Morgunblaðið - 06.11.2019, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Raðauglýsingar
Raðauglýsingar
Drög að tillögu að matsáætlun
fyrir Landmannalaugar
Rangárþing ytra undirbýr nú mat á umhverfisáhrifum vegna þjónustumiðstöðvar í Landmannalaugum
en mat á umhverfisáhrifum er unnið samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð nr. 660/2015.
Þjónustumiðstöð í Landmannalaugum fellur undir 6. gr. laga nr. 106/2000, lið 12.05 í 1. viðauka laganna
um mat á umhverfisáhrifum m.s.br. um er að ræða framkvæmdir sem kunna að vera háðar mati á
umhverfisáhrifum þegar þær geta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Skipulagsstofnun
ákvarðaði þann 16. febrúar 2016 að framkvæmdin væri matsskyld.
Mati á umhverfisáhrifum er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif framkvæmdarinnar. Umsjón með mats-
vinnu er í höndum Landmótunar sf. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar
og eru gögnin aðgengileg á heimasíðu Landmótunar.
Frestur til athugasemda er frá 4. nóvember til 21. nóvember 2019.
Allir hafa rétt til að kynna sér drögin að tillögu að matsáætlun og leggja fram athugasemdir. Að
auglýsingatíma loknum verða drögin ásamt þeim athugasemdum sem berast, send Skipulagsstofnun til
umfjöllunar.
Hægt er að koma ábendingum eða athugasemdum við drög að tillögu að matsáætlun til Margrétar
Ólafsdóttur eigi síðar en 21. nóvember 2019. Athugasemdir er hægt að senda með tölvupósti á netfangið
margret@landmotun.is eða skriflega á skrifstofu Landmótunar að Hamraborg 12, 200 Kópavogi merkt
„Þjónustumiðstöð í Landmannalaugum”.
Birgir Haraldsson,
skipulags- og byggingarfulltrúi
Rangárþingi ytra.
RANGÁRÞING YTRA
Félagsstarf eldri borgara
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9:00-12:30, allir velkomni. Hreyfi-
salurinn er opinn milli 9:30-11:30, líkamsræktartæki, teygjur og lóð -
Yoga með Grétu, 60+ kl.12:15 & 13:30 - Söngstund með Helgu
kl.13:45, laust í allar raddir - Kaffi kl.14:30-15:00 - Bókaspjall með
Hrafni kl.15:00 - Bónusrútan fer frá Aflagranda kl.15:05 í dag -
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12 og léttur hádegisverður
á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús, félagsstarf fullorðinna, í safnaðar-
heimili kirkjunnar kl. 13 til 16. Stólaleikfimi, bollamálun, spjall og
fleira. Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar. Allir hjartanlega
velkomnir.
Árskógar Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15.
Stóladans með Þórey kl. 10. Spænskukennsla kl. 10.45-11.30. Bridge
kl. 12. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Innipútt kl.13-15.
Opið hús, t.d. vist og bridge eða bíó. kl. 13-16. Hádegismatur kl. 11.40-
12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir.
S. 535-2700.
Áskirkja Jólabasar Áskirkju verður haldinn 10.nóvember eftir messu
kl. 12. Tertur lagkökur, smákökur, sultur og allskyns kruðerí til sölu.
Flóamarkaðurinn góði á sínum stað með notaða og nýja hluti, fatnað
og margt fleira. Vöfflukaffi 1000 kr. Ef þið getið gefið okkur muni, köku
eða annað kruðerí hafið samb við Petreu, s. 8918165. Allur ágóði
rennur til starfs Safnaðarfélags Áskirkju
Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9:00-15:00, leiðbeinendur mæta
kl. 13:30. Sundleikfimi kl. 14:30. Leshópur Boðans kl. 15:15.
Bústaðakirkja Félagsstarfið er á miðvikudaginn kl. 13-16, gestur
okkar verður Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og verður hann
með erindi kl 15:00 yfir kaffi bollanum. Séra Eva Björk verður með
hugleiðingu og bæn. Spil, handavinna og framhaldssaga verða á
sínum stað. Allir hjartanlega velkomnir. Hægt er að hringja að morgni
miðvikudags og panta bílfar í starfið.
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9.00.
Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-
10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Hádegismatur alla virka daga kl. 11:30-
12:20 og kaffi kl. 14:30-15:30. Zumba með Carynu 12:30. Frjáls spila-
mennska 13:00. Handavinnuhópur 13:00-16:00.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við Hringborðið kl. 8:50-11. Jóga
kl. 9. Upplestrarhópur Soffíu kl. 10-12. Línudans kl. 10. Hádegismatur
kl. 11:30. Salatbar kl. 11:30-12:15. Zumba kl. 13.Tálgun kl. 13:30-16.
Kraftganga ef veður leyfir kl. 14. Síðdegiskaffi kl. 14:30. ATHUGIÐ
breyttur tími Bókmenntahópur kl. 19-21. Skráning á jólahlaðborðið
15. nóv. stendur yfir. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í
síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9:00. Postulínsmálun kl.
9:00. Minigolf kl. 10:00. Tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10:30. Bókband
kl. 13:00. Myndlist kl. 13:30. Dans með Vitatorgsbandinu kl. 14:00.
Frjáls spilamennska kl. 13:00-16:30. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Ver-
ið öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450.
Garðabæ Vatnsleikf. Sjál. kl.7:10/7:50/15:15. Kvennaleikf Ásg. kl.9:30.
Kvennaleikf Sjál. kl. 10:30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00.
Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Leir Smiðja
Kirkjuhv kl. 13:00. Zumba salur Ísafold. kl. 16:15.
Gerðuberg 3-5 Opin Handavinnustofan kl. 08:30-16:00. Útskurður
m/leiðbeinanda kl. 09:00-16:00. Qigong 10:00-11:00 Leikfimi Helgu
Ben kl. 11:00-11:30. Útskurður / Pappamódel m/leiðb. kl. 13:00-16:00.
Félagsvist kl. 13:00-16:00. Döff Félag heyrnalausra 12:30-15:00. Allir
velkomnir.
Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 9.00 boccia - opinn tími, kl. 13.00
Félagvist FEBK, kl. 13.00 postulínsmálun.
Guðríðarkirkju. Félagsstarf eldri borgara 6. nóv. kl. 12:00 helgi-
stund, fyrirbænir í kirkjunni og söngur. Síðan verður slegið upp
matarveislu í safnaðarheimilinu saltað hrossakjöt, reykt hrosskjöt,
hrossa-bjúgu og kindabjúgu fyrir þá sem borða ekki hrossakjöt.
Maturinn kostar kr. 1500. Prestarnir verða með eitthvað voðalega
skemmtilegt fyrir okkur. Hlökkum til að sjá ykkur.
Gullsmára Myndlist kl. 9. Boccia kl. 9.30. Gönguhópur kl. 10.30.
Postulínsmálun, kvennabridge og silfursmíði kl. 13. Línudans fyrir
lengra komna kl. 16 og 17.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Boccia kl.10-11. Útskurður með leiðbeinanda, kl. 9-12, 500 kr. skiptið,
allir velkomnir. Opin handavinna kl. 9-14. Hádegismatur kl. 11.30.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl 9.00-12.00. Bókmenntaklúbbur kl.
10.00 aðrahverja viku. Línudans kl. 11.00. Bingó kl. 13.00. Handverk
kl. 13.00, Gaflarakórinn kl. 16.00. Pútt í Hraunkoti kl.10.00-11.30.
Korpúlfar Glerlistanámskeið með Fríðu kl. 9:00 í Borgum í dag og
Stjórnar- og nefndarfundur Korpúlfa kl. 10:00 í dag í Borgum. Göngu-
hópar kl. 10 gengið frá Borgum og inni í Egilshöll. Keila í Egilshöll kl.
10:00 og Gaman saman í Borgum kl. 13:00 og sýnt verður frá leik-
þætti Hundur í Óskilum sem sýndur var í Borgarleikhúsinu kl. 13.00
í Borgum í dag. Qigong með Þóru Halldórsdóttir kl. 16:30 í dag í
Borgum.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla kl. 9. og 13. Leir Skólabraut kl. 9.
Botsía Skólabraut kl. 10. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Timburmenn
Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna með leiðbeinanda á Skólabraut milli
kl. 13. og 16. Handverk, föndur ofl. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl.
18.30. Skráning á Atómstöðina 14. nóv. og á jólahlaðborðið á Örkinni
5. des. stendur yfir. Uppl. í síma 8939800.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur
hittist kl. 13.00. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir
velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Göngu-hrólfar ganga frá Ásgarði Stangarhyl 4, kl.
10.00 kaffi og rúnstykki eftir göngu. Enska-námskeið kl. 12.30 og 14.30
leiðbeinandi Margrét Sölvadóttir.
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Amma mín, ég
kveð þig með trega
og fullt af tárum og söknuði.
Hvernig er hægt að sakna svona
mikið? Ég væri mikið meira til í
það að sitja hjá þér eins og ég
gerði oft síðustu mánuði og
spjalla við þig og halda þér sel-
skap eins og við Ína frænka gerð-
um svo þér leiddist ekki. Þú varst
mögnuð kona, sterk og viljasterk
fram að síðustu stund. Hvað kona
svona veik eins og þú varst gat
barist fram í rauðan dauðann.
Það gat enginn unnið þinn slag.
Það var nokkrum sinnum búið að
segja við okkur að nú væri þetta
bara búið þegar við fórum með
þig á bráðamóttöku í Fossvogi og
börnin þín kölluð til því staðan
þín væri þessi. En nei, þú varst
ekki að fara neitt og alltaf reistu
upp aftur og aftur. Mögnuð kona
sem þú varst. Eins það að þú vild-
ir ekki sofa lengi fram eftir, vildir
vakna og fara í stólinn þinn og
fara fram. Þar gastu verið frá
klukkan 11 á morgnana til 22 á
kvöldin. Tókst það ekki í mál að
liggja uppi í rúmi enda eina kon-
an sem var frammi því hinir
komu bara til að borða og svo aft-
ur inn til sín. En ekki þú. Sorg-
legt fannst mér á hjúkrunarheim-
ilinu að þú hafðir ekki selskap af
neinum, enginn til að spjalla við
og ekkert við að vera. Bara þú ein
með sjálfri þér. Enda gerðum ég
og Ína og mamma og pabbi og
Steini allt til þess að vera hjá þér
svo þú værir ekki mikið ein. Enda
vorum við eins og starfsmenn
þarna því þú hafðir líka þarfir
sem þurfti að sinna eins og lyf og
annað og þurftum við oft að passa
upp á að þú fengir þau. Og margt
annað sem var ekki í lagi. Þor-
steinn sonur þinn þurfti oft að
hlusta á okkur frænkurnar vegna
umönnunar þinnar sem var ekki
ásættanleg og leið okkur stund-
um eins og við værum að gera of
mikið úr hlutunum en það var
ekki þannig, ástandið var bara
því miður svona slæmt. Þorsteinn
frændi sá um öll svona mál og fór
með þau lengra ef þess þurfti.
Hann gerði það fram á síðasta
dag sem þú lifðir. Eins það að þú
vildir ekki vera þarna og sagðir
að þú ættir ekki að vera þarna,
passaðir ekki þarna inn, sem var
reyndar alveg rétt. Enda sorg-
legt að horfa upp á ömmu sína
fylgjast með hvort væri ekki að
losna pláss á hinu hjúkrunar-
heimilinu þar sem þú vildir vera.
En tíminn var ekki að vinna með
okkur þar. Mér líður það ekki úr
minni þegar þú fékkst kast eftir
klósettferð, það var um hádegi
11. október og kominn hádegis-
matur. En þá fékkstu kast sem
þú jafnaðir þig fljótt á og fórst
fram eftir kastið en þá fékkst þú
engan hádegismat, ekkert skilið
eftir fyrir þig svo þú gætir fengið
að borða. Svona var þetta.
Hversu sorglegt. Pabbi minn,
hann Jónas, var þarna líka og
varð vitni að þessu og fór og
keypti handa þér lambasteik með
Svala Nielsen
✝ Helga SvalaNielsen, kölluð
Svala, fæddist á
Akureyri 24. desem-
ber 1930. Hún lést
14. október 2019.
Útför Svölu fór
fram í kyrrþey, að
ósk hennar, 25.
október 2019.
öllu tilheyrandi.
Hann og mamma
gátu ekki horft upp
á svona. Þú varst
mikil matkona og
fannst gott að
borða enda vorum
við dugleg við að
koma með mat
handa þér, allt sem
þér fannst gott.
Þér fannst oft mat-
urinn ekki góður
þarna og litlar skammtastærðir,
sem var alveg rétt. Svo eitt sem
þú sagðir mér um strákana þína.
Það hefur alltaf verið talað um
Tonasvipinn, sem sagt afi minn
var með sterkan ættarsvip sem
leyndi sér ekki á fólkinu hans. En
þú sagðir mér að strákarnir þínir
væru blandaðir af þér og afa og
veistu það er sko bara alveg rétt,
ég er alltaf að sjá það meira og
meira. Eins og með pabba minn,
Jónas, það var alveg svipur með
ykkur og ég sé líka svip með mér
og þér og ekki er ég ósátt við það,
amma mín.
María Antonía Jónasdóttir.
Elsku Svala. Þá er lífsgöngu
þinni lokið og ljósið bjarta vefur
þig í kærleiksríkum faðmi sínum.
Síðbúin kveðjuorð segja lítið en
einlægar þakkir eiga þau að færa
fyrir yndislega tryggð og vináttu
gegnum árin. Kynni okkar Svölu
hófust þegar ég var send til henn-
ar á vegum heimaþjónustu Kóp.,
þá bjó hún í Engihjallanum. Við
vorum fljótar að ná saman, ég
fann fljótt hvað hún var hjartahlý
og yndisleg í alla staði. Svala var
kona sem lét hjartað ráða í mann-
legum samskiptum, því voru lífs-
spor hennar öll mörkuð af því
markmiði að gera öðrum gott.
Við áttum yndislegar stundir
og brölluðum margt saman á ár-
um áður eins og gengur, við fór-
um alltaf reglulega til Veigu sem
var hárgreiðslukonan okkar sem
þá var flutt til Keflavíkur. Við
fengum lánaðan bíl því báðar
voru bíllausar, svo brunuðum við
þangað til að láta klippa okkur og
lita og gera okkur fínar.
Svala mín var alltaf fín og flott
en ef hárið var ekki í lagi þá var
allt ómögulegt. Svala hafði búið
víða eins og gengur, nú síðast í
Hlaðhömrum í Mosó. Þar var hún
búin að koma sér vel fyrir í fal-
legri íbúð. Ég samgladdist henni
svo innilega því þarna leið henni
vel, en þá fór heilsunni að hraka.
Mér fannst samt aðdáunarvert
hvað hún var dugleg og jákvæð,
eins og lífið lék hana grátt síðustu
árin. Elsku vinkona, minning þín
mun lifa í huga mínum og hjarta
alla tíð. Við hittumst síðar í
sumarlandinu, eða landi morgun-
roðans (hver veit).
Þá tökum við upp þráðinn þar
sem frá var horfið og dúllum okk-
ur saman eins og við gerðum hér
áður fyrr. Elsku Svala. Ég kveð
þig með þessum ljóðlínum sem ég
tileinka þér:
Sé ég fjöld af förnum dögum,
finn mér skylt að þakka að nýju
góðhug þinn og alúð alla,
endalausa tryggð og hlýju.
(Guðmundur Böðvarsson)
Ég bið allt það góða sem til er
að styrkja og hugga ástvini Svölu
í söknuði þeirra og sorg.
Margrét Geirsdóttir
(Magga).
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar