kiana Johnson með boltann en Fanney Lind er til varnar. Í Keflavík Emelía Ósk sækir að körfu Skallagríms í gær. Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handknattleik, lét ekki sitt eftir liggja þegar lið hans Barcelona vann öruggan sigur á þýsku meist- urunum í Flensburg 34:27. Liðin mættust í Meistaradeild Evrópu á heimavelli Flensburg í gær. Aron skoraði 5 mörk og gaf fimm stoð- sendingar á samherja sína í leikn- um. Aron verður æ mikilvægari hlekkur í liði Barcelona sem ætlar sér stóra hluti í Meistaradeildinni í vetur eins og oft áður. Barcelona er með 10 stig í riðlinum eftir 6 leiki en Flensburg 7 stig. kris@mbl.is Aron átti beinan þátt í tíu mörkum Ljósmynd/Barcelona 5 mörk Aron Pálmarsson var markahæstur gegn Flensburg. Samúel Kári Friðjónsson leikur til úrslita í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Lið hans Viking frá Stavangri vann í gær Ranheim í undanúrslitum keppninnar 3:0. Samúel Kári hóf leikinn á vara- mannabekk Viking en var kominn inn á eftir aðeins stundarfjórðung og leysti þá Kristoffer Lokberg af hólmi. Staðan var þá 1:0 fyrir Vík- ing sem mætir annaðhvort Odds Ballklubb eða Haugesund í úrslita- leiknum en þau mætast í kvöld í hinni viðureigninni í undanúrslit- unum. sport@mbl.is Samúel í úrslit bikarkeppninnar Morgunblaðið/Eggert Úrslitaleikur Samúel Kári Frið- jónsson er á leið í bikarúrslit. Blue-höllin, úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, Domnos-deildin, mið- vikudaginn 30. október 2019. Gangur leiksins: 4:6, 8:12, 10:16, 10:21, 18:27, 20:31, 23:33, 28:43, 33:53, 35:59, 41:61, 46:63, 52:63, 56:66, 62:69, 70:75. Keflavík: Daniela Wallen 25/10 frá- köst, Anna Ingunn Svansdóttir 15, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 12, Þór- anna Kika Hodge-Carr 7/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 5/8 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 4/7 KEFLAVÍK – SKALLAGRÍMUR 70:75 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2. Fráköst: 29 í vörn, 13 í sókn. Skallagrímur: Keira Robinson 29/9 fráköst/5 stoðsendingar, Emilie Hes- seldal 19/12 fráköst/5 stoðsend- ingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11, Arnina Lena Rúnarsdóttir 8, Maja Michalska 6, Gunnhildur Lind Hans- dóttir 2. Fráköst: 34 í vörn, 9 í sókn. Dómarar: Aðalsteinn Hjartarson, Gunnlaugur Briem og Jakob Árni Ís- leifsson. Meistaradeild kvenna 16-liða úrslit, seinni leikir: Twente – Wolfsburg ................................0:1  Sara Björk Gunnarsdóttir lék síðari hálf- leikinn fyrir Wolfsburg og brenndi af víti.  Wolfsburg áfram, 7:0 samanlagt. Minsk – Barcelona ....................................1:3  Barcelona áfram, 8:1 samanlagt. Lyon – Fortuna Hjörring .........................7:0  Lyon áfram, 11:0 samanlagt. Bayern München – Kazygurt...................2:0  Bayern áfram, 7:0 samanlagt. Atlético Madrid – Man. City ....................2:1  Atlético áfram, 3:2 samanlagt. Kasakstan Okzhetpes – Astana................................. 0:1  Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leik- mannahópi Astana. Hvíta-Rússland Dniapro – BATE Borisov........................ 0:1  Willum Þór Willumsson var ekki í leik- mannahópi BATE. Þýskaland Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Kaiserslautern – Nürnberg.................... 8:7  Andri Rúnar Bjarnason kom inn á hjá Kaiserslautern eftir 8 mín. í framlengingu og skoraði úr síðasta víti liðsins í víta- spyrnukeppninni.  Staðan er 2:2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Rússland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: CSKA Moskva – Ufa ................................ 1:0  Arnór Sigurðsson lék allan leikinn með CSKA en Hörður Björgvin Magnússon var á varamannabekknum. Grikkland Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Kalamata – Larissa ..................................3:0  Ögmundur Kristinsson leikur með Lar- issa. Danmörk Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Bröndby – SönderjyskE.......................... 0:1  Hjörtur Hermannsson var í liði Bröndby fram á 87. mínútu.  Eggert Gunnþór Jónsson var í byrjunarliði SönderjyskE en Ísak Óli Ólafsson á bekknum. Noregur Bikarkeppnin, undanúrslit: Viking – Ranheim.................................... 3:0  Samúel Kári Friðjónsson kom inn á hjá Viking á 26. mínútu. Axel Óskar Andrésson er frá keppni vegna meiðsla.  Dominos-deild kvenna Keflavík – Skallagrímur ...................... 70:75 KR – Grindavík..................................... 81:66 Breiðablik – Valur .............................. 62:102 Snæfell – Haukar.................................. 56:61 Staðan: Valur 5 5 0 466:311 10 Haukar 5 4 1 351:305 8 KR 5 4 1 396:358 8 Skallagrímur 5 3 2 351:338 6 Keflavík 5 2 3 354:347 4 Snæfell 5 2 3 327:350 4 Breiðablik 5 0 5 297:409 0 Grindavík 5 0 5 293:417 0 Evrópubikarinn Darussafaka – UNICS Kazan ............ 77:79  Haukur Helgi Pálsson skoraði 5 stig, tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu fyrir Kaz- an. Danmörk Herlev – Horsens................................. 85:88  Finnur Freyr Stefánsson þjálfar Hor- sens. NBA-deildin LA Lakers – Memphis ....................... 120:91 Miami – Atlanta .................................. 112:97 Denver – Dallas ................................ 106:109   Topplið 1. deildar karla í körfu- knattleik, Hamar í Hveragerði, hefur ákveðið að láta miðherjann Kinu Rochford fara. Rochford lék mjög vel með Þór Þorlákshöfn í efstu deild í fyrra en hefur ekki látið eins mikið að sér kveða hjá Hamri. Skoraði hann tæp 12 stig að meðaltali og tók rúm 9 fráköst að jafnaði. Ham- ar hefur unnið alla fimm leiki sína í upphafi Íslandsmótsins og liðið virðist líklegt til að fara upp um deild. Hamar lét Rochford fara Kinu Rochford Meistarar Vals eiga fimm leikmenn og Haukar fjóra í 16 kvenna lands- liðshópi Íslands í körfubolta sem Benedikt Guðmundsson valdi í gær. Æfingahópurinn kemur saman 10. nóvember til undirbúnings fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM 2021. Ísland mætir Búlgaríu í Laugardalshöll 14. nóvember og verður frítt á leikinn, og liðið leikur svo við Grikkland ytra 17. nóvember. Tveir nýliðar eru í hópnum, þær Eva Margrét Kristjánsdóttir og Lovísa Henningsdóttir úr Haukum. Hópurinn: Bríet Sif Hinriks- dóttir, Dagbjört Dögg, Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Eva Margrét Krist- jánsdóttir, Guð- björg Sverris- dóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Hallveig Jóns- dóttir, Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Lovísa Björt Hennings- dóttir, Salbjörg Ragna Sævars- dóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Sig- rún Björg Ólafsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Sylvía Rún Hálfdán- ardóttir, Þóra Kristín Jónsdóttir. Fimm úr Val og fjórar úr Haukum í landsliðshópnum Helena Sverrisdóttir UEFA, knattspyrnusamband Evr- ópu, leggur aðildarsamböndum sín- um til fé ár hvert til eflingar barna- og unglingastarfi. Að þessu sinni fær KSÍ um 60 milljónir króna. UEFA gerir kröfu um að upp- hæðin skiptist á milli félaga í efstu deild karla og fá því félögin 12 sem áttu lið í Pepsi Max-deild karla í sumar 5.080.702 krónur hvert. Stjórn KSÍ, undir formennsku Guðna Bergssonar, ákvað að leggja til 60 milljónir króna til viðbótar til barna- og unglingastarfs, og skipt- ist sú upphæð á milli félaga sem ekki áttu lið í efstu deild karla. Fé- lögin þurfa að sýna fram á að þau haldi úti yngri flokkum beggja kynja og hafi samþykkta áætl- un um uppeldis- starf. Félög sem áttu lið í úrvalsdeild eða 1. deild kvenna, eða í 1. deild karla, fá 2.300.000 kr. hvert, félög úr 2. deild karla 1.450.000, félög í 3. og 4. deild karla og 2. deild kvenna fá 950.000 kr. og fimm félög með sameiginleg lið í meistaraflokki fá 600.000 hvert. KSÍ útdeilir 120 milljónum króna til aðildarfélaga Guðni Bergsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.