Morgunblaðið - 06.11.2019, Side 8

Morgunblaðið - 06.11.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019 Fyrrverandi formaður banka-nefndar Bandaríkjaþings og fyrrverandi aðstoðarforstjóri stofn- unar Bandaríkjanna um vinnu- markaðstölfræði rituðu saman grein í The Wall Street Journal og bentu á að umræðan um tekju- ójöfnuð væri á villi- götum. Aldrei í sögu Bandaríkjanna hefði meira farið fyrir þessari um- ræðu en tölur sem birtar væru og sýndu 17-faldan tekjumun efsta og neðsta tekjufimmt- ungsins gæfu mjög skakka mynd.    Það sem gleymd-ist í þessum samanburði væri að þeir í hæsta fimmtungnum greiddu nær 2⁄5 allra skatta.    Þá væri horft framhjá þeimmiklu millifærslum sem banda- ríska ríkið stæði fyrir og skiluðu 9⁄10 af tekjum neðsta fimmtungsins og meira en helmingi tekna næst- neðsta fimmtungsins.    Að sögn höfundanna margfaldarþessi skekkja muninn á hæsta og lægsta tekjufimmtungnum. Munurinn er 3,8-faldur en ekki 17- faldur, eins og oft er haldið fram.    Þessi skekkja í slíkum saman-burði einskorðast ekki við Bandaríkin. Þekkt er úr um- ræðunni víðar, meðal annars hér á landi, að þegar talað er um ójöfnuð er horft á tekjur fyrir skatta, en ekki eftir skatta og þær marg- víslegu millifærslur sem í boði eru.    Og eins og Phil Gramm and JohnF. Early benda á í grein sinni er mikilvægt að þessi umræða byggist á staðreyndum. Phil Gramm Ýktur ójöfnuður STAKSTEINAR John F. Early Bankastræti 12 | Sími 551 4007 | skartgripirogur.is Demantar í úrvali fyrir ástina þína Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Ég vona að það fari að hilla undir lok rannsókna þessara mála. Það er í raun lítið hægt að segja um málin sjálf. Þau eru bara á rannsóknar- stigi,“ segir Þorkell Ágústsson, rann- sóknarstjóri flugsviðs hjá Rann- sóknarnefnd samgönguslysa. Þrjú mál eru skráð opin hjá nefnd- inni er lúta að veikindum og vanlíðan áhafnarmeðlima flugvéla. Elsta málið er frá því í febrúar 2016 og er lýst með þeim hætti að tveir áhafnarmeðlimir hafi farið úr farþegarými inn í flug- stjórnarklefa eftir að hafa orðið varir við svima og ekki liðið vel. Báðir hafi sett á sig súrefnisgrímu þar inni og liðið betur eftir á. Einnig er til rann- sóknar mál frá því í desember 2017 þar sem tvær flugfreyjur veiktust í flugi frá Seattle til Íslands. Önnur taldi sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun í fluginu og verið frá vinnu síðan. Þriðja málið er af svipuðum toga. Tvær flugfreyjur veiktust í flugi frá Washington til Keflavíkur í ágúst 2018. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi síðan. „RNSA rannsakar hvort starfs- umhverfi flugfreyjanna tengist veik- indunum, en RNSA hefur önnur sam- bærileg mál til rannsóknar,“ segir á vef nefndarinnar. „Það er erfitt að ná einhverjum sönnunargögnum í þessum tilfellum. Rannsóknin er ekki stopp, við þurfum bara að glíma við hverful sönnunar- gögn. Þegar við komum á staðinn þá er allt farið,“ segir Þorkell. Hann seg- ir að rannsókn nefndarinnar nái víðar en til þriggja áðurnefndra mála. „Til- vikin gætu verið fleiri þótt við höfum ekki opnað þau sem mál. Við skoðum allt sem við náum að tengja við vanlíð- an í vélunum.“ hdm@mbl.is Glíma við hverful sönnunargögn  Þrjú mál er snúa að veikindum flugfreyja í rannsókn  Tilvikin gætu verið fleiri Skrifað hefur verið undir kjara- samning iðnaðarmanna í RSÍ, Samiðn og VM við Landsvirkjun, sem er nú í kynningu og atkvæða- greiðslu. Upphafshækkun kaup- taxta er sú sama í krónutölu og í lífskjarasamningunum eða 17 þús. kr., sem er afturvirk frá 1. apríl sl. Þrjár hækkanir sem koma til á árunum 2020 til 2022 eru hins veg- ar nokkru hærri eða 24 og 25 þús- und kr. Í bókun um endurskoðun vinnu- fyrirkomulags og ábataskipti kem- ur fram að gera megi ráð fyrir að dregið verði úr yfirvinnu á flestum starfsstöðvum Landsvirkjunar sem muni hafa í för með sér nokkra lækkun launakostnaðar. Í því felist ábati sem fyrirtækið skuldbindur sig til að deila með starfsmönnum. Hluta ábatans hef- ur verið veitt inn í launatöfluna með viðbótarhækkun mánaðar- launa umfram almennar hækkanir kauptaxta og þegar endurskoðað vinnufyrirkomulag liggur fyrir mun Landsvirkjun einnig gera til- lögu um frekari hlutdeild starfs- manna í ábata. Í kjarasamningnum er kveðið á um styttingu vinnutímans í 36 virkar stundir á viku með endur- skoðun vinnufyrirkomulags sem taki gildi 1. apríl næstkomandi. Einnig var samið um desember- og orlofsuppbætur. Desem- beruppbót í ár verður 132.071 kr. og hækkar svo árlega upp í 142.226 á árinu 2022. Orlofsuppbót verður sama krónutala og desemberuppbótin og hækkar með sama hætti. Verði samningurinn samþykktur gildir hann til 1. nóvember 2022. omfr@mbl.is Deila ábata með starfsmönnum  Vinnuvikan í 36 stundir 2020 í Lands- virkjunarsamningi Morgunblaðið/Golli Samkomulag Iðnaðarmenn gerðu kjarasamning hjá Landsvirkjun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.