Morgunblaðið - 13.11.2019, Blaðsíða 32
Kvintett söngkonunnar Rebekku
Blöndal kemur fram hjá Jazzklúbbi
Múlans á Björtuloftum Hörpu í
kvöld kl. 21. Á efnisskránni eru lög
sem Billie Holiday gerði fræg á
sínum tíma. Með Rebekku leika
Sigurður Flosason á saxófón,
Kjartan Valdemarsson á píanó,
Þorgrímur Jónsson á bassa og
Einar Scheving á trommur.
Kvintett Rebekku
Blöndal á Múlanum
MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 317. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Danero Thomas er genginn til liðs
við körfuknattleikslið ÍR á nýjan
leik. Danero, sem er íslenskur rík-
isborgari, kemur til félagsins frá 1.
deildar liði Hamars. Hann á að baki
þrjá landsleiki fyrir Ísland en Da-
nero þekkir vel til í Breiðholtinu eft-
ir að hafa leikið með liðinu á ár-
unum 2016 til 2018. ÍR er í sjötta
sæti deildarinnar með 6 stig. »25
Mikill liðsstyrkur til
lánlausra ÍR-inga
ÍÞRÓTTIR MENNING
hafi alla tíð stutt vel við bakið á kepp-
endum skólans. „Okkur er mjög um-
hugað um að styrkja nemendur okkar
félagslega og tilfinningalega með sem
flestum leiðum og Skrekkur er
sannarlega ein leið til þess.“
Þátttakan og ekki síst sigurinn
skiptir miklu máli. „Þau grétu mik-
ið,“ segir Elva um fyrstu viðbrögð
sigurvegaranna í fyrrakvöld. „Þátt-
taka í svona keppni skiptir gríðar-
lega miklu máli fyrir krakkana. Hún
hvetur þá til þess að leggja sig fram.
Nokkrir í hópnum voru líka með í
atriði okkar í fyrra og þeir voru
harðákveðnir í því að fara aftur
vegna þess að þeim þótti þetta svo
gaman.“ Nóam tekur í sama streng.
„Sigurinn skiptir miklu máli af því
að skilaboðin í atriðinu og atriðið
sjálft byggðust á persónulegri sögu
okkar. Við fengum staðfestingu á
því að það er mikilvægt að styðja
fólk við að koma út úr skápnum og
vonandi gátum við hjálpað ein-
hverjum við það.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Nemendur í Hlíðaskóla fögnuðu inni-
lega nýjustu hetjum skólans, þegar
þær mættu í gærmorgun eftir að hafa
sigrað í hæfileikakeppni Skrekks í
Borgarleikhúsinu í fyrrakvöld. „Ég
var hissa þegar við komumst í úrslit og
það að vinna var eitthvað sem ég trúði
aldrei að myndi gerast,“ segir Nóam
Óli Stefánsson í sigurliðinu.
Keppnin er fyrir krakka í unglinga-
deildum grunnskóla Reykjavíkur var
nú haldin í 30. sinn. Nemendur í 24
grunnskólum kepptu á þremur undan-
úrslitakvöldum og yfir 600 unglingar
sýndu eigin verk. Hlíðaskóli hefur ver-
ið með síðan 1994, oft verið í einu af
efstu sætum, fagnaði fyrst sigri árið
2000, síðan 2007 og nú í þriðja sinn, að
þessu sinni með atriðið „Þið eruð ekki
ein“, með vísan til samkynhneigðar.
Kennararnir Elva Dögg Númadótt-
ir og Sólveig Þórðardóttir höfðu um-
sjón með keppendum Hlíðaskóla. Elva
segir að fyrirkomulagið sé í föstum
skorðum. Í upphafi skólaárs sé haldin
hugmynda- og hæfileikakeppni, eitt
atriði valið og því síðan fylgt alla leið.
„Krakkarnir koma með hugmyndirnar
og síðan hjálpum við þeim að útfæra
þær á sviði og leikstýrum þeim,“ segir
hún. „Hugmynd þessara tíu krakka í 9.
bekk bar af og lagið þeirra lagði
grunninn að sigrinum. Hópurinn hafði
sögu að segja og gerði það af mikilli
einlægni, beint frá hjartanu.“
Sumarið í undirbúning
Nóam tók þátt í að semja lag og
texta og spilaði það á gítar. „Sumarið
fór eiginlega allt í undirbúninginn og
síðan tóku við strangar æfingar í
haust,“ segir hann. Bætir við að yfir-
leitt hafi fjölmennari hópar sigrað og
því hafi sigurinn komið á óvart. „Við
vorum með mjög góða dansara og
söngvara, byggðum atriðið á tilfinn-
ingum og viðbrögðum áhorfenda og
vissum ekki hvort dómararnir myndu
tengja og skilja það sem við reyndum
að sýna.“
Elva bendir á að Hlíðaskóli leggi
mikla áherslu á list- og verkgreinar og
Atriði Hlíðaskóla
beint frá hjartanu
Sigurvegararnir styðja fólk við að koma út úr skápnum
Ljósmynd/Elva Dögg Númadóttir
Sigurvegarar Þau voru að vonum ánægð eftir sigurinn Melissa, Borka,
Agla, Daníel, Tómas, Inga Sóley, Nóam Óli, Sunna Líf, Birkir og Þórhildur.
„Áhuginn var fyrir hendi. Sumar fyr-
irspurnir afgreiddi ég strax og þá
frá liðum í neðri
deildunum því ég
vildi sjá hvað væri
í boði í efstu deild.
Það voru fimm lið
úr úrvalsdeildinni
sem hringdu í
mig,“ segir knatt-
spyrnumað-
urinn Baldur
Sigurðsson
meðal annars í
samtali við
Morgunblaðið
í dag en
hann er
genginn í
raðir FH.
»24
Fimm lið úr efstu deild
sýndu Baldri áhuga