Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 2019
GRÆNA TUNNAN
auðveldar flokkunina
577 5757 | www.igf.is | igf@igf.is
S: 577
5757
NÁTTÚRAN ER TAKMÖRKUÐ AUÐLIND
HUGSUM
ÁÐUR EN VIÐ HENDUM
Í hana má setja allan pappír, pappa,
plastumbúðir og minni málmhluti
– Muna að skola
Pantaðu græna tunnu í síma 577 5757 eða á igf.is
KÖRFUBOLTI
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Danero Thomas er fullur tilhlökk-
unar að takast á við krefjandi verk-
efni með ÍR-ingum í úrvalsdeild karla
í körfuknattleik, Dominos-deildinni,
en hann skrifaði undir samning við
félagið í byrjun vikunnar sem gildir
út leiktíðina. Danero kemur til félags-
ins frá 1. deildar liði Hamars en ÍR-
ingar, sem misstu Sigurð Gunnar
Þorsteinsson út vegna krossbands-
slita á dögunum, eru í sjötta sæti
deildarinnar með 6 stig eftir fyrstu
sex umferðir deildarinnar.
„Ég skrifaði undir opinn samning
við Hamar í september því mark-
miðið í sumar var að fara til útlanda
og spila. Það voru nokkur lið sem
höfðu áhuga og settu sig í samband
við umboðsmann minn en að lokum
varð ekkert úr því. ÍR setti sig svo í
samband við mig um daginn og eftir
að hafa rætt við þá í stutta stund
komumst við að samkomulagi. Ég fór
á mína fyrstu æfingu með liðinu á
mánudaginn og ég er fullur tilhlökk-
unar að hefja leik með þeim í Dom-
inos-deildinni.“
Kominn til að hjálpa liðinu
Danero lék með ÍR-ingum á ár-
unum 2016 til 2018 en yfirgaf félagið
sumarið 2018 þegar hann samdi við
Tindastól. Stuðningsmenn ÍR,
Ghetto-Hooligans, voru margir hverj-
ir ósáttir með þessa ákvörðun leik-
mannsins og létu í sér heyra, meðal
annars á samfélagsmiðlinum Twitter,
en leikmaðurinn ítrekar að hann sé
mættur í Breiðholtið til þess að spila
körfubolta.
„Ég fór og hitti alla hjá félaginu á
sunnudaginn og það var góður andi í
loftinu. Fólkið í kringum félagið tók
mér opnum örmum og ef ég á að vera
alveg hreinskilinn þá hef ég litlar
áhyggjur af því hvernig móttökur ég
mun fá í Seljaskóla. Ég er kominn til
félagsins til þess að spila körfubolta
og hjálpa liðinu þar sem það þarf
mest á mér að halda. Ég á að baki sjö
ára atvinnumannaferil og ég er löngu
hættur að kippa mér upp við nei-
kvæða orðræðu. Það hefur verið
þannig í gegnum tíðina að þeir sem
hafa eitthvað að segja, segja það á
bak við luktar dyr, og ef fólk hefur
ekki hugrekki til þess að segja það við
mig persónulega þá er ég ekki að
velta mér upp úr svona hlutum.
Þannig að hvort sem mér verður tek-
ið fagnandi eða ekki þá mun ég alltaf
skila mínu fyrir ÍR í vetur.“
ÍR hefur verið í talsverðu basli á
þessari leiktíð og margir lykilmenn
liðsins frá síðustu árum eru horfnir á
braut. Danero fór alla leið í undan-
úrslit Íslandsmótsins með ÍR-ingum,
tímabilið 2017-2018, en þá var liðið
mun sterkara á pappír en það er í
dag.
„Ég lifi fyrir svona hluti ef ég á að
vera alveg hreinskilinn. Það kveikti
aðeins í mér þegar þeir höfðu sam-
band og báðu mig um hjálp. Það er
ein af ástæðum þess að ég ákvað að
fara aftur í Breiðholtið því ég vil
hjálpa liðinu á þessum erfiðu augna-
blikum. Ég þekki það ágætlega að
vera í erfiðri stöðu með ÍR-ingum því
á mínu fyrsta tímabili með liðinu vor-
um við í basli en enduðum svo á að
koma okkur í úrslitakeppnina þar
sem við féllum úr leik í átta liða úrslit-
um gegn Stjörnunni. Tímabilið eftir
það var svo frábært þar sem við stóð-
um okkur frábærlega í deildarkeppn-
ina, enduðum í öðru sæti, og fórum
alla leið í undanúrslit þar sem við töp-
uðum fyrir Tindastóli. Fyrst þegar ég
kom í Breiðaholtið átti enginn von á
því að við færum í úrslitakeppnina og
vonandi getum við leikið sama leik á
þessari leiktíð.“
Erfitt verkefni framundan
Danero er íslenskur ríkisborgari
og lék sína fyrstu landsleiki fyrir Ís-
land á síðasta ári. Hann hefur leikið
með liðum á borð við KR, Hamar,
Fjölni, Val, Þór Akureyri, ÍR og
Tindastól á ferli sínum hérlendis og
býr því að mikilli reynslu í efstu deild
karla.
„Núna er ég fyrst og fremst að ein-
beita mér að því hvernig ég get hjálp-
að liðinu að ná markmiðum sínum.
Það er ákveðin uppbygging þarna í
Breiðholti og meirihluti leik-
mannahópsins er nýir leikmenn
þannig lagað. Ég þekki nokkra í ÍR-
liðinu frá tíma mínum í Breiðholtinu
og ég geri mér fulla grein fyrir því að
þetta verður erfitt verkefni. Ég
hlakka hins vegar til að takast á við
þessa áskorun og það er ekkert sæt-
ara en vinna körfuboltaleiki þegar
enginn býst við því frá þér,“ bætti
Danero við í samtali við Morg-
unblaðið.
Kippir sér ekki
upp við nei-
kvæða orðræðu
Danero Thomas er mættur aftur í
Breiðholtið eftir rúmlega árs fjarveru
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Reynsla Danero Thomas var lykilmaður hjá ÍR á árunum 2016 til 2018.
Neil Warnock er hættur í starfi knatt-
spyrnustjóra hjá enska b-deildarliðinu
Cardiff City en það var sameiginleg
niðurstaða hjá honum og félaginu.
Warnock tók við liði Cardiff í október
2016 og undir hans stjórn tryggði liðið
sér sæti í úrvalsdeildinni þar sem það
lék á síðustu leiktíð en féll úr deildinni
síðastliðið vor. Cardiff hefur farið illa
af stað og hefur aðeins unnið fimm af
16 leikjum sínum og er í 14. sæti.
Belgíska meistaraliðið Genk rak í
gær Felice Mazzu úr starfi þjálfara
liðsins vegna slaks árangurs þess á
tímabilinu. Genk er í 9. sæti af 16 lið-
um í deildinni.
Stephen Curry, stórstjarna banda-
ríska körfuboltaliðsins Golden State
Warriors, reiknar með að snúa aftur
inn á völlinn í lok mars en hann varð
fyrir því óláni að handarbrotna í lok
október. „Ég reikna með byrja að spila
aftur með vorinu og líklega þá undir
lok mars. Ég hef aldrei brotnað og
glímt við meiðsli eins og þessi,“ sagði
Curry við fréttamenn
en hann er á sínu 11.
ári í NBA-deildinni.
Hann hefur þrisvar
sinnum hampað
NBA-meistaratitl-
inum og í tví-
gang hefur
hann verið
valinn
besti leik-
maður
deild-
arinnar.
Eitt
ogannað
Landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir
Kristjánsson, leikmaður þýska liðs-
ins Kiel, heldur í vonina um að geta
spilað með íslenska landsliðinu á
Evrópumótinu í janúar. Gísli varð
fyrir því óláni að fara úr lið á
vinstri öxlinni í leik gegn Rhein-
Neckar Löwen í þýsku Bundeslig-
unni á fimmtudaginn.
Kiel greindi frá því fyrir helgina
að Gísli Þorgeir yrði frá keppni í að
minnsta kosti átta vikur en Evr-
ópumótið hefst 10. janúar þar sem
Ísland spilar leiki sína í Malmö í
Svíþjóð.
Ekki liggur enn þá ljóst fyrir
hvort hann þurfi að gangast undir
aðgerð eða ekki. Gísli hefur fengið
sinn skammt af meiðslum en hann
meiddist illa í hægri öxlinni í leik
með FH gegn ÍBV í úrslitakeppn-
inni 2017 sem endaði svo með því að
hann gekkst undir aðgerð í febrúar
á þessu ári.
„Ég hitti lækna landsliðsins á
morgun (í dag) og þá verður tekin
staðan á því hvort ég þurfi að fara í
aðgerð eða ekki. Það hefur verið
talað um að bataferlið taki átta vik-
ur ef ég fer ekki í aðgerð en ég get
ekki sagt með vissu núna hversu
lengi ég verð frá fyrr en ég veit
það. Ég vona bara það besta og það
yrði draumur ef ég kæmist á EM,“
sagði Gísli Þorgeir í samtali við
mbl.is í gær.
„Þetta var mikið sjokk enda bú-
inn að ganga í gegnum mikil
meiðsli í hægri öxlinni og tilhugs-
unin um að missa af EM og vera aft-
ur frá keppni í nokkra mánuði tók á
mig. Sem betur fer var þetta þó
vinstri öxlin,“ sagði Gísli en viðtalið
í heild sinni er að finna á mbl.is/
sport/handbolti. gummih@mbl.is
Sem betur fer var
þetta vinstri öxlin
AFP
Landsleikur Gísli vonast eftir því að
komast á EM landsliða í janúar.