Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 1

Morgunblaðið - 31.10.2019, Side 1
F I M M T U D A G U R 3 1. O K T Ó B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  256. tölublað  107. árgangur  SÖNN AND- RÚMSLOFTI BÓKARINNAR ANDVARPAÐ YFIR ÓMEGÐ ÚTVEGURINN BREYTIST Í TAKT VIÐ TÍMANN HLAÐVARP UM BARNEIGNIR 14 200 MÍLUR 48 SÍÐURATÓMSTÖÐIN SETT UPP 63 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Íslenskar konur eiga stóran hlut í vel- gengni þriggja af stærstu bíómynd- um ársins í Hollywood. Hildur Guðna- dóttir tónskáld samdi tónlistina í stórmyndinni Joker sem er á hvers manns vörum þessa dagana. Myndin er sem stendur í sjöunda sæti yfir vin- sælustu myndir ársins sé horft til að- sóknar. Heba Þórisdóttir förðunarmeistari gefur Hildi ekkert eftir. Hún er titluð yfirmaður förðunardeildar í tveimur stórmyndum í ár. Eins og áður er Heba náinn samstarfsmaður hins vin- sæla leikstjóra Quentins Tarantino og stýrir förðuninni í nýjustu mynd hans, Once Upon a Time in Holly- wood. Hún hafði sama hlutverk í stór- myndinni Captain Marvel sem er Stór hlutverk í Hollywood  Hildur Guðnadóttir og Heba Þórisdóttir í lykilhlutverkum við gerð þriggja af stærstu kvikmyndum ársins  Athyglisvert framlag Íslendinga síðasta áratuginn Gjöfult ár » Hildur Guðnadóttir samdi tónlistina við kvikmynda Joker sem er sjöunda tekjuhæsta mynd ársins. » Heba Þórisdóttir sá um förðun í Captain Marvel sem er fjórða stærsta mynd ársins. » Heba sá jafnframt um förð- un í nýjustu kvikmynd Quent- ins Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood. Heba Þórisdóttir Hildur Guðnadóttir MÞrettán hundruð milljarðar … »6 fjórða stærsta mynd ársins. Myndin vakti athygli fyrir það að vera fyrsta ofurhetjumyndin með kvenhetju í að- alhlutverki sem tók inn yfir eina millj- ón dollara í miðasölu. Heba sá einmitt sérstaklega um förðun aðalpersón- unnar sem Brie Larson lék. Þegar rýnt er í þær myndir sem Ís- lendingar hafa komið nálægt í Holly- wood á liðnum áratug kemur í ljós hversu ótrúlegir peningar eru þar að baki. Í yfirferð Morgunblaðsins kem- ur í ljós að umræddar myndir hafa tekið inn vel yfir eitt þúsund og þrjú hundruð milljarða íslenskra króna.  Ekki hefur verið hugað að því í nýju frumvarpi um frystingu olíu- leitar við Ísland hvað verði um 25% hlut Íslands hefji Norðmenn vinnslu á sínum hluta Drekasvæðisins. Guðni A. Jóhannesson orku- málastjóri segir í samtali við Morg- unblaðið í dag að mögulega gætu það verið gríðarleg verðmæti sem Íslendingar kasti frá sér, ef ekki verður tekin afstaða til þessa í frumvarpinu. »34 AFP Borpallur Lagt er til í lagafrumvarpi að olíuleit við Ísland verði fryst á næstunni. Kasti mögulega verðmætum á glæ Að minnsta kosti tíu kafbátar rúss- neska Norðurflotans taka nú þátt í einni umfangsmestu æfingu hans frá lokum kalda stríðsins. Talið er að til- gangur æfingarinnar sé að sýna mátt og megin Norðurflotans, meðal annars með því að kafbátarnir sigli óséðir um GIUK-hliðið svonefnda og inn á Atlantshaf, en undir því heiti gengur hafsvæðið milli Grænlands, Íslands og Bretlandseyja. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir í samtali við Morg- unblaðið að æfing Rússa sé í stærra lagi, en þó enn sem komið er hefð- bundin. Æfingin snýst að hans mati um að æfa varnir Rússa í norð- anverðu Noregshafi og Barentshafi, en þar halda þeir úti stórum eld- flaugakafbátum, sem skipta lyk- ilmáli í vörnum landsins. »22 AFP Kafbátar Rússar hafa hafið stóra flotaæfingu í Norðurhöfum. Rússar sýna mátt sinn og megin Þessi fallegi selur er á meðal þeirra skemmti- legu og kyndugu skepna sem kafarinn Erlendur Bogason hefur myndað neðansjávar. Erlendur hyggst í nóvember kynna merki- legan nýjan myndavef, sjavarlif.is, þar sem hann hefur safnað saman bestu myndum sínum af þeim lífverum sem hafa orðið á vegi hans ofan í sjónum, en nánar er rætt við Erlend í 48 síðna fylgiriti Morgunblaðsins í dag. Ljósmynd/Erlendur Bogason Syndandi selurinn situr fyrir á sjávarbotninum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.