Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019 Jólamatseðillinn byrjar 14. nóvember Tryggðu þér borð á www.matarkjallarinn.is Aðalstræti 2 | s. 558 0000 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Lögreglan á Suðurnesjum leitaði ekki tilboða þegar embættið samdi við Attentus – mannauð og ráðgjöf um ráðgjöf vegna ráðninga. Alls er um að ræða sex reikninga sem gerðir voru á tímabilinu frá 25. september 2018 til 26. júní 2019 að fjárhæð samtals 3,5 milljónir kr. Morgunblaðið hefur undanfarið fjallað um viðskipti ríkisstofnana við Attentus. Tilefnið er meðal annars samstarf fyrirtækisins við Vinnueftir- litið en fyrirtækið lagði stofnuninni til mannauðsstjóra. Var sá látinn hætta eftir deilur við starfsfólk. Pétur Óli Jónsson, fjármálastjóri rekstrar- og fjármáladeildar Lögregl- unnar á Suðurnesjum, varð til svara hjá lögreglunni suður með sjó. „Þessir reikningar eru til komnir vegna ráðningar tveggja yfirlögreglu- þjóna og mannauðsstjóra embætt- isins. Embættið hefur leitað áður til Attentus með góðum árangri og því var ekki leitað sérstaklega að tilboðum hjá öðrum aðilum enda er uppsöfnuð heildarfjárhæð undir þeim fjárhæðum sem skylda stofnanir til að bjóða út. Það er mat yfirstjórnar embættisins að ráðningar skulu byggjast á fagleg- um forsendum. Því er mikilvægt að ekki sé hægt að efast um óhæði við ráðningar og er það meginforsenda þess að utanaðkomandi ráðgjafi var valinn. Auk þess má geta að embættið bjó ekki yfir nægilegri þekkingu til að geta metið í starf mannauðsstjóra.“ Ber að bjóða út þjónustuna Ríkisstofnanir hafa keypt þjónustu af Attentus fyrir 44,5 milljónir frá því í september í fyrra. Haft var eftir Halldóri Ó. Sigurðs- syni, forstjóra Ríkiskaupa, í Morgun- blaðinu að Attentus ætti ekki aðild að rammasamningum Ríkiskaupa. Hall- dór sagði að þegar ríkisstofnanir keyptu þjónustu utan rammasamn- ings væri þeim skylt að leita tilboða frá minnst þremur aðilum, svo um eðlilega samkeppni væri að ræða í samræmi við 24. gr. laga um opinber innkaup nr. 120 frá 2016. Samskonar fyrirspurn var send til Héraðsdóms Reykjavíkur (HDR) en Héraðsdómstólar keyptu þjónustu af Attentus fyrir rúmar 3 milljónir frá október 2018 til mars í ár. Fram kom í svari Höllu Jónsdóttur, mannauðs- og rekstrarstjóra HDR, að HDR samdi við Attentus án þess að leita tilboða. „Rammasamningur um rekstrar- ráðgjöf tók gildi 14. nóvember 2018. Þegar viðskipti HDR við Attentus hóf- ust í október 2018 var því enginn rammasamningur í gildi. Hluti þeirrar þjónustu sem keypt var hjá Attentus var markþjálfun sem er fræðslu- og þjálfunarþjónusta sem ekki var út- boðsskyld skv. eldri lögum og tilskip- unum en er nú aðeins útboðsskyld þegar hún nær kr. 97.575.000 skv. VIII. kafla laga um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) og reglugerð nr. 1000/2016,“ skrifaði Halla og vísaði í lögin. Nái ekki til slíkra innkaupa „Í 3. mgr. 92. gr. OIL segir: „að öðru leyti en fram kemur í þessum kafla taka lög þessi ekki til slíkra innkaupa nema annað sé tekið fram.“ Það er því ljóst að þegar samið var við Attentus um markþjálfun, var hvorki í gildi rammasamningur um slíka þjónustu né var skylt að leita tilboða skv. lög- unum vegna svo lítilla innkaupa. Tekin var ákvörðun um að fá mann- auðsstjóra til leigu hjá Attentus og er fyrsti reikningur vegna þess dags. 25. október 2018 en rammasamningurinn tók ekki gildi fyrr en 14. nóvember 2018. Samningur um þjónustu mann- auðsráðgjafa var því gerður áður en rammasamningurinn tók gildi, þótt reikningar vegna þess samnings næðu yfir tímabilið eftir að rammasamning- urinn tók gildi. Þessi mannauðsráðgjöf varði í stuttan tíma og mun héraðs- dómurinn að sjálfsögðu nýta sér góð kjör innan rammasamnings um rekstrarráðgjöf við áframhaldandi þjónustukaup,“ sagði í skriflegu svari Höllu við fyrirspurn um málið. Þá kom fram í Morgunblaðinu sl. laugardag að Umhverfisstofnun leitaði ekki tilboða þegar hún samdi við Attentus. Var það skýrt með veikind- um mannauðsstjóra og brýnum verk- efnum í mannauðsmálum. Ætlunin hefði verið að brúa aðeins stutt tímabil. Stofnunin hefði svo ráðið mannauðsstjóra til starfa. Fyrirspurnir um tilgang viðskipta við Attentus og hvort þau hefðu verið innan samnings voru jafnframt sendar á dómstólasýsluna, dómsmálaráðu- neytið, forsætisráðuneytið og velferð- arráðuneytið. Svör hafa ekki borist. Lögreglan á Suðurnesj- um leitaði ekki tilboða  Samdi við fyrirtækið Attentus um ráðgjöf vegna ráðningar Morgunblaðið/Eggert Attentus Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið í ráðgjöf til ríkisstofnana. Umhverfisráðuneytið hefur verið langstærsti viðskiptavinur Attentus síðasta árið eða svo. Alls er um að ræða 13 reikninga að fjárhæð samtals 16,3 milljónir króna frá því í október 2018. Fram kom í svari Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur, upplýsingafulltrúa umhverfisráðuneytisins, að þjónustan sem Attentus – mannauður og ráðgjöf veitti ráðuneytinu á tímabilinu september 2018 til nóvember 2019 byggðist á þjónustusamningi á milli aðila frá 11. janúar 2017. Sá samningur feli í sér leigu á mannauðsstjóra hjá Attentus sem sinni verkefnum og þjónustu á sviði mannauðsmála þar sem ekki sé starfandi sérfræðingur í mannauðsmálum í ráðuneytinu. Þá sinni Attentus ýmsum tilfallandi verkefnum og ráðgjöf. „Hér er m.a. um að ræða aðstoð við ráðningar í störf innan ráðuneytisins, eftirfylgni jafnlaunastaðals, mark- þjálfun, stjórnendaþjálfun, starfsmannasamtöl, launa- og kjaramál og vinnu við ýmsar greiningar og stefnumótun á sviði mannauðsmála,“ sagði Bergþóra Njála. Ekki hefði verið leitað tilboða í ofangreind þjón- ustuverk heldur byggðust þau á þjónustusamningi. Með samning við Attentus UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Bæjarráð Garðabæjar hefur sam- þykkt að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja að veita Vegagerðinni leyfi til framkvæmda vegna breikk- unar og endurbóta á gatnamótum Hafnarfjarðarvegar við Vífils- staðaveg og Lyngás ásamt gerð undirganga fyrir gangandi og hjól- andi umferð við Hraunsholtslæk. Einnig er um að ræða fram- kvæmdir við breikkun og endur- bætur á Vífilsstaðavegi milli Hafnar- fjarðarvegar og Litlatúns og gerð hringtorgs við Litlatún. Verkið boðið út fljótlega Fram kemur í bréfi Vegagerð- arinnar til bæjarins að stefnt sé að því að bjóða þessar framkvæmdir út í þessum mánuði. Þá er stefnt að því að þeim verði lokið haustið 2020. Tilgangur þeirra er að auka um- ferðaröryggi og greiða fyrir umferð af hliðarvegum í Garðabænum inn á Hafnarfjarðarveg. Einnig kemur fram í bréfinu að Hraunsholtslækurinn verði leiddur í undirgöngunum við hlið göngu- og hjólaleiðarinnar. Akreinum á Hafn- arfjarðarvegi verður fjölgað og beygjureinum breytt og fjölgað. Þá verður gengið frá göngustígum á svæðinu. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Garðabæjar og veitufyrirtækja. Framkvæmdir verða á gatnamót- unum til að liðka fyrir umferð. Tvö- föld vinstri beygja verður af Hafnar- fjarðarvegi inn á Vífilsstaðaveg til austurs, tvöföld vinstri beygja verð- ur af Vífilsstaðavegi inn á Hafnar- fjarðarveg bæði til norðurs og suð- urs, tvöföld vinstri beygja verður af Lyngási inn á Hafnarfjarðarveg og hægri beygja af Lækjarfit í framhjá- hlaupi. Undirgöng verða gerð úr for- steyptum einingum og er miðað við að göngin verði unnin í tveimur áföngum þannig að halda megi um- ferð um Hafnarfjarðarveg á tveimur akreinum í hvora átt á fram- kvæmdatíma. Morgunblaðið/Ómar Hraunsholtslækur Stefnt er að því að leiða lækinn í undirgöngum við stíg. Ráðist í endur- bætur við gatna- mót í Garðabæ  Eiga að greiða fyrir umferð af hlið- arvegum inn á Hafnarfjarðarveginn Morgunblaðið/Golli Garðabær Miklar umferðarteppur myndast oft á Hafnarfjarðarvegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.