Morgunblaðið - 06.11.2019, Side 23

Morgunblaðið - 06.11.2019, Side 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2019 DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Veldu öryggi SACHS – demparar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ NOTA ÞAÐ BESTA sig varða ýmis samfélagsmál í daln- um sínum fyrir vestan. Hannes ætlar að fagna afmælis- deginum laugardaginn 9. nóvember í Baldurshaga á Bíldudal þar sem verður opið hús þar sem Hannes og fjölskylda taka á móti vinum og vandamönnum. Fjölskylda Eiginkona Hannesar er Þórunn Helga Sveinbjörnsdóttir, f. 23.7. 1946, verslunarkona á Bíldudal. Þau gengu í hjónaband 22.8. 1964. For- eldrar Helgu voru Þuríður Petrína Gíslína Þórarinsdóttir, f. 10.4. 1921, d. 7.10. 2010, húsmóðir, og Svein- björn Samsonarson, f. 23.3. 1920, d. 30.10. 1975, sjómaður. Börn Hannesar og Helgu eru 1) Þórarinn Hannesson, f. 21.12. 1964, íþróttakennari á Siglufirði, maki er Kristín Anna Guðmundsdóttir; 2) Kristín Sigríður Hannesdóttir, f. 29.10. 1966, hjúkrunarfræðingur í Stykkishólmi, maki er Jón Salómon Bjarnason; 3) Elfar Logi Hannes- son, f. 4.2. 1971, leikari, bús. á Þing- eyri, maki er Marsibil G. Kristjáns- dóttir; 4) Birna Friðbjört Hannes- dóttir, f. 7.7. 1980, skólastjóri Tálknafjarðarskóla, bús. á Patreks- firði, maki er Ásgeir Sveinsson. Barnabörn Hannesar og Helgu eru 17 og barnabarnabörn eru 7. Systkini Hannesar eru Valdemar Friðriksson, f. 6.1. 1942, bús. í Reykjavík, Agnar Friðriksson, f. 14.7. 1945, bús. í Reykjavík, og Guð- björg Sigríður Friðriksdóttir, f. 19.12. 1946, bús. á Bíldudal. Foreldrar Hannesar voru hjónin Friðrik Valdimarsson, f. 10.10. 1915, d. 7.7. 1978, fiskkaupmaður, og Kristín Hannesdóttir, f. 1.10. 1910, d. 11.8. 1999, húsmóðir. Hannes Stephensen Friðriksson Kristín Hannesdóttir húsmóðir í Reykjavík Sigurður Eggerz ráðherra, síðar bæjarfógeti á Akureyri Arndís Pétursdóttir Eggerz húsfr. í Vatnsfi rði, afi Arndísar var Páll Melsted amtmaður Páll Ólafsson prófastur í Vatnsfi rði og þingmaður Strandasýslu, langafi Páls var Magnús Stephensen konferensráð í Viðey Sigríður Pálsdóttir húsmóðir á Bíldudal Björn Thoroddsen gítarleikari Erla H. Thoroddsen húsmóðir í Reykjavík Kristín Jónsdóttir vinnukona í Hrauni á Ingjaldssandi Friðrik Björnsson vinnumaður í Önundarfi rði Guðbjörg Friðriksdóttir húsmóðir á Flateyri Valdimar Guðmundsson kaupmaður á Flateyri Ólöf Bjarnadóttir húsfreyja á Eiði Guðmundur Pálsson bóndi á Eiði við Hestfjörð Úr frændgarði Hannesar Stephensen Friðrikssonar Friðrik Valdemarsson vélstjóri og fi sksali í Reykjavík Hannes Stephensen Bjarnason kaupmaður á Bíldudal Bjarni Þórðarson bóndi og gullsmiður á Reykhólum Böðvar Bjarnason prófastur og ljóðskáld á Hrafnseyri Bjarni Böðvarsson hljómsveitarstjóri í Rvík Ragnar Bjarnason söngvari í Reykjavík Þórður Bjarnason kaupmaður í ReykjavíkRegína Þórðardóttir leikkona Þórey Kristín Ólína Pálsdóttir húsfreyja á Reykhólum, móðurbróðir Þóreyjar var Jón Thoroddsen skáld „BRÓÐIR INGÓLFUR, ÉG GÆFI HÆGRI HANDLEGGINN FYRIR SVONA ÞYKKT HÁR.” „TILBÚNIR FYRIR JARÐSKJÁLFTANN.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú ert félagi minn, besti vinur, helsti aðdáandi og eina sanna ást. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VEISTU GRETTIR, ÉG ER NOKKUÐ HEPPINN. HEPPINN, HEPPINN, HEPPINN. ÉG ER HEILSUHRAUSTUR, Á FJÖLSKYLDU, FALLEGT HEIMILI … FÍNAN BÍL, STÓRKOSTLEGT SOKKASAFN, YNDISLEGA KÆRUSTU, SNIÐUGAN SNJALLSÍMA, JAMM … ÉG HATA SKATTHEIMTUMENN KONUNGSINS! ÉG ELSKA ÞÁ! ÞEIR VINNA ALLA UNDIRBÚNINGSVINNUNA! ÉG ÞARF BARA AÐ RÁÐAST Á KASTALANN OG SÆKJA GÓSSIÐ! MIG SKORTIR EKKERT NEMA MUTE-TAKKA Ólafur Stefánsson segir í tölvu-pósti: „Þeir voru samtíma- menn, Erich Kästner og Tómas Guðmundsson, og báðir ortu um líf- ið sem ferðalag, annar sem lestar- ferð en hinn um dvöl á hótel Jörð. Kästner var einn af fáum lista- mönnum, þýskum, sem bannfærðir voru á Hitlerstímanum, sem þrauk- aði stríðið í heimalandinu. Hann horfði sjálfur á bækur sínar brenndar, en lifði á að gefa út í Sviss undir dulnefni. Við sitjum öll í sömu lest, um svipult lífsins skeið. Við horfum út, það hæfir best, er hópumst þar sem allra flest, á okkar ævileið. Einn sessunautur sefur rótt, en segir fullmargt hinn. Brautarstöðvar birtast ótt, brunar lestin dag og nótt, án endimarks um sinn. Við töskum röðum til og frá, í tilgangsleysi mest. Lestarvörður lítur á lokar hurðum, kímir smá, en angrar engan gest. Hann ekkert veit um endaþátt, né ekki heldur hvurt. Sírenan nú hefur hátt, hraði minnkar, við stöðvum brátt. Þeir dauðu dreifast burt. Að móður setur mikinn grát, en mynda dánir röð. Þeir hafa á tíma gengnum gát, geysist lestin, ekki er lát, en endurlitin hröð. Á fyrsta rými er fátt, og pláss, þar fattan mann ég sé, á plussi líkt og stofustáss, stoltan sitja, hinna tráss, sem híma’ á bekk úr tré. Út í fjarskann fer vor lest, hvar fátt við náum grillt. Við horfum út það hæfir best, Þótt hafi’ oss eitthvað yfirsést og endað klefavillt.“ Ingólfur Ómar Ármannsson yrkir: Skartað rósum festing fær fagran gljáa veitir, norðurljósa leiftrin skær loftið bláa skreytir. Hér er skemmtilegt úrkast eftir Sigmund Benediktsson: Ullarnærföt orna liði yls í svelti, þó að verði allt á iði undir belti. Ingólfur Ómar svarar: Napur vindur klórar kinn kólnar blóð í æðum. Gott er að eiga gæruskinn og gnægð af ullarklæðum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hótel Jörð eða lestarferð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.