Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.11.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019 Hvaða súkkulaðimoli er þinn uppáhalds? Gæðasúkkulaðið frá Lindt fæst í næstu verslun París. AFP. | Bandaríska geimfarið Voyager 2 sendir enn mikilvæg gögn til jarðar, 42 árum eftir að geimvísindastofnunin NASA skaut því á loft ásamt systurfarinu Voy- ager 1. Vísindamenn stofnunar- innar segja að Voyager 2 hafi veitt mjög mikilvægar upplýsingar um sólarvinda, segulsvið sólar og geim- geisla við sólvindsmörkin, þar sem sólvindurinn mætir vindum mið- geimsins, þ.e. geimsins milli stjarn- anna í Vetrarbrautinni. Þeir bæta þó við að í hvert sinn sem ráðgáta hafi verið leyst hafi önnur skotið upp kollinum. Voyager 2 var skotið á loft 20. ágúst 1977, sextán dögum á undan systurfarinu, en var um sjö árum lengur að komast að ytri mörkum sólvindshvolfsins sem er í um 18 milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Hvolfið er myndað af segulsviði sólar og sólvindum sem ná þriggja milljóna kílómetra hraða á klukkustund. Gert er ráð fyrir því að samband haldist við geimförin tvö í um fimm ár til viðbótar, eða þar til þau verða rafmagnslaus. „Þau eiga eftir að endast lengur en jörðin,“ sagði Bill Kurth, geimvísindamaður við Iowa- háskóla. „Þau verða á eigin braut í um fimm milljarða ára eða lengur og líkurnar á því að þau lendi í árekstri eru engar.“ J ú p iter S a tú rn u s Ú ra n u s N e p tú n u s Voyager 1 stefndi í átt að stjörnu- merkinu Naður- valda Voyager 2 stefndi í átt að stjörnumerkinu Bogmanninum 12 nóv. 1980 25. ágúst 1981 V2 og V1 skotið á loft 20. ágúst/5. sept. 1977 5. mars/9. júlí 197924. jan. 1986 25. ágúst 1989 Íó Evrópa Innri jaðar sólvindhvolfsins Geimfarið Voyager 2 og systurfar þess á ferð í miðgeimi Heimild: NASA NASA skaut geimfarinu á loft 1977 ásamt Voyager 1 til að rannsaka sólkerfið Sólin Sólvindshvolf: Svæðið sem sólin hefur áhrif á 2012: Voyager 1 fór út úr sólvindshvolfinu 5. nóv. 2018: Voyager 2 fór út fyrir sólvindsmörkin M ið ge im ur Miðgeims- vindar Högg- bylgjur Sólvindsmörk: Endimörk sólvindsins, Er núna meira en 18,3 milljarða km frá jörðinni Getur sent gögn til jarðar til ársins 2025 Þyngd: 722 kg Hraði: meira en 55.000 km/klst. UPPGÖTVANIR Fundu 24 tungl við Júpiter og Satúrnus Úranus og Neptúnus (Voyager 1 og 2) Vísbendingar fundust um haf undir ísskorpu Evrópu, tungls Júpiters (V1 & 2) Vísbendingar um virk eldfjöll á tunglinu Íó við Júpiter (V1) Fyrstu myndirnar af hringjum Júpiters, Úranus og Neptúnus þar sem hann mætir miðgeimsvindum Sendir enn gögn úr geimnum Teheran. AFP. | Hassan Rouhani, for- seti Írans, sagði í gær að Íranar hefðu hafið auðgun úrans að nýju í neðanjarðarverksmiðju sunnan við Teheran vegna þeirrar ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að segja upp kjarnorkusamningi við klerkastjórnina í Íran frá árinu 2015 og hefja refsiaðgerðir gegn landinu að nýju. Þetta er í fjórða sinn sem stjórn- völd í Íran tilkynna aðgerðir sem miða að auðgun úrans frá því að Trump sagði samningnum upp í maí á síðasta ári og hóf refsiaðgerðirnar. Með samningnum við Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína, Rúss- land og Þýskaland skuldbatt klerka- stjórnin í Íran sig til að takmarka verulega kjarnorkuáform sín og auðgun úrans gegn því að viðskipta- þvingunum gegn landinu yrði aflétt. Hin löndin sögðust ætla að standa við samninginn og töldu að Íranar hefðu staðið að fullu við skilmála hans. Talsmaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sagði að hún hefði áhyggjur af ákvörðun Írana um að hefja auðgun úrans og að áfram- haldandi stuðningur ESB við samn- inginn væri háður því að Íranar virtu skilmála hans að fullu. Stjórnvöld í Rússlandi sögðust einnig hafa áhyggjur af ákvörðuninni þótt sam- skipti þeirra við klerkastjórnina séu góð. Talsmaður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta sagði að Rússar vildu að staðið yrði við samninginn og skildu óánægju Írana með „for- dæmislausar og ólöglegar refsi- aðgerðir“ Bandaríkjastjórnar. Rouhani sagði að Íranar vildu samningaviðræður um lausn deil- unnar og myndu draga ákvörðunina til baka ef refsiaðgerðunum yrði af- létt. Stjórn Írans hefur lagt fast að leiðtogum Evrópuríkjanna að finna leið til að sneiða hjá viðskiptabanni Bandaríkjastjórnar á Íran til að bjarga samningnum en þeim hefur ekki tekist það. Ellie Geranmayeh, sérfræðingur í málefnum Írans við hugveituna European Council on Foreign Relations, sagði að markmiðið með ákvörðun Írana væri ekki að hefja framleiðslu kjarnavopna, heldur að knýja Evrópuríkin til að finna leið til að bjarga samningnum. AFP Rouhani Forseti Írans tilkynnir ákvörðunina um að hefja auðgun úrans. Hefja auðgun úrans að nýju  Íranar hvattir til að virða samninginn Heba Abu Sabha, 26 ára palest- ínskur býflugnabóndi, skoðar bý- flugur í býli sínu í palestínska þorp- inu Khuzaa í grennd við borgina Khan Yunis á Gaza-svæðinu, ná- lægt landamærunum að Ísrael. Abu Sabha hóf býflugnarækt fyrir nokkrum árum til að sjá fjölskyldu sinni farborða. Um 300 bændur á Gaza-svæðinu, með um 16.000 býflugnabú, fram- leiða um það bil 120 tonn af hun- angi á ári, að sögn fréttaveitunnar AFP. AFP Býflugnabóndi á Gaza hugar að framleiðslunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.