Morgunblaðið - 06.11.2019, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 06.11.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019 eftir þá helgina í lagfæringu. Stefán talaði þá um hvort kannski væri kominn tími til að færa sig annað. Hann lét þó ekki verða af því enda vanafastur. Það er komið að leiðarlokum elsku Stefán. Ég kveð þig með þakklæti og virðingu. Þú komst til dyranna eins og þú varst klæddur, jarðbundinn og laus við allt yfirlæti, mjög skipulagð- ur og nýtinn. Oft fannst mér þú fullákafur bílstjóri og varst alltaf að flýta þér en allt fór þó vel. Áhugamálin þín voru vinna og aftur vinna, vélar og tæki, fréttir og veður og þá voru Abba og rauður ópal í uppáhaldi. Elsku Elsa mín, ég votta þér mína dýpstu samúð. Þú hefur misst góðan lífsförunaut. Óskar S. Jóhannesson. Stefán Gíslason flugstjóri var einn af frumkvöðlum Loftleiða. Hann byrjaði sem flugleiðsögu- maður og varð síðan flugstjóri með fyrstu flugmönnum þess fé- lags. Hann var einstaklega fær maður hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Ég varð þess aðnjótandi að kynnast honum öllu nánar en flestir flugmenn þar sem við unnum saman í félagsmálum, samninganefnd flugmanna og vorum mikið saman í þjálfun á DC 8-flugvélum Loftleiða. Það var einstakt samstarf. Ég var þá aðstoðarflugmaður og ekki bú- inn að vinna nema nokkur ár hjá Loftleiðum. Hann var mín fyrirmynd í flestu. Ég lærði ýmislegt þegar ég fylgdist með flugstjórum og hann kenndi mér hvernig ég ætti að vera sem flugmaður. Hann var yfirvegaður og ákveðinn, kom fram við alla sem jafningja og skipti ekki skapi. Það var einnig stórmerkilegt hversu veðurheppinn hann var. Ég hreinlega man ekki til þess að hann hafi lent flugvélinni nema á fyrirhuguðum áfanga- stað þó svo hann þyrfti kannski að gera meira en eina tilraun til lendingar. Það var unun að fylgj- ast með hversu rólegur hann var við erfiðar aðstæður. Þegar við vorum saman í þjálfun erlendis var ég og mín fjölskylda alltaf tekin til jafns við hans fólk og myndaðist vinátta sem aldrei dofnaði. Stefán og Elsa voru okkur svo góð að ég mun aldrei gleyma því. Hann var slíkur orkubolti, að oft eftir flug frá New York til Ís- lands brá hann sér í vinnugall- ann og stóð allan daginn á loft- bor við undirbúning byggingar húss síns á Rauðarárstíg, þar sem hann rak bílaleigu og notaði þá þekkingu sína á flugvélum og skipti um parta í bílunum eftir vissa notkun eins og gert er við flugvélar. Með allri þessari vinnu byggði hann sumarhús í Dölunum og gerði þar stöðuvatn, vann sjálfur á jarðýtu við það verk. Hann var helsti og jafnframt besti samningamaður stéttar- félags okkar flugmanna og sem dæmi að þegar aðrir samninga- nefndarmenn höfðu gefist upp á að ná saman kláraði hann samn- inginn. Stebbi minn. Ég var hjá þér rétt fyrir það sem sonur þinn Össi kallaði síðasta flugtakið og sá í hvað stefndi. Ég veit að slíkur atorkumaður sem þú varst hefðir ekki haft mikla löngun til langrar rúmlegu og ég er viss um að þú hefur kvatt sáttur. Það var mér mikill heiður að vera vinur þinn í öll þessi ár. Ég mun halda áfram að koma til Elsu á Eir. Ég votta Elsu og börnunum þínum ásamt öllum ættingjum samúð mína. Ég veit að þú verður í huga okkar allra um ókomna tíð. Njóttu nú þessarar flugferðar, sennilega í biðflugi eftir Elsu um einhvern tíma. Baldur H. Oddsson. ✝ GuðlaugurGuðjónsson fæddist 1. júlí 1928 á Ytri-Lyngum í Meðallandi. Hann lést 4. október 2019 á Hjallatúni í Vík. Foreldrar hans voru Guðlaug Oddsdóttir hús- freyja, f. 19. apríl 1904, d. 22. nóvem- ber 2001, og Guð- jón Ásmundsson, f. 10. maí 1891, d. 13. nóvember 1978, bóndi, Ytri-Lyngum. Guðlaugur var næst elstur 13 barna þeirra. Systkini hans eru; Guðmundur f. 6. júní 1927, d. 25. janúar 2002, Oddný Margrét, f. 20. ágúst 1929, Vilborg, f. 16. sept- ember 1930, d. 4. maí 2012, Sig- rún, f. 11. febrúar 1932, Vigfús, f. 9. júní 1934, d. 3. ágúst 1935, Vigfús, f. 3. júlí 1935, d. 27. september 1960, Dagbjartur, f. 17. apríl 1937, d. 14. janúar 1993, Jóhanna, f. 18. júní 1939, Fyrri sambýlismaður var Bene- dikt Ragnarsson, f. 9. júlí 1968, d. 25. febrúar 2000. Barn þeirra er Fannar Þór, f. 10. maí 1993. Guðlaugur ólst upp í Meðal- landinu og lærði þarf hefð- bundin störf ungra manna á sveitaheimilum fyrri tíðar. Hann fór í barnaskóla í sveit- inni og sótti sér réttindi til að keyra bíla auk vinnuvélarétt- inda. Guðlaugur starfaði mest- alla starfsævi sína á skurð- gröfu. Um 1953 vann hann á víragröfu í Meðallandinu hjá Vélasjóði ríkisins og upp frá því varð hann sjálfstæður verktaki og hvarvetna þekktur sem Gröfu-Laugi. Árið 1962 stofnaði hann fyrirtækið Landþurrkun með Jóhannesi Árnasyni og fleirum. Frá 1972 starfaði hann í samstarfi við Ræktunarsam- bandið Hjörleif, sem hann keypti svo árið 1988. Árið 1989 stofnaði hann fyrirtækið Fram- rás ásamt börnum sínum og tengdadóttur og starfaði þar á gröfu þar til hann hætti form- lega að vinna, en fylgdist vel með starfseminni eftir það og sá um kaffistofnuna til ársins 2017. Útför Guðlaugs var gerð frá Víkurkirkju 19. október 2019. Sigurður, f. 18. nóvember 1940, Ás- laug, f. 2. nóvem- ber 1942, Sigur- sveinn, f. 6. ágúst 1945, og Steinunn, f. 9. febrrúar 1947. Eiginkona Guð- laugs var Ragnhildur G. Ár- sælsdóttir, f. 5. jan- úar 1929 á Reynis- hólum í Mýrdal, d. 11. nóvember 2008. Þau gengu í hjónaband 26. desember 1960. Börn þeirra eru: 1) Ársæll, f. 14. júlí 1961, maki Bryndís Fanney Harðardóttir, f. 19. júlí 1959. Börn þeirra eru Ragna Björg, f. 19. febrúar 1985, og Þráinn, f. 1. júní 1987. Barnabörn þeirra eru, Árdís Rún, f. 10. janúar 2013, Ármann Dagur, f. 30. jan- úar 2016, og Sóley Sif, f. 30. janúar 2018. 2) Jóhann, f. 11. október 1965. 3) Dagrún, f. 29. júlí 1970, maki Sigurður Ólafur Jónsson, f. 25. nóvember 1956. Að alast upp í einni fegurstu sveit landsins hjá ástríkum for- eldrum eru forréttindi sem ekki öllum er gefin og lærist að meta með aldrinum. Ég var svo heppin að hafa notið þess að fá að alast upp í Reynishverfi í Mýrdal milli jökulsins og sjávarins og eiga það- an góðar minningar. Í pínulitla húsinu á Reynishólum þar sem er einstakt útsýni virtist vera rúm fyrir alla og þar var gott að vera þótt hrikti stundum í. Undir styrkri stjórn mömmu sem sá til þess að allir hefðu fæði og klæði við þær óvenjulegu aðstæður að heimilisfaðirinn var sjaldan heima heldur einhvers staðar út í mýri úti um allar sveitir að grafa á skurðgröfunni ólu þau upp okkur systkinin og tókst bara bærilega til þrátt fyrir ýmiss konar áskor- anir sem lífið færði þeim. Á sumr- in kom pabbi oftast heim á laugar- dagskvöldum og sunnudagar voru sæludagar. Þá var oft farið í ísbílt- úr til Víkur, farið á fjöru, kíkt í heimsókn til sveitunganna eða farið austur yfir sand og heilsað upp á ömmu eða eitthvert af systkinum hans pabba. Veturnir voru svolítið öðruvísi. Þá var pabbi mikið heima, stundum inni- lokaður í marga daga vegna ófærðar, jafnvel í rafmagnsleysi, það þótti honum ekki skemmti- legt. Þorláksmessa var ávallt einn af uppáhaldsdögunum, þá var borðuð skata og oft var glatt á hjalla, sérstaklega þegar Gunn- steinn var heima. Innkaupaferðir þeirra mága á Þorláksmessu voru oft í minnum hafðar. Á síðasta degi ársins var farið til Víkur fyrir hádegi, skattarnir borgaðir á hreppsskrifstofunni og þegið kon- fekt að launum. Þegar leið á kvöldið var kveikt í sinu svo eldar loguðu um allt hverfið. Eftir ára- mót tók við bókhaldsvinnan, gerð- ir reikningar fyrir vinnu síðasta árs og kvittanir settar í möppu. Ég fékk að hjálpa til og fannst þetta miklu skemmtilegra en pabba. Svo þurfti að reyna að fá reikningana borgaða. Þá var keyrt af stað milli bæja, út undir fjöll og austur yfir sand, drukkið kaffi og spjallað á hverjum bæ. Það virkaði betur að skilja skjala- töskuna eftir heima, setja reikn- ingana í plastpoka og hafa stelp- una með. Stundum var farið til Reykjavíkur, keyptir varahlutir í Globus og systurnar sem bjuggu í bænum heimsóttar. Ein ferðin er eftirminnilegri en aðrar, þá fórum við tvö saman og keyptum Ko- matsu-gröfu og bleikt flauelsefni í Vogue sem mamma saumaði síð- an buxur úr af sinni alkunnu snilld. Það er dýrmætt að eiga þessar minningar nú þegar komið er að leiðarlokum. Það eru ótrú- legar breytingar sem gerast á einu æviskeiði og þróunin heldur áfram. Fannar minn minnist fjöruferða í Reynisfjöru með ömmu og afa í Vík þegar voru engir ferðamenn. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að njóta þess að eiga góðan pabba sem hafði oftast trú á dóttur sinni og kenndi mér svo margt, meira að segja að prjóna. Ég ætla að gera mitt besta að tileinka mér skaftfellska æðruleysið og koma því til næstu kynslóða að „allt fer einhvern veginn“ eins og pabbi hughreysti mig einu sinni með. Ég sakna þess mikið að eiga ekki lengur von á símtali á kvöldin og eiga spjall um allt og ekkert en minningin lifir. Takk pabbi minn. Dagrún Guðlaugsdóttir. Guðlaugur Guðjónsson, Laugi í Hólunum eða Guðlaugur frá Lyngum, er eftirminnilegur mað- ur. Líklega er elsta minning mín um hann þegar hann og Gunn- steinn í Teigagerði komu í heim- sókn á æskuheimilið á Norður- Fossi á Þorláksmessu, a.m.k. Gunnsteinn aðeins við skál, glettni og ólíkur hlátur þeirra mága greyptist í huga sveita- stráksins. Ég varð síðan þeirrar gæfu að- njótandi að vinna með Lauga á skurðgröfu í allmörg sumur með- fram námi. Unnið var hjá bænd- um vítt og breitt á Suðurlandi; Landeyjunum, undir Eyjafjöllum, Mýrdalnum og fyrir austan Sand. Laugi var einstaklega ljúfur yfir- maður og samferðamaður, skipti aldrei skapi þótt nýliðinn væri klaufskur, a.m.k. til að byrja með. Minnisstæðir eru Moskovicharnir sem Laugi átti, ekki síst þegar annað afturhjólið tók fram úr okk- ur undir Fjöllunum, löngu áður en þar kom bundið slitlag, og Laugi útskýrði um leið að nú mætti hann ekki stíga á bremsuna til að missa ekki bremsuvökvann, og síðan tók við leit að dekkinu úti í þýfðum móanum. Við unnum á átta tíma vöktum allan sólarhringinn. Ógleymanleg eru vaktaskiptin um fjögurleytið að morgni lengst úti í mýrum og maður fékk á tilfinninguna að fuglarnir væru líka að fara á fæt- ur. Fyrri árin dvöldum við á heim- ilum bænda og var fróðlegt að kynnast bændum og búaliði vítt og breitt um héraðið en síðan fjár- festi Laugi í hjólhýsi þar sem gott var að leggja sig. Megi Guðlaugur hvíla í friði, björt er minningin um ræktunar- og framkvæmdamanninn góða. Sigurður Sigursveinsson. Guðlaugur Guðjónsson Grónum götum geng ég á gamlar slóðir kanna eru kynnin ekki fá endurminninganna. Með þessum örfáu línum vil ég kveðja Sirrý systur mína sem ég hef verið samtíða í rúm níutíu ár. Það fer ekki hjá því að við fráfall hennar myndast stórt tóm í til- veruna eftir svo langa samveru. Hún dvaldi síðustu tvö árin á Droplaugarstöðum, þar sem hún naut góðrar umönnunar og leið vel eftir atvikum, en henni hafði daprast bæði sjón og heyrn, svo hún gat ekkert gert sér til af- þreyingar, en naut þess samt að fá heimsóknir frá ættingjum sín- um og vinum. Þegar ég heimsótti hana og sat Sigurrós Guðbjörg Eyjólfsdóttir ✝ Sigurrós Guð-björg Eyjólfs- dóttir fæddist 23. ágúst 1922. Hún lést 15. október 2019. Útför Sigurrósar fór fram 28. októ- ber 2019. hjá henni aldrei skemur en í einn til tvo klukkutíma voru gamlir tímar rifjaðir upp allt frá barn- æsku og kynni af fólki sem við báðar höfðum þekkt og stundum voru líka rifjuð upp sextíu til sjötíu ára gömul dægurlög sem við báðar höfðum lært úr útvarpinu og kunnum og höfð- um ánægju af. Í síðasta skiptið sem ég kom til hennar, daginn áður en hún lést, varð heimsóknin ekki mjög löng því töluvert var af henni dregið og við kvöddumst innilegar en nokkru sinni fyrr eins og við fyndum á okkur að þetta gæti orðið í síðasta skiptið sem við sæjumst í þessu lífi, sem mér datt samt ekki í hug á þeirri stundu. En einu sinni verður allt fyrst og síðast og hún þráði orðið hvíldina svo þess vegna samgleðst ég henni að losna úr viðjum líkam- ans og hitta aftur alla ástvini sína í Sumarlandinu. Sigríður (Sigga). Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN BJÖRNSSON fisksali, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 1. nóvember. Útför auglýst síðar. Svana Ragnheiður Júlíusdóttir Jóhanna Bjarney Jónsdóttir Guðjón Már Sverrisson Katrín Thelma Jónsdóttir Jón Sverrir Jónsson og barnabörn Elskuleg eiginkona mín, systir, mágkona og tengdadóttir, HILDUR DAVÍÐSDÓTTIR, Háteigsvegi 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 1. nóvember. Úförin verður auglýst síðar. Hreinn Hafliðason Valborg Davíðsdóttir Ragnar Breiðfjörð Ragnarsson Kristrún Davíðsdóttir Ásgeir Eiríksson Jenný Davíðsdóttir Ólafur Einarsson Elsa María Davíðsdóttir Daníel Sveinsson Jónína B. Sigurðardóttir Hafliði Hjartarson Hjörtur Hafliðason Anna Bára Baldvinsdóttir og systkinabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGNA HALLBERG HALLSDÓTTIR, lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð laugardaginn 2. nóvember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11. nóvember klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Oddfellow- regluna á Akureyri. Ólafur Búi Gunnlaugsson Agnes Jónsdóttir Halla S. Gunnlaugsdóttir Haukur Harðarson Helga H. Gunnlaugsdóttir Stefán Birgisson ömmu- og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA S. HANNESDÓTTIR frá Hnífsdal, lést á Hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði, sunnudaginn 27. október. Útför hennar verður gerð frá Hnífsdalskapellu laugardaginn 9. nóvember klukkan 14. Hannes Óskarsson Sigríður Jóna Þráinsdóttir Friðbjörn Óskarsson Guðrún Hreinsdóttir Aðalsteinn Óskarsson Guðrún Hermannsdóttir Indriði Óskarsson Laufey Ólafsdóttir Guðmundur Páll Óskarsson Gerður Engilrós Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.